Morgunblaðið - 26.05.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.05.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1989 60 ÁRA AFMÆLI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Gefum Sjálfstæðisflokknum gleði og baráttuvilja í afinælisgjöf Ræða Þorsteins Pálssonar í Háskólabíói í gær Hér fer á eftir ræða sú, sem Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, flutti á af- mælisfundi Sjálfstæðisflokksins í Háskólabíói í gær: A þessari hátíðarstund fögnum við merkum áfanga í sögu Sjálf- stæðisflokksins. Sá skuggi fellur þó á þennan dag að Geir Hallgríms- son, fyrrverandi formaður flokks- ins, getur ekki vegna dvalar á sjúkrahúsi verið með okkur í dag. Sem betur fer er hann á góðum batavegi og hugur hans er sem endranær bundinn við heill flokks og þjóðar. Geir Hallgrímsson og Ema Finnsdóttir eiginkona hans senda okkur svofellda kveðju: Formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson. Sendum Sjálfstæðisflokknum og sjálfstæðismönnum um land allt heillaóskir í tilefni 60 ára afmælis- ins og þökkum samstarf á liðnum áratugum. Megi Sjálfstæðisflokk- urinn ávallt vera útvörður frelsis og framfara í íslenskri þjóðmálabar- áttu. Ema og Geir Hallgrímsson. Við þökkum þessa góðu kveðju og sendum þeim hjónum hugheilar þakkir fyrir hið óhemju mikla starf sem Geir Hallgrímsson og frú Ema hafa leyst af hendi fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Hviklaus forysta Geirs Hallgrímssonar á erfiðum tímum í sögu flokks og þjóðar verður aldrei fullþökkuð. Við sendum Geir Hallgrímssyni okkar bestu óskir um skjótan og góðan bata, þökkum hlýhug hans og vináttu og biðjum honum og fjölskyldu hans Guðs blessunar um ókomin ár. Vinir og samheijar. BAKHJARL OG BRAUTRYÐJ- ANDI eru kjörorðin sem við höfum valið til þess að varpa ljósi á störf Sjálfstæðisflokksins á merkum tímamótum. Við komum hér saman í dag í þeim tilgangi að minnast viðburðaríkrar sögu og til þess að fagna mikilsverðum áfanga. En á hátíðarstundu skiptir þó mestu máli að við horfum með tilhlökkun til nýrra framtíðarverkefna. í dag eru liðin 60 ár frá því að íhaldsflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn sameinuðust í nýjum stjómmálaflokki, Sjálfstæðis- flokknum. Þetta er ekki langur tími í sögu þjóðar, en þessi ár eru ótví- rætt mesta framfaraskeið í sögu íslendinga. í sjálfstæðisstefnunni hefur verið fólgið afl framfaranna og þar liggja rætur íslenskrar menningar. Sjálfstæðisflokkurinn varð sann- arlega ekki til upp úr þurra á einum vordegi árið 1929. Stofndagurinn var fyrst og fremst áfangi í langri sögu. Hann markar upphaf sterkrar og traustrar samvinnu frjálslyndra borgaraafla í landinu. Sameiginleg grandvallarsjónarmið bundu menn smá.m saman sterkum böndum. Varðveisla þjóðlegra og menn- ingarlegra verðmæta og viðreisn efnahags- og fjármála vora kenni- setningar íhaldsmanna. Og fijáls- lyndir minntu á að þjóðemið er fjör- egg þjóðarinnar, lífsandinn i menn- ingunni og orkan í þjóðlífinu. Þann- ig var tónninn sleginn. Afstaðan til ríkis og einstaklinga, fijálsrar versl- unar, sjálfstæðis og varðveislu þjóð- emis sameinaði borgaraleg fijáls- Iynd öfl á íslandi. Stefnuskráin var skýr og einföld. Hinn nýi Sjálfstæðisflokkur hét því að undirbúa lokaskref sjálfstæðis- baráttunnar og að vinna í innan- landsmálum að víðsýnni og þjóð- legri umbötastefnu á grandvelli ein- staklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum. Og þegar félög sjálfstæðisverka- manna og sjómanna vora stofnuð kom krafan um málfrelsi og félaga- frelsi í verkalýðsfélögunum óháð stjómmálaflokkum og að allir fengju tækifæri til að byggja yfir sig íbúðarhúsnæði. Þetta var bakhjarlinn í miðri kviku íslenskrar þjóðfélagsgerðar og vettvangur þeirra sem vildu ryðja nýjar brautir til framfara og fársældar fyrir fólkið í landinu. Hugsjónimar voru órofa tengdar kristnum lífsviðhorfum, umburðar- lyndi og mannúðarstefnu. Sjálf- stæðisflokkurinn hlaut því einnig að verða skjaldborg þeirra sem stóðu höllum fæti í íslensku þjóð- félagi. Þannig varð breiðfylkingin til. Hugsjónin er enn sú sama og grand- vallaratriðin era óbreytt en tímam- ir era aðrir og verkefnin ný. Og nýjar kynslóðir ganga í spor þeirra, sem brautina raddu. Það liggur í hlutarins eðli að brautryðjandinn horfir fram á við. Sérhver sigur er aðeins áfangi. Hann er krafa um ný markmið, ný verkefni, nýja hugsun. Dægurþras stjómmálabarátt- unnar vijlir mönnum stundum sýn. Grandvallaratriðin og markmiðin geta þannig gleymst í moldviðri stjómmálaátaka sem flokkar og einstaklingar geta þyrlað upp frá einum degi til annars. Stundum finnst mönnum nýjungarnar rót- tækar. Menn vita hvað þeir hafa og óttast um hag sinn á tímum mikilla breytinga. En við eigum það svar að þá famast þjóðinni best þegar framfarasókn er byggð á traustum undirstöðum. Þær hafa sjálfstæðismenn reist með störfum sínum í sex áratugi. Við lifum nú mikla breytinga- tíma. Ný tækni er að breyta at- vinnuháttum og lífsvenjum, þannig að líkja má við byltingu. Straum- hvörf era að verða í samvinnu og samstarfi þjóða í efnahags- og at- vinnumáium. Krafan um jafna möguleika og ábyrgð kynjanna er um leið kall hins nýja tínia. Þeir era nokkrir sem hafa verið þátttakendur í starfi flokksins frá fyrstu tíð. Svo era þeir yngstu sem skynja starfið sem sögu. En við sem um stund höfum valist til þess að fara fyrir fylkingunni lítum svo á að hlutverk Sjálfstæðisflokksins sem bakhjarls og brautryðjanda sé nú mikilvægara en nokkra sinni fyrr. Það vora sögulegar ástæður fyr- ir því að undirbúningur að lokasókn sjálfstæðisbaráttunnar varð efst á fyrstu stefnuskrá Sjálfstæðis- flokksins. Stofnun lýðveldis á Þing- velli 17. júní 1944 var hins vegar ekkert lokaskref. Það var í raun og vera upphaf að ævarandi sjálf- stæðisbaráttu fámennrar þjóðar í stóra og harðbýlu landi. Að loknum hildarleik síðari heimsstyijaldarinnar kom það í hlut forystumanna Sjálfstæðisflokksins að móta nýja utanríkisstefnu hins unga íslenska lýðveldis. Öryggi ís- lands varð tryggt með aðild að vam- arbandalagi vestrænna lýðræðis- þjóða. Þar með vörpuðu íslendingar af sér hlutleysinu og tóku afstöðu í baráttu fyrir frelsi, lýðræði og mannréttindum gegn ofríki og al- ræði. En auðlegð þjóðarinnar var fólg- in í fískimiðunum umhverfis landið. Ný iandsréttindi vora því sótt smám saman með stækkun fiskveiðilög- sögunnar. Sjálfstæðismenn stóðu við stjómvölinn við upphaf þeirrar sóknar og þeir færðu þjóðinni loka- sigurinn. En hér megum við ekki Iáta stað- ar numið. Næg verkefni blasa við. Gullkistu þjóðarinnar, fiskimiðun- um, stafar nú ógn af mengun vegna losunar úrgangsefna af ýmsu tagi. Hér eigum við ekki einasta erindi við sjálfa okkur, heldur einnig og miklu fremur við aðrar þjóðir. Fyrir tveimur áram lögðu sjálf- stæðismenn því til að íslendingar hefðu framkvæði að alþjóðlegri ráð- stefnu sem fjallaði um vamir gegn mengun hafsvæðanna. Lífsafkoma okkar og annarra er sannarlega undir því komin að árangur náist í því vamarstarfí. Landhelgisbarátta nýs tíma verð- ur fólgin í því að halda fram rétti íslendinga og veija hagsmuni þeirra á alþjóða vettvangi f þeim tilgangi að halda höfunum hreinum. Næsti kafli baráttunnar verður engu þýð- ingarminni en sá fyrri. Hér höfum við hlutverki og framkvæðisskyld- um að gegna. Og svo er það landið sjálft. Því stafar hætta af uppblæstri, ofbeit og mengun. Verndun gróðurlendis, Morgunblaðið/Ámi Sæberg Frá kvöldhófi sjálfetæðismanna í Reykjavík. Frá vinstri má sjá Friðrik Sophusson varaformann Sjálfetæðisflokksins, Ragnhildi Helgadóttur al- þingismann, Davíð Oddsson borgarstjóra, Völu Thoroddsen, Ástriði Thorarensen og Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur. Sjálfstæðisstefiian og framtíðin: Hugmyndaþing í Valliöll Ef Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki til myndi ég stofiia hann - sagði Davíð Oddsson borgarsljóri á kvöldfagnaði sjálfstæðismanna í Reykjavík NEFND um framtíðarstefnumörk- un Sjálfstæðisflokksins efhir til hugmyndaþings f Valhöll laugar- daginn 27. maí kl. 10.00 til 15.00. Dagskrá þingsins er eftirfarandi: Kl. 10.00: Málþingið sett með ávarpi formanns Framtíðamefndar, Davíðs Oddssonar borgarstjóra. Kl. 10.10: Frelsi og framtak ein- staklinga. Árdís Þórðardóttir fram- kvæmdastjóri flytur erindi, en um- sögn gefur Hannes H. Gissurarson lektor. Kl. 10.35: Þjóðin, sagan, tungan. Erindi flytur Tómas Ingi Olrich menntaskólakennari. Umsögn gefur Guðmundur Magnússon sagnfræðing- ur. K1 11.00: Velferðarþjóðfélagið. Katrín Fjeldsted læknir flytur erindi, en umsögnina gefur Vilhjálmur Egils- son hagfræðingur. Kl. 11.25: Island og umheimur- inn. Bjöm Bjamason aðstoðarritstjóri flytur erindi, Björg Einarsdóttir rit- höfundur gefur umsögn: Kl. 11.50: Atvinnulífið og alda- mótin. Erindi flytur Ólafur Davíðsson framkvæmdastjóri, umsögn flytur Þorgeir Pálsson prófessor. Kl. 12.15: Léttur hádegisverður í Valhöll. Kl. 13.00: Pallborðsumræður: Verkefiii Sjálfetæðisflokksins næsta áratuginn. Stjómandi verður Friðrik Sophusson, alþingismaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Þátttakendur verða Davíð Oddsson borgarstjóri, Einar Oddur Kristjáns- son framkvæmdastjóri, Guðrún Zoéga verkfræðingur, Hreinn Loftsson lög- fræðingur, Sigríður Þórðardóttir kennari og Valur Valsson bankastjóri. Kl. 14.30: Teknir saman þraéðir. Þorsteinn Pálsson, alþingismaður og formaður Sjálfstæðisflokksins. Kl. 15.00: Hugmyndaþingi lýkur. Fyrirspumir úr sal verða leyfðar á eftir erindum og pallborðsumræðum. Ráðstefnustjóri verður Friðrik Soph- usson. Ráðstefnugjald er 500 kr. og innifalið í því er kaffí og hádegisverð- ur. ! í HÁTÍÐARRÆÐU sinni á kvöld- fagnaði Sjálfetæðisfélaganna í Reykjavík á Hótel íslandi sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri, að einn andstæðingur flokksins hefði spurt sig að því fyrr í gær- dag, hvar hann myndi skipa sér í sveit, ef Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki til. Davíð sagðist hafa svarað því til; að hann myndi fara á Hótel Island til fólksins, sem hann vildi helzt vera með, stofha með því Sjálfctæðisflokk og skemmta sér svo vel á eftir. Borgarstjóri sagði að margt benti til þess, að einmitt nú á sextugsaf- mælinu væri Sjálfstæðisflokkurinn mjög að styrkjast og eflast. „Það tekur okkur miklu, miklu meira en sextíu ár að gera þennan flokk óþarfan,“ sagði Davíð. Hann sagði að þótt andstæðingar flokksins teldu margir að eftir klofninginn fyrir tveimur áram væri flokkurinn veikur fyrir, og skytu að honum föstum skotum. Ekkert væri hins vegar eins skemmtilegt og að láta skjóta á sig föstum skotum þegar andstæðingurinn hitti ekki. Sjálfstæðisflokkurinn vill sigla mikinn og grípa hvern byr, sem gefst, en hann vill einnig vera traust akkeri, sagði Davíð og sagði að mótlætið hefði ætíð verið flokknum nýr aflgjafí til átaka. Á kvöldfagnaðinn á Hótel íslandi bárast meðal annars kveðjur og heillaóskir frá Alþýðuflokknum, Steingrími Hermannssyni formánni Framsóknarflokksins, sem þakkaði sjálfstæðismönnum „margt gott“, 60 tonnum dreifit alls ÁRNI Sigfússon, formaður Sam- bands ungra sjálfstæðismanna, og Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, flugu í gær- morgun yfir Reykjanesskaga með landgræðsluflugvélinni Páli Sveinssyni og dreifðu fjórum tonnum af fræi og áburði, sem SUS gefur Landgræðslu ríkisins í tilefhi landgræðsluátaks ungra sjálfstæðismanna. Sveinn Runólfsson, landgræðslu- stjóri, þakkaði gjöfína og sagði hana verðugt fordæmi. „Við land- græðslumenn metum mikils þá virð- ingu og áhuga, sem þið sýnið með þessu átaki í dag og með framlagi ykkar til landgræðslu,“ sagði land- græðslustjóri. „í þessum áfanga í landgræðslu á Suðumesjum, sem hefstí dag, er vel vjð hæfi að dreifa og frá Borgaraflokknum. Áslaug Friðriksdóttir, formaður afmælis- nefndar flokksins, flutti ávarp og Geir H. Haarde var veizlustjóri. I lok málsverðar var borin fram risa- stór afmælisterta, um fjörir fer- metrar, með mynd af sjálfstæðis- húsinu Valhöll. 60 tonnum af áburði og grasfræi.“ Ámi Sigfússon, formaður SUS, sagði að með landgræðsluátaki sínu vildu ungir sjálfstæðismenn sýna fram á hversu mikilvægt það væri að einstaklingar sýndu eigið fram- tak í landgræðslumálum; þannig væri hægt að ná miklum árangri án þess að ríkið þyrfti sérstaklega að koma til. Árni afhenti land- græðslustjóra síðan 100.000 króna ávísun fyrir fræinu frá ungum sjálf- stæðismönnum og sagðist vona að þetta yrði öðram félagasamtökum fordæmi. „Við lítum svo á að hin nýja land- vamarstefna felist einmitt í þessu, og höfum ákveðið að það verði eitt af verkefnum Sjálfstæðisflokksins í næstu framtíð að stuðla að upp- græðslu landsins," sagði Þorsteinn Pálsson. „Við höfum skyldur við landið og ætlum: að sinna þeiip.“ Hófu landgræðslu- áfanga á Reykjanesi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.