Morgunblaðið - 26.05.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.05.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1989 Sovétríkin: Róttækir þingftdltmar vilja raunveruleg völd Moskvu. Daily Telegraph. FYRSTI fundur hins nýja fulltrúaþings var settur í gær, þótt enn væri mikið á reiki hvaða hlutverki þingið ætti að gegna. Þótt flestir stjórnmálaskýrendur líti á setningu þingsins sem einn merkasta atburðinn í sögu Sovétríkjanna frá því á dögum Leníns er enn margt á huldu um valdsvið og starfsemi þess. Harðlínumenn innan kommúnistaflokksins vilja að helsta hlut- verk þingsins verði að kjósa 500 menn úr röðum 2.250 þingfúll- trúa í Æðsta ráðið, sem fari síðan með löggjafarvaldið og fjalli um ýmis mikilvæg mál. Róttækir umbótasinnar á þinginu vi\ja hins vegar að þingið fari að mestu leyti með löggjafarvald- ið, Qalli um skatta- og fjármál, móti utanríkisstefnuna og endur- skoði til að mynda eignarréttarmálin. Talið er að Míkhaíl Gorbatsjov við stefnu flokksins. Hins vegar Sovétleiðtogi eigi það vandasama verkefni fyrir höndum að gera fulltrúaþingið að umræðuvett- vangi fyrir óháða fulltrúa, en tryggja þó að það taki ekki við því „forystuhlutverki" sem komm- únistaflokknum ber að gegna samkvæmt stjómarskrá landsins. Á þinginu eru hópar þing- manna, til að mynda þjóðernis- sinnar frá Eystrasaltsríkjunum, sem hafa þegar verið í andstöðu er talið ólíklegt að þeir séu nógu fjölmennir til að ná meirihluta við atkvæðagreiðslur á þinginu. Staða þeirra gæti þó verið nógu sterk til þess að þeir geti tryggt að þingið verði raunvemlegur umræðuvettvangur fyrir menn með ólíkar skoðanir og komið í veg fyrir að flokksvélin geti náð fram stefnumálum sínum í gegn- um þingið án nokkurrar andstöðu eins og verið hefur. Einn af róttæku umbótasinnun- um á meðal fulltrúanna, Arkadí Múrashov, áætlar að um fjórðung- ur fulltrúanna styðji umbótasinna, þriðjungur flokksvélina og af- ganginn telur hann vera mitt á milli þessara afla. Þetta gæti þó verið fullmikil bjartsýni. Þrátt fyr- ir að mikið hafi verið gert úr sigr- um róttækra umbótasinna í kosn- ingunum í mars tókst flokksvél- inni að tryggja að „traustir" full- trúar yrðu í meirihluta á þinginu. Harðlínumenn innan flokksins vilja að fulltrúaþingið starfi aðeins í nokkra daga og gegni aðallega því hlutverki að kjósa 500 menn í Æðsta ráðið, sem starfí síðan í níu mánuði. Róttæku umbóta- sinnamir vilja hins vegar að þing- ið starfi nógu lengi til að geta ijallað um ýmis mikilvæg mál, svo sem efnahagsmál. Afturhaldsöflin vilja hins vegar að valdsvið Æðsta ráðsins verði sem mest, enda er talið að auðveldara sé fyrir mið- stjómina og stjómmálaráðið að toga í strengina þar. Skoðanakönnun, sem vikuritið Moskvufréttir hefur birt, gefur til kynna að 61% Sovétmanna vilji að fulltrúaþingið fái sem mest völd, en aðeins 10% vilji að „flokksvélin" haldi völdunum óskiptum. 30% kváðust þeirrar skoðunar að Æðsta ráðið ætti að vera valdamest. 200 fulltrúar með fjölflokkakerfi Helsti tilgangurinn með stofn- un fulltrúaþingsins er sagður sá að hvetja sovéskan almenning til þess að fylgja fordæmi fulltrú- anna á þinginu og losa sig við óttann við að tjá skoðanir sínar opinskátt. Róttækir fulltrúar á þinginu kreíjast þess að þingið íjalli um ýmis deilumál, skatta- mál, fjárlög og utanríkismál. Reuter Nóbelsverðlaunahafinn Andrej Sakharov ávarpar fúlltrúaþing Sovétríkjanna í gær. Margir þeirra, til að mynda Nób- elsverðlaunahafinn Andrej Sak- harov, vilja ennfremur að þingið endurskoði eignarréttarmálin, heimili einkaeign og mæli jafnvel með henni. Að minnsta kosti 200 fulltrúar á þinginu em í aðalatriðum fylgj- andi fjölfiokkakerfi. Róttæku umbótasinnamir gætu að minnsta kosti stuðlað að því að málið yrði tekið til umræðu, þótt fátt bendi til þess að Gorbatsjov muni láta slíkt viðgangast. Bretland: Tékkneskum sendiráðs- mönnum vísað úr landi London, Moskvu. Reuter. BRESK stjórnvöld vísuðu fjórum tékkneskum sendiráðsmönnum úr landi í gær fyrir „athafnir sem samrýmast ekki stöðu þeirra“, en það orðalag er jafnan viðhaft um njósnir. Talsmaður breska ut- Grænland: Landsstjórn- ínmásemja við Bandaríkjaher Kaupmannahöfh. Frá Nils J. Bruun, frétta- ritara Morgunblaðsins. Grænlensku landsstjórainni er heimilt að ákveða sjálf hvort verkfræðisveitir Bandaríkjahers taki að sér byggingar- og skipu- lagsverkefni á Grænlandi, að sögn grænlenska útvarpsins. Þetta kom fram eftir að Jonathan Motzfeldt, formaður landsstjómar- innar, hafði rætt við Uffe Elleman Jensen, utanríkisráðherra Dan- merkur, í gær. Verkfræðisveitir Bandaríkjahers höfðu boðist til þess að taka að sér byggingar- og skipu- lagsverkefni fyrir Grænlendinga og er sú starfsemi hugsuð sem liður í þjálfun sveitanna. anríkisráðuneytisins sagði að Jan Fidler, sendiherra Tékka í Bret- landi, hefði verið tilkynnt að flór- menningamir yrðu að hverfa af landi brott innan flórtán daga. Bretar visuðu þremur tékkneskum sendiráðsmönnum úr landi í septem- ber í fyrra fyrir njósnir. Tékknesk stjómvöld svöruðu með því að vísa þremur breskum stjómarerindrekum frá Tékkóslóvakíu. „Við vöruðum Fidler við því í september á síðasta ári að ekki yrði unað við slíkar at- hafnir tékkneskra sendiráðsmanna," sagði í yfirlýsingu breska utanríkis- ráðuneytisins. Bresk stjómvöld vísuðu 11 sov- éskum stjórnarerindrekum og blaða- mönnum úr landi fyrir réttri viku. Sovésk stjómvöld svöruðu í sömu mynt strax næsta dag og vísuðu átta breskum stjómarerindrekum og þremur fréttamönnum frá Sovétríkj- unum. Sovéskir leyniþjónustumenn sök- uðu í gær bresku fréttamennina þijá um brot á sovéskum lögum og að hafa verið á mála hjá bresku leyni- þjónustunni. „Við höfum gögn undir höndum sem sanna að fréttamenn- imir störfuðu fyrir bresku leyniþjón- ustuna," sagði Vladímír Strunin, talsmaður KGB, á fundi með sovésk- um fréttamönnum. Rcuter Teikning eftir da Vinci endurgerð Vlðgerðarmaður Þjóðarsafiisins S London, virðir fyrir sér skemmd- ir sem unnar voru með haglabyssu fyrir tveimur árum á forteikn- ingu Leonardos da Vinci „María mey og bam með heilagri Önnu og heilögum Jóhannesi skírara“. Gert hefúr verið við teikninguna og var hún afhjúpuð á listasafni S London S gær. Sögulegur fundur Muammar Gaddafi Líbýuleiðtogi (t.v.), Chadli Benjedid forseti Alsírs (fyrir miðju) og Hosni Mubar- ak Egyptalandsforseti (t.h.) haldast í hendur í Casa- blanca í Marokkó, þar sem fundur Arababandalags- ins hefur verið haldinn undanfama daga. Myndin var tekin eftir sögulegan fund Mubaraks og Gaddaf- is, sem ekki höfðu ræðst við frá því Egyptar undir- rituðu friðarsamning við ísraela fyrir áratug. Harð- ar deilur bmtust út á fundi Arababandalagsins í gær vegna tillögu um að friðargæslusveitir yrðu sendar til Líbanons og var talið að fundinum lyki ekki fyrr en í dag vegna deilunnar. Evrópubandalagið: Danir tregastir í stuðningi við aðild Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. SAMKVÆMT niðurstöðum skoðanakönnunar, sem birt var í vikunni í Brussel telja einungis 42% Dana aðild að Evrópubandalaginu æski- lega og 25% mundu fagna úrsögn úr bandalaginu. Hugmyndin um sameinaða Evrópu nýtur vaxandi stuðnings í öllum aðildarríkjum bandalagsins. Á vegum tölfræðistofu EB em gerðar reglulega skoðanakannanir á meðal þegna aðildarríkja EB m.a. um viðhorf þeirra til bandalagsins. í niðurstöðum könnunar, sem nú var birt kemur fram að hugmyndin um sameinaða Evrópu nýtur vaxandi fylgis í öllum aðildarríkjum EB, 30% styðja hugmyndina heilshugar og 50% telja hana vel koma til greina. 65% telja aðild að bandalaginu af hinu góða, 21% em á báðum áttum en einungis 8% em ai)dvígir aðild. Svo sem oftast áður skera Danir og Bretar sig úr í könnuninni en 23% Dana telja aðild af hinu vonda og sama gildir um 21% Breta. Það er þó ljóst af samanburði við fyrri kann- anir að viðhorf fólks í þessum löndum er að breytast bandalaginu i vil. Rúmlega 50% dönsku þjóöarinnar telur sig t.d. hafa grætt á aðildinni að EB, sama sinnis em 44% Breta. Mestur er stuðningur við EB í Benelúx-löndunum, Belgíu, Hollandi og Lúxemborg ásamt írlandi en um 80% íbúa þessara landa lýsa yfir stuðningi við bandalagið. í könnun- inni var spurt um afstöðu fólks til tillagna framkvæmdastjómar EB um félagsleg réttindi innan EB sem fjall- ar m.a. um samræmdar reglur um lágmarkBréttindi launþega. Eins og áður skera Danir sig úr en 47% þeirra studdu hugmyndina en 17% vora andvígir hugmyndinni. Innan bandalagsins alls vom 69% hlynntir tillögum framkvæmdastjómarinnar en 7% á móti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.