Morgunblaðið - 26.05.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.05.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1989 21 Evrópubandalagið: Sovétleiðtoginn tekur sér sífellt meiri völd London. Reuter. SVO virðist sem Mikhail S. Gorbatsjov, leiðtogi sovéska kommúnista- flokksins, telji að með því að auka sífellt eigin völd geti hann kom- ið helstu stefiiumálum sínum í framkvæmd. Þetta er álit höfunda skýrslu sem gerð var opinber í gær en liún var unnin fyrir Al- þjóðlegu herfræðistofiiunina í Lundúnum. í skýrslunni segir að stefiia Sovétleiðtogans sé dirfskufúll tilraun til að koma á umbótum í Sovétríkjunum og að þjóðernisróstur, lítill árangur á vettvangi efnhagsmála og óvissa um þróun mála i öðrum ríkjum austan Járn- tjaldsins kunni að ógna veldi hans. Höfundar skýrslunnar telja að gífurleg innan valdakerfisins og Gorbatsjov hafi styrkt stöðu sína er 110 embættismönnum var vikið úr miðstjóm sovéska kommúnista- flokksins í síðasta mánuði. Hann þurfí hins vegar að beina kröftum sínum að því að bæta lífskjör al_- þýðu manna í Sovétríkjunum. Á undanförnum fímm árum hafí vöruskortur farið vaxandi í Sov- étríkjunum og Gorbatsjov verði að ná að snúa þeirri þróun við ætli hann að tryggja stuðning almenn- ings við umbótastefnuna. Hins veg- ar sé andstaðan við umbótaáformin sýnt sé að Sovétmenn muni koma til með að þurfa að reiða sig á hjálp vestrænna ríkja, bæði á sviði tækni og fjárfestinga, ætli Gorbatsjov sér að endurreisa efnahagslíf Sov- étríkjanna. Höfundar skýrslunnar nefna að Sovétmenn hafi þegar gert sér þetta ljóst enda hafí vald- hafar eystra aukið hvers kyns iðn- aðarnjósnir á undanförnum árum. Fullyrt er í skýrslunni að einhliða fækkun í herafla Sovétmanna hafi vakið litla hrifningu innan hersins. Gorbatsjov skýrði frá því er hann Mikahíl S. Gorbatsjov Ný skýrsla Alþjóðlegu herfræðistofiiunarínnar: Yöruskortur og þjóðemis- hyggja ógna veldi Gorbatsjovs „Silfri hafsins“ sporð- rennt“ — Hollensk kona býr sig undir að sporð- renna nýveiddri síld fyrir utan fískbúð í Spakenburg í gær. Síldveiðar hollenskra sjómanna eru nýhafn- ar og físksali í Spak- enburg greiddi háa upphæð fyrir fyrsta síldarfang vertíðar- innar. Á Hollandi býð- ur hefðin að ný síld sé etin hrá. Milljarði króna varið til tungnmálakennslu ávarpaði Allsheijarþing Sameinuðu þjóðanna á síðasta ári að Sovét- menn hefðu ákveðið að skera her- afla landsins niður einhliða um 500.000 menn og fækka skriðdrek- um um 10.000. Höfundamir víkja að kröfum einstakra þjóða um sjálfstjóm og átökum þjóðarbrota og er niður- staða þeirra sú að viðbrögð stjóm- valda við þessu gefí vísbendingu um hversu langt þau séu reiðubúin til að ganga í átt til aukins málfrels- is og lýðræðis í Sovétríkjunum. Á hinn bóginn kunni harðlínumenn innan kommúnistaflokksins að færa sér í nyt þá ólgu sem fylgt hafi kröfum um aukið sjálfstæði. Gorbatsjov virðist aftur á móti líta svo á að hann geti knúið fram helstu stefnumál sín með þvi að auka sífellt eigin völd. Staða hans sé þó ekki trygg og í Sovétríkjunum séu menn teknir að óttast að honum verði komið frá völdum í nánustu framtíð. Reuter Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgiinblaðsins. Menntamálaráðherrar aðildarríkja Evrópubandalagsins (EB) ræddu á mánudag tillögur frá framkvæmdastjórn bandalagsins um sameiginlegt átak til að stuðla að aukinni tungumálakunnáttu meðal þegna þess. Áætlunin miðaði m.a. að því að nemendum yrðu kennd að minnsta kosti tvö mál sem töluð eru innan EB auk móðurmálsins. Bretar höfðu lýst andstöðu við þessar hugmyndir og sagt þær vísi að beinum afskipt- um stofnana innan EB af náms- skrám skóla á Bretlandi en þeir hafa staðið fast á því að ekki eigi Bandaríkin: Wrightbýðsttil að segja af sér Washington. Reuter. JIM Wright, forseti fiilltrúadeild- ar Bandaríkjaþings, hefiir boðist til að segja af sér gegn því að ákærur á hendur eiginkonu hans verði felldar niður. Eiginkona hans er sökuð um að hafa þegið laun og fríðindi frá fyrirtæki sem hún hefúr aldrei starfað hjá. Öld- ungadeildarþingmenn greindu frá þessu að loknum yfirheyrsl- um siðanefndar fúlltrúadeildar- innar á miðvikudag. Wright, sem er frá Texas, er leið- togi demókrata í fulltrúadeild Bandarílqaþings. Bill Richardson, öldungardeildarþingmaður demó- krata frá Nýju Mexíkó, sagði frétta- mönnum að ráðagerðin væri sú að Wright segði af sér sem forseti fulltrúadeildarinnar að því tilskildu að ákærur á hendur eiginkonu hans, Betty, verði látnar falla niður. Betty Wright er sökuð um að hafa þegið 18.000 dollara í laun á ári og bfl til einkanota af flárfest- ingarfyrirtæki í eigu George Mallicks, vinar Wrights, Wrights sjálfs og eiginkvenna þeirra. Betty Wright hefur hins vegar aldrei starfað hjá fyrirtækinu. Siðanefnd fulltrúadeildar Banda- ríkjaþings hefur sakað Wright um að þiggja hærri fjárhæðir fyrir ræðuhöld en þingmönnum leyfist með því að drýgja þær tekjur með hagnaði af sölu bókar sem hann skrifaði. Hann er einnig sakaður um að hafa þegið 145.000 dollara að gjöf, um 8,1 milljón ísl. kr., frá George Mallick sem hafði beinna hagsmuna að gæta innan löggjafar- samkundunnar. að ijalla um skólamál í höfuðstöðv- um bandalagsins í Brussel. Fyrir fundinn lögðu Spánveijar fram málamiðlun sem gerir ráð fyr- ir því að fella út úr áætluninni þann þátt sem íjallaði um skóla. Nem- endaskipti eru því úr sögunni á vegum áætlunarinnar en lögð verð- ur áhersla á að ná til þeirra sem hafa hætt skólanámi og sömuleiðs fólks í starfsþjálfun. Ráðherrarnir samþykktu að veija sem svarar rúmlega einum milljarði íslenskra króna til áætlunarinnar á næstu fímm árum. Markmið áætlunarinn- ar er að skapa betri skilyrði fyrir fólk til að flytja búferlum innan bandalagsins og auka á þann hátt gildi þeirra ákvæða EB-markaðar- ins sem kveða á um frelsi almenn- ings til búsetu og atvinnu innan EB. Sýningin Vorið ’89 stendur sem hæst með skemmtun og fróðleik fyrir alla. Á fjórða tug sýnenda með allt fyrir sumarið. BRESKIR HJÓLABRETTASNILLINGAR Alla sýningardagana munu fjórir breskir hjólabretta- snillingar sýna listir sínar á sérstökum palli (,,Ramp“). Sýningarnar verða með stuttum hléum allan daginn. ÞÚ GETUR UNNIÐ SEGLBRETTI Aðgöngumiðar gilda sem happdrættismiðar, og eru vinningar m.a. seglbretti, fjallareiðhjól og hjólabretti. Dregið verður í lok sýningarinnar. MATUR OG DRYKKUR DANSSÝNINGAR ALLAN DAGINN Sýningin Vorið ’SO í Rtnðhöllinni 25.-28. maí OPIÐ______________ föstudag frá kl. 13—22 laugardag og sunnudag frá kl. 10-22 HINDRUNARKEPPNI OG ÆVINTÝRAFERÐ UM HELGINA Vinsældir fjallareiðhjólanna hafa náð til íslands fyrir alvöru. Við kynnum þessa skemmtilegu íþrótt með að- stoð fjaUahjólafrömuðar frá Bretlandi. Um helgina verður hindrunarkeppni á útisvæði með þátttöku sýningargesta. Einnig verður gestum boðið í reiðhjólaferð um nágrennið. Skilyrði fyrir þátttöku er að viðkomandi hafi með sér eigið fjallahjól. Reiðhjóla- ferðin er á laugardaginn kl. 14 og stendur yfir í 5 tíma. Hindrunarkeppnin er á sunnudaginn kl. 14. UPPLÝSINGASÍMI 673620

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.