Morgunblaðið - 26.05.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.05.1989, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1989 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1989 23 piirrgl Útgefandi iSsMaMI* Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar MatthíasJohannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Sjávarútvegurmn og útflutningur á hugviti Utflutningur á vélum, tækjum og búnaði fyrir sjávarútveg hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum árum. Árið 1974 nam verð- mæti þessa útflutnings einni milljón dollara en 22 milljón- um dollara á síðasta ári eða um 1,2 milljörðum íslenskra króna. Vexti og viðgangi þessarar nýju útflutnings- greinar er lýst í viðskipta- blaði Morgunblaðsins í gær. Magnús Gunnarsson, stjómarformaður Útflutn- ingsráðs íslands, gerði þessi mál að umtalsefni í ræðu á aðalfundi ráðsins fyrir skömmu. Þar benti hann á, að íslenskur sjávarútvegur væri nægilega stór heima- markaður fyrir framleiðslu- og þjónustufyrirtæki til að markaðssetja og þróa tæki og nýjungar, sem síðan mætti selja á erlendum mörkuðum. Afkastageta og reynsla okkar á sviði veiða og vinnslu sjáv- arafla og góður orðstír íslenskra sjávarafurða væri auglýsing sem ekki væri unnt að meta til fjár. Með sam- starfi milli sjávarútvegs og hefðbundinna iðngreina hefði tekist að stórauka sölu véla og tækja fyrir sjávarútveg. Einnig nefndi Magnús ráð- gjafafyrirtækið Icecon sem stóru sölusamtökin í sjávarút- vegi stofnuðu 1986. Það er í örum vexti og hefur selt framleiðslu og þjónustu íslenskra fyrirtækja fyrir milli 20 og 30 milljónir dollara. Við erum því svo vön að vera þiggjendur í tæknilegu tilliti, að við eigum líklega erfitt með að átta okkur nægilega vel á því, sem hér er um að ræða. Við höfum vanist því að líta á íslenskan sjávarútveg sem framleið- anda á fiski, sem seldur er úr landi mismunandi mikið verkaður. Við þurfum um- þóttunartíma til að átta okkur á því, að hugvitið sem beitt er við veiðar og vinnslu getur sjálft skapað verðmætar af- urðir. Þarf ekki síður að leggja rækt við gæði á því sviði en við veiðar og vinnslu. Bogi Sigurðsson, markaðs- stjóri véla og tækja hjá Út- flutningsráði, telur að íslensku fyrirtækin er fram- leiða vélar og tæki standi sig mjög vel á markaðnum og bæti hátt verð upp með mikl- um gæðum. Magnús Gunnarsson horfir til fleiri þátta þegar hann ræðir um leiðir til að nýta öflugan heimamarkað í sjáv- arútvegi til útflutnings. Hann nefnir útgáfustarfsemi sem dæmi, þar sem sérgreind fréttabréf, tímarit og bækur um mál tengd sjávarútvegi eru mikið seld til þess stóra hóps sem starfar að sjávarút- vegsmálum í heiminum. Þá telur hann að við getum fram- leitt „Benetton“-hlífðarfatn- að fyrir sjómenn og fisk- vinnslufólk. Hann minnir á, að tölvuvæðing sjávarútvegs um allan heim bjóði einnig upp á óteljandi tækifæri til að markaðssetja íslenskt hugvit á þessum sviði. Og hann spyr: „Er hugsanlegt að setja upg alþjóðlegan fisk- markað á íslandi, sem fjar- skiptamarkað, sem mundi gegna sama hlutverki fyrir viðskipti og skráningu verð- lags á sjávarafurðum og Rotterdam hefur fyrir olíu- vörur, London fyrir gull og New York fyrir dollara?“ Vaxandi útflutningur á vélum, tækjum og búnaði fyr- ir sjávarútveg ætti að vera mönnum hvatning til að halda áfram á sömu braut. Magnús Gunnarsson varpaði fram at- hyglisverðum hugmyndum um ný skref í ræðunni sem hér hefur verið reifuð. Þær þjóðir sem nýta þekkingu sína og reynslu, hugvitið, til að skapa ný verðmæti, standa best að vígi í alþjóðlegri sam- keppni. Við íslendingar stöndum frammi fyrir sam- drætti í þjóðarbúskapnum. Hér hefur orðið stöðnun á ýmsum mikilvægum sviðum atvinnulífsins. Hagvöxtur sprettur af því að kraftar séu nýttir af hugkvæmni og áræði. Fordæmi það sem Ice- con og aðrir í þjónustu sjávar- útvegs hafa sýnt ætti að verða öðrum aflvaki. Landsbankinn veitir ekki lán út á ábyrgð- ir Tryggingasjóðs Neyðarfundur í stjórn Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva í dag LANDSBANKI íslands, sem er lang stærsti viðskiptabanki fískeldismanna, mun ekki veita fiskeldisfyrirtækjum aukin af- urðalán út á greiðslutrygging- ar Tryggingasjóðs fiskeldisl- ána, að sögn Sverris Her- mannssonar bankastjóra. Tryggingasjóðurinn hefur af- greitt greiðslutryggingar til tíu fiskeldisstöðva, samtals að fiárhæð 240 milljónir kr. Að- eins eitt þessarra íyrirtækja hefiir fengið viðbótarlán hjá viðskiptabanka ^ sínum út á þessa ábyrgð. Álfheiður Inga- dóttir formaður stjórnar Tryggingasjóðsins segir að ef þessi ákvörðun sé endanleg kippi hún grundvellinum und- an rekstri þeirra fyrirtækja sem séu í viðskiptum við Landsbankann. Boðað hefur verið til skyndifundar í sfjóm Landssambands- fiskeldis- og hafbeitarstöðva í dag til að fjalla um þetta mál. Sverrir Hermannsson sagði um ástæður þessarar afstöðu að bankinn sé með of stóran hluta þessarar tilraunastarfsemi, eða allt áð 80% sem væri 40% of mik- ið, og ætlaði að gá vel að sér. Bankinn myndi ekki auka útlán sín til fiskeldisfyrirtækja, hvorki með því að taka ný fyrirtæki í viðskipti, né að veita viðbótarlán til þeirra fyrirtækja sem þegar væru í viðskiptum. Hann sagði að margt benti til að það yrðu stóráföll í þessari grein áður en menn næðu tökum á framleiðsl- unni. „Ég er skelfingu lostinn vegna margs sem menn eru að fáta í án nægrar þekkingar og reynslu, eins og í „Klondyke- menn“,“ sagði Sverrir. Friðrik Sigurðsson fram- kvæmdastjóri Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva sagði að þetta væri grafalvarlegt mál, og fiskeldismenn tryðu því ekki að þetta væri endanleg afstaða Landsbankans. Hann sagðist hafa undir höndum afrit af bréfi þar sem bankinn segðist ætla að veita ákveðnu fyrirtæki viðbótarlán út á greiðslutryggingu Trygginga- sjóðsins og gæti bankinn ekki far- ið að gera upp á milli fyrirtækja. Friðrik sagði að ef þetta væri endanleg afstaða bankans væri viðskiptabönkunum ekki treyst- andi fyrir afurðalánunum. Þyrfti þá að endurskoða afurðalánakerf- ið og færa útdeilingu lánanna aft- ur til Seðlabankans. Stjórn sam- bandsins hefur verið boðuð til skyndifundar í dag um þetta mál, neyðarfundar, eins og Friðrik orð- aði það, enda kallaði það á mjög hörð viðbrögð ef útiloka ætti heila atvinnugrein með þessum hætti. Álfheiður Ingadóttir formaður Tryggingasjóðsins segir að þessi afstaða Landsbankans valdi sér vonbrigðum. Hún sagðist varla trúa því að þetta væri endanleg ákvörðun bankans því hún væri í hróplegu ósamræmi við vilja eig- anda hans, ríkisins, sem sett hafí þennan sjóð á stofn í þeim til- gangi að stuðla að betri lánafyrir- greiðslu við atvinnugreinina. Stjóm Tryggingasjóðsins hefur fengið 14 umsóknir og afgreitt greiðslutryggingar til 10 fyrir- tækja, alls að fjárhæð 240 milljón- ir kr. Ábyrgðir til einstakra fyrir- tækja eru á bilinu 5 til 90 milljón- ir kr. Samkvæmt reglum sjóðsins verða fyrirtækin að hafa afurðal- án í viðskiptabanka eða öðrum lánastofnunum sem nemur 37,5% af birgðum og hefur sjóðurinn þá heimild til að veita ábyrgð á jafn miklu til viðbótar. Fram að þessu hefur hann veitt ábyrgðir fyrir 50—62,5% af birgðum. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra ræðir við Mauno Koivisto, forseta Finnlands, í gær. Opinber heimsókn utanríkisráðherra til Finnlands: Fríverslun og námsmögnleikar í Evrópu helstu mál íslendinga —sagði Jón Baldvin Hannibalsson um samningaviðræður EFTA og EB Helsinki. Frá Tom Kankkonen, fréttaritara Morgunbiaðsins. með Mauno Koivisto, forseta Finnlands, Kalevi Sorsa þing- ÞRIGGJA daga opinberri heim- sókn utanríkisráðherra, Jóns Baldvins Hannibalssonar, til Finnlands lauk í gær. Jón Bald- vin sagði á blaðamannafundi að mikilvægustu mál Islendinga í viðræðum Fríverslunarsam- taka Evrópu (EFTA) og Evr- ópubandalagsins (EB) yrðu fríverslun með sjávarafiirðir og heimild handa íslenskum náms- mönnum til að stunda nám í öðrum Evrópulöndum. Ut- anríkisráðherra hefiir rætt við Pertti Paasio, starfsbróður sinn í Finnlandi, og Pertti Salolain- en, utanríkisviðskiptaráðherra; í gær átti hann einnig fimdi forseta, og Harri Holkeri for- sætisráðherra. Samkomulag varð um fríversl- un með físk í EFTA á ráðherra- fundi samtakanna í Ósló fyrr á árinu. Finnski sjávarútvegsráð- herrann hefur gefið í skyn að hann muni gera sitt til að tefja fyrir framkvæmd samkomulags- ins og fínnskir sjómenn hafa gagnrýnt fríverslunina ákaft. Á fréttamannafundinum sagði ut- anríkisráðherra hins vegar að stjórnir ríkjanna tveggja greindi ekki á í þessum málum. Aðspurður sagði utanríkisráð- herra að ákveðið yrði á næsta ári hvort hvalveiðar íslendinga í at- vinnuskyni yrðu aftur hafnar en þá lýkur vísindaveiðunum. „Við vísum á bug áróðri Grænfriðunga sem halda því fram að að vísindaá- ætlun okkar stangist á við al- þjóðlegar samþykktir. Við munum nota afrakstur vísindaveiðanna til að að ákveða hvort hvalveiðar verði hafnar á ný. Það er ekkert sem gefur til kynna að veiðamar stefni stofnunum tveim, sem veitt er úr, í hættu,“ sagði ráðherrann. Á fundinum kom fram að ís- lendingar hefðu að svo stöddu ekki ráð á að opna sendiráð í Finn- landi. Kjötsala til Evrópubandalagsins: Getum lært af þessu hvernig vernda á eigin íramleiðslu - segir landbúnaðarráðherra yÞARNA er á ferðinni tæknileg viðskiptahindrun, og getum við Islendingar, og þá sérstaklega viðskiptaráðherra, lært af þessu hvernig aðrar þjóðir vemda sína eigin framleiðslu og halda utan um sinn heimamarkað,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, land- búnaðarráðherra, þegar hann var inntur álits á þeirri ákvörðun Evrópubandalagsins að taka ísland af lista yfir þau lönd sem heimilt verður að flytja út kjöt til bandalagsins, vegna ófiillnægj- andi upplýsinga um eftirlit með því hvort kjötið innihéldi horm- ónnalyf. Steingrímur sagði að hann hefði talið nauðsynlegt að nýta þá mögu- leika, sem verið hafa á kjötsölu til Evrópubandalagsins, að svo miklu leyti sem þær væru íslendingum hagstæðar, og einnig með það í huga að halda opnum möguleikum á sölu í framtíðinni ef verð þróuð- ust í hagstæðari átt en verið hefðu. „ Við gefumst ekki upp við þessi tíðindi, en okkar rök í þessu máli eru annars vegar að augljóst mál er að við erum öruggir varðandi þessa hormóna og hvað önnur aukaefni snertir, þar sem þau eru bönnuð hér á landi og alls ekki notuð í íslenskum landbúnaði, og hins vegar að það magn sem um er að ræða .er það lítið að það ætti frekar að flokkast undir und- anþágu en almenn útflutnings- leyfi," sagði Steingrímur. Að sögn Jóhanns Steinssonar hjá Búvörudeild Sambandsins hef- ur ekkert kjöt verið flutt út til Evrópubandalagsins frá áramótum 1987-88. Haustið 1987 hafi komið hingað til lands eftirlitsmaður á vegum Evrópubandalagsins og gert athugasemdir varðandi að- búnað í þeim þremur slátufhúsum, sem höfðu sérstök leyfi til útflutn- ingsins, og voru leyfin afnumin þar til sérstakar úrbætur hefðu verið gerðar. Á síðasta ári hefði verið unnið að breytingum á sláturhús- inu í Borgamesi í þeim tilgangi að uppfylla settar kröfur Evrópu- bandalagsins, en þeim væri ekki lokið. Hann segir það hafa verið áfall þegar heimildin var tekin af vegna ástands sláturhúsanna, og hann líti á það sem alvarlegan hlut ef búið sé að loka að fullu fyrir útflutning til Evrópubandalagsins. Jóhann sagði að heimsmarkaðs- verð á því kjötmagni, sem um væri að ræða, væri um það bil 55 milljónir króna, en Búvörudeild Sambandsins hefði lánast að fá hærri verð í gegnum þau viðskipt- asambönd sem náðst hefðu. Hann sagði að á síðasta ári hefði tekist að ná nýjum markaði í FinnlandrT* en þangað vora send 400 tonn í fyrra og 300 tonn hafa verið send á þessu ári og meira er í undirbún- ingi. „Skítverkin“ og ekkjumar eftirÞuríði Pálsdóttur Á þorranum birtist grein í Morg- unblaðinu eftir Pál Skúlason próf- essor þar sem hann setur góðlátlega ofan í við fjölmiðlafólk fyrir það að misnota stjómmálamenn, virða þá ekki sem manneskjur og fara með þá sem pólitískar fígúrar. Frétta- menn stilli þeim upp við vegg, seg- ir hann, láti þá hafa skoðanir á öllu og egni þá út í þras og þrætur. Hann líkti þessu við leiksýningu sem væri stjómað af fréttamönn- um. Svo óheppilega vildi til að um sama leyti sýndi Ríksisjónvarpið upptöku frá alþingisumræðum sem fjölluðu að mestu um hið marg- fræga mál Jóns Baldvins Hannib- alssonar um „blýantsnag" starfs- manna Seðlabankans. Víst fór þar fram leiksýning í alls konar tilbrigð- um, en engir fréttamenn stjómuðu því stjónarspili, alþingismenn vora sannarlega einráðir í ræðum sínum í það skiptið. Þrír aðalráðherrar landsins léku þar aðal „fígúrahlut- verkin“ frammi fyrir alþjóð, algjör- lega upp 'á eigin spýtur. Og það fór lítið fyrir hinni siðferðilegu virðingu fyrir manneslqunni sem Páll Skúla- son telur í grein sinni órofa tengda því sem við köllum sjálfsvirðingu. Nokkra seinna átti hæstvirtur utanríkisráðherra afmæli. Við sem heima sátum komum okkur vel fyr- ir til að gægjast inn í fagnaðinn gegnum sjónvarpið. Frúin var í fal- legum kjól og kurteis fréttamaður spurði afmælisbamið varfærinna spuminga (menn voru famir að gæta sín). Jón var hinn hressasti ogtaldi við hlið sér merkustu stjóm- málamenn allra tíma og kvaðst mundu líkjast Gladstone með áran- um. En þá kom fréttamaðurinn með „hættulegá leiðandi spumingu": „Sérðu eftir nokkra þegar þú lítur til baka?“ Og það stóð ekki á svar- inu. Efnislega hljóðaði það svo: Já, að Hannibal pabbi skyldi hafa verið kosinn á þing á sínum tíma og ég sjálfur sem ungur þurft að flytjast á mölina. Ef svo hefði ekki verið væri ég án efa skipstjóri á bát fyr- ir vestan í staðinn fyrir að standa í skítverkum hér fyrir sunnan. Það kom jafnmikið á fréttamanninn og okkur sem heima sátum, og hann stamaði út úr sér, „hvað áttu við með skítverkum?", „Jú, þing- mennskan og allt það,“ svaraði ráð- herrann. Ég hélt satt að segja að í þetta sinn hefði Jón Baldvin geng- ið of langt, en nei, enginn hneyksl- aðist á þessu, ekki einu sinni Guð- rún Helgadóttir sem kvartar undan því að almúginn sýni ekki hæstvirtu alþingi tilhlýðilega virðingu. Þessi orð ráðherrans hafa engu að síður orðið áleitnari í huga mínum eftir því sem liðið hefur á þingtímabilið. Það er rétt hjá ráð- herra, það hafa mörg „skítverkin“ verið unnin á þessu hundraðasta og ellefta löggjafarþingi íslendinga. í mínum huga er þetta þingtímabil eins og holskefla náttúrahamfara sem skilur eftir sig hrun, eyðilegg- ingu og ráðvillt fólk. Fyrirtæki far- in á hausinn, einstaklingar gjald- þrota, allir að sligast undan skatta- byrði, fólki sagt upp vinnu, millj- arðatap á Sambandsstórveldinu, en forstjóramir halda sér enn í reiðann á meðan forsætisráðherra þeirra stendur í brúnni. Mannorðsmorð orðin að dægrastyttingu almenn- ings, skólamir í upplausn, nemend- ur próflausir, kennarar launalausir, sjúklingar sendir heim og vona að þeir lifí það af að bíða eftir því að komast í aðgerðir. Jú, Framsókn bjargaði fiskeldinu, enda miklu mik- ilvægara en blóðbanki og hjarta- deild. Og svo er það júlíglaðningur ríkisstjómarinnar sem fann upp á því á jólaönn að sjálfsagt væri nú að byija upp á nýtt að skattleggja margskattlagðar eignir einstakl- inga. Sá illræmdi eignarskattur hefur verið nefndur „ekknaskattur- inn“ vegna þess að að hann leggst með meira en tvöföldum þunga á ekkjur og ekkla. Þar sem ég er jafn- réttiskona jafnframt því að vera ekkja vil ég þó sannarlega að fram komi að sá skattur kemur víðar illa niður en hjá eklqum, ekklum eða einbúum. En hjón standa að því leyti betur að vígi, að saman mega þau eiga eign upp á 5 milljónir án þess að borga af henni skatt, en einstaklingur aðeins eign upp á 24 milljón. Hjón þurfa síðan að borga 1,2% eignarskatt af næstu níu millj- ónum, eða upp að 14 milljónum, en 2,7% af eignarskattsstofni yfir 14 milljónum. Einstaklingurinn þarf aftur á móti að borga 1,2% upp að næstu fjóram milljónum, eða upp að 7 milljón króna eignarskatts- stofni og þar fyrir ofan er prósent- an 2,7%. Og ekki megum við gleyma eftirréttinum, „Þjóðarbókhlöðu- skattinum" þar sem 0,25% leggjast á eignir yfír 4.250 milljónir hjá ein- staklingum til viðbótar eignarskatt- inum, en hjá hjónum leggjast 0,25 prósentin á eignir sem metnar era yfír átta og hálfa milljón. Til að einfalda hlutina getum við tekið þijú dæmi um skuldlausar eignir sem metnar eru á 6, 8 og 12 milljón- ir og reiknað út hvað einstaklingur^. þarf að borga af þeim og til saman- burðar hvað hjón þurfa að borga. 1. Eignir metnar á 6 milljónir. Einstaklingur: Hjón: Eingarsk.: 42.000 Eignarsk.: 12.000 Þjóðarbókhl.sk.: Þjóðarbókhl.sk.: 0 4.375 Samtals: 46.375 Samtals: 12.000 Eignir metnar á 8 milljónir: Einstaklingur: Hjón: Eignarsk.: 81.000 Eignarsk.: 36.000 Þjóðarbókhl.sk.: 9.375Þjóðarbókhl.sk.: 0 Samtals: 90.375 Samtals: 36.000 Eignir metnar á 12 milljónir: Einstaklingur: Hjón: Eignarsk.: 189.000 Eignarsk.: 84.000 Þjóðarbókhl.sk.: l>jóðarbókhl.sk.: 8.750 19.375 Samtals: 208.375 Samtals: 92.750 í engu dæmanna ná hjón því að borga helming á við einstaklinginn. Það liggur við að manni þyki fynd- ið að aðeins útvöldum er gert að borga Þjóðarbókhlöðuna. Er hægt að spyija hvort „borgunarfólk“ fái einhver sérkjör hjá stofnuninni? Vissulega era til fasteignir sem metnar eru undir 4-5 milljónum króna. Fasteignamat fer t.d. eftir staðsetningu íbúða sem oftast var algjörlega tilviljunarkennd þegar þær vora upphaflega keyptar og svo eftir stærð þeirra og ásig- komulagi. En mestar líkur eru á því að hjón sem unnið hafa langan og strangan vinnudag allt sitt líf hafí komið sér upp 3-5 herbergja íbúð. Sumir eiga meira að segja hús að stærri íbúð eftir áratuga sambúð og alls konar basl eins og gengur. Já, dæmin era mýmörg og gæti ég sagt margvíslegar sögur af ekkjum og þeirra högum. En langflestar leggja þær áherslu á það að reyna að búa á heimili sínu svo lengi sem unnt er og víst er að þessi skattur var öragglega ekki það sem þær Þuríður Pálsdóttir „Nei, við eldra fólk þurfiim að standa vörð um mannréttindi okk- ar. Tilhneiging þjóð- félagsins til að gera okkur að réttindalaus- um minnihlutahóp er alltaf fyrir hendi. “ áttu von á í þeirri viðleitni sinni að reyna að bjarga sér sjálfar og halda reisn sinni. Á vordögum lést frænka mín háöldrað. Það mætti segja mér að hún hefði álitið þá „vitfirrta“ sem allt í einu skipuðu henni að borga um hundrað þúsund krónur fyrir það að búa í því húsi sem hún átti og vann fyrir sem einstæð móðir, húsi sem hún hafði búið í og borg- að fasteignagjöld af í 73 ár! Spum- ingin er hvort eignaupptaka af þessu tagi sé ekki þjóftiaður af verstu tegund, sem sé „lögvemdað- ur þjófnaður". Eftir þennan vetur er ég ekki hissa á því þótt metorða- gjamir tækifærissinnar þvingi fram slík ólög. En út yfír tekur þegar Aðalheiður Bjamfreðsdóttir, konan sem hefur kennt sig við það að vinna að hagsmunum kvenna skuli hafa selt öryggi þeirra kynsystra sinna sem misst hafa maka sína eða era einbúar til þess að halda þingsæti sínu volgu. í viðtali sem birtist í þekktu tímariti hér fyrir skömmu, lýsti Aðalheiður því yfír, að enginn gæti kúgað hana og að hún tæki ákvarðanir samkvæmt eigin sannfæringu. Þá vitum við það. í sama viðtali upphefur hún slagorðið sitt pólitíska að ekki megi „níðast á einstaklingi“ og féll það nú fyrir lítið og mun hún þurfa að fínna sér nýtt slagorð. Þá segir hún einnig að þeir sem eigi stóreignir séu borgunarmenn fyrir opinberam gjöldum og þá eigi að „skatt- leggja". Ég get frætt þessa „stjóm- málakonu" um það að íbúðarhús- næði sem fólk hefur búið í áram saman er ekki „stóreignir“. Það er áfar langt frá því að þeir sem búa einir eftir í húsnæði sínu, hvort sem það era konur eða karlar, séu borg- unarmenn fyrir því sem dyntóttum stjórnmálamönnum dettur í hug að hrifsa af þeim í það og það skiptið. Auk þess er viðhald eigna ásamt fasteignagjöldum ærin greiðslu- byrði fyrir langflesta. Það er sorg- legt að Aðalheiður Bjamfreðsdóttir skuli hafa átt stóra hlutdeild í því „skítverki" að gera ekknaskattinn að veruleika. Því miður fór lítið fyrir stjómar- andstöðunni í þessu máli. Frá Kvennalistakonum heyrðist fátt fyrr en þremur dögum fyrir þing- lausnir að grein birtist í DV eftir Kristínu Halldórsdóttur.. Virðingar- verð grein að mörgu leyti, en leið- réttingin sem Kvennalistakonur komu fram með, var út í hött. En hún hljóðar svo: „Falli annað hjóna frá greiðir eftirlifandi maki eignar- skatt eftir sömu reglum og um hjón væri að ræða „meðan hann situr í óskiptu búi“ (leturbreyting mín). Með leyfi að spyija, hvers í ósköp- unum eiga þær ekkjur og þeir ekkl- ar að gjalda sem hafa leyst þá þraut að gera upp bú sitt? Halda Kvenna- listakonur að það fólk eigi auðveld- ara með að inna þessar greiðslur af hendi? Ég hélt satt að segja að konumar sem sátu löngum stund- um yfír kaffibollunum á Hótel Vík hefðu notað tímann betur við að bijóta til mergjar þjóðfélagslega stöðu konunnar, einnig eftir að hún er komin úr bameign. Vonarglæta birtist í frétt í Morg- unblaðinu þann 19. maí þar sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins komu með breytingartillögu sem gerði ráð fyrir því að eftirlifandi maki gæti fengið eignarskatt sinn reiknaðan eins og hjá hjónum væri. Á elleftu stundu gátu þeir troðið inn tillögu sem felur í sér þá breytingu að við álagningu eignarskatts skuli skipta eignarskattstofni eftirlifandi maka sem situr í óskiptu búi og reikna eignarskatt hans eins og hjá hjónum væri næstu fimm ár eftir lát maka (leturbreytingar mínar). Þar með vora þeir komnir með hugmyndir Kvennalistans inn í myndina um óskipta búið og lengri tíma en fimm ár fengu þeir ekki samþykktan. Því ber að fagna að einhveijir koma til með að njóta góðs af þessu, og víst er betra en ekkert að gefa fólki umþóttun- artíma og frið meðan versta áfallið eftir makamissi líður hjá. En þessi breytingartillaga felur í sér ein- dæma óréttlæti, þar sem engin ástæða er til að ætla að það fólk sem lifað hefur makamissi lengur en fimm ár og hefur skipt búi sé á nokkum hátt betur í stakk búið til að greiða þessi gjöld. Þar að auki stuðlar hún að fjárhagslegu ósjálf- stæði eftirlifandi maka sem’ ér beinlínis hegnt fyrir það að reyna að standa á eigin fótum sem er í mörgum tilfellum forsenda sjálfs- virðingar eldra fólks. Meðan læknavísindin vinna stöð- ugt að því að fleira fólk nái þeim lífaldri sem skaparinn úthlutaði okkur, og fólk er hvatt til að gæta vel heilsu sinnar og viðhalda sem best líkamskröftum sínum, vinnug_ ríkið og samfélagið að því mark- visst að svipta það almennum mannréttindum. Eignir era skatt- lagðar á nýjan leik, sem þýðir í raun að eldra fólk þarf að byija að borga fasteign sína aftur. Reglur lífeyrissjóða kveða á um að fella niður gjöld til eftirlifandi maka ef hann hyggst hefja sambúð að nýju, sem þýðir í raun að fólk er dæmti til einvera, því að hver heilvita maður veit að í nútímaþjóðfélagi getur enginn fullorðinn þegn séð fyrir öðram. í sjónvarpi er sjaldnast efni fyrir eldra fólk, sem er þó e.t.v. fjölmennasti hópur áhorfenda. Úti- loka á eldra fólk frá því að taka húsnæðislán, sem áreiðanlega eng- inn eldri þegn gerir nema brýna nauðsyn beri til, og svo má lengi telja. Nei, við eldra fólk þurfum að standa vörð um mannréttindi okk- ar. Tilhneiging þjóðfélagsins til að gera okkur að réttindalausum minnihlutahóp er alltaf fyrir hendi. Við sem erum komin á efri ár erum það vegna þess að við höfum dvalið nokkram áram lengur á jörðinni en sumir aðrir og þar af leiðandi unn- ið þeim mun meir að uppbyggingu þjóðfélagsins. Hlédrægni og þögn eldra fólks þarf að rjúfa, við þurfum sjálf að standa á rétti okkar. Lág- markskrafa hlýtur að vera að hafa leyfí til að búa óáreitt á sínu eigin heimili svo lengi sem fólk treystir sér til. Það takmark hlýtur að vera endanlega farsælast fyrir þjóðar- búið og sjálfsögð mannréttindi eldra fólks. Höfundur ersöngkona ogyfir- kennari við Söngskólann í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.