Morgunblaðið - 26.05.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.05.1989, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1989 Md hann leilca sérmeð Hcxnn sbor Sundur 9ar^LönQ(jncuí Með morgunkaf&nu Þú þyrftir ekki að koma svona oft ef þú myndir skera þig sjálfa niður um 25 kíló. Pjársjóðurimi dýrmæti Kven- kostir Til Velvakanda. Mikið lifandis ósköp og skelfing var skemmtilegt að sjá og heyra til fjármálaráð- herrans okkar, þegar hann vændi menntakonurnar um að vera náttúrulausar og geldar. Þær ættu að taka sér Sóknar- konur til fyrirmyndar. Að þessu hlógu þær og þóttust vita betur. En Ólafur Ragnar brást ókvæða við og bað þær langskólagengnu að láta vera að hlæja að Sóknarkonum, sem kynnu sitt fag og þyrftu ekki að sækja námskeið í sjö ár eins og hann kvað aðhlæj- endur sína hafa gert án árang- urs, að því er skilja mátti. Af þessu öllu leiddi hið mesta uppnám. Þær langþjálf- uðu gerðu sérstaka samþykkt í málinu. Fóru síðan að hitta Sóknarkonur og báðu þær fyr- ir Guðsskuld að skilja ekki hláturinn á þann veg að þær þættust eitthvað betur að sér eða færari í faginu. Þær hefðu bara átt við að þær stæðu jafn- fætis í iðninni og vildu vera stöllur þeirra og vinkonur í nútíð og framtíð. Sér í lagi drógu þær menntuðu í efa að Ólafur Ragnar Grímsson hefði nægilega mikla reynslu til að kveða upp einhvem úrskurð um stöðu kvenna í þessu sam- bandi, lærðra sem ólærðra. Þessu voru Sóknarkonur inni- lega sammála og kváðust tala af reynslu. Auk þess voru þær sárgramar Ólafi Ragnari fyrir að hafa látið í það skína, raun- ar sagt berum orðum, að þeim héldist verr á eiginmönnum en hinum. Féll allt í Ijúfa löð með þeim stöllum, en nú er að sjá hver verður næsti leikur fjár- málaráðherra í stöðunni. Melamaður Til Velvakanda. Bravó, bravó. Þegar ríkissjón- varpið okkar bregður sér í gest- gjafahlutverkið þá kunna þeir svo sannarlega til verka. Þegar lands- mönnum öllum var boðið að dvelja í félagsskap Önnu í Grænuhlíð og vina hennar tvær kvöldstundir í röð þá upplifði ég að okkur hefur verið boðið í listaveislu í hæsta gæða- flokki. Þar fór saman stórkostlegur leikur, myndataka og handrit og áfram mætti telja. Þvílíkir karakt- erar og þvílíkt mannlíf, sem við sannarlega mættum hafa til eftir- breytni í mörgu. Ég veit ekki með þig lesandi góður en ég bið góðan guð að mannlíf nútímans mætti færast nær því sem við sáum í sam- skiptum Önnu og vina hennar. Því eftir að hafa horft á Önnu í Grænuhlíð þá hafa orð eins og kærleikur, fegurð, einlægni og heið- arleiki öðlast dýpri merkingu. Þeir tímar sem við lifum á eru því miður alger andstæða: hatur, græðgi, ágirnd og losti virðast ráða ferð þjóðanna en hvar endar sú ferð? Eg er þakklátur fyrir það að það er leið fyrir alla menn til lífs, hamingju og friðar og sú leið er fólgin í fjársjóði sem flestir íslend- ingar eiga en er því miður „graf- inn“. Þessi fjársjóður gæti verið vendipunkturinn fyrir þitt líf en líka vendipunkturinn fyrir þjóðina alla til góðs. Fjársjóðurinn dýrmæti er Biblían eða Nýja-Testamentið. Það er guðs orð til þín sem gefur skýra Ieiðsögn um alla þætti mannlegs lífs. Leiðsögn sem leiðir til árang- urs, hamingju og velmegunar. En það mikilvægasta af öllu er þó að við skiljum að við lifum öll í synd, syndin veldur aðskilnaði frá guði og góðu fréttirnar eru þær að fyrir hjálpræðisverk Jesú Krists getum við fengið lausn frá synd og afleiðingu hennar. Og þannig opn- ast leiðin til lífsins. Því Jesús er vegurinn, sannleikurinn og lífið og enginn kemur til föðurins nema fyrir hann. Kynntu þér því þann fjársjóð sem inniheldur mikilvæg- ustu upplýsingar sem ritaðar hafa verið. Kynntu þér hjálpræðisverk Jesú Krists og stöðu þína sam- kvæmt guðs orði. Og til þeirra sem standa á bak við sýningu Önnu í Grænuhlíð, hafið þökk og haldið áfram að sýna mannbætandi mynd- ir. Með bestu kveðju. Örn Leó Guðmundsson HÖGNI HREKKVÍSI Víkverji skrifar Kunningi Víkveija varð fyrir því óláni í byijun ársins að gömul japönsk bifreið hans hrundi niður. Reyndar hrundi hún ekki í orðsins fyllstu merkingu, en krankleikinn var svo alvarlegur, að maðurinn taldi ekki skynsamlegt að láta gera við hana og ekki hefur hann kunn- áttu til að gera slíkt sjálfur; kúpl- ingin búin, eða heitir það tengsli, gat á bensíngeyminum og miðstöðin þannig skapi farin að hún sprengdi öll öryggi í bílnum sama hvað gert var, þetta var þá líka veturinn til að lenda í slíku. I ofanálag var hundurinn búinn að éta áklæðið af aftursætinu. xxx Ekki var um annað að ræða en að fjárfesta í annarri rennireið hvort sem fjárráðin leyfðu slíkt eða ekki. Án bifreiðar er víst ekki hægt að vera. Eftir að nýi bíllinn var kominn á götuna var farið að at- huga reikningana og ljósglæta var, að maðurinn taldi víst að hjá hinu opinbera ætti hann nú um tvö þús- und krónur sem mætti sækja og breyta í salt í grautinn. Kunninginn segist vera tiltölu- lega skilvís maður, svona yfirleitt, og einn af þeim reikningum sem hann hafði greitt á „réttum“ tíma var bifreiðaskatturinn, heilar 2.612 krónur. Hann var sem sagt búinn að borga skatt 10 mánuði fram í tímann, fyrir bíl, sem kominn var á haugana. Varla þarf að taka fram, að skattur af nýja vagninum hafði verið greiddur um leið og hann var skráður, þannig að hið opinbera átti þar ekki krók á móti bragði. XXX Heldur notaleg stúlka varð fyrir svörum í afgreiðslunni er söguhetjan bar upp erindi sitt á skrifstofu tollstjórans í Reykjavík. Maðurinn sagðist vera að sækja ofgreiddan bifreiðaskatt og lýsti í nokkrum orðum hvernig farið hafði fyrir blessuðum gamla bílnum, bara nokkrum dögum eftir að skatturinn var greiddur. Stúlkan var hin alúðlegasta, hafði greinilega áður afgreitt eins illa upplýsta menn og sagði kurteis- lega að ríkið endurgreiddi ekki kíló- gjöld og átti þar við skatta eins og bifreiðaskattinn. Hún sagði þetta ákveðið með lögum. Viðskiptavinur- inn gerði sig digran og spurði hvort ekki væri líka bannað með lögum að svíkja fé af fólki, ef til vill not- aði hann stór orð og þung. Hinn alúðlegi opinberi starfs- maður skildi hvað klukkan sló og í stað þess að ergja sig eða æsa sótti hún reglugerð, sem hún hafði áður vitnað til, reglugerð um bifreiða- gjald nr. 590 frá 29. desember 1987. Þar stóð þetta svart á hvítu: „Eigi skal endurgreiða gjald af bif- reið, sem greitt hefur verið af, þótt eigendaskipti verði, hún flutt í ann- að skráningarumdæmi eða afskráð. Gildir greiðslan fyrir bifreiðina hver sem eigandi hennar er eða hvert sem hún er flutt á landinu.“ Hvernig datt blessuðum mannin- um í hug að hann ætti peninga hjá ríkinu?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.