Morgunblaðið - 26.05.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.05.1989, Blaðsíða 44
 EINKAREIKNINGUR Þ/NN í LANDSBANKANUM SJOVA 31PALMENNAR llllllll FÉLAG FÓLKSINS FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 80 KR. Smjörlíki flutt inn frá “■“Bretlandi Innflutningsfyrirtækið ísleið fékk í gær staðfestingu á því frá Hollustuvemd ríkisins að ekkert væri því til fyrirstöðu að fyrir- tækið hæfi innflutning á smjörlíki frá Tesco í Bretlandi, þar sem sú vara uppfyllti öll skilyrði og reglur um vörumerkingar. Heilbrigðisráðuneytið afturkall- aði sem kunnugt er á dögunum innflutningsieyfi á smjörlíki sem viðskiptaráðuneytið hafði áður heimilað og var sú ákvörðun byggð á þeirri umsögn Hollustuverndar að hin innflutta vara uppfyllti ekki reglur um vörumerkingar. ■ > Isleið fékk upphaflega heimild til að flytja inn um 20 tonn af smjörlík- inu frá Tesco, en hefur nú lagt inn beiðni um innflutningsleyfi fyrir viðbótarmagni. Gert er ráð fyrir að þetta smjörlíki verði komið hér á markað í byijun júnímánaðar. Innbundna símaskráin uppseld VINSÆLDIR innbundnu síma- skrárinnar urðu meiri en ráða- menn Pósts og síma gerðu ráð fyrir og hún seldist upp á fyrsta degi. Búið er að gera ráðstafanir til að binda fleiri eintök inn sem verða tilbúin eftir helgi. Ágúst Geirsson ritstjóri síma- skrárinnar sagði í samtali við Morg- unblaðið að viðtökumar við skránni hefðu verið framar vonum. Byrjað var á að binda 5.000 eintök sem öll seldust upp og búið er að láta binda inn önnur 5.000 eintök sem verða tilbúin eftir helgi. ~~w -----*-*-•--- Tryggingasj óður fískeldislána; Landsbankinn hækkar ekki afurðalánin LANDSBANKI íslands, sem er langstærsti viðskiptabanki fisk- eidismanna, mun ekki veita físk- eldisfyrirtækjum aukin afiirða- lán út á greiðslutryggingar Tryggingasjóðs fiskeldislána, að — sögn Sverris Hermannssonar bankastjóra. Boðað hefur verið til skyndifund- ar í stjóm Landssambands fiskeld- is- og hafbeitarstöðva í dag til að ijalla um þetta mál. Álfheiður Inga- dóttir formaður stjómar Trygg- ingasjóðsins segir að ef þessi ákvörðun sé endanleg kippi hún grundvellinum undan rekstri þeirra fyrirtækja sem séu í viðskiptum við Landsbankann. Tryggingasjóðurinn hefur af- greitt greiðslutryggingar til tíu fiskeldisstöðva, samtals að fjárhæð 240 milljónir kr. Aðeins eitt þessara fyrirtækja hefur fengið viðbótarlán hjá viðskiptabanka sínum út á þessa ábyrgð. Sverrir Hermannsson sagði um ástæður þessarar afstöðu að bank- inn sé með of stóran hluta fiskeldis- ins, sem hann kallar tilraunastarf- semi, eða allt að 80%, og ætlaði að gá vel að sér. Sjá miðopnu: „Landsbankinn veitir ekki lán ...“ Landgræðsluflug í tileftii sextugsaftnælis í tilefni sextíu ára afinælis Sjálfstæðisflokksins, sem haldið var hátíðlegt í gær, flugu Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Árni Sigfusson, formaður Sambands ungra sjálfstæðis- manna, í flugvél Landgræðslunnar yfir Reykjanes og dreifðu fyrstu Qórum tonnunum í land- græðsluáfanga á Suðurnesjum. Þorsteinn Pálsson hefur lýst því yfir að uppgræðsla landsins verði eitt meginbaráttumál flokksins á næstu árum. Afmælishaldið var með margvíslegum hætti öðrum; afmælishátíð og kvöldfagnaður voru í Reykjavík og um allt land höfðu sjálfstæðisfélögin opið hús. Sjá bls. 18-19. Starfsleyfi sum- arbúða: Tólf umsókn- ir fá ekki með- mæli Barna- verndarráðs NÚ ÞEGAR tími sumarbúða fyrir börn um land allt er að hefjast hafa tólf slíkar búðir ekki hlotið meðmæli frá Barnaverndarráði íslands og mega því lögum sam- kvæmt ekki starfa. Guðjón Bjarnason framkvæmda- stjóri ráðsins sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann vissi til að sumar þessara búða að minnsta kosti stefndu að því að opna 3. júní, en nær útilokað væri að leyfi til þeirra yrði afgreitt fyrir þann tíma. Séu reglugerðir brotnar, hefur ráðið heimild til að láta loka viðkomandi sumarbúðum. Alls hafa 33 umsókn- ir verið teknar fyrir hjá ráðinu, 10 voru með leyfi frá fyrra ári og 11 til viðbótar hafa fengið meðmæli í fyrsta sinn, ein þó með fyrirvara. Það er síðan menntamálaráðuneytið sem veitir formlegt starfsleyfi. Guðjón sagði að skorin hefði ver- ið upp herör í þessum efnum í fyrra og hitteðfyrra, eftirlitið hert og kröfurnar auknar, en margir gerðu sömu mistökin nú og þá. • • Onnur Boeing kemur í dag ÖNNUR Boeing 737-400-flugvél Flugleiða kemur til landsins fyrir hádegi í dag. Vélin kemur frá Seattle og millilendir í Montreal, þar sem forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, kemur um borð, en hún mun gefa flug- vélinni nafii við athöfii á Keflavíkurflugvelli. Flugleiðir hafa fest kaup á þrem- ur flugvélum af Boeing 737-400- gerð til notkunar á Evrópuflugleið- um félagsins og kemur sú þriðja til landsins í mars á næsta ári. Þá er einnig áætlað að komi tvær Boeing 757-200-flugvélar til notkunar á flugleiðinni yfir Norður-Atlants- hafið. Kjarasamningar flugmanna; Flugleiðir greiða 18% í líf- eyrissjóð í stað 11% áður Launahækkun flugmanna um 11% við gildistöku samningsins KJARASAMNINGAR Flugleiða og flugmanna, sem undirritaðir voru hjá ríkissáttasemjara í fyrrakvöld, fela í sér auk almennra hækkana, sem greint hefur verið frá, að Flugleiðir greiða 18% í lífeyrissjóð flugmanna í stað 11% áður og flugmenn minna að sama skapi eða 4% í stað 11% áður. Þetta samkomulag jafhgildir því rúmlega 7% hækkun útborgaðra launa flugmanna, en Flugleið- ir meta launakostnaðaraukann til 5,7%. Greiðslur til lífeyrissjóðs flug- manna eru óbreyttar 22% í heild, eins og þær voru áður. Þetta eru mjög háar Iífeyrisgreiðslur sem helgast af stuttum starfsaldri flug- manna. Launþegar almennt greiða 10% af launum í lífeyrissjóð, laun- þeginn sjálfur 4% og vinnuveitand- inn 6%. Samkomulagið um þessar breyt- ingar á lífeyrissjóðsgreiðslum er sérstaklega tilkomið vegna nýrra Boeing 737-400 og 757-200 flug- véla. Flugleiða, en aðeins tveir flug- menn eru í stjórnklefa þeirra í stað tveggja flugmanna og eins flugvél- stjóra áður. Kjarasamningurinn gildir til 31. mars á næsta ári. Laun hækka um 3,8% frá 15. maí, um 2,8% frá 1. september, um 1,9% frá 1. nóvem- ber og um 2% frá 15. janúar 1990. Hækkanir á þessu ári eru samhljóða hækkunum á ákvæðisvinnu og upp- mælingu í samningi ASI. Þá er í samningnum ákvæði um að des- emberuppbót skuli vera 20% af grunnlaunum flugmanns í 10. árs launaflokki, sem samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins jafngildir upphæð á bilinu 20-25 þúsund krón- ur. Engin ákvæði eru um orlofsupp- bót, en flugmenn nutu ekki desemb- eruppbótar áður. Samkvæmt samn- ingum ASI var desemberuppbót 9.000 krónur og orlofsuppbót 6.500 krónur. Þá eru einnig í samningnum ákvæði um að dagpeningar flug- manna í innanlandsflugi hækki í 1.318 krónur og flugstjóra í 1.648 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.