Morgunblaðið - 28.05.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.05.1989, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C Leiðtogafimdur NATO; Viðskipta- banni aflétt? New York, Róm. Reuter. Bandaríska dagblaðið The New York Times kvaðst í gær hafa áreiðanlegar heimildir fyrir þvi að George Bush Bandaríkjaforseti hygðist mælast til þess á fundi leiðtoga NATO-ríkja í Brussel að fallið yrði frá eftiahagsleg- um refsiaðgerðum gegn Sovétmönnum. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra í Vestur-Evrópu settu bann við sölu á hátæknibúnaði til Sovétríkjanna árið 1979 er herafli Sovétmanna réðst inn í Afganistan. Á mánudag hefst í Bruss- el leiðtogafundur aðildarríkja Atlants- hafsbandalagsins þar sem rætt verður um ft-amtíðarsteftiu bandalagsins á sviði kjamorkuvarna og afvopnunar. Sjá einnig forystugrein á miðopnu og „Kjamorkuvamir og afvopn- un. . . á bls. 4. Uno sagður arf- taki Takeshita Tókíó. Reuter. Líklegt er talið að Sosuke Uno, ut- anríkisráðherra Japans, taki við embætti forsætis- ráðherra af Noboru Takeshita, sem bendlaður hefiir verið við Recmit- hneykslið svonefhda. í fréttum jap- önsku sjónvarpsstöðvarinnar NTK í gær var fiillyrt að Takeshita og Shint- aro Abe, aðalritari Fijálslynda lýð- ræðisflokksins, hefðu farið þess á leit við Uno að hann tæki við forsætisráð- herraembættinu. Fréttinni fylgdi að gengið yrði frá skipan hans í þessari viku. Gerðist munkur vegna skatta London. Reuter. Breskur hafiiarverkamaður, Charles Chapman að nafhi, sem kominn er á eftirlaun, Iýsti því nýlega yfir við skattayfirvöld í heimabyggð sinni í Suðvestur-Englandi, að hann hefði gerst munkur og hér eftir héti litla einbýlishúsið hans „Alfresco Abbey“. Tildrög yfirlýsingarinnar em þau, að munkar og klaustur verða undanþegin nýjum fasteignaskatti, sem ganga mun til sveitarfélaga í Bretlandi og kemur að nokkm leyti í stað eignarskatts. Chapman sagði við fréttamenn, að hann hefði vonast til að fá eiginkonu sína til að taka þátt í þessu skatta- bralli með sér, en hún hefði ekki tekið í mál að gerast nunna. Wm Ráðhús rís afgrunni Morgunblaðið/Ámi Sæberg. Sovéski umbótasinninn Júrí Afanasjev um kosningar í fulltrúaþinginu: Æðsta ráðið er í anda Stalíns og Brezhnevs Moskvu. Reuter. ÞEGAR atkvæði í kosningum til Æðsta ráðs Sovétríkjanna höfðu verið talin í gær kom í ljós að flestir hinna þekktustu umbótasinna á fulltrúaþinginu, þar á meðal Boris Jeltsin, fyrrverandi flokksformaður í Moskvu, náðu ekki kjöri. Vonbrigði Moskvubúa með þessa niðurstöðu vom augljóslega mikil og þúsundir komu saman á götum borgarinnar og sökuðu flokksvélina um að hafa tryggt sér flest sætin í löggjafarþinginu nýja. „Að teknu tilliti til þeirra hæfileikamanna sem saman vora komnir hér á fulltrúaþinginu má segja að við höfiim skapað Æðsta ráð í anda Stalíns og Brezhnevs," sagði sagnfræðingurinn Júrí Afanasjev. Margir þingmenn risu fagnandi úr sæti þegar Afanasjev fordæmdi „hinn undir- gefna meirihluta sem hindrar allar ákvarðan- ir sem væru þjóðinni að skapi.“ Hann ávítaði einnig Míkhaíl Gorbatsjov „sem annað hvort hlustar með athygli á þennan meirihluta eða leikur listilega á hann“. Gorbatsjov reyndi að lægja óróaöldurnar sem risu og hnigu í full- trúaþinginu eftir að ljóst var að flokksvélin hafði tryggt sér öruggan meirihluta í Æðsta ráðinu. Sovétleiðtoginn fordæmdi sérhyggju og sagði: „Köllun mín væri einskis virði ef ég leyfði mönnum að leggja þingið í rúst.“ Jeltsín var eini frambjóðandinn til Þjóðar- ráðsins, annarrar af tveimur deildum Æðsta ráðsins, sem ekki náði kjöri. Frambjóðendur allra annarra Sovétlýðvelda voru jafn margir sætunum sem í boði voru. Var þetta túlkað sem lítt dulin tilraun flokksvélarinnar til að koma í veg fyrir að Jeltsín kæmist inn í Æðsta ráðið. Jeltsín tapaði kapphlaupinu um 11. og síðasta sæti Rússlands naumlega fyrir Vítalíj Vorotnikov, forseta Rússlands og fé- laga í Stjórnmálaráðinu. Síðar á laugardag voru kunngerð úrslit kosninga til Sambandsráðsins, sem er hin þingdeildin í Æðsta ráðinu. í hvorri deild sit- ur 271 þingmaður. Márgir róttækir umbóta- sinnar náðu ekki kjöri, þar á meðal Valentín Logúnov, ritstjóri Moskovsköju Prövdu, en hann olli úlfaþyt á fimmtudag með þvS að krefjast þess að Gorbatsjov segði af sér sem aðalritari kommúnistaflokksins um leið og hann tæki við forsetaembættinu. Nokkrir róttækir umbótasinnar náðu þó kjöri eins og sagnfræðingurinn Roy Medvedev og einstaka fulltrúar sjálfstæðishreyfinga í Eistlandi, Lettlandi og Litháen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.