Morgunblaðið - 28.05.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.05.1989, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1989 ERLEIVT INNLENT Bjargað úr snjóflóði Tveimur Flateyringum, Guðríði Kristinsdóttur og Guð- mundi Sigurðssyni, var bjargað eftir klukkustundarvist í bíl undir eins til tveggja metra snjólagi á Breiðadalsheiði síðastliðinn sunnudag. Snjóflóð féll á bílinn og færði hann á kaf. Launahækkun flugmanna Útborguð laun flugmanna hækka strax um 11% samkvæmt kjarasamningi Flugleiða og flug- manna sem undirritaður var á miðvikudagskvöld. Flugleiðir greiða, auk almennra launahækk- ana, 18% í lífeyrissjóð flugmanna í stað 11% áður og flugmenn minna að sama skapi, eða 4% í stað 11%. Hætt komnir við Sandgerði Tveir sjómenn björguðst úr sjávarháska við Sandgerði í liðinni viku. Eyþór Jónsson var hætt kominn á þriðjudags- kvöld þegar tvö ólög færðu bát hans næstum í kaf en honum tókst að keyra bátinn upp og komast inn í höfnina í fylgd björgunarbáts. Trilla Sigfusar AxQörð Sigfiús- sonar sökk er hann var á leið í handfæraróður. Honum tókst að halda sér á floti í sjónum þar til honum var bjargað um borð í bátinn Stekkjarhamar sem átti leið þar hjá. Vigdís hitti Bandaríkjaforseta Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, hitti George Bush forseta Bandaríkjanna á þriðjudag á skrifstofu forsetans í Hvíta húsinu. Vigdís kom til landsins á föstudag með annarri Boeing 737-400-flugvél Flug- leiða. Við komuna til landsins gaf Vigdís vélinni nafnið Eydís. Óvissa með afiirða- lán fiskeldis Landsbanki íslands, sem er stærsti viðskiptabanki fiskeldis- ins, mun ekki veita fískeldisstöðv- um aukin afurðalán út á greiðslu- tryggingar Tryggingasjóðs físk- eldislána. Fiskeldismenn brugðust hart við, komu m.a. saman til skyndifundar um málið á föstu- dag. Ekkert kjöt til EB Landbúnaðarráðuneytinu hefur borist tilkynning um að eftir 31. maí verði ísland ekki á lista yfír þau lönd sem heimilt verður að flytja út kjöt til Evrópubandalags- ins. Ástæðan er sögð sú að hér á landi er ekki til fullnægjandi bún- aður til að ganga úr skugga um að hormónaefni séu ekki í kjötinu. ERLENT Kínverskir kommúnist- ar snúast gegn Zhao Erlendir sendi- menn í Kína kváðust á fímmtudag hafa heimildir fyrir því að sijóm- málaráð komm- únistaflokksins hefði snúist gegn Zhao Ziyang leiðtoga flokksins. Bandaríska fréttastofan AP sagði á föstudagsmorgun að Zhao hefði verið hnepptur stofufangelsi. Voru fréttir þessar taldar stað- festa að harðiínumenn hefðu borið sigur úr býtum í valdabaráttu inn- an flokksforystunnar. Leiðtogar kínverskra námsmanna sam- þykktu á föstudag að halda áfram mótmælum sínum gegn spillingu innan stjómkerfisins og ofríki ráðamanna. Gorbatsjov gagnrýndur á þingi Míkhaíl S. Gorbatsjov, aðalritari sovéska kommúnistaflokksins, sætti harðri gagnrýni er hið nýja fulltrúaþing Sovétríkjanna var sett á fimmtudag. Gorbatsjov við- urkenndi að mistök hefðu verið gerð við framkvæmd umbóta- stefnunnar en sagði umræðurnar á þinginu þó sýna að ýmislegt hefði áunnist á þessum vettvangi. Líkt og búist hafði verið við var Gorbatsjov kjörinn forseti í leyni- legri atkvæðagreiðslu en áður en þingið var sett höfðu umbóta- sinnar krafist þess að völd þess yrðu aukin og að fleiri en Gorb- atsjov yrðu í kjöri til embættis forseta. Einhliða fækkun hermanna í Evrópu Bandarískir fjöl- miðlar skýrðu frá því á föstu- dag að George Bush Banda- ríkjaforseti hygðist boða ein- hliða fækkun í herliði Banda- ríkjamanna í Vestur-Evrópu á fundi leiðtoga NATO-ríkja sem hefst í Brassel á mánudag. Hermt var að 34.000 bandarískir her- menn yrðu kallaðir heim sem svarar til tíu prósenta heraflans í Vestur-Evrópu. Spenna í samskiptum Breta og Sovétmanna Sovétmenn hótuðu á mánudag að reka 170 bpeska ríkisborgara úr landi en daginn áður hafði 11 Bretum, átta sendimönnum og þremur blaðamönnum, verið veitt- ur tveggja vikna frestur til að koma sér úr landi. Var sú ákvörð- un tekin eftir að stjómvöld á Bret- landi höfðu sakað 11 Sovétmenn um njósnir og skipað þeim að hafa sig á brott. Stríðsglæpamaður handtekinn Franskur stríðsglæpamað- ur, Poul Touvi- er, var handtek- inn á miðvikudag en hans hafði verið leitað í 45 ár. Touvier var yfirmaður lög- reglunnar í Lyon nasista við að hafa upp á félögum í frönsku andspymuhreyfingunni og er taiið að hann hafi átt náið samstarf við þýska stríðsglæpa- manninn Klaus Barbie, sem dæmdur var í lífstíðarfangelsi í Frakklandi árið 1987. Andóf kínverskra námsmanna: Mótmælin rakin til hug- myndafræðilegra tilslakana Peking. Reuter. LEIÐTOGAR kínverskra náms- manna sögðu í gær að eftat yrði til mikillar mótmælagöngu í mið- borg Peking 1 dag, sunnudag, þrátt fyrir herlög sem enn eru í gildi í borginni. Svo virðist sem þreyta og vonleysi hafi gripið um sig í röðum námsmanna. Að sögn erlendra fréttamanna í Peking hefur mjög dregið úr mót- mælum á Torgi hins himneska frið- ar eftir að ljóst varð að harðlínu- menn höfðu farið með sigur af hólmi í valdabaráttu innan flokksfor- ustunnar. Chen Yun, 85 ára öldungur úr röð- um harðlínumanna, sagði í ræðu er hann flutti á föstudag að rekja Ósló. Reuter. NORSKIR óróaseggir létu á föstu- dag í þ'ós samkennd með þýskum hústökumönnum með því að mölva rúður í sendiráði Vestur- Þýskalands í Ósló og mála slagorð á veggi. Að sögn lögreglu vora þátttak- endur um það bil hundrað. Tveir Reuter Sveitir verkakvenna vinna að sorphreinsun á Torgi hins himneska friðar í miðborg Peking. mætti andóf námsmanna til tilslak- vettvangi. Slakað hefði verið á ana á hinum hugmyndafræðilega marx-leníniskri uppfræðslu um tíma sem leitt hefði til þess að hug- myndafræði hefði ekki verið sinnt sem skyldi innan kommúnista- flokksins. Þótti enginn vafi leika á því að orðum þessum væri beint að Zhao Ziyang, formanni komm- únistafiokksins, sem talinn hefur verið til umbótasinna. Óstaðfestar fréttir hera að Zhao hafi verið hnepptur í stofufangelsi og orðróm- ur er einnig á kreiki um að Qin Jinwei, vamarmálaráðherra, hafi verið komið frá völdum. Sjá einnig „Á Torgi hins kínverska ófriðar" á bls. 12. vora handteknir eftir að lögreglu- þjónn slasaðist í ryskingum við mót- mælendurna. í yfirlýsingu frá rúðu- bqótunum, sem samin var á Cafe Blitz, þekktum samkomustað vinstrimanna í Ósló, sagði að tilefni mótmælanna væri að lögregla hefði hrakið hústökumenn út úr Haf- enstrasse í Hamborg. Leiðtog-afundur Atlantshafsbandalagsins: Kjarnorkuvarnir og aivopnun í brennidepli STEFNA Atlanthafsbandalagsins (NATO) hefur verið sú að því að- eins náist árangur í viðræðum um niðurskurð hefðbundins herafla í Evrópu að Sovétmenn fækki einhliða í herafla sínum. Síðustu frétt- ir frá viðræðum um þessi mál í Vínarborg benda til þess að Sovét- stjórain hafi áttað sig á alvörunni sem býr að baki þessari steftau. Áður en George Bush Bandaríkjaforseti lagði af stað til leiðtogafund- ar NATO, sem hefst í Brussel á mánudag, fór hann Iofsamlegum orðum um nýjar tillögur Sovétstjórnarinnar á þessum vettvangi og taldi að þær gætu breytt hemaðarstöðunni í Evrópu. NATO-fundur- inn sem efiit er til í tilefiii af 40 ára afinæli bandalagsins snýst ekki aðeins um framhald þessa máls heldur einnig innbyrðis ágrein- ing um framtíðarsteftauna í vöraum Evrópu. Deila NATO-ríkjanna er tvíþætt. Annars vegar hafa Bretar og Bandaríkjamenn hvatt til þess að á fundinum í Brassel verði tekin bindandi ákvörðun um endumýjun skammdrægra kjamorkueld- flauga af Lance- gerð en þær eru flestar staðsettar í Vestur-Þýska- landi. Eldflaugar þessar verða úr- eltar um miðjan næsta áratug og telja Bretar og Bandaríkjamenn brýnt að ákveðið verði að koma upp nýjum skammdrægum eld- flaugum í stað þeirra. Vestur- Þjóðveijar hafa hafnað þessari til- lögu á þeirri forsendu að hæglega megi fresta ákvörðun í þessa vera fram til ársins 1992. Vestur-þýska ríkisstjórnin hefur að auki lagt til að hafnar verði hið fyrsta viðræður um fækkun skammdrægra kjarn- orkuvopna í Evrópu en á þessu sviði kjarnorkuheraflans njóta Sov- étmenn gífurlegra yfírburða. Til að sætta deilu NATO-ríkj- anna hafa komið fram hugmyndir um að tengja viðræður um fækkun skammdrægra kjamorkueldflauga viðræðum um fækkun hefðbund- inna vopna. Tillaga Sovétmanna í Vínarviðræðunum um niðurskurð á sviði hefðbundins herafla kann að ýta undir slíka lausun. Jón Baldvin Hannibalsson ut- ann'kisráðherra hefur lýst yfir því að tengja beri ákvörðun um end- umýjun Lance-flauganna við árangur í Vínarviðræðunum en eins og vikið var að hér að framan snýst deilan í raun ekki lengur um end- umýjun flauganna heldur hvort og þá hvernig beri að tengja viðræður um fækkun þessara vopna við við- ræðumar í Vín. Forsætisráðherra íslands hefur lýst yfir því að íslend- ingar komi til með að leggjast gegn endumýjun bandarísku Lan- ce-eldflauganna. Færa má rök að því að fækkun kjamorkuvopna á meginlandi Evr- ópu snerti beint öryggishagsmuni íslendinga. Þrír möguleikar era einkum fyrir hendi í Igamorkuvöm- um Vestur- Evrópu. Landeldflaug- ar era að flestu leyti hagkvæmasta lausnin en jafnframt sú sem mestur pólitískur styrr stendur um. Kjam- orkuvopn era einnig um borð í flug- vélum og vitaskuld væri unnt að fjölga þeim til að vega upp á móti fækkun landeldflauga. Það fýrir- komulag er hins vegar mjög kostn- aðarsamt auk þess sem hæglega er unnt að eyðileggja flugvelli á átakatímum. Þriðja lausnin, fjölgun kjarnorkuvopna í höfunum, snertir hagsmuni íslendinga beint. Þetta er dýrasta lausnin en jafnframt sú sera aðildarríki NATO á meginlandi Evrópu geta best fellt sig við þó svo hæpið megi telja að nú um stundir sé vilji fyrir því á Banda- ríkjaþingi að auka stórlega útgjöld til flotamála. Á fundinum í Brassel munu tals- menn þess að Lance-flaugamar verði endumýjaðar leggja höfuðá- herslu á þann homstein stefnu Atlantshafsbandalagsins að aðeins kjarnorkuvopn hafí nægilegan fæl- ingarmátt til áð halda hugsanleg- um óvini í skefjum. Frá þessari stefnu megi ekki hverfa. Vamar- stefna NATO byggist á þessum grunni og er ólíklegt að við honum verði hróflað þegar Atlantshafs- bandalagið fagnar 40 ára afmæli sínu. BAKSVIÐ eftir Ásgeir Sverrrisson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.