Morgunblaðið - 28.05.1989, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.05.1989, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐDD DAGBOK SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1989 T \ /"'1 er sunnudagtir 28. maí og er það 1. sd. eftir 1. UA.\JTTrínitatis. 148. dagur ársins 1989. Árdegisflóð í Reykjavík kl. 12.19 og síðdegisflóð kl. 24.49. Sólarupprás í Reykjavík kl. 3.33 og sólarlag kl. 23.19. Sólin er í hádegis- stað í Rvík kl. 13.25 og tunglið er í suðri kl. 7.45. (Alman- ak Háskóla íslands.) Hversu dýrmæt er ekki miskunn þín, ó Guð. Mannanna börn leita hælis í skugga vængja þinna. (Sálm. 36,8.) ÁRNAÐ HEILLA rt fT ára afmæli. Á morgun, I fJ mánudag 29. maí, er 75 ára frú Elsa Þorbergs- dóttir, Suðurgötu 43, Siglu- firði. Eiginmaður hennar er látinn, Eggert Theodórsson, birgðavörður hjá SR. Hún er stödd hér í Reykjavík og ætl- ar að taka á móti gestum í sal múrara í Síðumúla 25 milli kl. 15 og 18 í dag, sunnu- dag. rekstrinum hinn 1. júlí næst- komandi. PÓST- og símamálastofh- un. Samgönguráðuneytið hefur auglýst í Lögbirtingi lausar tvær stöður hjá Póst- og símamálastofnuninni með umsóknarfresti til 2. júní nk. Önnur staða er yfirvarð- stjórastaða í radíóflugþjón- ustudeildinni í Gufunesstöð- inni. Hin staðan er yfirum- sjónarmannsstaða á talsam- bandi við útlönd. HÚSMÆÐRAORLOF Kópavogs verður að þessu sinni austur á Laugarvatni dagana 19.—25. júní. Greiðsla staðfestingargjalds fer fram á miðvikudaginn kemur og tekið við því í félagsheimili Sjálfstæðisflokksins í Hamra- borg kl. 17—19. Nánari uppl. gefa þær: Inga í s. 42546, Birna s. 42199 eða Sigur- björg í s. 43774. REIÐHJ ÓL ASKOÐUN lögreglunnar hér í Reykjavík á þessu sumri hefst á morgun, mánudag. Ætlar hún sér íjóra daga til að ljúka verkinu. Á morgun fer hjóla- skoðunin fram kl. 10-11 í þessum skólum: Hlíða-, Aust- urbæjar- og Hvassaleitis- skólum. Milli kl. 13.30 og 14 í þessum skólum: Melaskóla, Vesturbæjarskóla og Grandaskóla. f7A ára aftnæli. Á morgun, I U mánudaginn 29. þ.m., er sjötugur Kjartan Skúla- son verkamaður frá Hruna i Hrunamannahreppi, Grundarstíg 6 hér í bænum. Kona hans er Valgerður Hjör- leifsdóttir. Hann verður að heiman á afmælisdaginn. YESTMANNAEYJABÆR. Á þriðjudaginn kemur, 30. maí, er 70 ára afmæli Vest- mannaeyjabæjar. Af því til- efni hefur Póstur og sími ákveðið að í pósthúsinu þar verði í notkun þennan dag sérstakur dagstimpill, sá sem mynd er af hér. /?/V ára afmæli. í dag, OU sunnudag 28. maí, er sextug frú Erna Ragnars- dóttir, Löngufit 24, Garða- bæ. Eiginmaður hennar er Boði Bjömsson matreiðslu- meistari. Þau ætla að taka á móti gestum á heimili sínu kl. 17—19 í dag, afmælis- daginn. FRÉTTIR____________________ ÞENNAN DAG árið 1118 lést Gissur ísleifsson bisk- up- Á MORGUN er viðskiptalífíð hefst á ný, er það 22. við- skiptavika yfirstandandi árs sem gengur í garð. SAUÐÁRKRÓKS apótek. í tilk. í Lögbirtingablaðinu frá heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu, segir að forseti íslands hafi veitt Jó- hannesi H. Pálssyni ly§a- fræðingi, leyfi til reksturs Sauðárkróks apóteks á Sauð- árkróki og mun hann taka við SKIPIN________________ REYKJAVÍ KURHÖFN: í gær kom togarinn Ásgeir úr söluferð og Stapafell kom af ströndinni. í dag er erl. MORGUNBLAÐIÐ FYRIR 50 ÁRUM í Reykj avíkurbréfi er vikið að tiðarfarinu og sé oft vitnað til þess sem elstu menn telja sig rnuna. „Hvað sem því líður þá er víst óhætt að fullyrða að veðrátt- an það sem af er þessu vori er einhver sú blíðasta sem“ elstu menn muna. í veður- fregnunum var hvað eftir annað sagt frá 18 stiga hita fyrir miðjan maímánuð. Hér í Reykjavík er víða farið að slá grasbletti við hús og blómskrúð er sem um hásumar. Allt útlit er á að heyskapur geti byijað mörgum vikum fyrr en í venjulegu ár- ferði. Þetta er ekki innbrotsþjófur, sem er undir rúminu, elskan leynigöngin hans Davíðs eiga að enda hér........! Ieiguskip, Tinganes, væntan- legt að utan. Á morgun,, mánudag, er Haukur vænt- anlegur að utan og væntan- legt er olíuskip. HAFNARFJARÐAR- HÖFN: í fyrrinótt kom tog- arinn Sindri VE til viðgerð- ar. Lagarfoss er væntanlegur að utan á morgun, mánudag, og fer að bryggju Straumsvík. Saltflutninga- skipið Baru II er farið út aftur. I>ETTA GEKDIST 28. maí. ERLENDIS: 1674: Leopold keisari I segir Frökkum stríð á hendur. 1741: Spánveijar og Bæveij- ar undirrita samninga um skiptingu landa Habsborgara. 1812: Búkarestsáttmálinn undirritaður og Rússar fá Bessarabíu, afsala sér tilkalli til Moldavíu og Valakíu og snúast gegn Napoleon. 1864: Maximilian erkihertogi stígur á land í Vera Cruz, Mexíkó og verður keisari. 1874: „Blóðugu vikunni" í París lýkur með ósigri komm- únunar. 1919: Armenía lýsir yfír sjálf- stæði sínu. 1933: Nazistar sigra í kosn- ingum í Danzig. 1937: Neville Chamberlain skipaður forsætisráðherra Breta. 1940: Uppgjöf Belga fyrir Þjóðveijum. Brottflutningur Breta og Frakka frá Dunker- que hefst. 1948: Norður-Kórea hunsar stjómlagaþing í Seoul. 1961: „Austurlandahraðlest- in“ París-Búkarest í síðustu ferðina. 1968: Bandaríski kjamorku- kafbáturinn „Scorpion" talin af með 99 manna áhöfn. 1972: Richard Nixon banda- ríkjaforseti flytur ávarp í sjónvarpi til Sovétmanna. 1977: I stórbmna í nætur- klúbbi í Kentucky-fylki fómst rúmlega 160 manns og 130 slösuðust. 1979: Anwar Sadat Egypta- landsforseti tilkynnir upphaf flugferða milli Egyptalands og Israel. HÉRLENDIS: 1735: Breytingar á lögum um líflátsrefsingu. 1800: Konungsúrskurður um strandmælingar. 1831: Tilskipun konungs um stofnun ráðgefandi fulltrúa- þings. 1919: Konungsríkið ísland stofnað með konungsúr- skurði. 1978: Borgarstjórakosningar. Sjálfstæðisflokkurinn glatar meirihluta sínum þar. MANNAMÓT FÉLAGSSTARF aldr- aðra í Reykjavfk. Handa- vinnusýning á munum sem unnir hafa verið í félagsstarfi aldraðra á síðasta vetri verða sýndir á handavinnusýning- um í Lönguhlíð 3 og að Hvassaleiti 56—58, í dag, sunnudag, og á morgun, mánudag, kl. 14—17 hvom dag. Kaffisala fer fram á sýn- ingunni. HÚSSTJÓRNAR- KENNARAFÉL. ís- lands heldur aðalfund sinn nk. föstudag 2. júní norður á Akureyri í Verkmenntaskól- anum þar og hefst fundurinn kl. 9.30. RANGÆINGAFÉL í Reykjavík heldur aðalfund nk. þriðjudag, 30. þ.m., í Ármúla 40 og hefst hann kl. 20.30. AGLOW, kristilegt fé- lag kvenna, sem vinnur alþjóðlegt starf heldur fund annað kvöld, mánudag 29. í menningarmiðstöðinni í Gerðubergi, í Breiðholtshverfl kl. 20. Ræðu flytur Sigrún Ásta Kristinsdóttir. Þessi fundur er opinn öllum konum og hefst hann með því að kaffl verður borið fram. FÉL. eldri borgara. í dag, sunnudag, er opið hús í Goðheimum við Sigtún kl. 14, fijáls spilamennska og tafl. Dansað verður kl. 20. Á morgun, mánudag, er opið hús í Tónabæ kl. 13.30 og verður félagsvist spiluð kl. 14. Tónabær lokar í sumar frá og með 30. maí. ITC á íslandi. Landsþing samtakanna heldur áfram í dag, sunnudag, kl. 1Ö á Hótel Sögu. Þar fer fram próf í þingsköpum sem frú Krist- jana MiUa Thorsteinsson stjómar. Heiðursgestur þingsins, Edna N. Chapman, situr fyrir svörum. Þá mun Páll Skúlason prófessor flytja erindi sem hann nefnir: Hamingjan. Þingslit verða kl. 15. FÉLAGIÐ svæðameð- ferð heldur aðalfund með félögum sínum og gestum þeirra annað kvöld, mánudag, í Holiday Inn kl. 20.30. Að fundarstörfum loknum lætur gestur fundarins, ÞórhaUur Guðmundsson, til sin taka. GEÐHJÁLP heldur al- mennan félagsfund nk. þriðjudagskvöld 23. þ.m. kl. 20.30 í félagsmiðstöðinni. Verður þar rætt um starfsemi félagsins. KROSSGATAN LARÉTT: — 1 sveðja, 5 stynur, 8 vesæll, 9 þvotta- snúru, 11 huglausan, 14 bekkur, 15 hryggja, 15 alda, 17 lærði, 19 skítur, 21 guði, 22 kom í veg fyrir, 25 bors, 26 kærleikur, 27 gyðja. LÓÐRÉTT: 2 glöð, 3 hátt- ur, 4 víða yfírhöfnin, 5 rústum, 6 heiður, 7 svelgur, 9 hinkra, 10 andlits, 12 flan- aðir, 13 flónið, 18 handleggs, 20 á fæti, 21 kvæði, 23 sjór, 24 bardagi. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: — 1 flóra, 5 salli, 8 ýflng, 9 skort, 11 ágeng, 12 roð, 15 vanta, 16 uglur, 17 rum, 19 máni, 21 ayki, 22 ungdóms, 25 arm, 25 aum, 27 tin. LÓÐRÉTT: — 2 lok, 3 rýr, 4 aftrar, 5 snáðum, 6 agg, 7 lin, 9 skvampa, 10 ofninum, 12 eflaust, 13 garðinn, 18 undu, 20 in, 21 am, 23 GA, 24 óm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.