Morgunblaðið - 28.05.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.05.1989, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1989 11 Á cfri mymlímn situr Paik við píauóið rennbíautwr átata^^boSu, toltandi snuJ. Á neðrl mymlinnikeij ^Mtfg^rennvot strýk lea STORLAX 31A. Grímseyjarlaxinn svo- nefndi hefur verið talinn kon- ungur íslenzkra laxa fyrir stærð- ar sakir. Nú á hann ekki lengur metið, heldur annar lax. ennþá stærri, sem raunar veiddist einn- ig við Grímsey. Það var í síðustu viku, sem skipverjar á vélbátnum Hag- barði veiddu laxinn á línu suð- ur af eynni. Laxinn var hrygna. Vegin blóðguð var hún 88 pund að þyngd og 173 sm að lengd. era//f sem heyri< w neyrist; Þnratburðir settir ma""aT eSfiíjfcíSií ylir hðf3“m °l' svarlaniyrkn í komff' ’* ‘‘“"ýto'S' hó'u* t heyskdhö“ yfir LL"-“ ííf*-« M J«r tef. 1 einn ^Ptcmbcrmán- Þórarinn Vigfússon, skipstjóri d Hag- barOi, meO stórlaxinn. "Zrmisie I bandaríska Þræl- astríðinu, stóð Suðurríkjahers- höfðinginn John Sedwick fyrir framan menn sína og reyndi að róa þá: „Svona, svona. Þeir gætu ekki hitt ffl í þess- ari fjar...“ nsiturÞe]i; /Æsss^ b* >» f f*lliA úrtftc* Íhjaíp' brosleg, en mörg óborganleg. Hér á eftir verða nefnd nokkur dæmi, sem flest eru úr daglega lífinu og eru lærdómsrík um leið og hægt er að brosa að þeim út í annað. Lög og reglugerðir ýmiskonar eru óþrjótandi rannsóknarefni mis- takafræðinga og þar sýnir skrifræð- ið á sér sínar bestu hliðar. Stundum er erfitt að sjá tilganginn með lög- um og einnig eru lög og reglugerð- ir ^ft gersamlega óskiljanleg. í Arisonafýlki í Bandaríkjunum eru lög, sem kveða á um að sá sem steli sápu verði að þvo sér með henni þar til hún sé búin. I þorpi í Ontario í Kanada var samþykkt reglugerð um að fuglar mættu syngja í 30 mínútur á dag- inn og 15 mínútur á nóttinni. Emb- ættismaðurinn sem samdi reglu- gerðina fékk ótal upphringingar hvaðanæfa af Kanada, og spuming- ar um hvemig ætti að stöðva fugla- sönginn. Embættismaðurinn viður- kenndi að hafa samið reglugerðina í miklum flýti. í reglugerð í Danvilleþorpi í Pennsylvaníu, segir að brunahanar anurinn. W D skuli athugast, klukkutíma áður en eldur brýst út. Lög í Oklahoma kveða á um, að þeir sem stjórna ökutæki, sem verð- ur manni að bana, skuli umsvifa- laust stansa og gefa þeim sem orð- ið hefur fyrir ökutækinu upp nafn og heimilisfang. í sama fylki er einnig bannað að fylla fiska, og veiða hvali í vötnunum. RÉttlætid er blint Lög og reglur geta verið undar- leg en stundum er réttarfarið und- arlegra. Lögreglumenn í Kaliforníu stóðu mann að verki við að stela skart- gripum í búð. Þegar málið kom fyrir rétt var því vísað frá. Dómar- inn sagði, að lögreglumennirnir hefðu átt að stoppa við búðardyrn- ar, banka og kynna sig áður en þeir fóru inn í búðina til að hand- taka þjófinn. Árið 1986 gaf íslenski ríkissak- sóknarinn út hátt á annað hundrað ákæmr vegna brota á okurlögun- um, í kjölfar umfangsmikillar og dýrrar rannsóknar á lánastarfemi Hermanns Björgvinssonar. Flestar ákærurnar féllu um sjálfar sig, þeg- ar ljós kom að engin ákvæði um hámarksvexti vom í gildi á þeim tíma sem þær náðu til. Þrír ungir Vestmannaeyingar, félagar í gleðifélaginu Hildibrönd- um, óku um götur Vestmannaeyja nótt eina. Þeir mættu kunningja sínum og heilsuðu honum með þeim hætti að girða niður um sig og reka rassinn út um bflgluggann. Kona nokkur sá þetta og kærði Hildi- brandana fyrir ósiðlegt athæfi. Málið fór gegnum allt dómskerfið á tæpu ári, og Hæstiréttur dæmdi piltana í fjársekt. Nokkmm vikum áður en dómurinn var kveðinn upp léku 11 Hildibrandar fótboltaleik í dagsljósi í Kópavogi einungis íklæddir íþróttabindi. Þá birtust athugasemdalaust myndir í dag- blöðum af sömu líkamshlutum og síðar fengu á sig hæstaréttardóm. Glæpir horga sig ekki Réttarfarið fær oft glæpamenn við hæfi. Þjófur var handtekinn fyrir utan matvömbúð í London. Lögreglu- maður sá að maðurinn hríðskalf og við nánari athugun kom ástæðan í ljós: Þjófurinn hafði stungið frosn- um nautakjötsbita í buxurnar sínar. Þjófur, sem sérhæfði sig í að bijóta upp stöðumæla, var gripinn þegar hann ætlaði að borga sekt fyrir kunningja sinn. Sektin var um 50 þúsund krónur og hann ætlaði að greiða hana með smápeningum. Eina nótt í janúarmánuði bmtust menn inn í bílaumboð í Reykjavík, stálu sýningarbíl og óku út í frostið og fannfergið. Þeir vom ekki komn- ir langt þegar Vetur konungur tók í taumana og bíllinn festist í snjó- skafli rétt við húsið. Bíllinn var nefnilega á sumardekkjum. Maður braust inn í hús í Garðabæ um nótt. Þegar hann heyrði manna- mál í herbergi í húsinu brá honum svo að hann rak upp öskur til að hræðahúsráðendur. I miðju öskrinu missti maðurinn fölsku tennurnar út úr sér og lagði svo á flótta án þess að hirða upp tennurnar. í Tímanum, nokkmm dögum síðar segir, að maður hafi gefið sig fram á skrifstofu rannsóknarlögreglu ríkisins og fengið að máta góminn. Þegar gómurinn passaði var mann- inum umsvifalaust stungið bakvið lás og slá. Þess má geta, að ríkisútvarpið reyndi að segja frá þessu máli á sínum tíma. En fréttaþulurinn hló svo mikið að fréttin varð nær óskilj- anleg. Vinnan gafgar manninn Flestir leggja sig fram við vinnu sína með misjöfnum árangri. Þegar Stöð 2 hóf útsendingar 1986 birtist sjónvarpsstjórinn á skerminum og flutti ávarp - en það heyrðist ekki eitt einasta orð. Geimfarinu Mariner I var skotið á loft frá Canaveralhöfða í Banda- ríkjunum árið 1962. Áfangastaður- inn var Mars. Eftir 13 mínútna flug átti aðaleldflaug geimfarsins að fara í gang. Eftir 44 mínútur áttu 9800 sólarrafhlöður að opnast, eftir 80 daga átti tölva að fínstilla stað- arákvörðunina, og eftir 100 daga átti geimfarið að vera komið á braut um Mars. Fjórum mínútum eftir skot'ð lenti geimfarið í Atlants- hafinu. Rannsóknir sýndu að eitt mínusmerki hafði fallið út, þegar tölva geimfarsins var mötuð á upp- lýsingum. Mínusinn kostaði 18,5 milljónir dala eða sem svarar millj- arði íslenskra króna. Hollenskur dýralæknir var eitt sinn að hlynna að sjúkri kú. Til að kanna innvortis gasmyndun stakk hann röri inn í afturenda kýrinnar, kveikti á eldspýtu og rörið breyttist í eldvörpu. Eldstrókurinn kveikti í heybagga. sem síðan kveikti í fjós- inu og loks í bóndabænum. Dýra- læknirinn var dæmdur í fjársekt fyrir að hafa valdið eldsvoðanum. Kýrin slapp með taugaáfall. Bækurnar um öldina okkar eru unnar upp úr dagblaðafréttum. í Öldin okkar - Minnisverð tíðindi 1951-1960, segir frá metlaxi sem veiddist við Grímsey. Hann hafi veitt skipveijar á vélbátnum Hag- barði á línu suður af eynni. „Laxinn var hrygna. Vegin blóðguð var hún 88 pund að þyngd og 173 sm að lengd.“ segir í bókinni og með fylg- ir mynd af Þórarni Vigfússyni skip- stjóra á Hagbarði með stórlaxinn. Á myndinni sést Þórarinn halda léttilega í sporðinn á laxinum sem er bæði lengri og feitari en Þórar- inn. Það hefur greinilega farið fram hjá. bókarhöfundi, að fréttin og myndin birtust í Morgunblaðinu 1. apríl árið 1960, og höfundurinn, Sigurður Pétur Bjömsson eða Silli á Húsavík, fréttaritari blaðsins í áratugi, bjó til hvorttveggja í tilefni dagsins. ..biðst velviiöingar á bessum mistökum Mistök í íjölmiðlum eru tíð. Sum hafa orðið fræg, eins og þegar Morgunblaðið breytti blaðamanna- fundi Vigdísar Finnbogadóttur Margrétar Danadrottningar í kryddsíldarveislu. Öðmm taka fáir eftir. Og þó. í vetur slettist upp á vinskapinn hjá Norðmönnum og Svíum þegar Karl Gústaf Svíakóngur skammaði Norðmenn fyrir selveiðar. En það jafnaði sig, og sænska blaðið Ex- pressen birti nokkm síðar frétt undir fyrirsögninni Vánner igen’, og með fylgdi litmynd af Gro Har- lem Bmntland forsætisráðherra Norðmanna og Karli Gústaf þar sem vel fór á með þeim í veislu í tilefni ráðherrafundar Norður- landaráðs. Á milli þjóðhöfðingjanna stendur kunnuglegur maður, Steingrímur okkar Hermannsson, en hann var ekki þekktari í Svíaríki en svo, að í myndatextanum, og í fréttinni, er hann sagður vera Jo Benkow forseti norska stórþingsins. Þetta hlýtur að vera íslendingum umhugsunarefni. Bandaríska stórblaðið The New York Times er vant að virðingu sinni. Árið 1920 gerði blaðið gys að prófessor Robert Goddard, sem kallaður hefur verið faðir geimrann- sóknanna, fyrir að halda því fram, að hægt væri að knýja eldflaugar í lofttómi. „ Hann virðist jafnvel skorta þekkingu sem kennd er í barnaskólum," sagði blaðið. í júlí 1969 sannaði Apollo 11 kenningu Goddards, og þá birti Times eftir- farandi klausu: „Það er nú sannað, að hægt er að knýja eldflaugar áfram í lofttómi. The Times harmar mistök sín. Sumar fréttir em svo rangar, að það nálgast fullkomnun en ekki mistök. Svohljóðandi leiðrétting birtist í Tímanum í september 1987: „Vegna fréttar í Tímanum fyrir helgi um gæsaskytterí yfir höfðum manna í Eyjafirðinum, sem á ein- hvern hátt hefur brenglast í með- fömm manna, þykir rétt og til- hlýðilegt að eftirfarandi komi fram. í fyrsta lagi var Konráð Jóhanns- son sagður vitni að kvöldskytteríinu er gæsaskytturnar fimm vom hand- teknar af lögreglunni á Akureyri. Það mun alrangt því hann mun hafa orðið vitni að kvöldskytteríi, en ekki þessu sérstaka kvöldskytt- eríi. í öðm lagi var hægt að lesa út úr fréttinni, að við þetta sérstaka kvöldskytterí, hefðu högl skotist yfir fólki í heyskap. Eins og hver heilvita maður getur séð, og lög- regla á Akureyri hefur réttilega bent á, þá em fáir í heyskap í 100 metra skyggni, þoku og í svarta- myrkri i septembermánuði. Það mun hins vegar hafa átt sér stað fyrr í sumar að högl skutust yfir höfuð fólks í heyskap. í þriðja lagi er hið rétta svo, að Skotfélag Eyjafjarðar hefur alls ekki harmað atburðinn, því það hefur ekki komið saman til fundar nýlega. Hins vegar hafa einstakir félagar harmað þetta. Hér með er beðist afsökunar á fyrrgreindum mistökum og vonast til að þau hendi aldrei, aldrei aftur." Listin er löng... Margir glataðir snillingar setja spor sín á listabrautina, en hljóta ekki náð fyrir augum, eða eyrum, samborgara sinna. Hér verður látið duga að segja frá, sennilega mis- heppnuðustu tónleikum, sem haldn- ir hafa verið hér á landi. Félagið Musica Nova fékk lista- mennina Nam June Paik og Char- lotte Moormann til að halda nútíma- tónleika í Lindarbæ fyrir 24 ámm. Hápunktur tónleikanna var þegar Paik málaði pappírsstranga með höfðinu, vafði renningnum um háls- inn og settist við píanó og sló nokkr- ar nótur. „Um leið og hann stóð upp leysti hann buxumar niður um sig svo skein í beran afturhlutann, settist síðan á stól framarlega á sviðinu og snéri afturendanum fram í sal - situr þannig góða stund og mjakar sér hægt og hægt hálfhring á stólnum þar til hann snýr orðið að áhorfendum, stendur upp, girðir sig og hneigir sig.“ sagði sjónar- vottur í Fálkanum. íslenskum listunnendum var ekki skemmt. Einn listgagnrýnandi sagðist hefðu getað étið hattinn sinn upp á, að Musica Nova ætti ekki eftir að hafa „strip-tease“ sýn- ingu karla sem sitt hjartans áhuga- mál, en það hefði gerst. Ónafn- greindur dálkahöfundur í Vísi fann þó eðlilega skýringu: „Þegar annar novumúsikkantinn leysti niður um sig, settist á hækjur sér og snéri sínum sénírassi í áheyrendur kom bara óvart ekkert hljóð, hvernig sem hann rembdist. Undir næstu hljómleika verður úr þessu bætt, séníið étur nú ekki annað en hvera- bakaðan þrumara." Stjórn Musica Nova lýsti því síðan yfir, að hátta- lag listamannanna hefði verið ófyr- irsjáanlegt slys. En það hefur svo komið á dag- inn, að það voru íslenskir gagnrýn- endur sem gerðu mestu mistökin í þessu máli. Nam June Paik er nú heimsfrægur og virtur listamaður og meðal annars talinn brautryðj- andi á sviði myndbandalistar. Um verk hans og sýningar birtist reglu- lega gagnrýni í virtustu listtímarit- um heims og fréttatímarit eins og Time og Newsweek telja gerðir hans fréttaefni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.