Morgunblaðið - 28.05.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.05.1989, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1989 eftir Stefón Úlfarsson í Peking ALLAN DAGINN hafði ég fimdið að eitthvað lægi í loftinu; frá því ég var í bænum nokkrum dðgum áður hafði orðið greinileg breyting. Ef einhvem tíma hefur verið léttúðlegur tónn í mótmælunum er hann horfinn. A torginu var hálfrisið þorp stúdentanna. Verið var að reisa upp planka, reyra þá saman og fleygja yfir þá dúkum. Sum hýsin voru notuð sem búðir skólanna, sum sem sjúkraskýli, sum sem klósett og sum sem byrgi fyrir mat. Eftir viku hungurverkfall og mótmælastöðu við erfiðar aðstæður innan um msl, í óbærilegum hita og hávaða var fólk greinilega orðið þreytt en samt ákveðið, — það var spenna í loftinu. Kínverskir stúdentar í Peking krefjast aukins lýðræðis, þeir hafa ekki mætt í skóla í meira en mánuð heldur lagt alla orkuna í baráttuna. Erlendir námsmenn halda þó áfram sínu námi — samt kemst enginn hjá því að verða var við það sem verið hefur að gerast hér. Veggir þaktir áróðursblöðum og uppi í ljósastaurum og gluggakistum hátal- arar að kalla á fólkið. Á götunum safnast það saman í stóra og litla hópa og fylgist með því sem fyrir augu ber, eða marserar áfram; stúdentar fremstir með borða um enni og handleggi veifandi fánum og kall- andi slagorð, en síðan verkafólkið; sumir ganga, sumir hjóla, sumir þyrpast sér upp á vörubfla, og sumir jafnvel hlaupa. En á torgi Hins himneska friðar á móti forboðnu borginni og mitt á milli tveggja risastórra bygginga — safnsins um kínversku bylting- una og hringhússins — er miðpunktur mót- mælanna og þar hafa stúdentar verið að reisa sér þorp — þorp sem gerir hina þrúg- andi fortíð og nútíð allt í kring hlægilega. Þessa laugardagsnótt fyrir viku var ég á heimleið eftir að hafa verið á þvælingi um borgina. Þennan dag höfðu mörg hundruð þúsund stúdentar og verkamenn verið með mótmæli inni í miðborginni. Á leiðinni heim um nóttina.mætti ég ekki mörgum, en þegar ég gekk framhjá þar sem jámbrautarlestin liggur um háskólahverfíð mætti ég jámbrautarverðinum og heilsaði honum. Hann sagði nú ekki mikið en svo kom þar að eldri maður og einnig stúdent. Loks bauð vörðurinn okkur öllum inn í skýl- ið og farið var að ræða málin. Ég var ekki enn búinn að átta mig á hvað var um það bil að gerast. En nú sneri gamli maðurinn sér að mér og sagði að hann gæti alls ekki sofíð — hann væri stoltur af stúdentunum en hann vissi að fyrir utan borgina væri herinn að safnast saman. Hann óttaðist um líf stúdentanna. Þegar ég skildi ekki orð hans þýddi stúdentinn það yfir á ensku fyr- ir mig. Nokkrum klukkustundum síðar hafði herlögum verið lýst yfír, en þama við járn- brautarskýlið voru þá þúsundir stúdenta og verkamanna komnar saman til að hindra að lestin með hermönnunum kæmist inn í borgina. Þorpið úti á torgi Hins himneska Mðar Ástandið síðustu daga hefur einkennst af mikilli spennu: Orðrómur var um að hluti hersins hefði komist niður í miðborgina, lægi þar í skjóli og biði skipana um að gera árás á stúdentana á torginu. Eftir því sem lengra leið án þess að nokkuð slíkt gerðist dró heldur úr spennunni. Á miðvikudag þegar ég var að þvælast í kringum torgið var mér boðið inn í þorpið sem nú þekur mestan hluta torgsins en hefur verið afgirt með borðum sem stúdent- ar halda uppi til að takmarka fólksíjöldann fyrir innan. Langflestir stúdentanna virtust hættir hungurverkfalli en héldu áfram mót- mælasetunni. Sumir sváfu í hrúgum inni í tjöldum, sumir héldu ræður eða sungu eða voru með aðrar uppákomur, og sumir fóru útfyrir í fjölmennar göngur um miðborgina og hrópuðu á meira lýðræði. Mér var mjög vel tekið, klappað fyrir mér, veifað til mín sigurmerki og sumir heilsuðu með handa- bandi. Og um leið og ég gaf mig á tal við einn söfnuðust samstundis um mig 30—40 aðrir til að hlusta á og skrifa niður það sem ég sagði eða til að taka það upp á kassettu- tæki. I raun komst ég varla að til að spyija þá fyrir spumingum sem var dembt yfir mig. Þeir vildu fá að vita mitt álit á mótmæl- unum og þegar ég lýsti yfir stuðningi mínum var klappað og kallað rétt eins og ég væri vitringur sem hefði sagt mikla speki. Svo þegar ég ætlaði að slíta mig í burtu voru í hringiðunni á torginu Stúdentaleiðtogi stappar stálinu í félaga sína: „Þeir vildu fá að vita mitt álit á mótmælunum og þegar ég lýsti yfír stuðningi mínum var klappað og kallað, — rétt eins og ég væri vitringur sem hefði sagt mikla speki...“ Aðframkomnum stúdentum í hung- urverkfalli veitt aðhlynning:„Yfír- lýsingar Rauða krossins um yfírvof- andi farsótt væru aðeins áróður frá yfírvöldum ...“ A TORGI HINS KINVERSKA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.