Morgunblaðið - 28.05.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.05.1989, Blaðsíða 13
13 pworÍAT/i gc- qrirr tu-attp miija tctmt MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MAI 1989 Höfudpaurarnir eftir Guám. Halldórsson F YRIR VIKU neitaði kinverski herinn að framfylgja herlögnm í Peking og bæla niður uppreisn námsmanna á Torgi hins himn- eska friðar, en hersveitir voru í viðbragðsstöðu fyrir utan borg- ina. Æðsta forysta kommúnista- flokksins virtist lömuð vegna mestu erfíðleika, sem hún hafði staðið frammi fyrir í 40 ár og tiu ára valdatíma Deng Xiaopings, voldugasta manns Kína, virtist lokið. Milljónir manna höfðu tek- ið þátt í mótmælum námsmanna, sem hófíist fyrir einum og hálfum mánuði — mestu mótmælaöldu í Kina siðan kommúnistar brutust til valda 1949 — og tekið undir kröfiir um aukið lýðræði. Upp- reisnarástand ríkti, pólitískar deilur sundruðu leiðtogunum og álit alls flokksins varí veði. Ovissunni virtist ljúka á fímmtu- dagskvöld þegar foringi Li Peng forsætis- ráðherra, kom fram í sjónvarþi í fyrsta skipti í fimm daga. „Stjórn um að beijast gegn þeim og megum aldrei láta undan.“ Aður hafði námsmönnum á Torgi hins himneska friðar fækkað til muna, þar sem sýnt þótti að Li mundi fara með sigur af hólmi og herinn kynni að láta til skarar skríðagegn þeim. Þeir voru stimpl- aðir „gagnbyltingarsinnar" og yfir- stjórn hersins hvatti hermenn til að fylgja fyrirmælum flokksforys- tunnar. Herinn var sagður tilbúinn að koma á lögum og reglu. Ljóst hafði verið að afstaða hersins mundi ráða úrslitum í valdabaráttunni. Gegn ijórmenningaklíku Upphaflega var hinn raunveru- legi sigurvegari, harðlínumaðurinn Deng Xiaoping, hófsamur leiðtogi, en aðstæður hafa breytzt í valdatíð hans. Hann var leiðtogi umbóta- sinna, sem skáru upp herör gegn harðlínumönnum undir forystu Chi- ang Ching, ekkju Maos, og „fíór- mennir.gák!íku“ nennar eftir dauða Maos. Herinn studdi umbótasinna og tveggja ára harðvítugri valda- baráttu lauk með sigri Dengs og mér réttar ótal litlar stílabækur og pennar og ég beðinn að skrifa nafnið mitt og eitt- hvað sem mér dytti í hug. Þannig stóð ég fastur í óratíma þar til velviljaður læknir kom að og sagði að ég hlyti að vera orðinn ansi þreyttur og bauð mér inn í eitt sjúkra- skýlið og bauð mér hressingu. Mér hafði skilist á stúdentunum að þeir ætluðu að hafast þama við þar til yfirvöld gengju að kröfum þeirra — sem voru í fyrsta lagi að fá viðurkenningu á að mótmælin væru frið- samleg og sprottin af föðurlandsást og vilja til að gera gagn, og í öðru lagi að hafnar yrðu alvöru viðræður milli stúdenta og yfir- valda um hvemig mætti auka lýðræði og efla menntir. Þess vegna spurði ég lækninn hvort hann teldi ekki að vegna hinna slæmu aðstæðna sem stúdentar þama byggju við neyddust þeir fyrr eða síðar til að fara á brott. Hann sagði mér að margir stúdentar tryðu því að yfirlýsingar Rauða krossins um að á hverri stundu gæti brotist út farsótt væm aðeins áróður kominn frá yfirvöldum til að reyna að hræða þá í burtu. Hins veg- ar sagði hann að hvort sem þessi hætta væri fyrir hendi eða ekki þá væri það víst að aðstæðumar þarna færu illa bæði með líkama og sál stúdenta. Hann óttaðist þá staðreynd að nú þegar torgið væri orðið tákn fyrir lýðræðisbaráttu þá yrðu stúdent- ar tregir að yfirgefa það án þess að fá nokkr- um af kröfum sínum framgengt, jafnvel þó heilsa þeirra lægi við. Ef til vill verður það því svo að þreyta og heilsuspillandi aðstæður ekki síður en herinn muni gera stúdentum erfitt fyrir. Að koma of seint Maður hefur ekki getað annað en hrifist af stúdentunum — þeir virðast ekki gera neitt rangt. Þær lýðræðislegu kröfur sem þeir leggja mesta áherslu á — raunvemlegt tjáningarfrelsi — virðast sjálfsögð réttindi, t.d. svo að veita megi yfirvöldum nægilegt aðhald. Og aðgerðir þeirra eru friðsamlegar og oft ganga þeir á milli verkamanna og lögreglunnar eða hersins. Ég man t.d. í göngunni 4. maí að ég klifraði ásamt nokkr- um öðram upp á húsþak beint á móti Zhong Nan Hai — aðsetri leiðtoganna — til að geta fylgst betur með þegar göngumenn reyndu að þrýsta sér í gengum áttfaldan vegg lögreglumanna: þessi húsþök em frek- ar veikbyggð og allt í einu hlupu eigendur ásamt lögreglumönnum upp með kylfur og kústa í höndum og skipuðu öllum að fara niður; á tímabili leit út fyrir áflog en nokkr- ir stúdentar vom þarna einnig og gátu stillt til friðar og samið um að fólk fengi að standa a þakinu ef það væri alveg kyrrt og ekki með læti. En ekki getur maður sagt það sama um yfirvöld og stúdentana. Ein' meginástæðan fyrir því hversu langt mótmælin hafa geng- ið virðist einmitt vera óeining leiðtoganna um hvemig eigi að taka á málum. Þegar forsætisráðherrann Li Peng talar opinber- lega um ástandið þá virkar hann kaldur og einstrengingslegur og þegar hann beinir til- mælum sínum til stúdenta að hætta mót- mælunum þá er einhver frekjulegur tónn í röddinni sem ég held að engum líki. Aðalrit- ari, Zhao Ziyang, er hins vegar mildari. Síðast þegar hann talaði til stúdentanna fór hann til þeirra út á torg og sagt er að hann hafi haft tár í augum þegar hann sagði: „Ég kom of seint, við eigum skilið gagnrýni ykkar.“ En á sama tíma og þetta hefur leitt til þess að gagnrýni stúdenta hefur orðið æ vægðarlausari í garð Li Peng en hliðhollari Zhao Ziyang þá veldur sú staðreynd að ekkert hefur heyrst frá Zhao í fjölmiðlum í langan tíma vangaveltum um að Li Peng og fylgismönnum hans hafi tekist að svipta Zhao völdum. En ef til vill aðeins um stundarsakir. Mér finnst af þeim samtölum sem ég hef átt bæði við kínverska stúdenta og erlenda námsmenn að jafnvel þó mótmælin núna myndu kólna niður án mikils sýnilegs árang- urs þá muni þau alltaf skila stúdentum og öllum sem hafa fylgst með aukinni reynslu og auknum skilningi á því hvað lýðræði er, og það myndi þá koma sér vel þegar barátt- an hæfist að nýju — hvort sem það yrði eftir nokkrar vikur eða nokkra mánuði. Mannhafið „Sumir sváfu í hrúgum inni í tjöld- um, sumir héldu ræður eða sungu eðavommeðaðrar uppákomur, og sumir fóm útfyrir í fjölmennar göngur um miðborgina og hrópuðuámeira lýðræði...“ Kína er traust í sessi,“ sagði hann og hyllti Deng, sem hann kallaði „fánabera umbóta okkar“. Zhao Ziyang, leiðtogi kommúnistaflokks- ins og foringi umbótasinna, virtist hafa orðið undir í hörðustu valda- baráttu nni, sem geisað hefur í Kína síðan Mao Tse-tung formaður lézt 1976. Sólarhring síðar benti dulbúin árás á Zhao til þess að hann yrði opinberlega fordæmdur — ef til vill fyrir „flokksfjandsamlega starf- semi.“ Slíkar ásakanir af hálfu flokksins munu áreiðanlega leiða til hreinsunar hans og bandamanna hans og ef til vill hefndaraðgerða, en fréttir um að hann hefði verið hnepptur í stofuvarðhald fengust ekki staðfestar. Arásina gerði 84 ára gamall harðlínumaður, Chen Yun, sem sagði á fundi með flokksmönnum: „Við verðum að afhjúpa leynilegt samsæri örfárra manna. Við verð- Aðalþátttakendumir í valdabaráttunni: Zhao Ziyang, leiðtogi umbótasinna (efst til vintri), Li Peng, and- stæðingur Zhaos og einn helzti leiðtogi harðlínumanna (efst til hægri), og Deng Xiaoping, valdamesti maður Kína, harðlínu- maðurinn sem var upphaflega umbóta- margt er líkt með því sem þá gerð- ist og nú á sér stað. Deng, sem er 84 ára, hafði verið framkvæmdastjóri flokksins en fall- ið í ónáð í menningarbyltingunni. Hann bjargaði þjóðinni úr því öng- þveiti, sem byltingin olli, og er höf- undur þeirrar umbótastefnu, sem hefur verið fylgt í kínverskum efna- hagsmálum. Síðustu atburðir hefðu ekki gerzt, ef hann hefði ekki kom- ið á þessum breytingum, en pólití- skar umbætur hafa setið á hakan- um. Deng hefur dregið úr áhrifum heraflans. Mörgum gömlum leið- togum hefur verið vikið til hliðar en hann ræður enn öllu, þótt eini titill hans hafi verið formaður her- málanefndar flokksins í rúmt ár. Mótmælin gegn stjórn hans hófust í síðasta mánuði eftir fráfall Hu Yaobang, sem beið ósigur fyrir SJÁ NÆSTU OPNU VttLDIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.