Morgunblaðið - 28.05.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.05.1989, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ SÚNNUDAGUR 28. MAÍ 1989 SKURÐLÆKNIR SKURÐLÆKNANNA það ekki rétt að bandarískir spítalar hafi yfirleitt þann háttinn á, þegar skipt er um stjórnendur, að leitað er eftir mönnum frá öðrum sjúkra- húsum, fremur en leita í eigin starfsliði? „Það er nú kannski ekki almenn regla en oft er það þannig. Kerfið hér er talsvert frábrugðið því sem gerist á íslandi og Norðurlöndunum hinum. Hér leggja menn stund á einkalækningar og svo sjúkrahúss- lækningar. Eg var einungis í sjúkra- hússlækningum, þar til fyrir tólf árum síðan. Á þeim tíma var ég yfirmaður ákveðinna deilda og um tveggja ára skeið var ég yfir skurð- lækningadeild sjúkrahússins. Nú síðustu tólf árin hef ég starfað sjálf- stætt, með mína stofu hérna, en hef mína sjúklinga samt sem áður á spítalanum, sem er jú hérna hin- um megin við götuna.“ — Þegar þú laukst sérnámi héð- an, gerðir þú þér þá i hugarlund að þú ættir eftir að ná jafnlangt og þú hefur gert? „Já,já, „why not“?“ spyrBjöm á bandaríska vísu og glottir stómm. „Nei, ég held að þetta hafi ekki verið neinn ásetningur af minni hálfu. Ég bara gerði mitt besta og var aldrei í neinum vafa um að það væri nógu gott.“ — Er það ekki rétt að þú þurftir að sinna herskyldu hér? „Jú, það er alveg rétt. Ég er bandarískur ríkisborgari og gegndi því herskyldu um tveggja ára skeið í Boston. Mín herþjónusta var í því fólgin að hugsa um sjúklinga, gera uppskurði og sinna öðrum læknis- störfum." — Þú varst í heimsfréttunum hér um árið, þegar þú varst einn af þeim sem skáru upp Mohamed Reza Pahlavi, íranskeisara... Það fer að renna upp fyrir mér hvað Orest Zaklinsky átti við, því Bjöm glottir bara við tönn, heldur fámæltur og segir einungis: „Já, já, ég var það.“ Ég vil ekki gefast upp og spyr því: — Hafa margar heimsfrægar persónur legið undir hnífnum hjá þér? Dr. Björn Þor- bjarnarson hefur veriö yfírlæknir The NewYork Hospital um langtskeió og stjornaói m.a. frægrl skuróaó- geró á franskeis- ara en var synjaó um lækninga- leyffi á íslandi Texti og mynd: Agnes Bragadóttir ÍSLENDINGAR HAFA velflestir, ef ekki allir, mikla ánægju af því að heyra af afrekum landans og þá ekki síður þegar hann spjarar sig í harðri samkeppni á alþjóðlegum vettvangi. Við eigum einn slíkan Islending í Birni Þorbjarnarsyni lækni sem var yfírmaður skurðlækningadeildar The New York Hospital og hefur náð eins langt og hægt er að láta sig dreyma um á vettvangi þar sem samkeppnin er geysilega hörð, fjölmargir kallaðir en fáir útvaldir. Ég hitti Björn að máli á stofú hans, gegnt The New York Hospital á Manhattan í New York, nú fyrir skömmu og átti við hann samtal. Björn gengur reyndar undir naíninu Toby hjá bandarískum kollegum sínum. (Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig „Doktor Þorbjarnarson" hyómar af vörum Bandarikjamanna!) Einn þeirra, dr. Orest Zaklinsky, fyrrum nemi hans og samstarfsmaður, brosti í kampinn og sagði: „Toby er skurðæknir skurðlæknanna, en ef ég þekki hann rétt, færðu ekki mikið upp úr honum í viðtali. Hann er þögull sem gröfin um allt sem lítur að störfúm hans og heyrir undir trúnaðarmál. Þú getur þó spurt hann út í skurðaðgerðina á íranskeisara, hér um árið, því Björn stýrði þeirri aðgerð og um hana var mikið fjallað í Jjölmiðlum." Bjöm, ég spyr fyrst samkvæmt góðum og gildum íslenskum sið: Hvaðan ertu og hverra manna? „Ég fæddist á Bíldu- dal í Arnarfirði. Faðir minn, Þorbjörn Þórð- arson, var héraðs- læknir þar. Hann var sonur Þórðar Guðmundssonar, hreppstjóra á Hálsi í Kjós. Móðir mín er Guðrún Pálsdóttir, dóttir séra Páls Ólafs- sonar, prófasts og alþingismanns í Vatnsfirði. Báðar þessar ættir em stórar, en ég er ekki ættfróðari en svo, að ég held ég láti hér við sitja. Ég ólst upp á Bíldudal og fór svo í Menntaskólann á Akureyri 1934. Þaðan fór ég svo í Læknaskólann og útskrifaðist þaðan árið 1947, hér hef ég verið lengst af síðan. Ég hóf sémám mitt héma árið 1948 og lauk því árið 1955. Á þess- um tíma var þetta heldur óvenjuleg lengd á sérnámi, sjö ár, en það er almennt orðið það í dag. Þetta kerfi sem ég nam eftir hefur verið kennt við dr. Hallsted, sem gjarnan er sagður faðir nútímaskurðlækninga í Banda- ríkjunum. Þeir sem skipulögðu framhaldsnám við The New York Hospital, eftir að nýi spítalinn var byggður árið 1932, höfðu verið nemendur Hallsteds. Þetta sjúkra- hús er í eigu The Society of New York Hospital og fyrsti spítalinn rekur sögu sína aftur til ársins 1770, þannig að þetta er einhver elsti spítali Bandaríkjanna." — Fannst sveitadrengnum frá Bíldudal ekkert ógnvekjandi að koma hingað til heimsborgarinnar árið 1948? „Nei,“ segir Bjöm og brosir drýg- indalega: „sannleikurinn er sá að maður hafði óskaplega trú á sjálfum sér. Mér fannst ekkert skrytið eða ógnvekjandi við það að koma hing- að frá Islandi — ekki að nokkm leyti. Það var líka of mikið að gera, til þess að vera að velta slíku fyrir sér.“ — Frami þinn við þessa virtu stofnun hefur verið mjög mikill. Er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.