Morgunblaðið - 28.05.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.05.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1989- „Héma er nafli heimsins. Hingað koma allir.“ — Fylgir því sama tilfinning að skera upp heimsfrægt fólk og aðra, eða er meiri pressa því samfara? „Liturinn á blóðinu er hinn sami!“ segir Björn og glottir enn, „en auð- vitað fylgir því mikil pressa að gera aðgerðir á frægu fólki.“ — Getur þú sagt mér frá ein- hverjum þekktum persónum sem hafa lent undir hnífnum hjá þér? „Ég má það ekki. Þetta er allt trúnaðarmál milli læknisins og sjúklingsins, nema svo slysalega takist til að eitthvað leki í blöðin, eins og gerðist með íranskeisara." — Þú hefur auðvitað upplifað miklar breytingar í læknisfræði og skurðlækningum frá því að þú komst hingað? „Já, geysilegar. Svo að segja all- ar nýjungar í skurðlækningum hafa orðið frá því að ég kom hingað. Hjartaskurðlækningar, líffæra- flutningar, öll lyfjameðferð á krabbameini og hvað eina — breyt- ingarnar hafa verið gríðarlega mikl- ar og þróunin ör. Nú, svo eru auðvit- að óskaplega miklar breytingar því samfara að stjórnun læknastéttar- innar hér í Bandaríkjunum er kom- in í hendurnar á ríkisstjóminni. Við það hefur skrifræðið beinlínis marg- faldast. Ég held svei mér þá að þetta sé orðið verra en á íslandi!“ — Hvers vegna ákvaðstu að ger- ast bandarískur ríkisborgari? „Ég ætlaði mér það ekki í byij- un. Ég var ákveðinn í að fara aftur heim til íslands og starfa þar. Ég fór þangað og vann á Landspítalan- um í um mánaðartíma eða svo, í sumarleyfi, áður en ég lauk sérnám- inu. Á þessum árum sótti ég um lækningaleyfi á íslandi, en þeir vildu ekki veita mér það, nema ég færi sem kandídat á kvensjúk- dómadeild, eða fæðingardeild, eða eitthvað svoleiðis," segir Björn og er greinilega misboðið við þessa uppriíjun. „Ég hefði svo sem getað gert það, en þegar ég fór að kynna mér málin nánar hér úti, þá buðust mér stöður hér og því ákvað ég að vera hér áfram." — Ertu þá eftir þessa löngu veru hér, flóra áratugi og einu ári betur, orðinn meiri Bandaríkjamaður en íslendingur í þér? „Það er erfitt um að segja. Kannski það — ég veit ekki hvernig íslendingar eru í dag. Ég er senni- lega mjög líkur því sem Islendingar voru fyrir liðlega 40 árum þegar ég fór frá íslandi, en íslendingar eru allt öðru vísi í dag að ég held.“ — Kemur þú ekki reglulega heim til íslands? Björn brosir bara, eða glottir, þegar hann er spurður spurninga sem lúta að trúnaði hans og heimsþekktra sjúklinga hans. „Héma er nafli heimsins. Hingað koma „Jú, ég geri það. Ég hef venju- lega komið á hveiju ári, en síðastlið- ið ár kom ég ekki, en ég ætla að reyna að skreppa heim í sumar. Áður fyrr fór ég gjaman í laxveiði á íslandi. Síðast veiddi ég í Norð- urá, fyrir tveimur árum.“ — Hittir þú gamla félaga, til dæmis frá menntaskólaárunum, þegar þú kemur heim? „Já, það var haldið bekkjarsam- kvæmi, svona einu sinni á ári,. venjulega í febrúar, að mig minnir. Ég fór fyrir nokknim ámm og mætti í eitt slíkt. Ég flaug til Is- lands daginn sem samkvæmið var haldið og til baka hingað daginn eftir. í hópi þeirra sem vom í bekk með mér vom Magnús heitinn frá Mel, Jónas Rafnar, séra Jón heitinn Árnason, séra Guðmundur Guð- mundsson, Pétur Sigurgeirsson biskup, Guðmundur Þorsteinsson, verkfræðingur, bræðumir Haraldur og Önundur Ásgeirssynir og Örlyg- ur Sigurðsson, sá frægi listamaður, var herbergisfélagi minn í Mennta- skólanum á Akureyri." — Hvað segir þú mér af fjöl- skylduhögum þínum? „Ég er kvæntur kanadískri konu af skoskum ættum. Við gengum í hjónaband árið 1955. Við eigum fjögur böm. Nú, ég á líka tvær dætur á íslandi, tvíbura sem ég eignaðist áður en ég fluttist hing- að. Þær heita Guðrún og Kristín.“ — Nú heyri ég það frá íslending- um hér í New York að þeir viti margir hverjir vart hvemig hinn þekkti læknir Björn Þorbjarnarson líti út, hvað þá að þeir séu honum málkunnugir eða þe'kki hann. Hvernig stendur á því að þú um- gengst landa þínajiér í borg svo lítið? „Þú gætir alveg eins spurt þá hvers vegna þeir umgangist mig svona lítð — það þarf tvo til. Ástæð- an er sennilega sú, að ég þekki ekki þá íslendinga sem em hér nú. Þeir sem vom hér þegar ég kom hingað fyrst, em annað hvort dauð- ireðafarnir annað." — Núferýmsumsögumafauð- söfnun bandarískra lækna sem virkilega „meika það í bransanum". Ert þú ekki vellauðugur? Sama þögula brosið breiðist yfir andlit Björns: „Ætli það. Læknar em yfirleitt ekki vellauðugir, en flestir þeirra em þó vel stæðir og tilheyra tvímælalaust tekjuhærri einstaklingum þessa þjóðfélags. Það em miklu meiri möguleikar á að safna auði hér í verzlun, lög- fræði og þess háttar og ávaxta svo peningana í kauphallarviðskiptum.“ — Hvað gerir þú, þegar þú ert ekki að „praktisera“? „Við eigum búgarð uppi í New York-fylki, þar sem við reynum að eyða talsverðum tíma. Niðri á Flórída emm við með hús og fömm þangað við og við til þess að breyta til. Svo ferðast ég auðvitað talsvert vegna starfsins, á fundi og lækna- ráðstefnur, þannig að það er við nóg að vera.“ — Þú ert 67 ára. Hvað ætlar þú að stunda lækningar lengi enn? „Það er erfitt að segja til um það. Það er dýrt að halda stofu hér þar sem ég er. Það kostar mig um 250 þúsund dollara á ári (tæplega 14 milljónir króna — innskot blm.). Fyrst þarf ég að taka það inn og svo að borga sjálfum mér eitthvað.“ — Hefur _þú nokkuð hugleitt að setjast að á Islandi eftir að þú ert sestur í helgan stein? „Nei, það hefur ekki hvarflað að mér. Ef ijölskylda mín hérna myndi henda mér út, þá kæmi slíkt líklega upp í hugann! En það er að ég held ekkert sem bendir til þess að svo verði.“ — Síminn á skrifborði „Tobys“ hefur látið okkur óáreitt í góða stund samkvæmt hans eigin fyrir- mælum. Nú hefur hann upp raust sína og gefur til kynna að þar með sé viðtalinu lokið. Við Bjöm kveðj- umst og hann segir mér að lokum að þótt hann hafi ekki talað mikla íslensku á undanförnum 40 árum (sem má reyndar heyra á hreim harts, en hvorki orðaforða né mál- fari), þá hafi hann ávallt haldið við tungu sinni með því að lesa Morgun- blaðið sem hann er áskrifandi að. A7 Fer inn á lang flest heimili landsins! Eurosurf seglbrettaskólinn v/Sjávargrund, Garðabæ. éuro/urf Kennsla hafin að nýju. Hvert námskeið er 12 klst. (3-4 dagar). Barna-, grunn- og framhaldsnámskeið. Alþjóðleg skírteini að námskeiði loknu. Glænýr búnaður útvegaður á staðnum. Nánari upplýsingar og skráning í síma 82579. TILBOD OSKAST í Jeep Wagoneer, árgerð ’87 (ekinn 25 þús. mílur), ásamt öðrum bifreiðum er verða sýndar á Grensásvegi 9, þriðjudaginn 30. maí kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sa.ma stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA Smurstöðin okkar er í alfaraleið við Laugaveginn. Við þjónustum allar tegundir fólksbíla, jeppa og flestar gerðir sendibíla. Mjög stuttur biðtími. — Þrautþjálfaðir fagmenn. Snyrtileg veitingastofa. — Smávöruverslun með ýmsan aukabúnað og hreinlætisvörur fyrir bílinn. ALLIR EIGA LEIÐ VM LAUGAVEGINN HEKLA HF Laugavegi 170-174 Simi 695500-695670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.