Morgunblaðið - 28.05.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.05.1989, Blaðsíða 19
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUÐAGUR 28. MAÍ 1989 MORGUNBLAÐIÐ 'SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1989 19 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Baldvin Jónsson. Atlantshafsbandalagið og hlutur íslendinga Leiðtogafundur aðildarríkja Atl- antshafsbandalagsins hefst í höfuðstöðvum þess í Brussel á morgun. Til fundarins var boðað í tilefni af því að 40 ár eru liðin frá stofnun bandalagsins. Þá veitir hann einnig George Bush, nýkjöm- um forseta Bandaríkjanna, kjörið tækifæri til að ræða við samaðila sína að þessu friðarbandalagi. Áhugi fjölmiðla á fundinum byggist þó hvorki á afmælisræðum né al- mennum heitstrengingum forystu- manna aðildarþjóðanna 16 um að standa áfram saman að varðveislu friðar og öryggis. Athyglin beinist að ágreiningi milli ríkja bandalags- ins um framtíð skammdrægra kjamorkuvopna í Evrópu og hvemig staðið skuli að endurnýjun þeirra og viðræðum við Sovétmenn um þessa tegund vopna. Skammt er síðan vígbúnaðar- kapphlaupið og ógnir þess vom á vömm allra þeirra, sem ræddu um öryggismál. Nú em það hins vegar afvopnunarmálin, sem setja svip á umræðumar. Vígbúnaðarkapp- hlaupið leiddi ekki til styijaldar eins og ýmsir héldu. Þvert á móti hefur slökun spennu siglt í Iqölfar þess. Rætt er um fækkun langdrægra kjamorkuvopna, fækkun hefðbund- inna vopna í Evrópu og útrýmingu efnavopna hvarvetna í veröldinni. Á hinn bóginn fara engar viðræður fram um skammdræg kjarnorku- vopn í Evrópu, þar sem Sovétmenn hafa yfírburði og hafa lagt kapp á endumýjun undanfarin ár. Vestur- Þjóðveijar hafa verið talsmenn þess að teknar yrðu upp viðræður við Sovétmenn um þessi vopn eins og önnur en Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar svo að stórþjóðir séu nefndar hafa lagst á aðra sveif. Fyrir fundinn hefur ekki fundist lausn á þessum ágreiningi. Við und- irbúning hans hafa íslendingar vak- ið máls á vígbúnaði á höfunum og nauðsyn þess, að rætt verði um tak- mörkun hans eins og aðra þætti. Er eðlilegt að því sjónarmiði sé hald- ið á loft nú eins og á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins á síðasta ári. Á hinn bóginn er óskynsamlegt að halda þannig á því máli, að það sé slitið úr samhengi við almenna stefnu og þróun í afvopnunarmál- um. Á föstudag kom út skýrsla á veg- um Öryggismálanefndar eftir Albert Jónsson, þar sem vakin er athygli á því, hve illa við íslendingar höfum verið búnir til þess að eiga aðild að töku ákvarðana í samræmi við ábyrgðina sem við höfum axlað með aðild að Atlantshafsbandalaginu. Hér hefur skort bæði mannafla og þekkingu innan stjómkerfisins til að glíma við einstaka, flókna þætti þessara mála. Á þetta sama við þegar rætt er um afvopnunarmál. Islensk stjómvöld hafa ekki forystu um eitt eða neitt á því sviði nema þau séu reiðubúin til að veija til þess fé og mannafla. Á fundum Atlantshafsráðsins, æðstu stofnun- ar Atlantshafsbandalagsins, njóta íslendingar sömu réttinda og full- trúar annarra þjóða. Spumingin er hvort við viljum axla ábyrgðina og taka á okkur skyldumar. í tíð Geirs Hallgrímssonar sem utanríkisráð- herra var gerð breyting á starfs- háttum og skipan í utanríkisráðu- neytinu til að embættismenn gætu betur sinnt þessum mikilvægu verk- efnum. Halda þarf áfram á þeirri braut. Til að reyna innviði íslenska stjómkerfisins og þjálfa starfsmenn þess og stjórnmálamenn til að tak- ast á við verkefni á hættutímum getum við orðið þátttakendur í stjórnkerfisæfingum Atlantshafs- bandalagsins, eins og Albert Jóns- son skýrir í riti sínu. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sagði á ráðstefnu í tilefni af 40 ára afmæli bandalagsins, að í stjórn sinni þýddi ekki að hreyfa slíku máli. Hann vísaði þar með til setu ráðherra Alþýðubandalagsins í stjóminni. Það er einmitt vegna pólitískra aðstæðna hér heima fyrir en ekki vegna afstöðu Atlantshafs- bandalagsins sem efasemdir em um getu íslenskra stjómvalda til að sinna skyldum sínum á hættutímum. Félagi borgari 1. NU ERU 200 AR stjórnarbyltingunni. Hún var upphaf nýrra siða; nýrrar tízku; jafnvel nýs orð- bragðs. Gerist ferð sem má, sögðu þeir sem bálið kyntu. Prófessor í Evrópusögu við Prince- ton-háskóla, Robert Damton, segir í skemmtilegri grein um byltinguna í The New York Review of Books að byltingarmenn hafí lagt áherzlu á jafnréttið með því meðal annars að banna borgurunum að þéra hver annan einsog aðallinn hafði gert og komi það jafnvel fram í tilskipun sem samin var í Tam, fátæku fjalla- héraði í Suður-Frakklandi þar sem Vous notað í fleirtölu um einstakl- ing, þér, „er héðan í frá bannað í hinni fijálsu frönsku tungu og verð- ur þá ávallt að nota í stað þess orðið tu, þ.e. þú, eða toi“. Byltingar- menn borgaranna töldu þúunina meir í samræmi við takmark sitt en þérunina. Tu hafði verið notað af yfírstéttinni þegar hún talaði niður til lægri stétta eða skipaði dýmm fyrir, hundum og hestum og kannski einnig kúm; þúun var sjald- gæf nema eftir fyrsta kossinn, þá gátu elskendur þúað hvort annað. Það gera franskir fjallagarpar einn- ig þegar þeir ná ákveðinni hæð eins- og til þess að leggja áherzlu á jafn- rétti þeirra þama á toppinum. Þú- unin var í anda byltingarinnar. í einni samþykkt þessara ára er minnt á að henni fylgi minni hroki og minni stéttamismunun en þémn- inni og þannig stuðli hún að bræðra- lagi og meiri jöfnuði, einsog komizt er að orði. Við getum hlegið að þessu nú á dögum, en það var ekki gert í blóð- baðinu 1789-’92. Þá hættu menn að ljúka bréfum með orðum einsog yðar undirgefínn eða náðsamlegast eða þénustusamlega en sögðu ein- faldlega: Með kveðju og bræðra- lagi. Þannig breyttu þeir einnig fatnaðinum í samræmi við bylting- una, þótt Robespierre, sá blóðþyrsti HELGI spjall leiðtogi jakobfna, gengi ávallt í múnder- ingum gamla aðalsins og auk þess með hár- kollu. Það var víst eini höggstaðurinn sem hann gaf á sér meðan blóðið flaut á Place de la Révol- ution, áður Torg Lúðvíks XV, en síðar Place de la Concorde og hefur það nafn haldizt einsog kunnugt er. Forystumenn borgaranna vom ekkert betri en leiðtogar kommún- ista sem öllu vildu breyta; Péturs- borg varð Leníngrað, en í Frakk- landi varð Montmartre t.a.m. að Mont Marat og fékk þannig nafn eins ofstækisfyllsta byltingarmanns jakobínanna, Paul Marat, en nafni hans var klínt á þijátíu bofgir í landinu þótt nú sjái þess vart stað. Þá breyttu byltingarmenn einnig nöfnum viku- og mánaðadaga og skýrðu jafnvel böm sín í höfuðið á byltingunni; stúlkuböm fengu jafn- vel nöfnin Siðmenning, Lýðveldi, o.s.frv. Öllu skyldi breytt; hús- gögnum, götunöfnum og ekki sízt trúnni sjálfri. Ríki borgaranna tók við hlutverki kirkjunnar. Það komst einnig í tízku að eignast böm og hvöttu hinir nýju stjórnendur til þess. Piparsveinar og bamlausar konur vom óæskileg. Bamið, eða borgarinn, heyrði föðurlandinu til. Það átti að hafa hönd í bagga með uppeldinu og þá var litið í kenning- ar Rousseaus og sitthvað sótt í þær. Samt stefndi ekkert í mark- miðum byltingarmanna að marx- isma. Þeir lögðu of mikið upp úr einstaklingsfrelsi til að sósíalismi gæti þrifizt í umhverfi þeirra, hvað þá kommúnismi. Samt var jafnrétti og bræðralag markmið þeirra og raunar eins konar fyrirmynd bylt- ingarforingja af ýmsum gerðum. Og nú er reynt að breyta alræði öreiganna í miðstýrð millistéttarríki sem eiga líklega eftir að verða borg- aralegri en öll þau borgaralegu samfélög sem sprottið hafa úr hug- sjónum frönsku stjórnarbyltingar- innar; borgaraleg að ytri gerð, en ekki innra eðli; til þess þurfa þau að hrista af sér hlekkina, ekki sízt þá sem binda hugsun og hugmynda- flug við úthafslaust viðhorf og inn- fjarðarótta. Milan Kundera segir að sagan sé lest sem auðvelt er að ferðast með, en erfíðara að losna við. Lest alræðisins á langa ferð fyrir höndum áður en hún kemur að fyrirheitnu landi borgaralegs lýðræðis. Og jafnvel þar er kannski ekki allt sem sýnist; yfírþyrmandi einföldun fjölmiðla sem eiga það sameiginlegt að einfalda flóknar andstæður; fíkta við yfírborðið eins- og mýflugur sem vita ekki að „hlut- imir em ekki eins einfaldir og þú heldur". Samt lærum við þetta öll af lífínu sjálfu. Og merkum bók- menntum sem kanna þanþol tilver- unnar og bijóta niður öll landa- mæri draums og veruleika. 2WOODY ALLEN HRÓSAR • millistéttinni með þeim hætti í sjónvarpssamtali að ég þykist geta tekið undir hvert orð. Hún virðist í hans augum vera homsteinn þjóð- félagins. Hún er hvarvetna heldur íhaldssöm í háttum og hugsunum, metur borgaralegt lýðræði og gerir kröfur til ákveðins einstaklings- frelsis, ekki sízt í verzlun og við- skiptum. Nú er hún jafnvel hægt og bítandi að breyta sovézku og ungversku samfélagi í borgaralegt samfélag, sýnist mér, nákvæmlega á sama hátt og henni tókst að þoka blóðugum hryðjuverkamönnum frönsku sijómarbyltingarinnar til þjóðfélagslegs jafnvægis, ef svo mætti segja, og breyta þeim í hæg- láta hugsjónamenn með frelsi, jafn- rétti og bræðralag mannréttinda- skrár byltingarinnar að leiðarljósi. (Nú em þeir jafnvel famir að velja ungfrú Sovétríkin og afneita jafn- rétti og réttlæti náttúmnnar!) Þótt þessi sama millistétt og höf- uðandstæðingur aðals og yfirstéttar fyrr á tímum hafí kynt undir upp- reisn og ókyrrð hefur hún ávallt hafnað sem þungamiðja borgara- legs samfélags. M. (meira næsta sunnudag) 4- Sjálfstæðismenn minntust 60 ára afmælis flokks síns sl. fimmtudag með ýmsum hætti. Á afmælisfundi í Háskólabíói flutti Þor- steinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræðu, þar sem hann fjallaði um nokkur megin- mál, sem takast þarf á við næstu ár 'og áratugi. í ræðu þessari sagði Þorsteinn Pálsson m.a.: „Fmmheijarnir vildu efla með íslend- ingum þjóðernisvitund og glæða skilning á íslenzkum bókmenntum og menningu. Sagan kennir okkur, að þar var aflvaki sjálfstæðisbaráttunnar. ísland tæknialdar, alþjóðlegrar samvinnu og efnahagslegra framfara kallar enn á árvekni á þessu sviði. Varðveizla tungunnar er hluti sjálf- stæðisbaráttunnar. Aukin menntun og þekking er einnig forsenda allra framfara og þátttöku okkar í mótun framtíðarþjóð- félagsins. íslenzk menningar- og mennta- stefna er þess vegna rökrétt framhald þeirrar baráttu, sem hófst fyrir 60 áram. Hún er uppspretta annarra verðmæta og leiðarljós að nýjum markmiðum; bakhjarl- inn um leið og hún er einn af höfuðþáttum í nýju brautryðjandastarfi. “ Sérstök ástæða er til að fagna þessum orðum forrpanns Sjálfstæðisflokksins. Sú skoðun heyrist stundum að vara beri við of miklu þjóðemistali. En eins og oft hef- ur áður verið vikið að á þessum vett- vangi, skiptir ekkert meira máli á tímum alþjóðlegrar fjölmiðlabyltingar en einmitt það, að við íslendingar eflum þjóðernisvit- und okkar, ræktum þjóðerniskenndina og hlúum að tungu okkar og þjóðlegri menn- ingu, þeirri arfleifð, sem líf okkar í þessu landi byggist á. Við getum ekki og viljum ekki einangra okkur frá þeirri fjölmiðlabyltingu, sem er gengin í garð. Henni fylgir aukin nálægð við aðrar þjóðir og á margan hátt betri skilningur á sjónarmiðum og lífsviðhorfum annarra. Þess vegna er margt jákvætt um þessa tækniþróun. En henni fylgir líka holskefla erlendra menningaráhrifa, sem þjóðin verður að bregðast við með ein- hveijum hætti. Ræða Þorsteins Pálssonar í Háskólabíói sl. fímmtudag sýnir, eins og fram kemur í tilvitnuninni hér að framan, að formaðúr Sjálfstæðisflokksins gerir sér glögga grein fyrir þessum viðhorfum og nauðsyn þess að bregðast við þeim. Umfjöllun Þorsteins Pálssonar um Evr- ópubandalagið var í sama anda. Hann sagði:“Sjálfstæðismenn vilja ekki leiða ís- land inn í nýtt yfírríkjabandalag aukinnar miðstýringar og reglugerðastjórnar. Við viljum taka þátt í nýrri samvinnu, sem byggir á aukp.u frelsi og virðir sérkenni, menningu og tungu hverrar þjóðar. Það er hin eina og sanna hugsjón, sem leiðir þjóðimar fram á við til meiri hagsældar." Hér kveður að mörgu leyti við sama tón og hjá Margréti Thatcher, forsætisráð- herra Breta, sem hefur haldið uppi harðn- andi baráttu gegn skrifstofuveldi Evrópu- bandalagsins í Brassel, sem hún granar um tilraunir til að koma á yfirríkjabanda- lagi um leið og hún telur hættu á, að því fylgi viðleitni til þess að draga úr því frelsi í viðskiptum og athöfnum einstaklinga, sem íhaldsflokkurinn í Bretlandi hefur lagt áherzlu á alla tíð en ekki sízt undir henn- ar stjórn. Munu margir verða til þess hér að taka undir þessi sjónarmið Þorsteins Pálssonar. Loks vék formaður Sjálfstæðisflokksins, að enn einu grandvallarmálinu í þjóðfélagi okkar, sem era byggðamálin og sagði m.a.:“Það kostar sannarlega mikið að vera íslendingur. Byggðin í landinu hefur verið í örri þróun. Við viljum ekki stöðnun, en kæram okkur heldur ekki um að allir flytj- ist á eitt landshom. Við erum ekki og ætlum ekki að vera borgríki, heldur þjóð, sem á ekki annarra kosta völ en að standa saman. Sundrang og átök milli byggða eyða afli og kröftum þjóðarinnar. Það er því ein af framtíðarskyldum Sjálfstæðis- flokksins að varða veg raunhæfrar byggðaþróunar, þannig að íslendingar geti búið sáttir í landi sínu.“ Það verður eitt af helztu verkefnum stjómmálamanna næstu árin að koma á sáttum milli byggðanna í landinu. Til era þeir, sem telja, að þéttbýlið á suðvestur- horninu sé baggi á landsbyggðinni og líka þeir, sem telja, að landsbyggðin sé baggi á þéttbýlinu. íslandi verður aldrei stjómað af nokkurri skynsemi nema málamiðlun takist á milli þessara ólíku sjónarmiða. Og raunar verður landinu aldrei stjómað með því, að annar hvor hópurinn, þéttbýlis- búar eða landsbyggðarfólk, geri tilraun til þess að kúga hinn hópinn. Málamiðlun er það eina, sem dugar og hin tilvitnuðu úmmæli Þorsteins Pálssonar hér að framan sýna, að Sjálfstæðisflokkurinn undir hans forystu mun leggja lóð sitt á þá vogarskál. Á 60 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins era ýmis merki um, að flokkurinn sé að ná sér upp úr þeirri miklu lægð, sem hann hefur verið í frá síðustu alþingiskosning- um. Þó væri óhyggilegt af Sjálfstæðis- mönnum að líta svo á, að sigurinn sé unn- inn. Svo er ekki. En skoðanakannanir gefa til kynna, að Sjálfstæðisflokkurinn sé að bæta stöðu sína veralega. Að óbreyttum aðstæðum hefur flokkurinn mikla mögu- leika á að vinna myndarlegan sigur í næstu sveitarstjómarkosningum. Sá kosninga- sigur getur síðan orðið flokknum sterk viðspyma til þess að ná á ný í næstu þing- kosningum þeirri lykilstöðu, sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur yfírleitt haft í íslenzkum stjórnmálum. Hins vegar verða Sjálfstæðismenn að átta sig á, að vinstri stjómin mun ekki vinna þetta verk fyrir þá að öllu leyti. Hún mun gera það að töluverðu leyti, en sjálfír þurfa þeir að leggja mikið af mörkum til þess að tryggt sé, að Sjálfstæðisflokkurinn endurheimti sína fyrri stöðu í næstu þingkosningum. Sú breiða stefna, sem Þorsteinn Pálsson lýsti í afmælisræðu sinni, mun hins vegar stuðla að því. Steingrímur og sauðQár- búskapur STEINGRÍMUR Hermannsson, for- sætisráðherra, lýsti því yfír á fundi með flokksbræðram sínum í Mosfellsbæ fyrir nokkram dögum, að hann teldi, að leggja bæri niður sauðfíárbúskap á stóram landsvæðum. Hann nefndi sérstaklega landnám Ingólfs og Suðurland, þar sem hann taldi ástæðulaust, að kúabændur stunduðu einnig sauðfjárbúskap. Það verður að segjast eins og er, að yfirlýsingar af þessu tagi lýsa pólitísku hugrekki, þegar þær koma frá formanni Framsóknarflokksins. Bændastéttin ætlasfe til þess, að sá flokkur standi vörð um þrönga hagsmuni hennar og þess vegna er erfiðara fyrir formann Framsóknar- flokksins en nokkurn annan stjómmála- mann að tala á þennan veg. Þess vegna ber að fagna þessum ummælum Steingríms Hermannssonar. Þótt mikill samdráttur hafí orðið í fram- leiðslu á dilkakjöti er augljóst, að meira þarf til að koma. Skattgreiðendur standa ekki lengur undir þeim miklu greiðslum, sem ganga til landbúnaðarins. Ef ekki verður breyting á því á allra næstu áram má búast við uppreisn skattgreiðenda gegn þessum fjárútlátum. En þegar formaður Framsóknarflokksins talar með þessum hætti er vissulega ástæða til að ætla að samstaða geti tekizt um skynsamlegar umbætur í Iandbúnaði, sem dragi enn úr sauðfjárbúskap. Hið sama verður hins vegar ekki sagt um þau orð, sem Steingrímur J. Sigfús- son, landbúnaðarráðherra, lét nýlega falla í sjónvarpsviðtali um bann við innflutningi á kjöti til Evrópubandalagsins. í þessu viðtali lét ráðherrann þá skoðun í ljósi, að þetta bann væri tæknileg aðferð Evrópu- bandalagsins til þess að vemda sína eigin kjötframleiðslu og taldi, að við íslendingar ættum að beita áþekkum aðferðum. Þessi ráðherra hefur m.a. tekið lítið undir hug- myndir um aukið frjálsræði í innflutningi REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 27. maí Slorgunblaðið/Ámi Sæberg á matvörum og hann hefur ekki verið stuðningsmaður innflutnings á erlendu smjörlíki. Hér er ástæða til að staldra aðeins við. Alþýðubandalagið hefur jafnan lýst því, að sá flokkur væri helzti málsvari launa- fólks í þessu landi. Ekki fer á milli mála, að eina raunhæfa aðferðin til að bæta lífskjör fólks er sú að knýja niður vöra- verð með stórauknum innflutningi frá öðr- um löndum og fijálsræði í þeim viðskipt- um. Innflutningur á smjörlíki þýðir, að launþegar fá þessa neyzluvöra á lægra verði. Aukið fijálsræði í kjötinnflutningi mundi hafa sömu áhrif. Það er rétt, sem Þorvaldur Gylfason, prófessor, sagði í grein hér í Morgunblaðinu fyrir nokkrum dögum, að innflutningsbann á vissum teg- undum af matvöram jafngilti umtalsverðri skattlagningu. Hvað veldur því, að Alþýðubandalagið vill ekki standa með launþegum og stuðla að lægra vöruverði með því að tryggja samkeppni í matvælum eins og á öðrum sviðum? Er landbúnaðarráðherra að lýsa stefnu Alþýðubandalagsins eða er hann að lýsa persónulegri skoðun sinni, þegar hann talar á þennan veg? Morgunblaðið vill ekki stuðla að því að íslenzkur landbúnaður leggist niður. En með sama hætti og innlendir smjörlíkis- framleiðendur hafa gott af því að fá sam- keppni frá innfluttu smjörlíki hafa innlend- ir kjötframleiðendur gott af því að fá sam- keppni erlendis frá. Það getur varla verið hættulegra frá heilbrigðissjónarmiði að flytja kjöt inn til íslands en annarra landa. Nýlega kom fram í fréttum, að kjötneyzla landsmanna hefur dregizt veralega saman. Hvers vegna halda menn að það sé? Auð- vitað vegna þess, að lífskjörin hafa versn- að svo mjög, að fólk hefur ekki efni á að kaupa kjöt í sama mæli og áður og snýr sér þess vegna að þeim mat, sem enn er ódýrastur á íslandi, fískinum. ÞAÐ SEM HÉR Aukin sam- ^ verið ,um j * buvoruframleiðslu keppní 1 á við um margt þjÓnUStU annað, m.a. ýmsar þjónustugreinar. Forstjpri stórs fyrirtækis, sem á mikil við- skipti erlendis, sagði nýlega við höfund þessa Reykjavíkurbréfs, að fyrirtæki hans hefði kannað hagkvæmni þess að leggja út í ákveðna fjárfestingu, sem nam nokkr- um hundraðum milljóna króna. í boði var fjármögnun frá innlendum lánastofnunum. Fyrirtækið hefur hins vegar reýnslu af og þekkingu á viðskiptum við erlendar lána- stofnanir. Niðurstaða fyrirtækisins var sú, að ekkert vit væri í þessari fjárfestingu með þeim lánalqoram, sem hinir innlendu aðilar buðu. Ef leggja ætti út í þessa fjár- festingu væri nauðsynlegt að endurfjár- magna viðkomandi framkvæmdir með er- lendum lánum, sem væru mun hagkvæm- ari og ódýrari. Það var skoðun þessa við- mælanda höfundar Reykjavíkurbréfs, að innlendar lánastofnanir væra engan veg- inn samkeppnisfærar við erlenda aðila á þessu sviði. Hér fer hvert fyrirtækið á fætur öðra á hausinn. Taprekstur annarra er gífurleg- ur. Þótt innlendi fjármagnsmarkaðurinn hafi opnazt töluvert á undanfömum áram er hann enn mjög þröngur. Heimildir fyrir- tækja til þess að eiga viðskipti við erlenda banka og lánastofnanir hafa verið rýmkað- ar mjög. Ástæða er til að halda áfram á þeirri braut. Með þeirri auknu samkeppni, sem því fylgir, má búast við, að hægt verði að knýja fram hagkvæmari rekstur innlendra lánastofnana, sem síðan geri þeim kleift að bjóða viðskiptavinum sínum hagkvæmari kjör. Sá viðmælandi, sem hér var vitnað til áðan, benti á, að hér væra stöðugt á ferð fulltrúar frá erlendum bönk- um, sem kæmu hingað til þess að ræða við viðskiptavini sína og afla nýrra við- skiptasambanda. Hann spurði, hversu al- gengt það væri, að forsvarsmenn inn- lendra lánastofnana hefðu framkvæði að því að heimsækja viðskiptavini sína hér á landi. Viðskiptablað Morgunblaðsins kannaði nýlega rétt fyrirtækja og einstaklinga til þess að kaupa tryggingar hjá erlendum tryggingafélögum, ef þeim sýndist svo. í ljós kom, að þetta er bannað með lögum og þarf sérstakar undanþágur til. Jafn- franjt jíom fram það sjónarmið aðila, sem staffar'á þessu sviði, að þetta væri úrelt lagaákvæði, sem bæri að afnema. Trygg- ingariðgjöld era töluvert stór kostnaðarlið- ur í atvinnurekstri og raunar heimilis- rekstri einnig. Það er full ástæða til að tryggingafélögin fái aðhald með aukinni erlendri samkeppni. Það eiga ekki að vera forréttindi örfárra stórfyrirtækja hér að geta átt bein samskipti við erlend trygg- ingafélög, ef í ljós kemur, að það er hag- kvæmara en að eiga viðskipti við innlenda aðila. Margfengin reynsla sýnir, að frelsi og samkeppni er öllum fyrir beztu. Það er skortur á samkeppni, sem háir þessu þjóðfélagi einna mest og heldur lífskjöram niðri, þegar þau era borin saman við lífskjör hjá nágrannaþjóðum. Fyrir nokkrum dögum birtust greinar hér í Morgunblaðinu eftir tvo forsvarsmenn Verktakasambandsins, þá Gunnar Birgis- son og Pálma Kristinsson, þar sem þeir fjölluðu um þær umræður, sem orðið hafa um verklegar framkvæmdir á Keflavíkur- flugvelli. I greinum þessum kom skýrt fram, að Verktakasambandið vill alls ekki bann við því, að erlend verktakafyrirtæki bjóði í verk hér. Þeir benda á, að reynslan sé sú, að þessi fyrirtæki séu yfirleitt ekki með lægstu tilboð. En jafnframt era íslenzk verktakafyrirtæki byijuð að bjóða í verk erlendis og vilja ekki láta útiloka sig þar á þeirri forsendu, að erlendum aðilum sé bannað að bjóða í verk hér. Svona eiga menn að tala! „Sérstök ástæða er til að fagna þessum orðum formanns Sjálf- stæðisflokksins. Sú skoðun heyrist stundum að vara beri við of miklu þjóðernistali. En eins og oft hefiir áður verið vikið að á þessum vett- vangi, skiptir ekkert meira máli á tímum alþjóð- legrar fjölmiðla- byltingar en ein- mittþað, að við íslendingar eflum þjóðernisvitund okkar, ræktum þjóðerniskennd- ina og hlúum að tungu okkar og þjóðlegri menn- ingu, þeirri arf- leifð, sem líf okk- ar í þessu landi byggist á.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.