Morgunblaðið - 28.05.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.05.1989, Blaðsíða 22
MÖRtíUNBLAÐIÐ ATVIINIAIA/RAÐ/SMÁiniiagi; 28. MAÍ 1*989 ATVINNU.AÍ/G YSINGAR Fyrirsæta Ljósmyndari leitar að fyrirsætu á aldrinum 18 ára og eldri til Ijósmyndunar. Þarf að hafa sítt hár, fallegan kropp og vera frjáls- leg. Byrjendur velkomnir. Vel launað. Upplýsingar um ykkur sendist auglýsinga- deild Mbl. merktar: „E - 7306“. Framtíðarstörf fboði Óskum eftir að ráða sem allra fyrst eftirfar- andi starfsmenn: 1. Skrifstofu-/sölumann vanan tölvuvinnslu til að sjá um innslátt og útreikninga á pöntunum. Mun starfa í nánu sambandi við viðskiptavini fyrirtækisins. 2. Trésmið, aðallega við vélavinnu. Leitað er að faglærðum smiði með starfs- reynslu. 3. Sölumenn með þekkingu á pípulögnum og reynslu af sölustöfum. 4. Timburafgreiðslumenn. Vinnutími frá kl. 8.00-18.00. 5. Starfsmenn til léttra þrifa. Unnið er 3-4 klst. á dag á tímabilinu 8.00-18.00. Umsóknarfrestur er til og með 31. maí nk. Allar nánari upplýsingar um ofangreind störf eru veittar á skrifstofunni frá kl. 9.00-15.00. Afleysinga- og ráðningaþjónusta Lidsauki hf. Skólavördustig la - 101 Reykjavik - Simi 621355 Tónlistarskóli Njarðvíkur Eftirfarandi kennarastöður eru lausar til umsóknar: Staða píanókennara. Um er að ræða 100% starf. Staða þverflautukennara. Um er ræða 41% starf. Staða klarinettkenn- ara. Um er ræða 40-50% starf. í skólanum ríkir góður vinnuandi með skemmtilegu samstarfsfólki og er starfsað- staða öll hin ákjósanlegasta. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf svo og meðmæli sendist skólan- um fyrir 10 júní nk. Nánari upplýsingar veitir undirritaður í símum 92-12903 eða 92-13995. Skólastjóri. Góð störf Viljum ráða þjónustulipurt, áhuga- og reglu- samt fólk til eftirtalinna starfa í glæsilegri verslun okkar í Kaupstað. í sérvörudeildum á annarri hæð: ★ Starfsmann í gjafavörudeild. Heilsdags- starf til frambúðar. ★ Starfsmann í kvennfatadeild. Heilsdags- starf til frambúðar. í matvörudeild á fyrstu hæð: ★ Matreiðslumann til tímabundinna verkefna. ★ Starfsfólk á búðarkassa á fimmtudögum og föstudögum frá kl. 13.00 í Kaupstað og í Miklagarði við Sund. Búið er að ráða í öll önnur sumarstörf. Allar nánari upplýsingar veitir starfsmanna- stjóri á 3. hæð í Kaupstað frá k! 14.00-16.00 mánudaga, miðvikudaga, og föstudaga. KAUPSTADUR ÍMJÓDD Starfsfólk óskast Knattspyrnufélagið Valur óskar að ráða starfsfólk á Hlíðarenda. Um er að ræða störf í íþróttahúsum þar sem megin verkefni eru almenn gæsla og ræsting. Störfin henta jafnt konum sem körlum. Umsóknir merktar: „Valur - 7307“ sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir nk. þriðjudags- kvöld. Skrifstofustjóri Innflutnings- og þjónustufyrirtæki í borginni vill ráða skrifstofustjóra til starfa sem fyrst. Hægt er að bíða smá tíma. Viðkomandi er jafnframt staðgengill framkvæmdastjóra. Leitað er að viðskiptafræðingi eða aðila með viðskiptamenntun ásamt starfsreynslu og víðtækri bókhaldskunnáttu. Góð enskukunnátta er nauðsynleg. Aldur umsækjenda skiptir ekki máli. Umsóknir ertilgreina aldur, menntun og fyrri störf sendist skrifstofu okkar fyrir 1. júní nk. GupntTónsson RÁÐCJÖF &RÁÐNINCARÞJÓNUSTA TJARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 Markaðsstjóri Almenna bókafélagið og Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstr. vilja ráða markaðsstjóra til starfa. Starfið er laust strax eða samkvæmt nánara samkomulagi. Leitað er að starfskrafti með góða undir- stöðumenntun er nýtist og hentar í þetta starf. Einhver reynsla í markaðsmálum er nauðsynleg. Áhugi og þekking á bókum kem- ur sér vel. Farið verður með allar umsóknir og fyrir- spurnir í fyllsta trúnaði. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun ásamt starfsreynslu sendist skrifstofu okkar, Tjarnar- götu 14, Rvík., fyrir 1. júní nk. Gudnt Tónsson RÁÐCJÓF & RÁÐN I NCARFJÓN LISTA TJARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI 62 13 22 Byggingaverk- fræðingur -tæknifræðingur Fyrirtækið er teiknistofa í Reykjavík. Starfssvið: Burðarþolshönnun og/eða hönn- un hita- og lagnakerfa. Við leitum að verkfræðingi/tæknifræðingi, sem hefur sérhæft sig á sviði burðarþols og/eða lagnasviðs. Minnst 3ja ára starfs- reynsla nauðsynleg. Reynsla í tölvuvinnslu nauðsynleg. Reyklaus vinnustaður. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., merktar: „Verkfræðistofa 177“, fyrir 3. júní nk. Tölvumiðstöð sparisjóðanna óskar eftir starfsmanni til að hafa umsjón með tölvukerfi sínu. Eftirtalinn búnaður er til staðar: IBM 9370-60 VM/IS stýrikerfi VTAM netstjórn SQL/DS gagnagrunnur ásamt ýmis konar þróunar- og gagnavinnslubúnaði. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi ein- hverja reynslu af ofangreindum búnaði og einnig æskilegt að hann hafi reynslu af einka- tölvum, nettengingum milli þeirra og forritun almennt. Umsóknum sé skilað til Tölvumiðstöðvar sparisjóðanna, Rauðarárstíg 27, Reykjavík fyrir 3. júní nk. Laun samkvæmt kjarasamningi SÍB og bank- anna. Nánari upplýsingar gefur Jón Ragnar Hösk- uldsson í síma 623400. Skrifstofustörf Viljum ráða fólk til eftirtalinna framtíðarstarfa á skrifstofu KRON á 3. hæð í Kaupstað í Mjódd: ★ Starfsmann til tölvuskránningar. Starfið er laust nú þegar. ★ Starfsmann til flokkunnar og frágangs á nótum. Starfið er laust flótlega. ★ Starfsmann á skiptiborð og til léttra skrif- stofustarfa. Starfið er laust frá 1. ágúst. ★ Starfsmann til talningar, uppgjörs og annara skrifstofustarfa. Starfið er laust frá 15. ágúst nk. Öll störfin eru heilsdagsstörf (ekki sumaraf- leysingar). Allar nánari upplýsingar veitir starfsmanna- stjóri á 3. hæð í Kaupstað milli kl. 10.00- 12.00 alla virka daga. KAUPSTAÐUR ÍMJÓDD m Atvinnumiðlun skólafólks í Kópavogi Ákveðið hefur verið að kanna atvinnuhorfur skólafólks í Kópavogi í sumar. Þeir skólanem- endur sem eru orðnir 16 ára, þ.e. fæddir 1972 eða fyrr og ekki hafa tryggt sér vinnu í sumar, eru beðnir að láta skrá sig hjá at- vinnumiðlun skólafólks í Fannborg 2, (félags- heimilinu) 2. hæð, gengið inn um suðurdyr. Atvinnumiðlunin verður opin daglega milli kl. 13 og 15. Síminn er 41444. Vinnumiðlun Kópavogs. G Fjölbrautaskólinn í Garðabæ Lyngási 7-9 - 210 Garöabæ - S. 52193 og 52194 Viðskiptafræðing vantar til að kynna viðskiptagreinar í Fjöl- brautaskólann í Garðabæ frá og með næsta hausti. Margir kennslutímar í boði. Upplýsingar gefur skólameistari í síma 52193. Skólameistari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.