Morgunblaðið - 28.05.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.05.1989, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1989 WtAM>AUGL YSINGAR TILBOÐ - ÚTBOÐ Útboð Tilboð óskast í að skipta um gler í gluggum og mála glugga og þak á íbúðarhúsinu að Laugavegi 49, Reykjavík. Tilboðsgögn verða afhent á Teiknistofunni Óðinstorgi, Óðins- götu 7, gegn 5000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 6. júní kl. 11 að viðstöddum bjóðendum. Tilsölu Hér með er leitað tilboða í eignir þrotabús Dalvers hf., sem rak bifreiðaverkstæði og smurstöð í Búðardal. Eignirnar eru m.a: 1 Fasteignin á Vesturbraut 18, Búðardal (skemmuhúsæði). 2 Sprautuklefi fyrir bílasprautun, ca 30 fm með útblástursbúnaði. 3 Bílalyfta, vökvapressa, standborvélar og jafnvægisstillingarvél. 4 Allur lager verkstæðisins ásamt verk- færum og öðrum áhöldum. 5 Tvær bifreiðar, Talbot Tagora árgerð 1981 og gömul Moskwitz sendibifreið. Þeir, sem kynnu að hafa áhuga á ofantöldum eignum, geta skoðað þær á Vesturbraut 18, Búðardal, sunnudaginn 28. maí milli kl. 16 og 18 og mánudaginn 29. maí milli kl. 17 og 19. Tilboðum skal skila til undirritaðs fyrir 10. júní nk. Áskilin er réttur til að taka hvaða tilboðum sem er eða hafna öllum. Ingimundur Einarsson hdl., bústjóri í þrotabúi Dalvers hf., Eyrarvegi 29, Selfossi, sími 98-22830. Útboð Byggingarnefnd flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli býður út gerð langtímabíla- stæða og lóðarfrágang við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða bílastæði fyrir 340 bíla og tilheyrandi lóðarfrágang. Útboðsgögn verða afhent á Almennu verk- fræðistofunni, Fellsmúla 26, Reykjavík, eftir kl. 13.00 þriðjudaginn 30. maí 1989. Fyrirspurnir og óskir um upplýsingar skulu berast Almennu verkfræðistofunni eigi síðar en 5. júní 1989. Tilboðum skal skilað til byggingarnefndar, varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík, fyrir kl. 14.00 mánudaginn 12. júní 1989. Byggingarnefnd flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli. ty ÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, óskar eftir til- boðum í sérútbúinn vagn með tækjum til sjálfvirkra mælinga á loftmengun í ytra um- hverfi. Búnaðinum er ætlað að mæla mengun af völdum svifryks, köfunarefnisoxíds og kol- sýrlings auk þess að mæla veðurþætti. Hann á að nota til að fylgjast með umferðar- mengun í Reykjavík. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudag- inn 4. júlí 1989 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 'W Útboð Norðfjarðarvegur, Beljandi - Háhlíðarhorn Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofan- greint verk. Lengd vegarkafla 2,9 km, sker- ingar og fyllingar 86.000 m3 , burðarlag 23.000 m3. Verki skal að fullu lokið 1. ágúst 1990. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkis- ins á Reyðarfirði og í Reykjavík (aðalgjald- kera) frá og með 31. maí nk. Skila skal tilboð- um á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 12. júní 1989. Vegamálastjóri. V VERKVANGUR hf H E I L D U M S N BYGGINGAFRAMKVÆMDA Útboð - Endurnýjun þaks Verkvangur hf., fyrir hönd húsfélagsins Ferju- bakka 2-16, óskar eftir tilboðum í endurnýjun þaks og þakkants í Ferjubakka 2-16. Stærð þaksins er 1.675 fermetrar, lengd þakkants- ins er 315 metrar. Útboðsgögn verða afhent frá og með þriðju- deginum 30. maí nk. á skrifstofu vorri á Þórsgötu 24, 1. hæð gegn 5000 kr. skila- tryggingu. Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl. 16.00 þriðjudaginn 6. júní nk. Útboð Styrking og malarslitlögn í Húnavatnssýslu 1989 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofan- greint verk. Magn 19.000 m3. Verki skal lokið 29. ágúst 1989. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkis- ins á Sauðárkróki og í Reykjavík (aðalgjald- kera) frá og með 29. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 12. júní 1989. Vegamálastjóri. Tilboð óskast í bifreiðir sem eru skemmdar eftir umferðar- óhöpp. Þær verða til sýnis mánudaginn 29. maí á milli kl. 8.00 og 18.00. Tilboðum sé skilað fyrir kl. 18.00 sama dag. TJÓNASKOÐUNARSTÖÐIN Smiöjuvegur 1 - 200 Kópavogi - Sími 641120 BÁTAR-SKIP Kvóti Viljum kaupa botnfiskkvóta. Vinsamlegast hafið samband í síma 96-71518 eða 96-71803. Siglfirðingur hf., Siglufirði. Fiskiskip Höfum til sölu 214 rúmlesta yfirbyggt fiski- skip með 588 kw. Mirrlees-Blackstone aðal- vél 1982. Skipið er með síldarkvóta og góðan rækjukvóta. SKIPASALA-SKIPALEIGA/ JÓNAS HARALDSSON/ LÖGFR. SÍML 29500 Fiskiskip Höfum til sölu tvo frambyggða stálbáta. 38 rúmlesta með 265 KW Mitsubishi aðalvél 1982. 41 rúmlesta með 247 KW Caterpillar aðalvéi 1973. SKIPASALA-SKIPALEIGA/ JÓNAS HARALDSSON/LÖGFR. SÍML 29500 Kvóti óskast Viljum kaupa botnfiskkvóta gegn stað- greiðslu. Þeir, sem áhuga kynnu að hafa, vinsamleg- ast leggi nöfn og heimilisfang inn á auglýs- ingadeild Mbl. fyrir 31. maí nk., merkt: „K - 0085“. Kvóti - kvóti Okkur vantar kvóta fyrir togarana Arnar og Örvar. Staðgreiðum hæsta gangverð. Upplýsingar í símum 95-4690, 95-4620 og 95-4761. Skagstrendingur hf., Skagaströnd. Skipasala Hraunhamars Til sölu 20 tonna eikarbátur, byggður 1971, með 330 ha Volvo Penta vél árg. 1982. Vel búinn siglinga- og fiskileitartækjum. Skipasala Hraunhamars, Reykjavíkurvegi 72, Hafnarfirði, sími 54511. Kvóti Viljum kaupa botnfiskkvóta. Seljendur, sem hafa áhuga, vinsamlegast hafið samband í símum 95-3209, 95-3203 og 95-3308. Hólmadrangur hf. ATVINNUHÚSNÆÐI Skrifstofuhúsnæði til leigu Til leigu 130 fm skrifstofuhúsnæði á 2. hæð á Reykjavíkurvegi 66. Upplýsingar veitir Þorleifur Sigurðsson í síma 51515. 5PARIEJDGUR HAFNARFJARÐAR Atvinnuhúsnæði til leigu Til leigu er allt að 700 m2 húsnæði, sem hentað gæti fyrir skrifstofur, vörugeymslu eða léttan iðnað. Húsnæðinu má skipta í sjálfstæðar minni einingar. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu okkar, Lynghálsi 1, s. 83233. Jk, HANS PETERSEN HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.