Morgunblaðið - 28.05.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.05.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1989 BRÚÐHJÓN VIKUNNAR Brúðkaups- og móttöku- veisla í Gravelines Brúðhjón vikunnar eru Þröstur Sigurðsson sveitarstjóri á Fá- skrúðsfirði og Sigfríð Magnúsdóttir. Þau voru gefin saman þann 20. maí í Gravelines, sem er bær norðaustar- lega í Frakklandi. Borgarstjórinn þar, Albert Denvers, gaf þau saman í borgarstjórahúsinu. „Á síðasta ári kom fram beiðni frá Gravelines um að stofna til vinabæja- tengsla við Fáskrúðsíjörð. Franskir sjómenn sigldu mikið á íslandsmið, meðal annars frá þessum bæ og á Fáskrúðsfirði er spítali og grafreitur fyrir franska sjómenn. Við vorum þarna við athöfn þar sem verið var að stofna til vinabæjasambands," segir Þröstur. — Voruð þið búin að ákveða að gifta ykkur þarna í útlöndum? „Nei, við ákváðum það fyrst á fimmtudagskvöldið að við ætluðum að láta gefa okkur saman þarna. Búið var að skipuleggja móttöku fyrir okkur og það var verið að raða til borðs. Ekki var ætlast til þess að hjón sætu saman, gestum var raðað þannig, til þess að ungir og aldnir gætu blandað geði saman. Menn fóru að ræða það að ómögulegt væri að raða okkur til borðs svo það var ákveðið að borgarstjórinn gæfi okkur saman á laugardagsmorguninn. Svo úr varð bæði brúðkaups- og móttöku- veisla. Þetta var ofsalegt ævintýri, mikið gaman,“ segir Þröstur þegar hann rifjar upp. — Fóruð þið í brúðkaupsferð? „Já, við keyrðum upp Móseldalinn, komum við á nokkrum stöðum og smökkuðum hvítvínið áður en við fórum til Lúx þaðan sem við flugum heim.“ — Eruð þið Austfírðingar? „Við erum bæði frá Reykjavík en það má segja áð við séum Áustfirð- ingar í blóðinu. Ég á ættir að rekja til Fáskrúðsfjarðar, móðir mín og fleiri skyldmenni búa þar og konan mín á einnig ættir að rekja þangað. Jú, það er mjög gott að vera á Fá- skrúðsfirði, maður er í meiri snert- ingu við náttúruna. Við eigum þrjú lítil böm og maður hefur engar áhyggjur af þeim á svona stað.“ — Hvernig tóku þau giftingunni? „Þau eru ennþá svo lítil. Sonur okkar elsti er fimm ára og hann var mikið búinn að velta fyrir sér hvort mamma hans væri konan mín eða hvernig þetta væri allt saman. En hjónaband? Það skerpir bara ástina," segir Þröstur að lokum. BrúðhjóninÞröstur Sigurðsson og Sigfríð Magnúsdóttir. Þau giftu sig Þröstur Sigurðsson og Sigfríð Magnúsdóttir, Fá- skrúðsfirði Hrefna Hreinsdóttir og Stefán Axelsson, Hafnar- firði Guðbjörg R. Guðmunds- dóttir og Páll Vilhjálmsson, Reykjavík Steinunn Ingólfsdóttir og Helgi Valur Friðriksson, Reykjavík Anna María Þórðardóttir og David Wadepoarch, Bandaríkjunum Kolbrún Engilbertsdóttir og Ríkharð Sigurðsson, Rejdq'avík Hafdís Hilmarsdóttir og Baldvin R. Baldvinsson, Reykjavík Jón Óttar Ragnarsson og Elfa Gísladóttir, Reykjavík Hér með er auglýst eftir nöfnum fólks sem gengið hefur í hjónaband nýverið. Vinsamlegast hringið í síma 691162 á skrifstofutíma eða sendið upplýsingar um nöfn brúðhjóna, brúðkaupsdag og símanúmer í lokuðu umslagi merkt Morgunblaðið „Fólk í fréttum" Pósthólf 1551, 121 Reykjavík. ÓPERU SÖNGUR Neinendur sýna í Islensku óperunni Fyrir skömmu sýndu nemendur Söngskólans í Reykjavík valda kafla úr óperunum Brúðkaup Fígarós eftir Mozart og Kátu konunum frá Windsor eftir Nicolai í íslensku ópe- runni. Flytjendur voru á mismunandi náms- stigum skólans og sumir þeirra út- skrifast í vor. Leikstjóri var Már Magnússon en tónlistarstjóm og und- irleikur var í höndum Catherine Will- iams. „Það hafa ekki verið nemendasýn- ingar reglulega, en fyrir þremur árum var sýning á Ástardrykknum og margir nemendanna eru í kór íslensku óperunnar. Undirbúnings- vinnan fór hægt af stað í október í haust, þetta var svolítil textavinna hjá mér en fyrirvinnan var mest hjá Catherine. Svo í janúar fórum við að setja þetta á svið og ætluðum að hafa sýninguna í febrúar en það dróst vegna anna, því eftir að við hófum æfíngar tók íslenska óperan ákvörð- un um að fmmsýna Brúðkaup Fíga- rós. Einn söngvaranna sneri sig svo illa á fæti að við frestuðum þessu fram yfír prófín. Byijuðum svo aftur 11. maí og drifum þetta upp. Vinnan gekk vel, og ég reyndi að forðast afkáragang og mikil læti í leiknum,“ segir leikstjórinn Már Magnússon. „Þetta er búið að vera ofsalega gaman og gefandi," segir Harpa Harðardóttir, ein af aðalsöngvurun- um. Við höfum verið að æfa þetta meira og minna í nokkra mánuði, svona músíklega séð, en ekki leikinn. Það er eitthvað sem maður þekkir ekki neitt en þetta gaf manni mikla Loftur Erlingsson var í hlutverki Fígarós. Aðalsteinn Einarsson lék John Falstaff, sídrukkinn ævintýra- mann í Kátu konunum frá Winds- or. Catherine Williams, sem starfað hefiir hjá Islensku óperunni slðastliðin ár, var tónlistarstjóri og átti heiðurinn af undirleiknum á nemendasýningunni. reynslu. Það er ekki auðvelt að koma svona verki saman en með aðstoð góðra manna tókst það,“ segir Harpa ennfremur. Leiktjöld og allur sviðs- búnaður er fenginn að láni hjá ís- lensku óperunni. Sýningin var hin besta skemmtun, enda mikil sönggleði í nemendunum og sumir beinlínis blómstruðu á svið- inu. Það var að heyra á áhorfendum að vel hafí líkað, svo ákaft var söngv- urunum fagnað. Ljósm/Már Magnússon Inga Bachman lék Súsönnu í Brúðkaupi Fígarós. GISTU Á EDDUHÓTELUNUM JÚNfTILBŒ) Kr. 1080.- gistinótt pr. mann í 2ja manna herbergi ef keyptar eru 4 nætur eða fleiri samtímis. Dvelja má t.d. 4 nætur á einum stað eða 1 nótt á hverju hóteli. Morgunverður er ekki innifalinn. Gistingu má aðeins panta með tveggja daga fyrirvara eða skemmri. Edduhótelin bjóða alla veitingaþjónustu frá morgni til kvölds. Eddutilboðið gildir frá 10. til 30. jýní og 10. til 31. ágúst. Allar nánari upplýsingar hjá Ferðaskrifstofu Islands sími 25855

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.