Morgunblaðið - 10.06.1989, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1989
Morgunblaðið/Ami Helgason
Flotbryggja í Stykkishólmi
Hafnaraðstaðan er ailtaf að batna hér og nú er komin flot-
bryggja sem leysir vanda ferðafólks og annarra við að komast í
bátana hvort sem er á flóði eða fjöru, en hér er mismunur flóðs
og fjöru gífurlega mikfll og líklega mestur á Iandinu.
- Arni
EFTA-EB:
Fyrstu merki um sam-
starf í menntamálum
„Ástæða til að fylgjast grannt með samræm-
ingu náms í EB,“ segir Sólrún Jensdóttir
FJÖRKIPPUR er nú kominn í samstarf Fríverslunarbandalags Evrópu
(EFTA) og Evrópubandalagsins (EB). Samskiptin fara vaxandi dag frá
degi og nú er í uppsiglingu fyrsta samkomulag bandalaganna tveggja
um samstarf á sviði menntamála. Mikill áhugi er á sem mestu sam-
starfi innan EFTA og því að búa sig sem best undir fyrirsjáanlega
samræmingu í skólamálum innan EB. Enn sem komið er eru þó engar
reglur í gildi hjá EB sem torvelda námsmönnum frá EFTA-ríkjum
aðgang að háskólum í EB. Liður í auknu samstarfi bandalaganna á
þessu sviði er sú ákvörðun menntamálaráðherra EB frá 22. maí s.l.
að veita EFTA-ríkjum aðgang að áætlun sem nefiiist Comett og lýtur
að nýjungum á sviði rannsókna og tækni.
Nokkuð hefur verið rætt um það
hérlendis að æ erfiðara sé fyrir
íslenska námsmenn að fá inngöngu
í háskóla í Evrópubandalaginu. Sól-
rún Jensdóttir, skrifstofustjóri í
menntamálaráðuneytinu, segist hafa
heyrt dæmi þess að íslenskum náms-
mönnum hafi reynst erfitt að fá inn-
göngu í skóla í Evrópubandalaginu.
Sólrún hefur athugað hvaða reglur
gilda um þessi efni hjá EB og í höfuð-
stöðvum bandalagsins í Brussel fást
þau svör að engar slíkar reglur séu
fyrir hendi sem torvelda íslenskum
námsmönnum að komast inn í há-
skóla þar. Hins vegar segir Sólrún
aukna samræmingu náms liggja í
loftinu innan EB og full ástæða sé
til að vera á varðbergi og fylgjast
grannt með því að háskólar lokist
ekki fyrir íslenskum námsmönnum.
Sólrún á sæti í menntamálanefnd
EFTA, sem undanfarið hefur átt við-
ræður við embættismenn EB. „Hing-
að til hefur lítið gerst annað en það
að EFTA-löndin hafa lýst áhuga á
þátttöku í tveimur verkefnum á veg-
um EB, Comett-áætluninni, um nýj-
ungar á sviði rannsókna og tækni,
og Erasmus, sem fyrst fremst er
ætlað að auðvelda stúdentaskipti.
Undirtektir hafa verið jákvæðar í
orði hjá EB en ekkert hefur verið
formlega samþykkt fyrr en núna 22.
maí að menntamálaráðherrar EB
samþykktu að EFTA-ríki gætu feng-
ið aðild að Comett-áætluninni."
Að sögn Sólrúnar er það nú undir
hveiju EFTA-ríki komið hvort af
þátttöku í áætluninni verður. „Miðað
við skilmálana varðandi þátttöku ís-
lands í rammasamningi um samstarf
við EB á sviði rannsókna og þróun-
ar, þar sem gildir að við borgum til
sjóðsins í hlutfalli við þjóðarfram-
leiðslu, þá ætti kostnaður við aðild
að Comett að vera óverulegur," seg-
ir Sólrún. Hún tekur þó fram að enn
sé mikii vinna eftir við að útfæra
samkomulag EB og EFTA um þetta
mál.
VEÐURHORFUR í DAG, 10. JÚNÍ
YFIRLIT í GÆR: Fyrir sunnan land er víðáttumikið lægðasvæði en
yfir Norðaustur-Grænlandi er 1018 mb hæð. Áfram verður svalt
við norður- og austurströndina, en annars staðar sæmilega hlýtt.
SPÁ: Fremur hæg austlæg eða breytileg átt á landinu. Nokkuð
bjart veður og sæmilega hlýtt víða vestanlands og norðan, þó
þokuloft sums staðar við ströndina. Skýjað og öllu svalara um
suðaustanvert landið, og líklega dálítil súld þegar iíður á daginn.
I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Austlægir vindar. Rigning
eða súld á Suðaustur- og Austurlandi og viða þoka við ströndina.
Víða verður léttskýjað á vestanverðu landinu og í innsveitum norð-
anlands. Svalt verður við austurströndina en fremur milt annars
staðar.
TAKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Jliil Alskýiað
x Norðan, 4 vindstig:
* Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
■J 0 Hitastig:
10 gráður á Celsíus
ý Skúrir
*
V El
— Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
—Skafrenningur
("7 Þrumuveður
xn VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 10 léttskýjað Reykjavík 10 skýjað
Bergen 9 úrkoma
Helslnki vantar
Kaupmannah. 12 skýjað
Narssarssuaq 9 skýjað
Nuuk 1 alskýjað
Ósló 16 úrkoma
Stokkhóimur 17 léttskýjað
Þórshöfn vantar
Algarve vantar
Amsterdam 16 skúr
Barcelona vantar
Berlín 18 skýjað
Chicago 16 alskýjað
Feneyjar vantar
Frankfurt 19 skýjað
Glasgow 13 skúr
Hamborg 13 skýjað
Las Palmas 23 léttskýjað
London 16 skýjað
Los Angeles 16 alskýjað
Lúxemborg 15 skýjað
Madrid 22 skýjað
Malaga 22 léttskýjað
Mallorca 26 léttskýjað
Montreai 16 alskýjað
New York 18 þokumóða
Orlando 25 skýjað
Þarís vantar
Róm vantar
Vín 20 léttskýjað
Washington 21 rigning
Winnipeg vantar
Sjónvarpsþáttur um
byggingu tónleikahús
Á sunnudagskvöldið mun sjónvarpið sýna sérstakan tónlistarþátt
gerðan til að vekja athygli á fyrirhugaðri byggingu tónlistarhúss
hér á landi. Það eru þeir Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður og
Ágúst Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður sem unnið hafa að
þéssum þætti.
Þátturinn ber heitið „Hljómgeisl-
inn titrar“ og í honum koma fram
fjölmargir kunnir tónlistarmenn
hérlendis. Má þar nefna Kristján
Jóhannsson, Sigrúnu Hjálmtýs-
dóttur, karlakórinn Stefni, hljóm-
sveitina Síðan skein sól og sérstaka
sveiflusveit undir forystu Simons
Kuran. Auk þessa mun Eggert
Þorleifsson koma fram í þættinum
sem „tenór“ í leit að tónlistarhúsi.
Valgeir Guðjónsson segir að
þátturinn hafi verið tekinn upp í
Hljómskálanum en það er eina tón-
listarhúsið á íslandi sem var byggt
sem slíkt.
Skoðanakönnun DV:
3 af hverjum 4 and-
vígir ríkisstjóminni
Sjálfstæðisflokkurmn fengi 47,7%
atkvæða ef kosið væri í dag
RÍKISSTJÓRN Steíngríms Hermannssonar nýtur fylgis tæplega fjórð-
ungs kjósenda, samkvæmt skoðanakönnun sem Dagblaðið Vísir birti í
gær. I könnuninni kváðust 23,6% þeirra, sem tóku afstöðu vera fylgj-
andi sljórninni en 76,4 % andvígir henni. í skoðanakönnun sem DV
gerði í mars naut ríkisstjórnin stuðnings 37,1% þeirra sem tóku af-
stöðu en 62,9% lýstu sig andvíga henni. I könnuninni var einnig spurt
um afstöðu manna til stjórnmálaflokkanna. 47,7 % þeirra sem afstöðu
tóku sögðust mundu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, ef gengið væri til kosn-
inga nú. í mars voru þeir 46% en í siðustu alþingiskosningum fékk flokk-
urinn 27,2% atkvæða.
Skoðanakönnun DV fór fram mið-
vikudaginn 7. júní og fimmtudaginn
8. júní. Hringt var í 600 manna úr-
tak, sem skiptist jafnt eftir kynjum
og milli höfuðborgarsvæðisins og
landsbyggðarinnar. í skoðanakönn-
uninni var spurt: Ertu fylgjandi eða
andvígur ríkisstjórninni? 18,7 sögð-
ust vera henni fylgjandi, 60,5%
andvígir, 18,7% voru óákveðnir og
2,2% svöruðu ekki. Af þeim sem tóku
afstöðu voru því 23,6% fylgjandi
stjórninni en 76,4% henni andvígir.
í könnun sem DV gerði í mars naut
ríkisstjórnin fylgis 37,1% þeirra sem
tóku afstöðu, en 62,9% voru henni
andvígir.
í skoðanakönnuninni var enn
fremur spurt, hvaða framboðslista
fólk myndi kjósa, ef kosningar færu
fram nú. 4,2% sögðust myndu kjósa
Alþýðuflokkinn, 9,7% Framsóknar-
flokkinn, 24,5% Sjálfstæðisflokkinn,
4,0% Alþýðubandalagið, 0,3% Stefán
Valgeirsson, 0,5% Flokk mannsins,
0,5% Borgaraflokkinn, 6,8% Kvenna-
listann, 0,7% Þjóðarflokkinn, 0,2%
Græningja, 45,2% voru óákveðnir og
3,5% svöruðu ekki. Fylgi Fijálslynda
hægriflokksins mældist ekki í könn-
uninni.
Ef aðeins er litið til þeirra sem
afstöðu tóku í könnuninni fær Al-
þýðuflokkurinn 8,1% nú, fékk 8,0%
í skoðanakönnun í mars en 15,2% í
kosningunum 1987. Framsóknar-
flokkurinn fær 18,8% nú, 17,8% í
mars en í kosningunum 18,9%. Sjálf-
stæðisflokkurinn fær 47,7% stuðning
nú, fékk 46,0% í síðustu skoðana-
könnun en fylgi hans í síðustu al-
þingiskosningum var 27,2%. Al-
þýðubandalagið fær 7,8% nú, fékk
10,1% í mars en 13,3% í kosningun-
um. Stefán Valgeirsson fær 0,6% í
þessari skoðanakönnun, fékk 0,3% í
þeirri síðustu en 1,2% í kosningunum.
Flokkur mannsins fær 1,0% nú, 0,3%
í mars en 1,6% í kosningunum. Borg-
araflokkurinn fær 1,0% nú, fékk
2,4% en í alþingiskosningunum 1987
10,9%. Kvennalistinn fær 13,3% fylgi
nú, fékk 14,2% í mars en 10,1% í
kosningunum. Þjóðarflokkurinn fær
1,3% nú, 0,9% í mars en 1,3% í kosn-
ingunum. Græningjar fá 0,3% fylgi
samkvæmt þessari könnun. Fylgi
þeirra mældist ekki í mars og þeir
buðu ekki fram í síðustu kosningum.