Morgunblaðið - 10.06.1989, Síða 17

Morgunblaðið - 10.06.1989, Síða 17
Sambyggðin Ás við Laugaveg 148 er bæði sérbýli og fjölbýli. Litlar íbúðir og stórar. Gróðurskálar, útsýni, húsvörður, lokaður garður. Bflskýli fyrir 1-2 bfla fyrir þá sem vilja. Langtímastæði. ALLT VERÐUR AFHENT FULLBÚIÐ, BÆÐI SAMEIGN OG ÍBÚÐIR m- Göngufjarlægð í allar helstu verslanir, anir, söfn, skemmtistaði oc GERÐU VERÐSAMANBURÐ - GERÐU GÆÐASAMANBURÐ Með stærðinni, reynslunni og góðri skipu- jm við boðið íbúðir, sem við Við höfum haft að leiðarijósi að fólki geti liðið vel í þeim íbúðum, sem við höfum hannað hér og erum að byggja. Á sýningu þeini, sem við höfum sett upp í þjónustumiðstöð okkar á Funahöfða 19, getur þú kynnt þér nánar undirbúning okk- ar og hvemig við stöndum að framkvæmd- um. Verið velkomin Opið í dag laugardag frá'kl. 9 til 15 og sunnudag frá kl. 10 til 17 Einnig verða til sýnis uppdrættir og aðrar upplýsingar á sama stað og sama tíma um 29 RAÐHÚS VII KRUMMAHÓLA sem Ármannsfell hf. hefur nýlega hafið byggingu á fyrir Samtök aldraðra. Þessi hús eru ætluð eldra fólki, sem vill búa tiltölulega rúmt en með allt sér. Hverfishús verður byggt af Reykjavíkurborg í miðju svæðisins. Fulltrúi Samtaka aldraðra verður á staðnum á Funahöfða 19. Samtök aldraðra. Ármannsfell ht. Funahöfða 19, Ártúnshöfða MPHGUNBLAjJip LAUGARIJAQyK, 10, ,1989 Tökum höndum saman eftír Kristínu Einarsdottur Notkun einnota umbúða hefur stóraukist hér á landi á undanförnum árum. Aðallega er þar um að ræða aukna notkun á plastflöskum, ál- og plasthúðuðum pappaumbúðum og áldósum fyrir gos, öl og svala- drykki. Einnota umbúðir úr léttum efnum hafa að sjálfsögðu nokkur hagræði í för með sér fyrir bæði neitendur og framleiðendur og gæti í fljótu bragði virst að það jákvæða væri yfirgnæfandi. Einnota umbúðir hafa marga ókosti Það er full ástæða til að staldra við og athuga málið nánar. Einnota umbúðir hafa mjög marga ókosti í för með sér sem í fyrstu voru ekki teknir með í reikninginn. Aukinn kostnaður verður óhjákvæmilega vegna sorphirðu, meira landrými þarf fyrir sorphauga og eitt aðal- vandamálið sem er mest áberandi hér á landi er að fólk fleygir umbúð- unum út í náttúruna án þess að hugsa um þá fyrirhöfn og þann kostnað sem það hefur í för með sér við hreinsun. Tillögur og lög Vorið 1988 samþykkti Alþingi til- lögu til þingsályktunar um einnota umbúðir sem ég lagði fram ásamt þingmönnum flestra þingflokka. Til- lagan var áskorun til ríkisstjómar- innar að undirbúa frumvarp til laga um framleiðslu, innflutning og notk- un einnota umbúða hér á landi. Fyrsta skref í þessu sambandi var svo tekið rétt fyrir þinglok í vor með því að Alþingi samþykkti lög þar sem kveðið er á um skilagjald verði lagt á umbúðir úr málmi, gleri og plasti. Pappaumbúðir eru undanskildar. Ákveðið vandamál er talið fylgja því að setja skilagjald á umbúðir undan mjólk og mjóikurvöru. I því sam- bandi hefur verið talað um að setja s.k. umhverfisgjald á þess konar umbúðir til að standa straum af söfn- un þeirra til eyðingar. ÁtakUMFÍ íslendingar hafa löngum verið andvaralausir gagnvart mengun umhverfisins og hefur sóðaskapurinn sem stafar af einnota umbúðum ver- ið okkur til háborinnar skammar. Ungmennafélag íslands hefur nú ákveðið að taka til hendinni og gera gangskör að því að uppræta sóða- skapinn. Helgina 10,—11. júní n.k. gangast ungmennafélögin fyrir hreinsunarátaki og verður hreinsað meðfram vegum landsins. Markmiðið með átakinu er m.a. að skapa já- kvætt viðhorf til umhverfisins. Von- andi verður það einnig hvatning til fólks að hætta að henda rusli út úr bifreiðum og á víðavangi. Fyrirmynd annarra Málefni umhverfísverndar eru því miður vandamál sem flestar þjóðir eiga við að stríða. Á hátíðarstundum er gjarnan sagt að við viljum að komandi kynslóðir erfi landið í ekki síðra ástandi en við tókum við því og helst betra. En hér duga ekki orðin tóm. Við verðum að gera stórá- tak í umhverfismálum. Einn liðurinn í því að vekja fólk til vitundar um náttúruna er að ganga um hana með virðingu. Átak UMFÍ ætti að vekja fólk til umhugusnar og er öðrum til eftirbreytni. Á nýliðnu þingi var samþykkt til- laga okkar í Kvennalistanum um umhverfisfræðslu bæði í skólum og meðal almennings. Fræðsla um um- Má bjóða þér nýja, ódýra íbúð í hæsta gæðaflokkí á besta stað við gamla miðbæinn? Kristín Einarsdóttir „Hér duga ekki orðin tóm. Við verðum að gera stórátak í um- hverfísmálum. Einn lið- urinn í því að vekja fólk til vitundar um náttúr- una er að ganga um hana með virðingu.“ hverfismál er mikilvægur liður í að opna augu fólks fyrir þeim verðmæt- um sem náttúran hefur að geyma. Hefjum hugarfarsbyltinguna með því að hreinsa landið með UMFI. Látum ekki staðar numið, höldum áfram að vinna að umhverfismálum í öllu okkar daglega lífi. Við höfum ekki fengið jörðina gefins frá forfeð- rum okkar heldur aðeins að láni hjá bömunum okkar. Höfundur er þingmaður Kvenna- listans. RAFORKAN þarf ekki aðvera staðbundin EX650 rafstöðin frá HONDA er hentug fyrir sumarbústaði, hjólhýsi, báta og handverkfæri. Hún gefur frá sér bæði 220V og 12V straum. HONDA VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900 Combi Camp STAÐREYNDIR: • Aðeins 15 sekundur að tjalda • 3 m3 geymslupláss fyrir farangur • Teppalagður botn í fortjaldi • Stór dekk, demparar og fjaðrir • Vindþéttur, hlýr og notalegur Sjón er sögu ríkari SÝNINGAR Opið alla laugardaga og sunnudaga frá 14-17 Tjaldvagnamarkaður á notuðum vögnum um helgar. BENCO Lágmúla 7, sími 91-84077

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.