Morgunblaðið - 10.06.1989, Side 35

Morgunblaðið - 10.06.1989, Side 35
MORÖttNBUAÐlÐ: RAUGARDÁGUU l'O'. JÚNÍ'1989 85 því fátæktin var mikil. Helga var kjarnyrt og drenglynd með afbrigð- um. Gestrisin var hún, og fann hún mjög fyrir því á síðustu árum, að geta ekki gefið gestum sem til hennar komu kaffi og meðlæti í sama mæli og þegar hún var og hét húsráðandi og stjórnaði sínu heimili. Ég tel að Helga hafi verið mjög sátt við að kveðja þennan heim og í raun farin að þrá hvfldina. Veikindi hennar nú síðustu árin hömluðu henni að geta farið og heimsótt vini og vandamenn í Grindavík og víðar. Glaðværð og fórnfýsi voru hennar aðalkostir. Hún var trygglynd og átti marga vini og sérlega vinsæl á vinnustað. Aðeins rúmlega fimmtug missir hún mann sinn, Ólaf Jónsson, og verður þá að fara út á vinnumarkaðinn til að sjá sér og ungum syni sínum farborða því þá voru flest bömin farin að heiman og stofna sitt heim- ili. Kostirnir fyrir einstæða móður með ungbarn voru ekki margir þá, samhjálpin ekki sem nú á tímum og ekki líkt Helgu að láta aðra sjá fyrir sér. Vann hún fyrir sér ýmist sem ráðskona eða við fiskverkun. Nú þegar ég kveð Helgu tengda- móður mína er mér efst í huga þakklæti til hennar. Hún leiðbeindi mér oft og það fór aldrei milli mála að hún vildi gera gott eitt og miðla af sinni reynslu. Helga trúði því staðfastlega að gleði og góðvild væri öllum nauðsyn ásamt trú á guðlega forsjón. Ég vil þakka henni fyrir allar góðu stundirnar, sem við áttum saman oft þegar við vorum að ræða alvöru lífsins og tilgang, eða kannski pínulítið um pólitík, þá vor- um við alltaf sammála. Ég trúi því sem hús á bjargi reist. Vonandi tekst okkur sem eftir lifum að hafa í heiðri sem mest af lífsgildum þessa góða fólks. Sigríður á Völlum er nú horfin á vit æðri tilvistar, og eftir lifir minn- ing um góða manneskju. Börnum, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum aðstandendum votta ég sam- úð mína. Anders Hansen Mig langar með nokkrum orðum að minnast vinkonu minnar Sigríðar Kjartansdóttur, sem í dag verður borin til grafar í Kotstrandarkirkju- garði. Fyrir 27 árum kom ég fyrst í Velli og áður en ég vissi af var ég orðin hluti af fjölskvldunni þar. Sig- urgísli, Björn, Gíslína og Sigríður voru hvert á sinn sérstæða hátt fólk sem gaf lífinu lit og á sinn ljúfa og létta hátt höfðu áhrif á þroska ljölda ungmenna sem um lengri eða skemmri tíma voru hluti af samlíf- inu í kringum eldhúsborðið á Völl- um. Þegar Sissi, Gíslína og Bjöm voru horfin yfir móðuna miklu flutti Sigríður með gestrisnina hennar. Sigríður byggði ekki eldhús sitt yfir þjóðbrautina, en henni var samt lagið að sveigja leið vegfarenda þann veg að þeir stöldruðu við hjá henni. Atti það jafnt við heima á Völlum, sem á Holtsgötunni. Sigríður á Völlum var mikii láns- manneskja í lífi sínu. Björn Jónas- son var ástsæll lífsförunautur, sam- býlið við móður og bróður var far- sælt, og böm og barnabörn bám merki góðs uppeldis og gróinnar heimilismenningar. Það var ánægjulegt að fylgjast með lífi Sigríðar hér síðustu árin í Reykjavík. Eftir rúm 40 ár sem starfandi húsmóðir í sveit, venti hún sínu kvæði í kross, og hóf launa- vinnu sem kaffikona í menntamála- ráðuneytinu. Hún samlagaðist borgarlífinu án þess að fjasa, rétt einsog öðmm þeim breytingum sem lífið hefur í för með sér. Hún Sigríð- ur kunni listina að lifa, þess nutum við samferðamenn hennar. Við Þórður og synir okkar munum minnast góðrar vinkonu, sem alltaf var veitandi, aldrei þiggjandi. Við sendum Gíslínu, Kjartani, Jónasi og íjölskyldum þeirra innilegustu sam- úðarkveðjur. Minningin um mæta móður og ömmu verði þeim hugg- un. Sjálf get ég huggað mig við það að þegar við Sigríður á Völlum og er fullviss að Helga á góða heim- ferð fyrir höndum. Guð blessi minn- ingu hennar. Guðveig Sigurðardóttir Langri starfsævi er lokið. Tengdamóðir mín, Helga Þórarins- dóttir, lést á Hrafnistu laugardag- inn 27. maí sl. á 86. aldursári. Mig langar að minnast hennar _með nokkrum orðum. Hún var gift Ólafi Jónssyni og eignuðust þau 8 börn. Þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn var hún að eiga sitt síðasta, komin undir fimmtugt. Þegar yngsta barn- ið hennar var rúmlega 3ja ára missti hún manninn sinn. Eftir frá- fall Ólafs vann hún við hin ýmsu störf til að sjá sér og syni sínum farborða. í mörg ár bjó hún í skjóli Lóu dóttur sinnar og Jóa tengda- sonar í Grindavík og reyndust þau henni mjög vel. Gestrisnin var henni í blóð borin og hafði hún unun af að gefa okkur kaffi og með því. Fyrstu árin á Hrafnistu hafði hún litla íbúð útaf fyrir sig, þar sem gestrisni hennar naut sín einnig. Hin síðari ár hrakaði heilsu þessar- ar kjarnakonu og var hún hvíldinni fegin. Mér þótti mjög vænt um tengdamóður mína og vil ég þakka henni yndislega samfylgd og kveð hana með tveimur uppáhaldsvers- um úr sálmum nr. 28. Haf meðaumkun, ó herra hár. Ég hef ei neitt að gjalda með en álít þú mín angurstár og andvörp mín og þakklátt geð. Og þegar loks mitt lausnar- gjald ég lúka skal, en ekkert hef Við Krists míns herra klæðafald ég krýp og á þitt vald mig gef. Jana tengdadóttir. hittumst hinum megin, verður hún búin að hella upp á. Ágústa Þorkelsdóttir Með fátæklegum orðum langar mig til til að minnast vinkonu minnar, Sigríðar frá Völlum, sem lést 2. júní síðastliðinn. Ég var ung stúlka þegar ég kom fyrst í heimsókn að Völlum með Gíslínu vinkonu minni, dóttur Sigríðar og Bjöms bónda. Þá strax bundumst við Sigríður vináttubönd- um, sem aldrei slitnuðu. Þær vom óteljandi helgarnar sem ég fór með Gíslínu austur og dvaldi þar í einstöku eftirlæti, og alltaf kvöddu þau hjónin mig með þessum orðum: Komdu nú fljótt aftur, Gunna mín! Gestrisni þeirra hjóna var einstök og gestagangur ótrúleg- ur. Oft hefí ég hugsað um það síðan hvemig hún Sigríður gat komið öllu í verk sem hún þurfti að gera, en samt virtist hún alltaf hafa nógan tíma. Heilu dagana sátum við vin- konurnar í eldhúskróknum og ræddum um lífið og tilveruna og hún var að elda og baka og þrífa, en settist alltaf hjá okkur af og til með kaffibollann sinn og ræddi málin. Hún tók þátt í öllu sem við voram að gera, gleði okkar og sorg- um. Aldrei var hún hneyksluð á því sem við vorum að bralla og aldrei var hún að prédika yfir okkur, en hún gerði kannski smágrín að okk- ur og leiðbeindi svo lítið bar á og miðlaði af lífsreynslu sinni. Hún var einstaklega fróðleiksfús og hafði gaman af að kynnast fólki og átti afar létt með að umgangast hvern sem var. Það var líka gaman að vera með henni á gleðistundum og þá sungum við gjarnan saman Dalakofann hans Davíðs og kvæðið um Helgu Jarls- dóttur. Já — minningarnar era ótelj- andi og allar fagrar. Eftir að ég eignaðist mann og böm bar hún sömu umhyggjuna fyrir þeim öllum og þau minnast hennar með hlýju og þakklæti. Elsku Gíslína, Kjartan og Jónas, tengdabörn og barnabörn. Ég sendi ykkur innilegar samúðarkveðjur. Þið hafið misst mikið, en minning- arnar lifa og þær eru mikils virði. Það er ómetanlegt lán að kynn- ast fólki eins og Sigríði frá Völlum og ég á henni mikið að þakka. Fyr- ir mína hönd og fjölskyldu minnar kveð ég hana í síðasta sinn. Guðrún Árnadóttir T á það borgar sig að borga miðann strax. Frá 10. til 16. júní drögum við daglega út glæsilegan Peugeot 205, og það í sjónvarpsútsendingu. Útsendingin verður alla dagana fjórum mínútum fyrir fréttir í Ríkissjónvarpinu. Pann 18. kemur svo húsið, báturinn, jeppinn, mótorhjólið, hestarnir, sæsleðamir . . . og það sem meira er allur ágóðinn rennur beint til okkar aftur, barnanna okkar og komandi kynslóða. GRÆÐUM ÍSLAND LANDIÐ OKKAR LANDSHAPPDRÆTTI • ÁTAKS í LANDGRÆÐSLU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.