Morgunblaðið - 10.06.1989, Page 36

Morgunblaðið - 10.06.1989, Page 36
...iMbjiéUNBLAnbr IAIHíARDACUÍ? 10; JÚNÍ 1989 Ásgerður Jónsdóttir, Dalvík - Minning Fædd 19. apríl 1895 Dáin 1. júní 1989 í dag, 10. júní, er til moldar bor- in amma mín, Ásgerður Jónsdóttir, húsmóðir á Dalvík. Hún fæddist 19. apríl 1895 í Hrísgerði í Fnjóskadal dóttir hjónanna Jóns Gíslasonar bónda þar og konu hans, Kristínar Karítasar Magnúsdóttur. Amma ólst upp í Grímsgerði í Fnjóskadal ásamt fimm systkinum sínum, sem öll eru nú látin. Amma giftist Sig- fúsi Þorleifssyni útgerðarmanni 29. september 1918. Þau kynntust á Akureyri, þegar afi var þar við járnsmíðanám og amma ung stúlka í vist. Fljótlega hófu þau búskap á Dalvík og byggðu hús á fallegum stað rétt fyrir ofan höfnina, þar sem gott var að fylgjast með lífinu við höfnina og víðsýnt var út og inn A SKOBUÐIN Laugaveg 97 S. 624030 SKÓBÚÐIN tacm Laugaveg 89 S. 22453 m liGVKIAVIkl It Laugaveg 95 S. 624590 Laugaveg 74 S. 17345 ÍESPPxn Laugaveg 101 S. 29030 Laugaveg 92 S.12866 H Ú S HERRA HENN Laugaveg 97 S.621655 Laugaveg 95 S. 25260 Eyjafjörðinn. Ég átti því láni að fagna að vera sendur mörg sumur til afa og ömmu og fór þá strax á vorin og dvaldist hjá þeim sumar- langt eða þar til að skóli hófst að hausti. Þessi dvöl hjá afa og ömmu var sem ævintýri líkust fyrir mig, borgarbarnið, og verð ég þeim ævinlega þakklátur fyrir þessar stundir. Á þeim tíma var öðruvísi umhorfs á Dalvík en nú er. Afi og amma höfðu kindur í fjárhúsi rétt fyrir ofan húsið sitt og þau voru líka með eina kú í fjósi, sem var áfast íbúðarhúsinu. Ekki var hægt að hugsa sér ákjósanlegra leiksvæði en að hafa sveitina fýrir ofan húsið og bryggjumar og ströndina neðan við það. Að sofna í herbergi ömmu og afa og hlusta á öldurnar skella á svörtum sandinum er ógleyman- legt. Mér eru líka alltaf minnisstæð- ir morgnarnir þegar við amma sát- um í sólinni fyrir framan húsið á morgnana og fylgdumst með lífinu við höfnina. Þá gleymi ég heldur ekki ferðunum með ömmu á vorin, þegar við fóram í kirkjugarðinn á Upsum og kölkuðum leiðið hans Kára litla en hann var sonur afa og pmmu, og lést á unga aldri. Ása amma var ein af þessum dugmiklu, heiðarlegu og traustu íslensku aldamótakonum, hún flíkaði ekki tilfinningum sínum og gafst aldrei upp. Hún var dugnaðar- forkur, rösk og útsjónarsöm. Eflaust hafa æskuárin mótað ömmu. Eitt sinn sagði hún mér að þegar hún var lítil hafi lítið sem ekkert verið til að borða og hafi systkinin grátið, þegar þau sáu hest dysjaðan. Amma var mikil hannyrðakona og ef hún átti stund sat hún með pijónana sína og pijónaði á okkar barnabörnin. Ófáir voru þeir sokkar og peysur sem hún sendi suður til okkar bræðranna. Þá var amma snillingur í að hekla og gaf hún mörgum ungbömum marga góða gjöfina sem hún hafði gert. Þótt mikið væri að gera á heimilinu hjá ömmu fór hún alltaf í síld á sumrin og tók mig með þegar ég var orð- inn nógu stór til að ná niður í tunn- urnar. Þó man ég að fyrst þurfti hún að leggja niður fyrstu raðirnar og svo tók ég við á meðan hún hausaði og slógdróg. Það var gam- an að salta, þegar miðnætursólin skein, mávarnir sveimuðu yfir til að ná sér í síld í gogginn og heyra skarkalann af planinu. Þegar sölt- uninni var lokið leiddi amma svo heim strákhnokka sem var upp með sér af því að hafa hjálpað til. Aldr- ei var komið að tómum kofunum hjá ömmu. Alltaf var búrið fullt af brauði sem hún hafði bakað og blá- beijasultu sem hún hafði búið til, en hún fór mikið til beija á haustin allt fram á síðustu ár. Ég man, að ekki var ég alltaf jafn hrifinn af að fara með henni, enda ólíkt skemmtilegra að vera niðri á Litlu- bryggju og fylgjast með trillukörl- unum, eða liggja á bryggjunni og horfa niður í sjóinn og fylgjast með lífinu þar. En amma var ákveðin og ég skyldi með þótt oft berðist ég um á hæl og hnakka. Á haustin þótti mér leiðinlegt að fara frá ömmu og afa og ég man að ég spurði ömmu einu sinni, hvort ég mætti ekki koma aftur næsta sum- ar og- bá svaraði hún: „Jú. ef ée- fpbSTKERFIN FRÁ FJÖÐRININllö PGæðavara úr álseruðu efni sem gefur 70-80% betri endingu gegn ryði. p KYNNTU ÞÉR OKKAR VERÐ AÐUR EN ÞÚ LEITAR ANNAÐ verð á lífi.“ Amma átti eftir að lifa í mörg ár og hún var sem betur fer mjög em, gat lesið og unnið lítið eitt með handavinnuna sína fram á síðasta ár. Þegar ég heimsótti hana síðast- liðið sumar var hún hress og rifjaði upp með mér gamla tíma, þegar hún og afi voru að byija búskap sinn á Dalvík. Afi var mikill at- hafnamaður og hafði í mörgu að snúast og var amma lífsakkeri hans, sem hann gat alltaf treyst á og aldrei brást. Amma og afi voru far- sæl og hamingjusöm hjón og áttu barnaláni að fagna. Þau eignuðust fimm börn og eru tvö þeirra nú látin, þau Kári Sigfús- son fæddur 22. júní 1927, dáinn 1930, og Jóna Kristín Sigfúsdóttir fædd 22. júlí 1919, dáin 1960. Þijú þeirra eru á lífi, þau Hlín Sigfús- dóttir húsmóðir í Reykjavík, Hörður Sigfússon bifvélavirki á Dalvík og Kári Sigfússon viðskiptafræðingur í Reykjavík. Þá tóku afi og amma í fóstur Ragnheiði Sigvaldadóttur húsmóður á Dalvík og reyndist hún ömmu alla tíð sérstaklega vel. Amma dvaldist á Dalbæ síðustu árin og þar leið henni vel. Ég vil nota tækifærið og þakka starfsfólki Dalbæjar vel unnin störf en það hefur gert Dalbæ að góðu heimili fyrir gömlu góðu Dalvíkingana. En nú, þegar góður Guð hefur kallað ömmu til sín, þakka ég henni samveruna og veit að ég mæli fyrir munn bamabama og langömmu- barna hennar, sem öll elskuðu og virtu þessa góðu konu. Guð blessi elsku ömmu og megi hún og afi nú hvíla saman í friði. Pétur Orri í fáum línum viljum við, bræð- urnir á Hólaveginum, kveðja elsku- lega ömmu okkar, sem í dag verður til moldar borin frá Dalvíkurkirkju. Á kveðjustund er margs að minn- ast, en það sem fyrst og fremst kemur upp í hugann er þakklæti og hlýhugur í garð Ásu ömmu, eins og við kölluðum hana ætíð. Amma var fædd í Hrísgerði í Fnjóskadal, en fluttist til Dalvíkur árið 1916. Enda þótt 73 yrðu árin sem hún bjó á Dalvík, var römm taugin til æskuslóðanna, og talaði hún einkar fallega um bernskudaga sína fyrir austan heiði. Lífshlaup ömmu minnir um margt á þau tré sem prýða sveitina hennar fyrir austan, þau vaxa og dafna, og halda sínu striki, þó á þeim bijóti öldur vatna og vinda, og síðast en ekki síst, veita vernd og skjól. Þrátt fyrir eril og önn dagsins lét hún félagsmál til sín taka. Hún starfaði með kvenfélaginu og vann ötullega að byggingu kirkjunnar á staðnum. Hennar starfsvettvangur var fyrst og fremst á heimilinu og það sem hún Iagði af mörkum til umfangsmikillar útgerðar bónda síns. Sú árverkni og athygli í mál- efnum útgerðar fylgdi henni til hinstu stundar. Það var með ólík- indum hvað hún vissi og mundi glöggt um aflabrögð og gengi skipaflota Dalvíkinga. Því voru það góðar stundir og eftirminnilegar þegar amma fræddi okkur um liðna tíma, og bar gjarnan saman við það sem búið er við í dag, og gladdist yfir framgangi og því sem til betri vegar horfði. Og það var engin hálfvelgja í hennar orðum, hún gat verið hvöss í orðum, enda þótt und- ir slægi heitt og kærleiksríkt hjarta. Það fylgdi henni reisn og höfðings- skapur og hafði hún til að bera ást og umhyggju á öllu því sem lífsand- ann dró. Og þess nutu gestir og gangandi og allir hennar afkomend- ur í ríkum mæli. Hún var gjöfull veitandi í efnalegum og andlegum efnum. Að lokum kveðja börn okkar, Ragnheiður, Þórir Örn, María og Júlíus og fjölskyldur, ástríka ömmu og vin. Blessuð sé minning mætrar konu. Sigvaldi, Kristján Þór og Ásgeir Páll. /3/67

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.