Morgunblaðið - 14.06.1989, Side 27

Morgunblaðið - 14.06.1989, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1989 27 Meat Loaf — enn og aftur Líklega er mörgum enn f fersku minni síðasta heimsókn bandaríska tónlistarmannsins Meat Loaf, í það minnsta þeim fjögur eða fimm þúsund sem sáu hann f Reiðhöllinni. Þeir eiga líklega eftir að gleðjast, því hann er væntanlegur hingað á ný og heldur tónleika í Laugar- dalshöll 16. júní. Meat Loaf er nú á ferð um Bandaríkin og hefur fyllt alla þá tónleikastaði sem hann hefur leikið á. Plata hans, Bat Out of Hell, selst enn allvel, þó liðin séu nærfellt tólf ár frá því platan kom út. Þá plötu gerði Meat Loaf með lagasmiðnum og útsetjarandum Jim Steinman, en eftir að Bat kom út slitnaði uppúr samstarfi þeirra. Meat Loaf hefur sent frá sér nokkrar plötur síðan sem ekki hafa selst nema miðlungi vel, en hann hefur einnig lagt fyrir sig kvikmynda- og sviðsleik með góðum árangri. Nú fyrir skemmstu var hann einmitt að leika í söngleik og hitti þar fyrir Jim Steinman. Svo vel fór á með þeim að þeir hafa nú hafið vinnu við LP-plötu, sem væntanleg er á þessu ári. Rokksíðan náði tali af Meat Loaf í St. Louis, en þar hélt hann tónleika fyrir fullu húsi kvöldið áður. í stuttu spjalli áður en við- talið hófst sagði hann það í óspurðum fréttum að tónleikarn- ir í St. Louis hafi fleytt Bat Out of Hell í efsta sæti LP-sölulista þar í borg í síðustu viku og væri það ekki í fyrsta sinn sem slíkt gerðist. Hvernig leggst það í þig að vera að koma aftur til íslands? Mér fannst verulega gaman í síðustu íslandsför og hún er mér eftirminnileg fyrir margt. Áheyr- endur voru margir og mjög góð- ir. Það eina sem bjátaði á var að við vorum ekki með okkar eig- in hljómflutningsbúnað, en að þessu sinni komum við með allt með okkur og það verður því enn betra. Því miður gerum við stutt- Morgunblaðið/Sverrir Meat Loaf í Reiðhöllinni í októ- ber 1987. an stans, því við þurfum að halda heim á leið daginn eftir. Mig langar að biðja þig um að koma þeim boðum til íslenskra áheyrenda að ég sé þakklátur fyrir það að fá tækifæri til að spila þar aftur. Nú ert þú enn að ieika lög af plötunni BatOut of Hell á tónleik- um; ertu ekkert farinn að lýjast? Atls ekki. Lögin á Bat Out of Hell eru ekki lög sem slá í gegn og gleymast svo. Platan er enn að seljast um heim allan og fólk þreytist ekki á að hlusta á hana því hún er löngu orðin klassísk. Það er ekki hægt annað en hafa gaman af að syngja lög á við þau sem eru á plötunni. Það breytir því engu hvort platan var gefin út fyrir tólf árum, í gær eða hvort hún verður gefin út á morgun. Nú ert þú aftur farinn að vinna með Jim Steinman. Hvernig gengur það? Það gengur mjög vel, eins vel og við Bat Out of Hell. Það er afar gott að vinna með Jim, en plötunni miðar seint því ég hef verið á tónleikaferðalagi síðan í febrúar sl. Leikaraferilinn tekur alltaf meira af tíma þínum. Finnst þér skemmtilegra að leika á sviði en koma fram á tónleikum? Nei, ég geri ekki upp á milli leiklistarinnar og tónlistarinnar. Ég er að sönnu ekki að leika sviðsleik á tónleikum, en í mörg- um laganna eru atriði sem segja má að séu leikin. Þetta hjálpast að, því því meiri reynslu sem þú hefur í leiklistinni eða í að koma fram á tónleikum; því betri verður þú. Viðtal: Árni Matthíasson Norræna nefndin um málefni fatlaðra: Viðamikil starfsemi Norræna ne£ndin um málefni fatlaðra hélt ráðstefhu hérlendis fyrir skömmu, þar sem starfsem- in var kynnt. Nefndin starfar á vegum norrænu ráðherranefnd- arinnar, þ. e. a. s. ríkisstjórna Islands, Finnlands, Noregs, Dan- merkur og Svíþjóðar. Fram koma að starfsemi nefnd- arinnar er viðamikil. Þar er unnið að margvíslegri könnun varðandi fötlun jafnhliða upplýsingastarf- semi bæði til fatlaðra og ófatlaðra. - Það er til dæmis rekinn norrænn skóli í Dronninglund á Norður Jótl- andi. Er skólinn fyrir alla starfs- hópa sem vinna með daufblindum og þjónustumiðstöð málefna dauf- blindra á Norðurlöndum. Af öðrum verkefnum nefndarinn- ar má nefna, að samvinna er um ýmis málefni sérhópa fatlaðra svo sem fámennra hópa sem þjást af fágætum sjúkdómum. Þá er sam- vinna um þróun, prófun og kynn- ingu á hjálpartækjum fyrir fatlaða. Er þar miðað að því að bæta fram- boðið í hveiju landi. Þróun tölvu- stýrðra hjálpartækja er inni í þeirri mynd. RDAfll #' LAUGAVEGI 47 S. 17575 * Bómullarpeysur + Bolir * Skyrtur * Gallaskyrtur * „CUSTER“ franskar topp gallabuxur * Khakibuxur í úrvali o.fl. o.fl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.