Morgunblaðið - 25.06.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.06.1989, Blaðsíða 11
SÁLARFRÆÐI /Eru Islendingar dómgreindar- lausirf Margan hefurdulið drepið Gamall arfur frá fortíðinni er að vara menn við ofinetnaði. Grikkir hinir fornu áttu orðið sofrosyne, sem Iíklega er best þýtt með hinu gamla íslenska orðin mundangshóf. Þeir áttu einnig tvö orð yfir ofinetnað, hybris og até. Var það síðar- nefiida hið alvarlegra stig of- metnaðar, eins konar dóm- greindarblinda og þá var voð- inn vís ef menn voru slegnir henni. í því tilviki á vel við gamall íslensku málsháttur: Margan hefur dulið drepið. Merkir þá dul ofmetnaður á háu stigi. að leikur ekki á tveimur tungum að hóf er best í hveijum hlut. Gildir það senni- lega um flest, ef ekki allt. Þó að menn séu kappsamir og metnaðarfullir verða þeir ávallt að gæta þess að reisa sér ekki hurð- arás um öxl. Enda er reynsl- an jafnan sú að sígandi lukka er best, sú far- sæld sem kemur hægt og bítandi sem ávöxtur yfirvegaðra og síendurskoðaðra athafna. Vandi Qölmargra íslendinga, vandi sumra atvinnufyrirtækja og þjónustugreina — raunar vandi þjóðfélagsins í heild — hefur að nokkru leyti verið sá að menn hafa ekki sést fyrir í kappi sínu, ofmetnaði eða dul, svo að dóm- greindin hefur verið slegin blindu. Afleiðingarnar eru kunn- ari en frá þurfi að segja. Margt hefði farið betur, ef hægar hefði verið farið í sakirnar. Málshættir, orðtök, lykilhug- tök endurspegla reynslu þjóð- anna. Þau fela í sér aldagamlan skilning á mannlífi og mann- legri hegðun. Þau eru hin sígilda sálarfræði hverrar þjóðar. Þau hafa reynst best til farsældar. Og þau eru mikilvægur hluti þjóðmenningar. Þess vegna er það í raun ómenning að snúa baki við þeirri arfleifð sem ald- imar hafa geymt okkur sem veganesti til halds og trausts og viss blekking fólgin í þvi að halda að við gemm það í þágu menningar. Enda þótt nútíð bjóði heim öðmm vandamálum en fortíð og aðstæður séu á marga lund aðrar en fyrr, þýðir það ekki að allt gamalt sé úrelt og einskis nýtar kerlingabækur. Eftir situr ávallt sá kjarni sem hver og einn þarf að hafa í mal sínum. En vissulega er oft vandsiglt milli skers og bám og aðgæslu þörf, svo að hvorki leiði til aftur- halds né hvatvísi. Það er mjótt mundangshófið. Klykki ég þá út þennan pistil með einum málshættinum enn. En hví skyldum við ekki minnast þess og festa okkur vel í huga að íslensk tunga á mikinn fjölda spaklegra heilræða, sem gagn- legt er að styðjast við þegar hætta er á að úrskeiðis gangi? eftir Sigurjón Björnsson MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR M) SUNNUDAGUR 25. JUNI 1989 C 11 VÍSIHDI/Hvemig nýta plöntumar sólarljósibf „Ljós er alls upphaf* eftir dr. Sverri Ólofsson Ljóstillífun gegnir gmndvallar- hlutverki fyrir alla lífsstarfsemi jarðarinnar. Plöntur og einstakir gerlar geta nýtt orku sólarljóssins til þess að breyta koltvísýringi og vatni í margskon- ar fjölsykrar, sem plöntumar og dýr sem á þeim lifa nýta sér til nær- ingar. Auk þess endurnýjar ljós- tillífun súrefni andrúmsloftsins, sem er lífsnauð- synlegt fyrir allar æðri lífvemr. Ljóstillífun er margbrotinn efna- ferill sem um margra ára skeið hefur verið þokkalega vel skilin. Það er þó ekki fyrr en á allra síðustu áram að menn hafa öðlast ná- kvæma þekkingu á smáatriðum þeirra efna- og rafeindaferla sem „grípa“ orku ljóssins, flytja hana og binda sem efnaorku. Þessar framfarir hafa fýrst og fremst átt sér stað vegna framlags kristalla- fræðinga sem hafa notað röntgen- geisla til greiningar á stómm sam- eindakeðjum sem gegna mikilvægu hlutverki í ljóstillífunarferli gerla af gerðinni Rhodopseudomonads. Meginefni ljóstillífunar er blað- grænan, efnið sem gefur plöntun- um, trjánum og grasinu þann lit sem gerir „vellina græna“. Blaðgrænusameindunum er komið fyrir í hnöppum sem hafa að geyma 50—300 sam- eindir. Hnapparnir era stað- settir í frumuveggjum plantnanna. í lqama hvers hnapps er „hvarfmiðstöðin“ en það er þar sem framferlar ljóstillífunarinnar eiga sér stað. Flutningur rafeinda á milli sameinda hvarfmiðstöðvar- innar er framferillinn sem ljóstillífunin byggist á. Raf- eindagjafar sjá um að útvega rafeindir, en rafeindanemar taka við þeim. Til þess að rafeindafiutningurinn geti átt sér stað er nauðsynlegt að rafeindaþeginn hafi sterk- ari tilhneygingu til að binda rafeind en rafeindagjafinn. Það er hlutverk blaðgrænunnar að skapa þær aðstæður sem gera rafeinda- flutning mögulegan. Hvarfmiðstöðin er felld inn í vef eggjahvítuefna, en sá hluti hennar sem rafeindimar ferðast eftir sam- anstendur af minni sameindum (tengihópum) þar með talin blað- grænusameindin. Ljóstillífunin hefst með því að ljós, sem ytri blað- grænusameindimar hafa safnað saman, fellur á þann enda hvarf- „Ljóstær er þeirra lífsuppstretta." miðstöðvarinnar sem liggur næst innra ytra borði frumuveggsins. Þar era fyrir sérhæfðar blaðgrænusam- eindir, en ljósið örvar rafeindir þeirra, sem losna og ferðast til nærliggjandi sameinda. Rafeindim- ar ferðast nú frá einni sameind til annarrar, þar til þær ná þeim enda hvarfmiðstöðvarinnar sem liggur að ytra borði framuveggsins. Rafeindaflutningur sem þessi greinir að hleðslur, þar sem upp- hafssvæði rafeindarinnar er nú já- kvætt hlaðið (skortur á rafeind) en hún gefur áfangastað sínum nei- kvæða hleðslu. Þessi staða felur í sér orku, einmitt þá orku sem mundi losna úr læðingi ef hleðslurnar væru sameinaðar að nýju. Seinna er orkan tekin og geymd í sér- stakri sameind sem nefnist ATP, en eftir það er hún nýtileg tii margvíslegra efnahvarfa, sem eiga sér stað innan framunnar. Mikilvægt er að rafeindaflutn- ingurinn gangi hratt fyrir sig svo að „örvunarorka" viðriðinna sam- einda tapist ekki sem hiti eða önnur ónýtileg orka. Ferð rafeindanna frá sérhæfðu blaðgrænusameindinni til næstliggjandi sameinadar, s.k. „pheophytins", tekur ekki nema nokkra biljónstu (milljón milljónstu) hluta úr sekúndu! Þaðan flyst raf- eindin til einnar kítín sameindar á minni tíma en einum milljónsta úr sekúndu og síðan til annarrar kítín sameindar á rétt innan við einum þúsundasta úr sekúndu. Það sem er sérstaklega áhuga- vert við kjarna hvarfmiðstöðvarinn- ar er samhverf lögun hans þar sem tveir sameindaangar ganga út frá sérhæfðu blágrænusameindinni. Þrátt fyrir þessa tvíhverfu anga virðast rafeindirnar, sem losna frá sérhæfðu blágrænusameindinni, ætíð ferðast eftir einungis öðram anganum. Enn sem komið er veit enginn skýringu áþessu fyrirbæri. Ljóstillífun er vissulega aðdáun- arverður efnaferill. Það að hann er jafn vel skilinn og raun ber vitni verður að teljast einn merkilegasti árangur nútíma vísinda. Mörg skref era ótekin en þau munu enn auka innsýn okkar í heim lífsins og þeirra ferla sem leiddu til upphafs þess. TXKNl/Taka tölvur viö heimilisverkunum f Rafeindastýrt heimili framtiðarinnar Til að fyrirbyggja misskilning ber að taka fram að hið fagra framtíðarfyrirheit fyrirsagnar- innar á við um dauða hluti fram- tíðarheimilisins, svo sem raf- búnað ailan, en ekki um dauðleg- ar mannverur þess. Enn mun langt i land að sá hluti muni raf- eindastýrður. En kannski mætti segja um þann þátt þar sem mennirnir eiga í hlut: Verið er að vinna að málinu. Sannur miðheili hvers fyrirmynd- arheimilis framtíðarinnar verð- ur tölva sem man það sem við hin reynum að gleyma, og gerir það án miskunnar sem við hin reynum að komast hjá. Ekki er langt í að öll raftæki eins heimilis megi tengja henni til að hún geti séð um kveikingu og rof tækjanna sam- kvæmt ósk sem er slegin inn á klukku tölvunnar. Hún slekkur og kveikir ljós og setur kaffivélina af stað fyrir okkur á morgnana. Tölvan er vitaskuld símtengd, og allri forritun um hússtjórnina má breyta símleið- is ef heimilismenn era á ferðalög- um. Tölvan getur og orðið liður í orkusparnaði heimilisins. En það er mál sem hlýtur að fara að verða æ ofar á baugi næstu áratugina. í því felst m.a. að tengja ýmis tæki, svo sem þvottavél, uppþvottavélar Annar mikilvægur málaflokkur sem tölvan sér um er öryggismál, þ.e. sjálfvirk brunaviðvöran og þjófavörn og ekki síst e.k. varðstaða við útidyr heimilisins. En rafeinda- fyrirtæki sem era að þróa kerfið eru einmitt að reyna að höfða til öryggisleysis manna á þessum síðustu og verstu tímum „eiturlyfja, þjófa, ræningja og illvirkja". Orygg- isleysið er öraggasta leiðin inn að veski manna. Þannig myndi tölvan taka upp mannaferðir um útidyr hússins og sýna þær einnig ef ósk- að er á einum af allnokkrum sjón- varpsskjám framtíðarheimilisins. Þessi tækni er ekki meiri framtíð- arsýn en svo, að stóra erlendu raf- eindafyrirtækin era nú um það bil að markaðssetja fyrstu kerfin. Vita- skuld er ekki aðeins um að ræða tölvu, heldur flókið net rafeinda- nema, hitanema, leiðslna o.fl. Verð- ið er hærra en svo fyrst um sinn að innkaupin borgi sig fyrir venju- legt heimili, nema mannafli og laun sparist. Eins og venjulega á hér við hin gullvæga regla þegar ný tækni ryður sér til rúms á markaðnum. Hún er sú að ijúka ekki alltof fljótt til og kaupa hlutina, heldur bíða eftir þrennu: að verðið lækki, að útbúnaðurinn verði starfhæfari, og að hann verði staðlaður. eftir Egil Egilsson - 15.675 1 VERÐ - 22.320 I - 25.390 | Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurtandsbraut 16,108 Reykjavík - Sími 91-680 780 eða vatnshitun aðeins við á nótt- unni, sé hagkvæmara að nota af- gangsrafmagn á þeim tímum. Ann- ar liður orkusparnaðar heimilisins er sá að stýra hitastigi hvers her- bergis nákvæmlega, og ekki aðeins að halda þar stöðugu hitastigi, held- ur breytilegu samkvæmt ósk, t.d. að lækka það yfir nóttina. Kannt þú nýja símanúmerid? Steindór Senditaíiar /3/67 i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.