Morgunblaðið - 25.06.1989, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 25.06.1989, Qupperneq 14
$kJb- lMÓ'RÖtÍHBMÐÖik >!^NÍ#©!&Gf51$M8HÍNÍflfí«9 MAÐUR HEIMS Eignir soldánsins íBrunei metnar á 35 milljarba dollara RÍKASTIMAÐUR heims er þjóðhöfðinginn í Brunei, olíuauðugu smáríki múhameðstrúarmanna á norðurströnd Borneó, hans hátign Paduka Seri Baginda Hassanal Bolkiah Muizzaddin Waddaulah, 29. soldán landsins. Eignir hans eru metnar á 35 milljarða Bandaríkja- dala, eða um 2.000 millj- arða íslenzkra króna. Þar með er talinn gjaldeyris- sjóður landsins, en hann er í raun og veru eign hans. Breti með 11.500 pund í árslaun — yfir eina milljón ísl. króna — þyrfti að vinna í tólf og hálfa milljón ára til að verða jafnríkur og soldáninn (ef hann greiddi skatta). Þetta og fleira at- hyglisvert kemur fram í nýútkominni ■ ERLENDh HRINGSJÁ ævisögu hans eftir James Bart- holomew og í annarri nýrri bók um hann eftir Chalfont lávarð. Varlega áætlað nema árlegar tekjur soldánsins af olíu og jarðgasi, sem dótturfyrirtæki Shell hagnýtir fyrir hann, tveimur milljörðum dala. Það jafngildir 229.000 dölum á klukku- stund. Um leið hefur hann hagnazt af fjárfestingum í Japan og Banda- ríkjunum. Hans hátign er auðugri en ágjörnustu menn gætu látið sig dreyma um,“ sagði einn af þegnum hans fyrir nokkrum árum. Sir Hassanal Bolkiah soldán er einn síðasti einvaldskonungur heims og getur ráðstafað tekjum sínum að vild. Hann getur keypt allt, sem hugur hans girnist — verðið skiptir hann engu máli. Stærsta höll heims Hann býr í stærstu höll heims, sem hann lét reisa fyrir fimm árum og kostaði hann 400 milljónir dala. í höllinni eru 1.788 herbergi, 257 salerni, 44 stigar og 18 lyftur. Höll- in er um 750.000 fermetrar, eða álíka stór og 2.500 sæmilega rúm- góðar íbúðir. í hásætissalnum eru 12 geysistór- ar ljósakrónur, sem hver um sig vegur eitt tonn. Alls eru 564 ljósa- krónur í höllinni og í þær og Ijósa- búnað tengdan þeim þarf 51.490 perur. Sé gert ráð fyrir að hver ljósa- pera endist í eitt ár þarf að skipta um 200 perur á dag og einn þjónn gæti haft það að ævistarfi. Veizlusalurinn er fyrir 4.000 mat- argesfi. Höllin erprýdd 38 tegundum af marmara, sem þekja 56 hektara, og þar er meðal annars ónyx- marmari frá Marokkó, sem fínnst þar ekki iengur. Þyrlur geta lent á tveimur stöðum á höllinni og 15 komast fyrir í geymslu á öðrum staðnum. Fyrir nokkrum árum bætti soldáninn sérsmíðaðri breiðþotu frá Banda- ríkjunum í fiugvélaflota sinn. Hann eftir Guðm. Halldórsson hefur lengi haft áhuga á flugi og flýgur flugvélum sínum sjálfur. Við höllina þekja bílskúrar svæði, sem er á stærð við lítið þorp. Þar eru geymdar rúmlega 800 bifreiðar og þar af eru 100 ætlaðar auðugum og frægum gestum úr „þotuliðinu", sem svo er kallað. Soldáninn viður- kennir að hann sé veikur fyrir brezk- um bifreiðum og á bílastæði hans eru rúmlega 100 af gerðinni Rolls Royce. Hann hefur líka áhuga á sundi og hjá annarri höll hans eru fimm sundlaugar, þar af ein risastór. Þá höll lét hann reisa handa síðari konu sinni, þar sem hann var ekki fylli- lega ánægður með fyrri höllina, sem honum finnst hvorki nógu falleg né hentug og minnir á hótel í Las Veg- as. Skotfimi er enn eitt áhugamál soldánsins og hann á mikið vopna- safn. Hann getur jafnvel skemmt sér við að skjóta Exoc- et-flugskeytum. Eitt slíkt flug- skeyti kostar um 100.000 pund og fá ríki á stærð við Brunei hafa efni á slíkum vopnum, en her soldánsins notar þau við skotæfingar. Hann hefur ekki síður áhuga á hestum og náði mikilli leikni í póló, en er nú að mestu hættur að stunda þá íþrótt. Hann á 250 úrvals-póló- hesta og pólómenn annars staðar í heiminum fá oft lánaða hjá honum gæðinga. Karl Bretaprins, sem er góður í póló, er einn af „fastagest- um“ hans og sömuleiðis Ferguson majór, tengdafaðir Andrésar prins. Bretavinur Þeir kynntust soldáninum þegar hann stundaði nám í herskólanum í Sandhurst a Englandi ásamt bróður sínum á árunum 1966-1969. Þegar hann sneri aftur sagði hann í sjón- varpsviðtali að hann mundi flytja með sér heim „margt úr brezkri menningu og brezkum lífsvenjum". Brunei var brezkt verndarríki í tæpa öld unz soldáninn lýsti yfir sjálf- stæði landsins frá Bretum 1. janúar 1984, en hann var tregur til þess og náin samskipti við Breta hafa haldizt. Megnið af búnaði 3.500 manna herdeildar soldánsins, Royal Brunei Malay Regiment, er frá Bretlandi. í Brunei er einnig sveit harðskeyttra Gurkha-hermanna undir stjórn brezkra yfirmanna, sem ver landið, gætir olíusvæðanna og er við því búin að bæia niður uppreisnir. Her- menn frá Singapore stunda æfingar í Brunei og landið er í Suðaustur- Asíubandalaginu, ASEAN. Soldáninn tók við af föður sínum, Ómari Ali Saifuddin, fyrir 22 árum og var lengi háður honum. Saifuddin var einnig mikill Bretavinur. Þegar hann kom heim frá útför Winstons Churchills lét hann reisa safn til minningar um hann í höfuðborginni, Bandar Seri Begawan, og koma fyr- ir líkneski af honum fyrir framan það. Sir Hassanal Bolkiah soldán hefur haft lítinn áhuga á að breyta alda- gömlu lénsfyrirkomulagi. Ibúar kotríkis hans eru aðeins um 230.000 — heldur færri en íslendingar — og þar af eru um 160.00C Malajar og um 50.000 Kínveijar, en þar við bætast innfæddir Dajakar og Evr- ópumenn. Malajar þykja værukærir og flest fyrirtæki eru í eigu Kínveija, sem hafa efnazt vel, en sæta mis- rétti, þótt kynþáttahatri sé ekki til að dreifa. Fjölskyldufyrirtæki Brunei er rekið eins og fjölskyldu- fyrirtæki. Auk þess sem soldáninn er þjóðhöfðingi er hann forsætis- og landvarnaráðherra og stjórn hans er skipuð bræðrum hans og frænd- um og vinum úr liðsforingjastétt — þótt hann segist vera mikill lýðræðis- sinni. Einn bróðirinn er utanríkisráð- herra og annar þeirra er íjármála- ráðherra. Soldáninn skipar sjálfur löggjafarþing, en það situr aðeins einn mánuð á ári, aðallega til að samþykkja fjárlög. Allar ákvarðanir verður að bera undir soldáninn, hvort sem um er að ræða stefnuna í olíu- málum eða sumarleyfi ríkisstarfs- manna. Völd þjóðhöfðingjans voru skert með stjómarskrá, sem var samþykkt 1959, en henni var aldrei hrundið í framkvæmd. Andstæðingar Sa- ifuddins fyrrum soldáns hlutu 54 þingsæti af 55 í kosningum 1962, en sigurvegararnir tóku aldrei sæti á þingi. Uppreisn var gerð undir forystu „sjeiksins" Azaharis með stuðningi Indónesa, en var bæld nið- ur. Leiðtogar uppreisnarinnar voru fangelsaðir eða flúðu land og engar kosningar hafa farið fram síðan. Neyðarástandslög, sem þá voru sett, eru enn í gildi. Lýðræði þekkist því ekki, að öðru leyti en því að íbúar þorpa velja sér höfðingja: Óháð blöð eru ekki leyfð. Sjónvarpið er í eigu ríkisins og fréttum þess er ítarlega fjallað um allt það sem soldáninn tekur sér fyrir hendur. Fréttir frá kommún- istaríkjum og um önnur trúarbrögð en múhameðstrú eru í raun og veru bannaðar. Þegar kór áhugafólks ætlaði að flytja Messías eftir Hándel í fyrra varð innanríkisráðuneytið að yfír- fara textann til að ganga úr skugga um hvort þar væri nokkurn undirróð- ur að finna áður en flutningurinn var leyfður. í marz í fyrra voru tveir íhalds- samir kaupsýslumenn handteknir. Soldáninn í Brunei: tekjur hans nema 229.000 dollurum á klukkustund. Þeir voru formaður og ritari lítils stjórnmálaflokks, sem hafði verið stofnaður að tilhlutan yfirvalda, en snúizt til andstöðu við stjórnina, öll- um á óvart. Ritarinn, Abdul Latif Chuchu, hafði gagnrýnt einræði sol- dánsins og hvatt tii þess að þing- ræði yrði komið á og að Mannrétt- indanefnd Sameinuðu þjóðanna fjali- aði um ákærur hans á hendur stjóm- inni í Brunei. Flokkurinn var leystur upp. Skaut á blaðamenn Soldáninn, sem er 43 ára gamall, er sagður rólyndur, hlédrægur og

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.