Morgunblaðið - 25.06.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.06.1989, Blaðsíða 16
16 C MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1989 - 6000 - aukaspurningar fyrir Trivial Pursuit á hálfvirði. Fæst í öllum bóka- og leikfangaverslunum um land allt. Barnasuudbolir og bikiní í miklu úrvali 5^ % • TV Ts dkz únúF" Sími 82922 Karvel Sigurgeirs- son - Minningarorð Fædd 2. ágríst 1908 Dáinn 19. júní 1989 Þann 19. júní síðastliðinn lést á Landakotsspítala tengdafaðir minn, Karvel Ágúst Sigurgeirsson. Karvel var fæddur á ísafirði 2. ágúst árið 1908, sonur hjónanna Sigurgeirs Kristjánssonar og Bjarneyjar Ein- arsdóttur. Þar ólst hann upp í hópi þrettán systkina þar sem mikið reyndi á dugnað og samheldni því systkinin misstu föður sinn ung að árum, árið 1925 þegar Karvel var sautján ára að aldri. Marga hef ég heyrt minnast ósérhlifni og fórnfýsi Karvels á þessum árum og þess mikla stuðnings sem hann veitti móður sinni þá og alla tíð síðan. Sjálfsagt var að allir sem vettlingi gátu valdið legðu sitt af mörkum til þeirra starfa sem heimilið krafðist og leituðust við að afla tekna til að sjá fjölskyldunni farborða. Þar lét Karvel sannarlega ekki sitt eftir liggja og hóf þegar á unga aldri að stunda sjómennsku, fyrst á vélbátum en síðan á togurum, og hélt þeim störfum áfram langt fram á fullorð- insár. Einhverju sinni heyrði ég Karvel minnast þess hversu heillaður hann hefði orðið af stórum og glæsi- legum seglskipum sem fyrir augun bar á ísafirði er hann var ungur drengur og mest hefði sig langað til að freista gæfunnar á slíku skipi og láta það bera sig um heimshöfin. Ég minnist þessa sérstakiega vegna þess að mér þótti slíkir æskudraum- ar ákaflega fjarlægirþeim lífsreynda og raunsæja manni sem mér fannst einna lausastur við draumlyndi og rómantík allra manna sem ég hef kynnst um dagana. Aldrei heyrði ég Karvel setja á langar ræður um sjó- mennskuferil sinn, og víst er um það að á efri árum horfði hann ekki til þess tíma með neinum söknuði. Fyr- ir fáeinum árum átti ég þess kost TOEFL - NÁMSKEIÐ - TOEFL prófíð er talsvert frábrugðið þeim hefð- bundnu prófum, sem tíðkast hafa á íslandi, og ein- kenni þess er ^inkum að farið er nákvæmlega eftir fyrirmælum um útfyllingu prófblaða, hver prófþátt- ur hefur nákvæmlega afmarkaðan tíma og öll fyrir- mæli eru á ensku. TOEFL námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja afla sér haldgóðrar undirstöðu undir prófið og vilja þjálfa sig í próftökunni. Námskeiðið leggur áherslu á hlustun, málfræði, lestrarskilning og orðaforða. Að auki verður lögð áhersla á þá sérstöku próf- tækni, sem þarf til að ná góðum árangri í TOEFL prófinu og m.a. verða tekin allt að sex æfingarpróf. Námskeið hefst þann 10. júlí og tekur 30 klst. Leiðbeinandi verður Bjarni Gunnarsson M.A. Bjarni hefur sérmenntun á sviði enskukennslu og hefur m.a. unnið við að leggja TOEFL próf fyrir. Þetta námskeið er nauðsynlegt fyrir alla þá, sem vilja ná góðum árangri á TOEFL prófmu! MÁLASKÓLINN, Borgartúni 24, símar 687590 og 625566. JCB BELTAVÉIAR Einstakt tækifæri Getum útvegað JCB 820 HD sýningarvélar, árgerð 1988, á einstöku verði. Búnaður: 1000 I norsk grjótskófla 600 mm belti „Medium dipper" 3,3 km keyrsluhraði 1,22 m að kynnast nokkuð náið þessum kafla í ævi Karvels er hann svaraði spumingum um togarasjómennsku sem þjóðháttafræðingar lögðu fyrir gamalreynda sjómenn. Þá varð mér betur ljóst en áður hvers konar mannraunir togarasjómenn máttu iðulega þola á þessum árum, erfiða og hættulega vinnu, illan aðbúnað og langar fjarvistir frá ástvinum úti á reginhafi þar sem ófriður geisaði og hætturnar voru alls staðar nálæg- ar. Öllu þessu tók Karvel af full- komnu æðruleysi og samdi sig átakalaust að þeim leikreglum sem þarna giltu. Karvel var búsettur á ísafirði til ársins 1944 er hann fluttist til Reykjavíkur. Árið áður hafði hann kvænst Sigríði Þórðardóttur frá Hvammstanga sem þá starfaði við símstöðina á ísafirði. Þar var erfitt fyrir efnalítið aðkomufólk á þeim árum að koma undir sig fótunum í Reykjavík. En Sigríður og Karvel festu þegar kaup á íbúð og unnu síðan að því samhent alla tíð að búa í haginn fyrir sig og börnin. Dóttir þeirra er Sigríður, sjúkraliði, fædd 1949, gift þeim sem þetta ritar. Fóstursonur Karvels og sonur Sigríðar er Þór Magnússon, þjóð- minjavörður, fæddur 1937, kvæntur Maríu Heiðdal. Þór ólst upp hjá móður sinni og fósturföður frá tólf ára aldri. Barnabörnin eru fimm tals- ins. Ég minnist margra samveru- stunda á heimili Karvels og Sigríðar á Bárugötu þar sem ævinlega var tekið á móti vinum og vandamönnum af einstæðum höfðingsskap og gest- risni. Eftir langa dvöl í útlöndum var mikið tilhlökkunarefni að koma þangað og njóta þeirrar alúðar sem þau hjónin bjuggu yfir í svo ríkum mæli. Hjónaband þeirra Sigríðar varð langt og farsælt en Sigríður lést fyrir rösku ári. Upp úr 1960 hætti Karvel sjó- mennsku og starfaði eftir það sem verkamaður í Reykjavík meðan starfsþrekið entist eða allt fram á áttræðisaldur. Þótt líkamlegir kraft- ar færu þverrandi síðustu árin var hugurinn síungur og vakandi allt til loka. Karvel var ákaflega heilsteyptur maður og gerði miklar kröfur til sjálfs sín. Að eðlisfari var hann frem- ur dulur og ómannblendinn en gat verið ræðinn og gamansamur í vina- hópi. Best naut hann sín þó meðal fjölskyldunnar og segja má að hún hafi átt athygli hans og umhyggju óskipta. Þess nutum við hjónin vel og lengi og ekki síður börnin okkar nú síðustu árin. Fyrir það allt viljum við þakka af heilum hug. Síðustu mánuðina átti Karvel við alvarlegt heilsuleysi að stríða. Hann lét þó hvergi bugast og fylgdist af áhuga með málefnum líðandi stund- ar og horfði ótrauður fram á veg- inn. Kvöldið áður en hann lést heim- sótti ég hann á Landakotsspítala og okkur varð venju fremur skraf- dijúgt. Ég vissi að ég mundi gleðja hann með því að segja honum frá skemmtilegum tilsvörum eða at- hugasemdum barnabarnanna. Og frásögnin var þessi: Kvöldið áður höfðum við horft saman á sjónvarps- dagskrá um Gunnar Gunnarsson skáld. Brugðið er upp leiknu atriði þar sem skáldið horfist í augu við skelfingu heimsstyijaldar og ákallar guð fullur efa og örvæntingar. Og þá verður litlu dótturdótturinni á orði: „Pabbi, hann veit ekki að guð er til.“ Okkur var báðum ljóst að á þessari stundu var ekkert betur við hæfi en þetta barnslega trúartraust. Jón Hilmar Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.