Morgunblaðið - 25.06.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.06.1989, Blaðsíða 20
»-£- MORGUNBLADIÐ MENN (mtémmm HRINGFERÐ ISLENDINGA UM ÍSLAND 22. JÚLÍ Skoðaðu Island í skemmtilegri tíu daga hringferð. Brottför frá Reykjavík 22. júlí. Stansað er á fallegum útsýnisstöðum, þekkt náttúrufyrirbæri og sögustaðir skoðaðir. Ferðin er þægileg og sérlega fróðleg. Þessi ferð kostar 59.500 kr. og innifalinn er morgunverður, kvöldverður og gisting í tveggja manna herbergi á Reykjum í Hrútafirði, Siglufirði, Akureyri, Laugum, Eiðum, Hornafirði, Kirkjubæjar- klaustri og Skógum. Leiðsögumaður er: Guðmundur Guðbrandsson. Pantaðu sæti strax í dag. Visa og Euro greiðslukjör. Eiiilífeyrisþegar fá 10% afslátt. DÆGURTÓNLISTÆT^ er raptónlistf Nútana bíbop RAPTONLIST hefiir alla jafna notið lítíllar virðingar með þeirra sem tejja sig hafa vit á tónlist. Gagnrýnendur hafa fiindið tónlistinni flest tíl foráttu og talið hana einhæfan hrærigraut rytma og tómlegra texta sem ekki henti til annars en dansæflnga. Hún er þó búin að vinna sér sess sem lifandi og sjálfstætt tjáningarform sívaxandi hluta blakkra Bandaríkjamanna. Eitt dæmi um stöðu raptónlistar í dag er að Max Roach, einn virtastí jasstónlistarmaður seinni tíma, hefur hafið samstarf við rapskáldið Fab Five Freddy. Roach segir raptón- list sprottna úr sama jarðvegi og bíbopið, sem gjörbreyttí ásjónu jassins á fimmta og sjötta áratugnum. eftir Árna Wcitthíosson Raptónlist er í eðli sínu samsett úr ótal bútum og stefjum sem höfundurinn hrærir saman með þéttum rytmagrunni og oftar en ekki nýtir hann sér tölvutækni við nHM^BBn að fá að láni lag- búta eða hljóð hjá öðrum tónlistar- mönnum, hvítum jafnt sem litum. ÍVið það beitir jfe. hann tækni sem felst í því að tón- bútur sem laga- smiðnum líst á er leikinn inn á tölvu og þar sniðinn til eftir þörfum. Þessi tækni kallast „sampling", en íslenskt orð yfir það gæti verið bútun. Þetta atferli er reyndar afar umdeilt í rokk/popp- heiminum í dag og menn eru ekki á eitt sáttir um höfundarréttinn á ta.m. einu orði sem tekið er af plötu og breytt í undirleik, eða þegar karateöskrum Bruce Lee úr bíó- mynd er breytt í hljóð í trommu- heila. Textinn í raplagi minnir á calypsóspuna sem byggir á alda- gamalli svartri hagyrðingahefð. í Karabiahafi hefur tíðkast síðan seint á nítjándu öld að söilgvari spann viðstöðulaust vísur með end- arími úr setningum eða orðum sem áheyrendur kölluðu til hans. Rap- skáld semja rytmíska texta sem hafa oft sem útgangspunkt setning- arhluta, vörumerki eða slanguryrði. Oft eru textarnir óttaleg þvæla sjálfbirgingslegs monts og kvenfyr- irlitningar eins og gengur, en jafn- oft fela þeir í sér ýmislegt sem snýr að lífi litra Bandaríkjamanna og segja má að í raptextum megi finna merki aukinnar sjálfsvitundar bandarískra blökkumanna sem oft snýst upp í að verða stríðsyfirlýs- ing. Gott dæmi um það er Public Enemy, sem berst af alefli gegn ofurvaldi hvítra að hætti H. Rap Brown og telur rétt að beita hörðu til að ná fram þjóðfélagsbreyting- um. Annað sjónarmið birtist í text- um Lakims Shabazz, sem er í minni- hlutasöfnuði blakkra múslíma, svo- nefndra Five Percenters. Fyrir stutttu sendi hann frá sér fyrirtaks plötu, Pure Righteousness, þar sem hann beitir orðsins brandi til að eggja lita landsmenn sína til að berjast gegn kúguninni með orðum en ekki ofbeldi. Þær sveitir eru og til sem fara enn aðrar leiðir, s.s. De La Soul, sem sendi frá sér fyrir stuttu plötuna 3 Feet High and Rising. Sú plata blæs nýju lífi í raptónlistina og sannar að hún á enn mikla vaxtarmöguleika. De La Soul bregður fyrir sig mörgum helstu táknmyndum hippatímans á umslagi plötu sinnafV friðarmerkj- DJASS/Tekst dönsku útgáfufyrirtœki ab hasla sér völlhér á landi? SteepleChase að nýju til Islands EITT af athyglisverðustu útgáfufyrirtækjum djassins er hið danska SteepIeChase. Eigandi þess er Nils Winther og hefur hann gefið út um 300 skifiir á síðustu 17 árum. SteepleChase-skífiirnar hafa lengi verið ófáanlegar á íslandi en nú hefur Skífan hafið innflutning á þeim og fást um 40 títlar hér. Eg spurði Nils eitt sinn hvers vegna hann hefði farið út í plötuútgáfu. „Á námsárum mínum, ég var að læra norrænu, fékk ég leyfi til að hljóðrita á gamla Montmar- tre. Ég hafði fiktað við þetta í fjögur ár þegar Jackie McLean heyrði upptöku með kvartetti sínum hjá mér. Af hverju ge- furðu þetta ekki út. Þetta er stórfínt, sagði hann. Ég gaf út plötu með Jackie McLean. Síðan kom dúóplata með Niels-Henning og Kenny Drew sem varð metsöluplata. Smám saman varð þetta svo viðamikið að ég varð að hætta öðrum störf- um." Þá vildi ég fá að vita hvernig salan gengi. eftir Vernharo Linnet „Það er öruggur markaður fyrir þann djass sem ég gef út en ekki mjög stór. Ég sel aðeins 5 prósent af plötunum mínum í Danmörku, mest sel ég í Japan. Ég fór ekki út í þetta til að græða peninga, en fyrirtækið ber sig." Að lokum spurði ég Nils hve lengi hann væri að hljóðrita djassplötu. „Það er misjafnt. Duke Jord- an er 3 til 6 tíma að hljóðrita plötu. Niels-Henning minnst 2 daga en Walt Dickerson 1 tíma. Það tók 4 daga að hljóðrita plötu Dexters Gordon, More than you know, þar sem hann leikur með stórsveit undir stjórn Palle Mik- kelborgs og Lee Konitz og Red Mitchell vom stanslaust að í 26 tíma en þeir hljóðrituðu dúóplötu sína: I Concentrate on You." Nú eru margar SteepleC- hase-skífurnar komnar á geisla- diska og stundum bætt við lög-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.