Morgunblaðið - 25.06.1989, Page 24

Morgunblaðið - 25.06.1989, Page 24
24 C MORGUNBLAÐIÐ MIIMNIIMGAR SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1989 Harpa Rut Sonju- dóttir — Minning Fædd 29. janúar 1970 Dáin 15. júní 1989 Fyrir hönd Bídóar minnar vil ég kveðja Hörpu, hennar kærustu vin- konu, með allri þeirri hlýju sem ég á til. Glaðværa, rauðhærða, freknótta stúlkan kemur ekki blaðskellandi inn á okkar heimili aftur. Hvílík sorg. Harpa var skemmtileg, vel gefin, listræn og þtjósk. Hún reyndist Bídó sannur vinur og fyrir þá vin- áttu er ég og mín fjölskylda ákaf- lega þakklát. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Drottinn leggur líkn með þraut. Auður Sem ioftbára rísi við hörpuhljóm og hverfí í eilífðargeiminn skal þverra hver kraftur og kulna hvert blóm þau komu til þess í heiminn. En þó á sér vonir hvert lífsins ljós er lúta skal dauðans veldi, og moldin sig hylur með rós við rós, er roðna í sólareldi. (Einar Benediktsson) Hún Harpa er dáin. Engum hefði dottið í hug að hún myndi kveðja okkur öll á svo snöggan hátt. Nú þegar hún hefur sofnað svefninum langa, bijótast fram minningar um allar samverustundirnar sem við áttum saman í sveitinni. Það var alltaf glens og gaman þar sem Hörpu bar niður. Það voru miklir spennudagar þegar við vissum að Harpa var að koma í sveitina því hún var ætíð miðdepill alls bæði í leik og starfi. Og þegar hún var farin var hálftómlegt um að litast. Eftir því sem árin urðu fleiri og við eldri ijarlægðumst við Harpa ósjálfrátt en þegar hugurinn beinist að liðnum tímum, þá held ég að við höfum alltaf átt pínulítið í hvor annarri. Elsku Sonja, Guðmundur, Jón og Gunna, ég votta ykkur og aðstand- endum öllum mína dýpstu samúð í sorg ykkar og söknuði. Blessuð sé minning hennar. Dísa Þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gieði þín. (Spámaðurinn) Þessi orð lýsa vel þeirri tilfinn- ingu sem greip okkur þegar við fengum þá harmafregn að hún Harpa okkar hafði látist í slysi. Harpa, sem átti svo bjarta framtíð og svo margt ógert. Fyrir nokkrum dögum hafði hún, ásamt vinkonu sinni Bídó, fengið íbúð til leigu í sumar og var strax hafist handa við að fegra og breyta. Þær höfðu á mjög stuttum tíma búið sér fal- legt heimili og var eftirvæntingin mikil. Aldrei hefði okkur dottið í hug, er við sátum kvöldið eftir flutn- ingana í nýju íbúðinni og töluðum um það sem við ætluðum að gera í suma'r, að þáð væri okkar síðasti fundur. Við sem þekktum Hörpu eigum mikið að þakka. Hún var góður vinur, alltaf reiðubúin að hjálpa þegar á bjátaði. Harpa átti það oft til að finna upp á hinum ýmsu uppátækjum sem voru skemmtileg meðan á þeim stóð en ylja okkur nú um hjartarætumar. Eitt kvöldið datt henni í hug að fara á rúntinn og hafði hún sett poka yfir höfuðið, klippt gat fyrir augun og sett á sig sólgleraugu. Mörg fleiri voru þau uppátæki sem við munum svo vel eftir og verða til þess að minningin um hana lifír með okkur. Þó Harpa sé horfin okkur mun hún ætíð vera í huga okkar því að minning um svo góðan vin hverfur ekki. Elsku Sonja og fjölskylda. Guð styrki ykkur og blessi á þessari sorgarstund. Dylla og Villi Ekkert hefur dýpri áhrif á okkur en dauði ástvina. Hún Harpa Rut, frænka mín, dó í bílslysi við Lauga- veginn, spölkorn frá Barónsstígn- um, þar sem hún ólst upp og eyddi mestum hluta ævinnar. Dauði henn- ar og sorgin er svo ólýsanlega sár, hjarta mitt grær aldrei að fullu. Harpa Rut var strax í æsku ákaf- lega sjálfstæð og sterkur persónu- leiki, ekki síst í sínum vinahópi. Hún hafði þann eiginleika sem allt of fá börn og unglingar hafa, að vera meðvituð um og krefjast réttar síns, hvort heldur það er í skóla eða leik. Fjölskylduaðstæður hennar hafa vafalítið haft þar mikið að segja. Þar til fyrir fáum árum ólst hún upp á heimili einstæðrar móður sinnar. í augum þeirra sem eitthvað fylgjast með og er annt um með- borgara sína, er það gamall sann- leikur og nýr, að það vanþróaða velferðarsamfélag sem við búum við, er miskunnarlaust gagnvart einstæðum foreldrum og börnum þeirra. Böm sem koma úr slíku umhverfi herðast oft fyrr og sýna meira frumkvæði og sjálfstæði en önnur börn. Erfiðar aðstæður ein- stæðrar móður krefjast mun nánara sambands, ekki aðeins móður og barns, heldur einnig nánustu ætt- ingja. Harpa Rut leitaði mikið til afa síns og ömmu og dvaldi oft og tíðum langdvölum hjá þeim. Hún var því á margan hátt fremur bam þeirra en barnabarn. Þeirra sorg er mikil. Harpa skynjaði líka skýrt hversu stórfjölskyldan var henni mikilvæg og var ákaflega ættrækin og notaði hvert tækifæri til að kynnast ættingjum sínum. Harpa Rut átti stóran vinahóp þrátt fyrir stutta ævi. Sá hópur náði langt út fyrir hennar hverfi í kringum Barónsstíginn og Austur- bæjarskólann. Hún var félagslynd og eignaðist vini víða að af landinu þá tvo vetur, sem hún var við nám í Héraðsskólanum í Reykjanesi. Þau vinabönd vom traust og henni mik- ils virði. Ég kveð Hörpu með söknuði og djúpum trega og votta móður henn- ar, sambýlismanni, afa og ömmu og föður innilega samúð. Ivar Jónsson Hver þekkir þá stund er sköpum er skipt og skorinn er lífsþráður sundur er feprstu rós úr reitnum er kippt og rofínn hver ástvina fundur. Frá vöggu til grafar gripur oss þrá að gægjast í ævirúm dulda. En örlagadísum dulrænum hjá er dómsvaldið falið hið hulda. Hér sitja þær þijár og segja upp þau lög, er sérhver er knúður að hlýða þær hlusta með ró á hjartnanna slög og horfa á hvað stundimar líða. Ein spinnur vom lífsþráð, hægfara hljóð ein hnitmiðar stundimar niður, með sigðinni á þráð ’ið þriðja sker fljóð og þá kemur eilífur friður. (Guðmundur Guðmundsson) Kveðja frá Qölskyldunni á Kirkjubraut 58, Akranesi. Þegar sumar er gengið í garð, lengstur sólargangur er og landið okkar hefur skrýðst sumarbúningi virðist ekkert fjær manni en dauði og sorg. Birta og ylur sumarsins eykur manni lífsþrek og löngun til leikja og starfa sem hugur og hönd eru bundin við. En björtum degi fylgir ávallt skuggi nætur. Og líkt er um ævi manns. Þar skiptast á bjartir geislar og skuggar sem brugðið getur skjótt yfir sviðið. A sólríkum sumardegi dimmdi í einni svipan er systurdóttir mín, Harpa Rut Sonjudóttir, lést af slys- förum aðeins nítján ára gömul. Þar sem áður ríkti hamingja og gleði grúfir nú yfir sorg og tregi. En sorgin og treginn kalla fram Ijúfar minningar um kæran ástvin. Það voru hamingjudagar vetur- inn 1970 þegar bættist í barnahóp- inn, í Norðurmýrinni í Reykjavík, rauðhærður telpuhnokki sem skírð var því fallega nafni Harpa Rut. Harpa Rut var eirikabarn Sonju B. Jónsdóttur en faðir hennar var Engilbert Jensen. Snemma í æsku Hörpu Rutar skildu leiðir foreldr- anna. Fyrst eftir fæðingu dvöldu mæðgurnar á heiiriili afa og ömmu á Skarphéðinsgötu sem þegar tóku miklu ástfóstri við þessa litlu dótt- urdóttur sína. Með mikilli elju og dugnaði stofnaði Sonja sitt eigið heimili þar sem hún ól telpuna sína upp. Það var reyndar í næsta ná- grenni við afa og ömmu þangað sem leiðin átti síðar oft eftir að liggja og þaðan sem Harpa Rut nánast lagði upp í sína hinstu för. í Norðurmýrinni fetaði Haipa Rut sín fyrstu spor og naut ástar og handleiðslu móður sinnar. En bemskuárin, sem oftast líða hnökralaust og átakalaust, vom ekki einn dans á rósum í lífi þessar- ar bjartleitu og blíðu hnátu. í því skiptust á gleði og harmur sem eflaust settu sitt mark á viðkvæma barnslund hennar. Inni á heimili afa og ömmu hefur hún eflaust strax skynjað, í þeim samhljóm og eindrægni sem þar ríkti, hversu mikilvæg góð tengsl eru barni við foreldra sína og fjöl- skylduna alla. Þetta átti síðar eftir að verða áberandi þáttur í fari henn- ar. Fjölskyldutengsl urðu henni hjartans mál, enda notaði hún hvert tækifæri sem gafst til að styrkja þau og efla. Þegar aldur var til lá leið hennar í Barnaskóla Austurbæjar þar sem móðir hennar hafði numið sitt staf- rófskver og amma á undan henni. Þar undi hún við leik og starf og lærði sínar- lexíur. í skólastarfinu þroskaði hún með sér sína bestu eiginleika sem ekki hvað síst endur- spegluðust í handavinnu hennar og gleði við myndsköpun. Við sem nú horfum til baka getum í dag og síðar látið hugann reika um þann heim sem Harpa Rut bjó sér í mynd- um sínum. Á þessum árum komu þeir tímar að þær mæðgur urðu að sjá hvor af annarri. Menn verða að vinna fyrir sér og sínum. Þegar þannig stóð á var gott að geta lagt leið sína á Skarphéðinsgötuna og fengið þar að halla sér næturlangt hjá afa og ömmu. En Harpa Rut átti einn- ig aðra góða að. Það voru þau Rósa, ömmusystir hennar, og Þórð- ur, eða afi og amma á Bakka eins og hún nefndi þau. Þar átti Harpa Rut góða daga og undi sér vel. Og hlýjan hug fann hún stafa frá afa og ömmu í Keflavík. Skólanámi sínu lauk Harpa Rut í Héraðsskólanum í Reykjanesi þar sem hún stundaði nám í tvo vetur. Þar hnýtti hún vinabönd sem ekki urðu slitin. Eins og gengur og gerist leitaði Harpa Rut eftir starfi við sitt hæfi þegar skólagöngunni lauk. Ekki finna allir starf við sitt hæfi fyrir- hafnarlaust. Harpa Rut reyndi það eins og margir að val á starfi er ávallt vandaverk. En snemma á síðasta ári fékk hún starf á veit- ingastofunni Birninum við Njáls- götu þar sem ýmsir hæfileikar hennar nýttust til fulls. Eins og fyrri daginn var ekki farið út fyrir bernskuslóðirnar í leit að vinnu. Þarna undi hún hag sínum vel, fann hvert traust var borið til hennar, stóð undir þeirri ábyrgð sem á hana var lögð, lærði að þekkja sjálfa sig og fann sjálfstraust sitt vaxa að sama skapi. Bjartir tímar voru því framundan, fullir af fyrirheitum um betri tíma. Á þessum vinnustað bundust vin- konurnar Harpa Rut og Hrafnhildur Thoroddsen vináttuböndum sem leiddi þær saman í líf og dauða, í bókstaflegri merkingu þeirra orða. Aðeins tveimur dögum fyrir dauða Hörpu Rut ákváðu þessar samrýndu stúlkur að leigja saman ibúð sem þær fluttu þegar í. Þaðan lögðu þær síðan saman af stað snemma dags 15. þ.m. til að takast á við verkefni dagsins. Örlögin gripu hins vegar í taumana og Harpa Rut lét lífið í umferðarslysi á sömu slóðum og hún hafði alið ailan sinn aldur, en vinkona hennar lifði slysið af en liggur þungt haldin á sjúkrahúsi. Nú þegar leiðir okkar skilja að sinni vil ég þakka Hörpu fyrir allar okkar samverustundir. Ég veit að í mannheimum mun ég ekki framar sjá hana koma fagnandi á móti mér, en tilveran getur ekki verið svo miskunnarlaus að okkur sé ekki ætlað að hittast á ný. I trausti þess munum við sem eftir stöndum halda áfram ferðalaginu.Ég veit að ég mæli fyrir hönd okkar allra, ömmu, Legsteinar MARGAR GERÐIR Mmorex/Gmít Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 681 960 afa, Billu, Jóns Þórs og Guðrúnar Iðunnar, þegar ég segi að mikil sorg er í hjörtum okkar en við þökk- um þér samfýlgdina og alla gleðina sem þú veittir okkur. Sonja mín, ég veit að fátækleg orð mín fá ekki sefað sorg þína. En hinu trúi ég að minningin um ástkæra dóttur mun búa með þér og leggja líkn við þraut. Fyrir hönd fjölskyldunnar votta ég þér og sam- býlismanni, Guðmundi Kristjáns- syni, sem staðið hefur við hlið þér sem klettur, og föður hennar, okkar innilegustu hluttekningu. Sigurgeir A. Jónsson Lofa þú Drottin sála mín, og allt sem í mér er, hans heilaga nafn; lofa þú Drottin sála mín, og gleym eigi neinum velgjörðum hans, sem fyrirgefur allar misgjörðir þínar, læknar öll þín mein, leysir líf þitt frá gröfínni, krýnir þig náð og miskunn, sem mettar gæðum, þú yngist upp sem öminn. (Davíðssálmur 103. 1-5.) Það er erfitt að skilja hvers vegna, ungt og kröftugt ungmenni er hrifið burt frá okkur. En allt hefur sinn tilgang, jafnvel fráhvarf ungrar lífsglaðrar stúlku héðan af hótel Jörð hefur tilgang, þó að við breyskir menn skiljum ekki hvað er að gerast þá er það heldur ekki okkar að skilja, því vegir Drottins eru órannsakanlegir. Kannski var komið að Hörpu okkar að sinna öðru mikilvægara hlutverki en hún hafði hér. Fyrir okkur sem ritum þessar fátæklegu línur, var Harpa mikil- væg. Hún var hluti af lífi okkar og starfi. Þó að okkar tími með henni hafi verið skammur og liðið hratt, var hann samt okkur ómetanlegur og ógleymanlegur. Fyrir rúmu ári lágu leiðir okkar saman fyrir til- stilli vinkonu Hörpu sem þá starf- aði hjá okkur. En smátt og smátt varð Harpa hluti af okkar lífi og starfi, ómissandi þegar mikið lá við og þegar tilbreytni og léttleika vant- aði í tilveruna og starfið. Stundum titraði loftið af glensi og gamansemi og skemmtilegum uppátækjum, en stundum virtist hugurinn víðs fjarri og gat þá þurft svolitla þolinmæði til að bíða eftir að húmorinn og góða skapið léti á sér bæra á ný. Það leið aldrei á löngu þar til heyrð- ist hljóð úr horni, annað hvort í formi söngs eða léttra athugasemda og brandara eins og „Ég held ég vildi heldur vinna í skógerð," svo var gotið hornauga og hlegið. Þó að þröngt væri og aðstæður erfiðar var aldrei kvartað, rækjumst við hver á annað, heyrðist ávallt „fyrir- gefðu“ og síðan hélt hver sínu striki. Eitt ár er lítill hluti af heilli manns- ævi, en okkur finnst sem við höfum alltaf þekkt Hörpu, þessa rösku, elskulegu, hlýju og heiðarlegu stúlku, sem alltaf heilsaði og kvaddi með elskulegu brosi, kærleika og góðum óskum. Hún kom oft og dvaldi hjá okkur lengur en nauðsyn bar tii og stundum leit hún bara við til að segja: „Hæ, hvernig geng- ur.“ Það er erfitt að kveðja Hörpu eða „Horby“ eins og við sögðum oft á hressum stundum, en við vit- um að kveðjan er ekki eilíf, heldur munum við hittast aftur heima þeg- ar við kveðjum hótel Jörð og okkar tíma er lokið hér. Eftir eigum við góðar og saknaðarfullar minningar sem geymast þar til sú stund renn- ur upp. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta, á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. (Davíðssálm. 23,1-2.) Elsku Sonja, Gummi, Guðrún, Jón, Bídó, Dilla, Villi, Kolla og aðrir ástvinir, ykkar söknuður er sár, en minningarnar gleðja og sefa sorg- ina, eins og vissan um góða endur- fundi. Þér, Engilbert, viljum við segja, að þú áttir vaxandi rúm í hjarta hennar sem kom fram í ýmsum myndum sem við urðum greinilega vör við. Við biðjum Guð að styrkja ykkur og styðja um alla framtíð. Unnur, Kristján, Jóhann og Páll.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.