Morgunblaðið - 25.06.1989, Side 32

Morgunblaðið - 25.06.1989, Side 32
BAKÞANKAR 32 C, , , ,, MORGUNBLAPIÐ SUNNTOftqUfiJÓNÍ 1989 , Spánskt fyrir sjónir Gamall vinur minn sem er orðinn leiður á ferða- lögum sagði við mig áður en ég fór til Majorku: Drekktu ekki vatnið, haltu þér í hæfi- íegri fjarlægð eftir Jónu orð í veganesti Margeirsdóttur var ekki um annað að ræða en verða sér úti um ein- hverjar matvörur í Leifsstöð áður en haldið var úr landi. Meðan ég var að velja úr girnilegum bitum af laxi og öðru góðgæti fánn ég til inni- legrar samúðar með „bak- pokalýðnum" og þakklæti, að spænsk stjórnvöld skuli ekki taka toll af matvælum sem ferðamenn hafa með sér í farteskinu. Við vöknuðum á mánu- dagsmorgni við þrumugný og rigningu. í tvo daga var ekki hundi út sigandi. Á hótelinu voru óteljandi börn sem skilj- anlega voru eirðarlaus og skemmtu þau sér við að hlaupa æpandi og gólandi um gangana. Mæður þeirra höfðu engar hömlur á þeim þó þær létu einnig í sér heyra og var gargað á krakkana á ekki færri en fjórum tungu- málum. Ensk kona sem bjó á sama gangi og við gargaði svo hátt á sinn barnahóp _að við óskuðum eftir íbúð á íb- íza en fengum okkur íluttar í hinn enda hússins. Ég tek það fram að ég heyrði aldrei gargað á íslensku enda voru Islendingar hvarvetna til fyr- irmyndar hvað varðaði hegð- un og glæsileika. Svo fór blessuð sólin að skína og þegar við mæðgurn- ar höfðum flatmagað í sól- inni um stund freistuðum við þess að fá okkur að borða á skemmtilegum stað með frá- bæru útsýni yfir Santa Ponsa. Ég var ekki fyrr búin að segja Camarero en mér var fenginn matseðill á íslensku. Þetta vakti kátínu hjá dóttur minni sem er fædd og uppalin í enskumælandi landi og talar því miður ekki íslensku. Við mæltum ævin- lega á ensku og í kringum okkur heyrðum við allt ann- að en spænsku. En ég benti henni á að þar væri ekki leið- um að líkjast að vera íslend- ingur að öllum öðrum þjóð- flokkum ólöstuðum. Og hvar vorum við eigin- lega? Vorum við á Spáni? Ekki heyrðist flamenkó-tón- list og ekki var hægt að greina innfædda frá ferða- mönnum. En vikan leið alltof fljótt. Sólin skein og við nán- ari athugun var Majorka heillandi og fólkið ljúft. Þar að auki er nóg af eimuðu vatni og maturinn ekki sem verstur. En það var ekki fyrr en ég kom til Lundúna á leið- inni heim að ég heyrði flam- enkó-tónlist. Þar sá ég stór- kostlega uppfærslu á óperu Bizets, Carmen, þar sem spönskum söngvum og döns- um var blandað inn í hátíð- aratriði sýningarinnar. Og þarna var kjarni Spánar uppmálaður í allri sinni dýrð, í Lundúnum, og á frönsku. frá innfædd- um, borðaðu helst ekki mat- tnn og forðastu ferðamenn. Með bessi JAIXAR GREIÐSLUR LÉTTA ÞÉR RÓÐI RIX \ Oft hefur veriö óþægilegt aö greiða hærri raf- magnsreikninga á veturna en öörum árstímum, einmitt þegarfasteignagjöldin, tryggingaiðgjöldin og bifreiðagjöldin dembast inn um bréfalúguna ásamt öllum hinum reikningunum. Rafmagnsveitur ríkisins vilja nú sem áður létta þér greiðslubyrðina. Héðan í frá verður aðeins lesið af mælum einu sinni á ári. Á öðrum tímum verður orkunotkunin áætluð. Greiðslum verður því að mestu leyti jafnað á þá reikninga sem þú færð senda annan hvern mánuð. Þessi nýbreytni er liður í þeirri stefnu okkar að veita örugga og hagkvæma þjónustu. Við höfum hugfast að góður orkubúskapur er forsenda vel- ferðar og framfara. RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.