Morgunblaðið - 19.07.1989, Síða 14

Morgunblaðið - 19.07.1989, Síða 14
MÖRGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 1989 14 Eru konur ógnun við „lýðræðið“? eftir Sigþrúði Helgu Sigurbjarnardóttur Það er munur á pólitísku atferli kynjanna Karlar velja aðra forgangsröð, þeir kjósa aðra starfshætti og þeir skilgreina hið pólitíska svið öðruvísi en konur gera. Við sem fylgjumst með stjómmálum vitum þetta og á síðustu árum hafa rannsóknir stað- fest að þetta er svona. Eitt er að sýna fram á staðreynd- ir og annað að útskýra af hveiju hlutirnir eru eins og þeir eru. Marg- ir útskýra pólitískt atferli kvenna með reynsluleysi þeirra. Það er jú ekki ýkja langt síðan þær fóru yfir höfuð að taka þátt í stjómmálum og það tekur tíma að hasla sér völl og öðlast öryggi á nýjum sviðum. Þeim sem leita útskýringa á þessum nótum dettur nánast aldrei í hug að skilgreina pólitískt atferli karla. Því það er hið „eðlilega". Nei, það þykir liggja ljóst fyrir að það séu konurnar sem ekki em alveg með á nótunum. Þær eru frávik. Aðrir láta sér skýringar í þessum dúr ekki nægja og leita til dæmis eftir ástæðum mismunandi hegðun- ar karla og kvenna í grundvallar- mun kynjanna. Það þarf engum að koma á óvart að það voru kvenfrels- iskonur sem fyrst skýrrjuðu að ekki var allt með feíldu þegar þær fóm að grúska í sígildum pólitískum kenningum og heimspeki. Kven- frelsiskonur áttuðu sig á því að til að geta skilið og skilgreint pólitískt atferli kvenna, er nauðsynlegt að hafna hefðbundíriní skilgreiningu þess hvað pólitík er og endurskoða þau hugtök sem aðferðarfræði stjórnmálafræðinnar notar. • Kven- frelsiskonur benda á mikilvægi þess að átta sig á því að stjómmálafræði- leg hugtök em afurðir þess sögu- lega og pólitíska ferils sem hefur skapað ímynd um samsvörun milli (karl) mannlegs atferlis og stjórnmála. Af því leiðir ímynd um kvenleika sem andhverfu slíks atferlis. Hugtök stjórnmálafræðinnar er ein af orsökum þess að líf kvenna er skilgreint sem ópólitískt og að menning þeirra hefur fram að þessu verið ósýnileg. „Félagslegt kyn“ Uppúr 1975 verður til nýtt hug- tak í kvenfrelsiskenningum. Það var hugtakið „félagslegt kyn“ (á ensku „gender", á skandinavisku er gjarn- an notað „sósíalt kjönn“). Þetta hugtak er notað til að gera skilin milli þess menningarlega og hins líffræðilega greinilegri. Einstakl- ingurinn fæðist með líffræðilegt kyn og í gegnum uppeldi og félags- lega mótun öðlast hann sitt félags- lega kyn. Þannig fæðast einstakl- ingamir hvorki sem „karlmaður" eða „kona“, það ræðst af mótun hvort þeir verða. Ég ætla ekki að fara nánar út í þessar kenningar, aðalatriðið er að samkvæmt þeim þróast kynin í grundvallaratriðum ólíkt, gerð per- sónuleikans verður ólík og það verða til tvö „félagsleg kjm“. Mark- mið kenningarinnar er m.a. að sýna hvemig hið karlmannlega hefur orðið hið „eðlilega" á öllum sviðum samfélagsins. Vinstri-hægri víddin (skilgreining) Hefðbundnar pólitískar skilgrein- ingar miðast við skilgreininguna frá hægri til vinstri, en ólíkir hagsmun- ir dreifbýlis og þéttbýlis er líka mikilvægur þáttur í skilgreining- unni. Skilgreiningin vinstri/hægri virðist almennt höfða minna til kvenna en karla. Rannsoknir frá Svíþjóð hafa sýnt að í pólitískum samtökum og aðgerðum þar sem starfið byggist ekki á þessari skil- greiningu, eru konur jafn virkar og karlar. Ef þátttaka kvenna, í form- legum stjórnmálastofnunum og í almennum stjórnmálaumræðum, er skoðuð kemur í ljós að þær eru mun óvirkari en karlar í umræðum um dæmigerð vinstri/hægri mál- efni. Þetta á t.d. við um ýmis efna- hags- og tæknileg mál. Aftur á móti eru þær virkar í félagslegum málum, umhverfisvernd og aðstoð við þróunarlönd svo eitthvað sé nefnt. Það hefur sýnt sig að skipt- ingin í hægri/vinstri er mun óljós- ari í þeim málefnum sem konur hafa mestan áhuga á heldur en í dæmigerðum „karlamálum“. (Ég hef engar tölulegar upplýsingar um þetta frá íslandi og styðst því við erlendar rannsoknir. Ég geri ráð fyrir þv í að ísland sé ekki að þessu leyti svo ólíkt öðrum Evrópulönd- um.) „Þriðja víddin“ Kvennalistinn er ljóslifandi dæmi um aðstöðu eða öllu heldur af- skiptaleysi kvenna gagnvart vinstri/hægri skilgreiningunni. Kvennalistakonur hafa algjörlega hafnað þessari skilgreiningu, telja hana ónothæfa fyrir sig. Þær hafa, eftir því sem ég best veit, ekki lát- ið hafa sig út í miklar umræðum um þetta og hafa ekki mikið skipt sér af hvemig aðrir skilgreina þær. Þegar Kvennafamboðið kom fram var fljótt alveg ljóst að stjómmála- flokkamir höfðu mikla þörf fýrir og töldi^ raunar höfuðatriðið að skilgreina þær til vinstri eða hægri. Það var eina aðferðin sem þeir þekktu til að reyna að skilja hvað hér væri á ferð. Ég hafði það á til- finningunni að ef ekki væri hægt að setja „réttan miða“ á Kvenna- framboðið, þá væri það „tómt“. Fínar umbúðir utan um ekki neitt. Sigþrúður Helga Sigurbjarnar- dóttur „Kvennalistakonur eru gagnrýndar fyrir að vera óljósar í svörum þegar þær eru beðnar um að skilgreina sína pólitík. Þegar betur er að gáð er þetta ekki svo undarlegt. Kvennalist- inn er að fara alveg nýja og áður óþekkta slóð í hinu pólitíska landslagi.“ Það er líka ljóst að í viðureign sinni við Kvennalistann hafa sjtórn- málaflokkarnir reynt að færa um- ræðumar inn í hefðbundinn feril, frá vinstri til hægri. En málið snýst ekki bara um þetta, heldur er þetta hluti af skilgreiningabar- áttunni, liður í baráttunni um að ráða hinni pólitísku dagskrá. Þeta er auðvitað vel þekkt úr pólitískri baráttu og í raun það sem hún, því miður alltof oft, snýst um. Sósíalist- ar hafa lengi verið gagnrýndir fyrir að tileinka sér starfsstíl og aðferðir borgaralegra stjórnmálaafla. í grein sem Þröstur Haraldsson skrif- aði í Þjóðviljann 7. október 1978 vitnar hann í Paul Hedlund. í grein- inni stendur; „Hann [Hedlund] bendir á að það sé fyrst og fremst hið borgaralega þingræði sem ákvarði um hvað pólitík fjalli og hvað ekki, og móti því allt starf sósíalista. Þeir þurfa jú stöðugt að hafa klára afstöðu til þeirra hluta sem efstir eru á baugi hveiju sinni í störfum þings og fjölmiðla. Þetta hefúr þau áhrif að hraðinn í starfi sósíalískra samtaka ákvarðast af þvi sem er að gerast í hinu „opinbera lífi“. (feitletur mitt). Þegar konur krefjast þess að fá að vera í pólitík „á eigin forsend- um“, er það nákvæmlega þetta sem málið snýst um. Þær krefjast þess að eiga þátt í að ákvarða um hvað pólitík snúist og því að setja leik- reglurnar í staðinn fyrir að ganga inn í ríkjandi pólitískan starfsstíl karla. Kvennalistakonur halda því blá- kalt fram að þær séu „þriðja víddin“ í pólitíkinni. Og fólk spyr eðlilega hver þessi „þriðja vídd“ sé eigin- lega? Kvennalistakonur em gagn- rýndar fyrir að vera óljósar í svömm þegar þær em beðnar um að skil- greina sína pólitík. Þegar betur er að gáð er þetta ekki svo undarlegt. Kvennalistinn er að fara alveg nýja og áður óþekkta slóð í hinu pólitíska landslagi. Konumar hafa áttað sig á því að ráðandi skilgreiningar og hugtök í pólitíkinni duga þeim ekki, en þær em bara rétt að byija að þróa sín eigin hugtök. Á þessu sviði, sem öðmm, er tungumálið tungumál karla. Konur hafa ekki orð og hugtök til að tjá tilfinningar sína og drauma, Þegar kvennalistakonur segja að þær séu „þriðja víddin" er ég ekki viss um að þær séu allar með það á hreinu hvað þær eiga við með því. Ég held aftur á móti að þær skynji að þetta er leið sem konur verði að fara. í því þróunarferli sem konurnar hafa sett af stað mun meðvitund og tungumál kvenna þróast. , ? Ég ætla hér í lokin að gera grein fyrir því hvað ég á við með því þegar ég tala um „þriðju víddina“ í stjórnmálum og þá kem ég aftur að hinu „félagslega kyni“ og kenn- ingunni um kvennamenningu, sem er undirstaða þessarar víddar. Það sem ég á við með hugtakinu MEÐAL ANNARRA ORÐA eftir Njörð P. Njarðvík Að því var vikið í síðasta pistli mínum, að málaflokkurinn „listir og menning" ætti sér fáa mál- svara í stjómkerfinu og hópi stjórnmálamanna, og varla nokk- um raunverulegan baráttumann. Þegar mynduð er ný ríkisstjóm fær þessi málaflokkur oftlega svo sem eins og eina almenna máls- grein í sinn hlut í málefnasamn- ingi, eitthvað á þá leið „að efla beri íslenska tungu og menn- ingu“, eða annað ámóta óljóst orðalag. Fátt (ef nokkuð) er sagt um markmið og enn færra um framkvæmd. Stjómmálaflokkam- ir keppa ekki sérstaklega eftir að fá menntamálaráðuneytið í sinn hlut, þótt fræðslu- og skólamál séu þar fyrirferðarmest. íslenskir stjómmálamenn em hraustmenni og láta sér ekki allt fyrir bijósti brenna. Stundum er engu líkara en þeir telji sig geta allt. Ég þykist vera sæmilega menntaður á ákveðnu sviði, en ansi er ég hræddur um að það rynnu á mig tvær grímur, ef ég ætti að taka að mér forystu á vettvangi sem ég kynni engin skil á. Það er kannski af því að ég er ekki stjómmálamaður. Þeir kippa sér ekki upp við þess háttar smámuni. Þeir virðasr geta tekið við hvaða ráðherraembætti sem vera skal og gegnt foiystuhlut- verki fyrir þjóð sína á öllum svið- um. Þetta værí auðvitað aðdáun- arvert, ef árangurinn væri í sam- ræmi við kokhreystina. Svo er hins vegar ekki, enda væri það með ólíkindum. Sá maður sem er kosinn á þing af einhveijum ástæðum (stundum lítt skiljanleg- um), þykir vera hæfur til þess að gegna ráðherraembætti. Engar aðrar formlegar kröfur eru til hans gerðar. Ef til vill er það þess vegna sem hann gerir ekki aðrar kröfur til sjálfs sín. En ein- hvem veginn sýnist þetta allt dál- ítið undarlegt. Ekki mega menn kenna í barnaskóla (afsakið, grunnskóla), nema hafa til þess próf, hvað þá í framhaldsskóla eða háskóla. En yfirmaður allra fræðslumála og menningarmála þarf ekki að uppfylla nein mennt- unarskilyrði, og ekki heldur að sýna fram á að hánn kunni nokk- ur skil á þeim flóknu málaflokkum sem hann er settur yfir. Og getur hann þó í vissum tilvikum verið allt að því einvaldur Ekki raunveru- legir leiðtogar Áður en lengra er haldið, er rétt að fyrirbyggja misskilning. Ég er ekki að beina spjóti að nein- um ákveðnum manni eða ákveðn- um stjómmálaflokki, heldur tala almennt. Ég hef séð ýmsa menn setjast í stól menntamálaráðherra, óg um ýmsa þeirra má einnig segja að ekki hafi sérstaklega orðið vart áhuga þeirra á listum og menningarmálum. Má vera að j þessi ókunnugleiki (svo að ekki sé talað um áhugaleysi) valdi því fyrst og fremst að stefnuleysi og skortur á fmmkvæði hafi ein- kennt störf of margra þeirra. Þó er ekki við þá eina að sakast, heldur ríkisstjómir í heild. Ég vil leyfa mér að halda því fram að engin ríkisstjóm hafi í raun mark- að sér nokkra stefnu í listum og menningarmálum. Það veikir auð- vitað stöðu allra sem taka að sér embætti menntamálaráðherra. Þetta tvennt: ókunnugleiki og veik staða innan ríkisstjómar hef- ur sennilega haft í för með sér, að menntamálaráðherrar hafa einkum verið metnir eftir undan- látssemi. Ég skal skýra þetta ögn nánar. Því miður hafa menntamálaráð- herrar ekki verið raunveralegir leiðtogar á sínu sviði, ekki raun- veralegir baráttumenn fyrir list- um og vísindum. Sá sem hefur komist næst því er sennilega Gylfi Þ. Gíslason, sem ævinlega hefur verið mikill áhugamaður um menningarmál. Aðrir hafa að sönnu verið velviljaðir en engar driffjaðrir. Velvilji þeirra og árangur hefur einkum falist í því, að hve miklu leyti þeir hafa látið undan ágángi og kröfum þeirra sem hafa verið í forystu fyrir hin- um ýmsu sviðum menningarmála. Þeir sem hafa látið vel (eða eigum við að segja mikið) undan slíkum atgangi, era í talsverðum metum. En þeirra staða er samt sem áður býsna þröng. Undanlátssemin kostar peninga, og þá verður að sækja í greipar fjármálaráðuneyt- is. Og þar er nú ekki ævinlega djúpur skilningur eða einlægur áhugi á menningu, því miður. Þessi staða skýrðist vel í dæmi Ragnars Arnalds, sem var mjög velviljaður menntamálaráðherra, en reyndist menningunni enn meiri haukur í homi sem fjármála- ráðherra. Höfðu sumir menn þá á orði, bæði í gamni og alvöra, að eiginlega ætti engum að leyf- ast að gegna embætti fjármála- ráðherra nema hann hefði áður verið menntamálaráðherra. Metnaðarleysi Listin að láta undan er kannski góðra gjalda verð, en hefur þó marga annmarka. Þeirra alvarleg- astir kannski stefnuleysi og hætta á mismunun sem byggist á klíku- skap eða greiðvikni vegna per- sónulegra tengsla. Á það þarf sannarlega ekki að bæta í þessu fámenna þjóðfélagi kunnings- skaparins. í undanlátsseminni felst líka háski metnaðarleysis og hálfkáks. Sú freisting að leysa mál til hálfs til að geta þóknast fleirum. Tökum sem dæmi Sinfóníu- hljómsveit íslands. Til hennar var í upphafi stofnað fyrir þrýsting tónlistarmanna og undanlátssemi ráðherra. Lengi var þessi stofnun svona eins og hálfgert vandræða- mál og án þess að hafa fastan grundvöll til starfa. Það er satt að segja ekki langt síðan henni vora samin lög, sem tryggðu henni tryggan sess. Sannarlega hefur þessi hljómsveit sannað ágæti sitt, og ekki skortir vilja og áhuga tónlistarmanna, En hvar er þá metnaður stjómmálamann- anna? Granur minn er sá að þeir hugsi: nú er þessi hljómsveit ágæt, og ekki meira um það. í stað þess að hugsa: hvað þarf til þess að efla þessa hljómsveit svo að hún verði enn betri, svo að hljómur hennar auki hróður íslenskrar menningar um víða veröld? Þann metnað vantar. Ekki bara á sviði tónlistar, þótt það blasi við í þeim aumingjaskap stjórnvalda að tónlistaráhuga- menn þurfi sjálfir að koma upp tónlistarhúsi í Reykjavík. Hann vantar á öllum sviðum menning- ar. Menningarmetnaður virðistþví miður af skomum skammti hjá íslenskum stjómmálamönnum. Þeir mega ekki vera að því að hugsa um slíkt. Þeir eru alltaf að leysa efnahagsvanda þjóðarinnar. Með þessum líka stórkostlega ár- angri. Höfundur er rithöfundur og dósent í íslenskum bókmenntum við H&skóla íslands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.