Morgunblaðið - 19.07.1989, Síða 26
Flóð í Eyjafjarðará:
Bjargaði
kálinu og
rófunum
með dælu
í KJÖLFAR hlýindanna undan-
farið hefur mikið flóð verið í
EyjaQarðará og segir Eiríkur
Hreiðarsson garðyrkjubóndi á
Grísará í Hrafinagilshreppi að
þau hafi náð hámarki á föstu-
dags- og laugardagskvöld í
síðustu viku.
Eiríkur hefur tvívegis orðið illa
fyrir barðinu á fióðum í ánni, en
hann er með um tveggja tii þriggja
hektara land niður við bakka henn-
ar. Sumarið 1986 og svo aftur
sumarið 1988 flæddi yfir landið
þannig að garðarnir fóru á kaf.
Eiríkur sagði að af hefði hlotist
ómælt tjón, en í fyrrahaust byggði
hann varnargarða við bakkann fyr-
ir hluta af landinu, þar sem það var
lægst. Að auk fékk hann sér bensín-
dælu sem dælir vatninu jafnt og
þétt út. í landinu er framræslu-
skurður og er vatnsstöðunni í hon-
um haldið lægra en í ánni.
„Ég var ákveðinn í að reyna að
veijast flóðum nú í sumar og það
virðist hafa tekist,“ sagði Eiríkur.
Hann sagði að þegar flóð var mest
í ánni hafi eitthvað flætt inn á
landið, en ekki orðið teljandi skaði
af.
Alltofheitt í símaklefunum
Þeir ferðamenn sem hringja írá símstöðinni á Akureyri í vini og ættingja til að segja þeim fi-éttir af góðviðrinu, geta ekki lengur lokað
að sér meðan á samtalinu stendur. Hurðir símaklefanna voru teknar af í upphafi hitabylgjunnar og er ástæðan sú að hitinn í klefunum
var nánast óbærilegur. Gísli Eyland stöðvarstjóri Pósts og síma á Akureyri sagði að um tilraun væri að ræða og enginn hefði kvartað
yfir að geta ekki lokað að sér. Hann sagði að loftræsting sem í símaklefunum er hefði engan veginn dugað þegar hitinn færi yfir 20 stig
og því hefði verið ákveðið að fjarlægja hurðirnar, að minnsta kosti yfir sumarmánuðina.
Eiríkur sagði að í framtíðinni
stefndi hann að byggingu hærri
vamargarða og einnig væri ætlunin
að fá stærri og stöðugri dælu. „En
þessi tilraun hefur gefist nokkuð
vel.“
Smábátafélagið Klettur:
Grásleppuhrogn verði gefin fijáls
Eiríkur sagðist stefna að því að
taka upp fyrstu rófumar í næstu
viku og liti nokkuð vel út með upp-
skeruna.
Eiríkur Hreiðarsson garðyrkju-
bóndi á Grísará hefiir tvívegis
orðið fyrir barðinu á fióðum í
EyjaQarðará, en nú hefiir hann
fengið sér bensíndælu sem dælir
vatninu jafiióðum út í ána aftur.
Betri er hálfiir skaði en allur, segir Aðalbjörn Sigurlaugsson í Ólafsfirði
„ÉG TEL mun hyggilegra að
reyna að halda viðskiptum en að
verðleggja okkur út af mörkuð-
um, betri er hálfur skaði en all-
ur,“ sagði Aðalbjörn Sigurlaugs-
son skipstjóri í Ólafsfirði. Smá-
bátafélagið Klettur, sem i eru
aðilar allt fi-á Siglufirði í vestri
og Húsavík í austri efiidi nýlega
til fundar þar sem meirihluti
fundarmanna samþykkti ályktun
þess efiiis að verð á grásleppu-
hrögnum skyldi gefið fijálst.
Aðalbjöm sagðist engar forsend-
ur sjá fyrir því að halda verðinu,
sem ákveðið var í febrúar, til
streitu, enda hafi strax orðið vart
við undirboð í kjölfar verðlagning-
arinnar. Verðið var ákveðið 11
hundruð þýsk mörk fyrir tunnuna,
eða í kringum 31 þúsund krónur á
núvirði, en frá því dragast um 4.000
krónur vegna ýmissa gjalda. Aðal-
björn segir að fljótlega eftir að verð-
ið hafi verið ákveðið hafí tunnan
verið seld á 25 þúsund krónur og
nú sé að minnsta kosti tvenns kon-
ar verð í gangi auk fyrirfram
ákveðna verðsins frá í vetur. Hann
sagði að fyrir um 6 árum hafi ís-
lendingar verið með um 70% heims-
markaðarins, en sennilega væri
hlutdeildin dottin niður í um 30%.
Nú væm söluhorfur afar slæmar
og taldi Aðalbjöm að ekki væri
búið að selja nema um 5.000 tunn-
ur sem þó væru ekki allar komnar
í hendur kaupenda. „I vetur töldu
kaupendur sig myndu kaupa um
11-12 þúsund tunnur, en mér sýn-
ist stórbrestur kominn þar í og ein-
hveijir útflytjendur hafa engum
samningum náð,“ sagði Aðalbjörn.
Hann sagðist hafa um það nýjar
upplýsingar að framleiðslan á
heimsmarkaði sé mun meiri en áður
var talið, eða um 44 þúsund tunnur
í stað 36 þúsund. „Það gerir útlitið
ekki bjartara. Nú verða menn að
velja þá bestu leið sem til er og þá
næstbestu ef því er að skipta. Það
hefur aidrei verið hægt að forðst
staðreyndir til lengri tíma,“ sagði
Aðalbjörn. Hann sagði að grá-
sleppuveiði væri lífsviðurværi nokk-
urra Ólafsfirðinga og því væri afar
slæmt að ekki væri búið að selja
nema um 10 tunnur af um 350
tunnum sem sjómenn í Ólafsfirði
hefðu náð. Menn væru því illa á
vegi staddir ef ekki tækist að selja
afurðimar. Mun meiri iíkur væru á
að samningar tækjust við kaupend-
ur ef fallið yrði frá fyrirfram
ákveðnu verði.
Fra Hitaveitu Akureyrar
Vegna sumarleyfa verður starfsemin í lágmarki
fr'a og með 22. júlí til 13. ágúst. Símavarsla
verður á venjulegum afgreiðslustíma, en skrifstof-
an verður opin þriðjudaga og fimmtudaga milli kl.
12.30 og 15.00. Bilanir tilkynnist í síma 22105 eða
985-27305. Engar nýframkvæmdir verða á vegum
HA nema í Gerðahverfi II á tímabilinu. Tengingar
innanhúss verða framkvæmdar, ef nauðsyn krefur.
Hitaveitustjóri.
Morgunblaðið/KGA
Blásarasveitin heldur til útlanda
Blásarasveit Tónlistarskólans á Akureyri hélt utan til Þýskalands og Hollands á föstudagskvöld.
Um fjörutíu blásarar taka þátt í ferðinni, en auk fararstjóra og annarra sem fylgja með hópnum
telur hann um sextíu manns. Blásarasveitinni var boðið að taka þátt í alþjóðlegu lúðrasveitarmóti
sem haldið er í Kerkrade í Hollandi, en þar koma fram fjölmargar lúðrasveitir víðs vegar að úr
heiminum. Aður en sveitin tekur þátt í mótinu heldur hún nokkra tónleika í Þýskalandi.