Morgunblaðið - 19.07.1989, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 1989
27
Er sameining þjóðanna næsta skref-
ið í þr óun mannlífs á j ör ðinni?
eftir Ragnar Ágúst
Axelsson
Samfélög manna hafa þróast
mjög mikið síðan maðurinn tók sér
fastan bústað og hóf að yrkja jorð-
ina. Fram að þeim tíma hafði upp-
bygging samfélagsins að mestu
byggst á blóðböndum, það er fjöl-
skyldum og ættbálkum. En eftir að
akuryrkja hófst fóru ættbálkarnir
að þjappa sér saman og borgríki
urðu til; Seinna mynduðust heilar
þjóðir. í allri þessari þróun hefur
verið reynd sameining æ stærri
hópa fólks og hefur það alltaf tek-
ist, þó að oft hafi það gengið efið-
lega.
í ljósi þessarar stighækkandi þró-
unar mannkyns má því vera aug-
ljóst að fyrir liggi sameining þjóð-
anna. Fráleitt, hugsa margir, þegar
þeir hugleiða stöðu heimsmála í
dag. Samt má sjá mörg merki um
að þetta er að gerast og ekki hægt,
eins og fyrri þróun, heldur mjög
hratt. Alla 20. öldina hefur þessi
sameiningarviðleitni vaxið mjög ört.
Árið 1919 var Þjóðabandalagið
stofnað. Því var ætlað að koma í
veg fyrir aðra styijöld á borð við
heimsstyijöldina fyrri, en eins og
kunnugt er tókst það ekki og banda-
lagið leystist upp. Síðan skall
heimsstyijöldin síðari á með öllum
sínum ofsa. Eftir að henni lauk
varð mönnum ljós nauðsyn einingar
og friðar. Þá voru Sameinuðu þjóð-
irnar stofnaðar og er sú stofnun
stórt skref í átt til sameiningar allra
þjóða. En ekki það síðasta. Annað
merki um að þessi þróun mannlegs
samfélags sé hafin, er sú einingar-
viðleitni sem á sér víða stað. Þar
má nefna Efnahagsbandalag Evr-
ópu, Efnahagsbandalag Mið-
Ameríku, Arababandalagið, Eining-
arsamtök Afríku, Suður-Kyrrahafs-
bandalagið og samtök þjóða í Suð-
Austur Asíu. Öll sú sameiginlega
viðleitni, sem þessi samtök ljá lið-
sinni sitt, ryður braut einu heims-
skipulagi. Þá vaknar spurningin:
Hvernig ætti slíkt heimsskipulag
að vera? Um það eru eflaust skiptar
skoðanir. Mig langar til að kynna
lítillega fyrir lesendum blaðsins
hugmyndir um heimsskipulag
framtíðarinnar, sem eru ekki enn
mjög þekktar — kenningar
Bahá’u’llá, stofnanda Bahá’í-trúar-
innar. Bahá’u’lláh kenndi að nú sé
runninn upp tími sameiningar
mannkyns. Hann útskýrði megin-
regluna um sameiginlegt öryggi
allra í yfirlýsingum, sem beint var
til stjórnenda heimsins. Shoghi Eff-
endi, vörður Bahá’í-trúarinnar,
gerði eftirfarandi athugasemdir við
orð hans:
„Hvað annað geta þessi þung-
vægu orð táknað en að óhjákvæmi-
legt verði að takmarka óskorað for-
ræði þjóða og að það sé óumflýjan-
legt skref í átt til myndunar fram-
tíðarsamveldis allra þjóða heimsins.
Mynda verður einhvers konar yfir-
ríki og því í vil munu allar þjóðir
heims afsala sér sérhveiju tilkalli
til stríðsreksturs, tilteknum réttind-
um til skattheimtu og öllum rétti
til viðhalds vopnabúnaðar, nema til
þess að halda uppi lögum og reglu
innan landamæra sinna. Slíkt ríki
verður að hafa á hendi alþjóðlegt
framkvæmdavald, fullt og óskorað
umboð til að koma lögum yfir sér-
hvern þvermóðskufullan meðlim
samveldisins, heimsþing, sem kosið
er til af þjóðunum og kosning þing-
manna samþykkt af ríkisstjórn við-
komandi lands, og hæstarétt, en
dómar hans eru bindandi, jafnvel í
þeim tilvikum þar sem málsaðilar
hafa ekki sjálfviljugir samþykkt að
mál þeirra yrðu lögð fyrir.
í þessu heimssamfélagi mun öll-
um viðskiptahöftum verða rutt úr
vegi í eitt skipti fyrir öll og sameig-
inlegir hagsmunir auðmagns og
vinnuafls afdráttarlaust viður-
kenndir, þar hefur háreysti trúar-
ofstækis og deilna þagnað að eilífu,
Ragnar Ágúst Axelsson
Norðfirði.
„Yið lifum vissulega á
hættutímum. Vanda-
málin verða stöðugt ill-
leysanlegri. Samkvæmt
ávarpi Allsherjarhúss
réttvísinnar hefiir
mannkynið aðeins um
tvo kosti að velja.“
þar hefur eldur kynþáttahaturs end-
anlega verið slökktur, þar gilda ein
alþjóðalög — ávöxtur yfirvegaðra
dóma sambandsfulltrúa heimsins —
og tafarlaus íhlutun sameinaðs her-
styrks sambandsríkjanna mun
tryggja að þeim sé framfylgt, og
loks heimssamfélag, þar sem heift
duttlungafullrar og herskárrar
þjóðernishyggju hefur breyst í full-
an skilning á nauðsyn heimsborgar-
hyggju — þetta er í grófum dráttum
skipulagið, sem Bahá’u’lláh boðaði,
skipulag, sem mun verða litið á sem
fegursta ávöxt hægþroska aldar.“
Undanfarandi tilvitnun er að
finna í mjög athyglisverðu ávarpi
sem Allsherjarhús réttvísinnar,
æðsta stjórnstofnun Bahá’í-trúar-
innar, sendi frá sér á Alþjóðlegu
friðarári Sameinuðu þjóðanna.
Ávarpið nefnist „Fyrirheit um
heimsfrið“ og er stílað til þjóða
heimsins. Það á brýnt erindi til allra
jarðarbúa, bæði ráðamanna og al-
mennings. í ávarpinu er því haldið
fram að heimsfriður sé næsta skref-
ið í þróun mannlífs á jörðinni, það
sé ekki aðeins mögulegt, heldur
óhjákvæmilegt. Mannkynssagan
hefur vissulega verið blóði drifin
fram að þessu og margir efast um
að heimsfriður komist nokkurn tíma
á. en Allsheijarhús réttvísinnar út-
skýrir hvers vegna þessi bjartsýni
á framtíðina er ekki sama og afneit-
un á fortíð mannkynsins, heldur
felur í sér skilning á þróun þess:
„Bahá’í-trúin lítur svo á, að nú-
verandi upplausnarástand og hinn
geigvænlegi glundroði í mannlegu
lífi sé eðlilegt stig í þróunarferli,
sem muni óhjákvæmilega ná há-
marki í sameiningu mannkynsins í
einu þjóðskipulagi, sem hefur sjálf
endimörk jarðarinnar að landamær-
um. Þróun mannkynsins sem sér-
stakrar lífheildar er sambærileg við
hina stigbundnu þróun í lífi hvers
einstaklings. Stig bernskunnar er
að baki og við erum nú stödd í
miðjum þeim umbyltingum og um-
róti, sem einkenna unglingsárin.
Framundan er aftur á móti mann-
dóms- ogþroskatími mannkynsins."
Við lifum vissulega á hættutím-
um. Vandamálin verða stöðugt ill-
leysanlegri. Samkvæmt ávarpi Alls-
heijarhúss réttvísinnar hefur mann-
kynið aðeins um tvo kosti að velja:
„Að þessu heimsskipulagi verði
komið á núna á grundvell: vilja til
samráðs, eða að það verði fyrst að
veruleika eftir óumræðilegar skelf-
ingar, sem þrákelkningsleg fast-
heldni mannkynsins við gamalt
hegðunarmynstur hrindir af stað,
eða honum verði komið á núna á
grundvelli vilja til samráðs, eru
þeir valkostir, sem blasa við öllum
íbúum jarðarinnar. Á þessum
háskalegu tímamótum, þegar ill-
leysanlegir erfiðleikar, sem steðja
að þjóðunum, hafa runnið saman í
vandamál, sem allur heimurinn
stendur sameiginlega andspænis,
væri það óveijandi ábyrgðarleysi
að láta sér mistakast að stemma
stigu við átökum og öngþveiti."
Síðar í ávarpinu segir Állsheijar-
hús réttvísinnar: „Bahá’u’lláh gaf
eftirfarandi vísbendingu um til-
komu þessara afdrifaríku breyt-
inga: „Sá tími mun koma, að knýj-
andi nauðsyn þess að halda mikla,
alltumlykjandi ráðstefnu manna
hiýtur viðurkenningu allra. Stjóm-
endur og konungar jarðarinnar
verða að sækja hana og taka þátt
í yfirvegunum hennar með það fyr-
ir augum að finna leiðir til að gmnd-
valla heimsfriðinn mikla meðal
manna.“
Hvað svo sem kann að gerast á
næstu áram era Bahá’íar bjartsýnir
á farsæl endalok þeirrar samfélags-
þróunar sem nú er hafin og stefnir
ótvírætt að sameiningu allra jarð-
arbúa. Ástæða bjartsýni okkar er
ekki síst fólgin í því að Bahá’u’lláh,
sem við Bahá’íar álítum vera boð-
bera Guðs, gaf, líkt og aðrir spá-
menn á undan honum, ótvírætt fyr-
irheit um að heimsfriður komist á:
„Þessar tilgangslausu deilur, þessi
eyðileggjandi stríð, munu líða undir
lok og friðurinn mesti komast á.“
Höfundur er Baháí’trúar og býr á
Norðfírði.
8 kínverskir réttir
í hádeginu á kr.780 -
Kínavagninn í hádeginu alla daga. Átta kínverskir réttir og þú borgar aðeins
780 krónur og borðar að vild.
Réttirnir eru: Lambakjöt í karrý, djúpsteiktur smokkfiskur, steiktur fiskur,
steiktar núðlur, kínverskt ravoli, vorrúllur, pönnusteikt grænmeti, steikt eða
soðin hrísgrjón, grænmetis salat og kaffi.
Allt þetta fyrir aðeins 780 krónur.
H07IL0CK
GARÐÚÐARAR
ÚÐUNARKÚTAR
SLÖNGUSTATÍV
SLÖNGUTENGI
v »
GARÐVERKFÆRAÚRVAL
HEKKKLIPPUR
GREINAKLIPPUR
GRASKLIPPUR
SLÁTTUORF
SMÁVERKFÆRI
# BLACK&DECKER
RAFMAGNSSLÁTTUVÉLAR
VERÐ FRÁ KR. 7.950
ARMÚLA11
. NÝR DAOUR