Morgunblaðið - 19.07.1989, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 19.07.1989, Qupperneq 34
' MORGUKBLAÐIÐ MÍDVlkUbAGUR 19. JÚLÍ 1ÍÍ89 Olafur M. Olafsson # menntaskólakennarí kennslu í völundarhúsi þýzkrar málfræði. Ólafur sinnti margs konar fræði- og vísindastörfum með kennslu sinni, en ég sleppi að geta þeirra hér sérstaklega, þar sem veit, að um þau verður fjallað í öðrum minn- ingarorðum um hinn látna vin. Þeg- ar Bragi bróðir Ólafs veitti Iðnaðar- málastofnun íslands forstöðu á fyrstu árum hennar 1953-1955, var ritinu Iðnaðarmájum hleypt af stokkunum. Tók Ólafur þá að sér að búa greinar undir prentun og lesa prófarkir. Í sumum greinum, sem þar birtust, var m.a. oft talað um standard og standardisera, enda í samræmi við talmál þess tíma. Ólafí fannst að vonum þetta ótækt orðalag, enda var hann alla tíð smekkmaður á íslenzkt mál, svo sem ritverk hans bera glöggt vitni um. Það var þá, sem honum duttu í hug orðin staðla fyrir standardis- era, staðall fyrir standard og stöðl- un fyrir standardiseringu. Minnist ég þess vel, þegar hann bar þessi orð undir mig, áður en hann lét þau koma fram í Iðnaðarmálum. Við smíð þessara orða hafði Ólafur í huga so. að aðla og no. aðall og öðlun. Þá var honum einnig ljóst, að hér gæti stuðlað að því, að menn tækju að nota þessi nýju orð hans, að þau hæfust á sama hljóðasam- bandi, þ.e. st-, og útlendu orðin. Mér leizt mjög vel á þessi orð og svo var um fleiri, enda hefur svo farið, að þau hafa festst í sessi og þegar nær útrýmt hinum dansk- ættuðu orðum úr málinu. Sama ár og Ólafur gerðist menntaskólakennari eða 6. janúar 1951 kvæntist hann mikilli ágætis- konu, Önnu Hansen, píanókennara. Eignuðust þau tvö böm, Guðrúnu Bimu, sem gift er Kristni H. Grét- arssyni, og Olaf Magnús, sem dvelst enn í foreldrahúsum. Dótturbömin era tvö. Þau Anna og Ólafur áttu heima á nokkram stöðum í Reykjavík, en lengst í Grandarlandi 8. Þau vora höfðingjar heim að sækja og samvalin í því að láta gestum sínum líða vel. Eram við margir vinir þeirra, sem átt hafa með þeim ófáar ánægjustundir á liðnum áram. Að sjálfsögðu er margs að minn- ast við lát gengins vinar, en þær minningar era vitaskuld flestar svo persónulegar, að þær eiga ekkert erindi út á torg. Þær geymast ein- ungis í þakklátum huga á skilnaðar- stundu. Á eitt verð ég þó að minn- ast að leiðarlokum. Leiðir okkar Ólafs lágu saman á hveiju vori um rúmlega tuttugu ára skeið við stúd- entspróf í íslenzku frá skóla hans, þar sem ég var prófdómari á vegum Menntamálaráðuneytisins. Þá kynntist ég fyrst þeim fræðara og skólamanni, sem í Ólafi bjó. Og það get ég fullyrt, að Ólafur var bæði sanngjam og réttlátur í dómum sínum og reyndi alltaf í munnlegum prófum að laða fram þá þekkingu, sem búast mátti við, að stúdents- efnið byggi yfir. Þetta vil ég ekki láta liggja í þagnargildi, þegar ég mæli eftir hann látinn. Sjálfur lærði ég mjög margt af þessari samvinnu við Ólaf, sem og við aðra samkenn- ara hans. Ég veit, að margur getur vottað þetta hið sama með mér. Vissulega er eftirsjá í hveijum þeim samferðamanni, sem heltist úr lestinni að “líkstaða tjaldstað“. En hér koma upp í huga mér þau orð, sem mætur maður sagði fyrir mörgum áratugum í viðtali á sex- tugsafmæli sínu, að úr þessu væri allra veðra von. Sá maður varð all- ur stuttu síðar. En hinn látni vinur okkar, sem við kveðjum nú, hné þó ekki í gras fyrr en 73 ára að aldri og það án þess að þurfa að þreyta nokkra glímu við Elli kerlingu. Þetta hljóta bæði aðstandendur og vinir að þakka, þó að leiðir hafi skilið snöggt og óvænt og okkur þyki hér hafa orðið skarð fyrir skildi, sem verði vandfyllt. Hins vegar lifir í hugum allra þeirra, sem kynntust Ólafí M. Ólafssyni náið, minning um góðan dreng og vamm- lausan, og það er ómetanleg hugg- un á skilnaðarstundu. Að endingu sendi ég Önnu og börnum hennar tveimur og öllu öðra skylduliði samúðarkveðjur mínar og fjölskyldu minnar. Jón Aðalsteinn Jónsson Eigi má sköpum renna, og enginn veit sitt endadægur. — Þessir al- kunnu orðskviðir komu mér ósjálf- rátt í hug, er ég spurði þau sorgar- tíðindi að morgni sunnudags 9. júlí síðastliðins, að gamall vinur minn og samstarfsmaður um áratuga- skeið, Ólafur M. Ólafsson, hefði tæpum tveimur dögum fyrr orðið bráðkvaddur í háskólabænurri Giessen suður í Þýzkalandi. Glaður og reifur hafði hann haldið að heim- an sunnudag 2. júlí ásamt Önnu, konu sinni, í stutta heimsókn til góðs vinar, prófessors við háskól- ann í Giessen, sem skólinn hugðist heiðra á sextugsafmæli. Síðasta dag sömu viku er hann fluttur heim til ættjarðarinnar liðið lík. Svo skammt getur verið milli lífs og dauða. Við Ólafur kynntumst fyrst að nokkra þegar á unglingsárum, er við vorum samtíða í Verzlunarskóla Íslands. Eftir brottfararpróf þaðan hélt hann utan til framhaldsnáms í Þýzkalandi, og rofnaði þá sam- band okkar um sinn, en tókst þeim mun betur að nýju, er við fóram að lesa saman til stúdentsprófs í Menntaskólanum í Reykjavík. Mátti þá heita, að ég væri nær daglegur gestur á ágætu heimili foreldra hans að Flókagötu 18, þeirra Þrúð- ar Jónsdóttur og Ólafs kaupmanns Magnússonar. Eftir það lá leið okk- ar saman í Háskóla íslands að leggja stund á íslenzk fræði, og í samfleytt 35 ár voram við samkenn- arar í Menntaskólanum í Reykjavík, frá 1951, er Ólafur bættist í kenn- aralið skólans, allt til 1986, er hann hvarf frá kennslu fyrir aldurs sakir. Á ævilangri vegferð okkar kynn- umst við mennimir hvers konar fólki, ekki sízt við kennarar, sem tökum hvert haust við hópum nýrra nemenda. Það mun og vera haft fyrir satt, að engir tveir menn séu með öllu eins né hafi verið frá upp- hafi mannkyns, hvorki að útliti né innri gerð. Hefur því löngum oltið á ýmsu um dóma okkar um náung- ann og þeir oft reynzt ærið misjafn- ir, enda ýmsu háðir og iðulega kveðnir upp í fljótræði og af van- þekkingu. Þeir samferðamenn mínir era ekki margir, sem ég hef þekkt eins vel, — enn síður betur, — en Ólaf M. Ólafsson eftir nær ævilöng viðskipti okkar í námi og starfi. Er þar skemmst af að segja, að heiðarlegri og hreinskiptnari manni en honum hef ég ekki enn átt þess kost að kynnast. Þessum eiginleik- um hans fylgdi, sem eðlilegt er, einstök nákvæmni og samvizkusemi í stóru sem smáu. Að bregðast í því, sem honum var til trúað, — það •var „kunnátta“, sem hann bar aldr- ei við að tileinka sér. Svo traustur maður og kröfuharður við sjálfan sig hlýtur að ætlast til svipaðra mannkosta af öðram og leyfist það. Honum var og af langri reynslu fullkomlega Ijóst, að hæfilegt að- hald og, með leyfi að segja, agi og regla er óhjákvæmileg nauðsyn í hverri kennslustund, ef nokkur árangur á að verða. Slakur agi, léleg kennsla, lítið nám, allt leiddi þetta hvað af öðra að hans dómi. Ungur varð hann snortinn af há- menningu Þjóðverja, aga þeirra, reglu og iðjusemi, og bar þess merki æ síðan, enda í samræmi við eðli hans. Slíkt er okkur íslendingum því miður oft framandi um of og veldur jafnvel misskilningí á stund- um. Ólafur var umfram allt mikiil málfræðingur og af greinum mál- fræðinnar einna hugfangnastur af hljóðfræði og íslenzkri málsögu allt frá forneskju til nútímans. Naut hann sín hið bezta við að fræða nemendur í þessum greinum, sem era vissulega ekki síður menntandi, þegar vel er á haldið, en ýmislegt það, sem kann að þykja eitthvað auðveldara að grauta í og þess vegna vinsælla. I bókmenntum aft- ui á móti var hann, að kalla mátti, nær eindreginn fornmenntamaður. Einkum heillaðist hann af hinum stórbrotnustu Eddukvæðanna, en einnig af dróttkvæðum kveðskap. Sökkti hann sér niður í könnun þessara fornu texta og leitaðist við að skýra sem rækilegast ýmis vafa- atriði. Má þrotlaust um það deila, hversu vel tekst til í slíkum fræð- um, en ekki veit ég betur en sumar skýringar hans að minnsta kosti þyki hafa leyst svo vel gátuna, að ekki verði um þokað. Það lætur að líkum, að maður sem Ólafur M. Ólafsson þoldi illa hirðuleysislega meðferð íslenskrar tungu. Hann var alla tíð staðfastur málhreinsunarmaður og málvönd- unar og vildi, að orð væri „á Is- landi til um allt, sem er hugsað á jörðu“, — stuðlaði reyndar að því, að svo mætti verða. Ætla mætti, að slíkur alvöramað- ur sem Ólafur heitinn hafí verið nokkurs konar innhverfur einfari, sem lítt kynni að blanda geði við aðra menn. Slíku fór víðsfíarri. Sjaldan bar svo saman fundum okkar, að hann hefði ekki einhver spaugsyrði á vöram eða græsku- lausar gamansögur. Já, — glaðr ok reifr skyli gumna hverr, unz sinn bíðr bana. Þessa heilbrigðu kenn- ingu hinna fomu Hávamála hafði Olafur jafnan að leiðarljósi. Allt víl og vol var honum fíarri skapi, enda þótt stundum gæfi á bátinn í lífí hans sem flestra annarra. Og nú, þegar hann er allur, minn- ist ég löngu liðins atburðar. Við sátum saman nokkrir félagar, ræddum lífíð og tilveruna og reynd- um að vera dálítið heimspekilegir. Barst þá talið meðal annars að hin- um miklu endalokum allra lifenda, dauðanum. Vitnaði Ólafur þá í fleyg orð stórskáldsins Friedrichs von Schillers: „Der Tod ist nichts, aber das Sterben ist eine schándliche Erfindung." Leyndi sér ekki, að hann gerði þessi orð skáldsins að sínum. Er það nú harmabót, að honum skuli hafa veitzt sú mikla blessun að mega kveðja lífið án kvilla og kvala langrar ellihrömun- ar. í góðum hópi á gleðistund hafði hann nýlokið afmælisræðu til tryggðavinar, en síðan gengið til sætis síns við veizluborð, er kallið kom. Ef þetta er ekki að deyja með þeirri reisn, sem hann sjálfur vænti sér, kann ég því ekki nafn að gefa. Jón S. Guðmundsson Við frétt um hið sviplega fráfall Ólafs M. Ólafssonar er mér þrennt efst í huga. í fyrsta lagi upphafsorð hermannasöngs, sem við báðir þekktum: Eitt sinn átti ég bróður, honum betri enginn fannst. (Ludwig Uhland) Um ætt Ólafs og feril munu fíalla mér hæfari menn. Þeir munu líka vitna um góðan dreng, sem sameinaði Ijúfmennsku sinni einurð. Er ég þá ekki að bera í bakkafullan lækinn? Hann hafði ríka kímnigáfu, en honum var dauðans alvara að beita göfugu máli. Hann gerði miklar kröfur til nemenda sinna í þeim efnum, varð vinsæll hjá sumum en ekki öðrum, eins og gengur og ger- ist. Ég þekki flugfreyju, sem á sínum tíma andaði léttar, þegar hún komst í bekk, þar sem „ÓMÓ“ kenndi ekki. En harður skóli hans varð mörgum til blessunar síðar meir. Ólafur var ákveðinn andstæðing- ur þess að minnka námskröfur sam- fara fjölgun stúdenta og hafði lítið álit á málsóðum, sama hver átti hlut í. Þegar óþarflega athafnasam- ur áhrifamaður var valdur að slysi í þróun íslenzkunnar, þvarr gengi hans hjá Ólafi. Hann líkti því við, að rektor Menntaskólans hefði fyr- irskipað einfaldari beygingu nafn- orða, til dæmis: hér er kú, um kú, frá_ kú, til kúar! í öðru lagi minnist ég ungs skálds, sem orti um dauðann á dán- arbeði. Nafn skáldsins þekkja fáir hér á landi, en margir geta tekið undir látlausu orðin: Við dauðann er ég ekki hræddur. dauðinn er ekki vondur, en kvölinni við að deyja kvíði ég. (Jiri Wolker 1900-24) Dauðinn var Ólafi ekki vondur. Hann kom ekki að honum eins og grimmur morðingi úr launsátri. Fremur gætum við sakað manninn með ljáinn um að hafa framið líknardráp. Við eram öll í samfylgd með Ólafí að hinu mikla hliði, og flest myndum við kjósa okkur sams konar örlög á þröskuldinum milli heima, ef við fengjum að ráða nokkra um það. Hitt er annað mál, að Ólafur átti ólokið merku starfí á sviði fræða sinna. Verður sá skaði seint bætt- ur. Þar komu að sök ekki aðeins áreynsla samvizkusams kennara, heldur vorum við helst til mörg, sem níddumst á honum til að njóta hins frábæra málsmekks hans. Eftir að hann hætti kennslu fyrir aldurs sakir, tóku leiðréttingar á opin- beram skjölum dijúgan skerf af starfsorku sem hefði betur verið varið í þágu fræðanna. En hvorki hin virta stofnun, sem þurfti á leiðréttingum hans að halda, né við hin, missum jafn mik- ils og fíölskylda hans. Vafalaust á hin Ijúfa eiginkona hans, Anna Hanseri, tónlistarkennari, um sárast að binda, en hún hefur af alúð og eljusemi skapað Ólafi glæsilegt heimili og góða starfsaðstöðu. Reyndar voru þau bæði hvort ann- ars stoð í þeim efnum sem öðram. Þar með nálgumst við þriðja atrið- ið, sem vert er að huga að. Að síðustu vil ég nefna sköpunar- sögu Biblíunnar, þar sem segir, að Guð hafí skapað Evu úr rifí Ad- ams. Líklega metur kvennaguð- fræði söguna sem tilraun kariasam- félags að gera lítið úr konum. Ég hef aðra skýringu. Ég álít, að söguna hafi samið maður, sem hafi unnað konu sinni mjög. Þegar hann missti hana, líkti hann sorg sinni við flakandi síðusár, eins og heilt rifbein hefði verið höggvið úr bijósti hans. Hér er fkki að ræða þátt úr reynsluheinti karlmanna einna. Við verðum fyrir þessu áfalli, alveg sama, hvort við geramst ekklar eða ekkjur. Beztu hjónaböndin enda verst. Það er erfitt að bera trega eftir lát maka, sem okkur hefur verið allt, var ævilangur hlutur af okkur sjálfum. Það er hliðstætt því, að við greiðum hærra verð fyr- ir meiri gæði vörannar. En um síðir sættum við okkur við það og innum þakklát og glöð af hendi afborgan- ir fyrir liðna lífshamingju okkar, sem við með engu móti hefðum vilj- að fara á mis. Megi Guð gefa þeim þrek að þola þessa raun. Kári Valsson Vinur minn og fyrrum starfs- félagi, Ólafur Markús Ólafsson, lést skyndilega í Giessen í Þýskalandi fyrir skömmu. Hann hafði verið í góðra vina hópi. Hafði rétt lokið að halda ræðu einum þeirra til heið- urs, er hann laut höfði, svona rétt eins og meðfædd hæverskan bauð honum, þegar honum var fagnað að ræðunni lokinni. En þegar svo fljótt er af skorið, er mikið lagt á þá, sem eftir eru skildir. Á það ekki síst við, ef hinn látni hefur vart kennt sér meins og ekki er annað að sjá, en að í fullu fíöri sé. Ólafur var 73 ára er hann lést en var svo unglegur útlits, að svo virtist sem hann hefði ekki mörg ár um sextugt. Hann var glæsi- menni á velli og bauð af sér sérlega góðan þokka hvar sem hann fór. Þótt þetta sé hér nefnt, mun ég ekki minnast hans fyrst og fremst fyrir glæsileik hans og ljúfa og sér- lega aðlaðandi framgöngu eða heill- andi mælsku. Ég minnist hans fremur sakir einlægs vinskapar hans við mig og mitt fólk og ein- stakrar umhyggju og tryggðar. Ólafur Markús fæddist 16. júní árið 1916 í Reykjavík. Hann var sonur hjónanna Ólafs Magnússon- ar, kaupmanns og stofnanda Fálk- ans, og konu hans, Þrúðar Guðrún- ar Jónsdóttur. Hann útskrifaðist úr Verslunarskóla íslands árið 1935. Hugur hans hneigðist til frekara náms og lauk hann stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1941. Þá um haustið hóf hann nám í íslenskum fræðum við Háskóla íslands og lauk þaðan cand. mag.- prófi vorið 1946. Af frekara námi má nefna námsdvöl í Þýskalandi 1955—57, en í rauninni vann hann ávallt að vísindastörfum, sem segja má, að feli í sér eilíft nám. Til dæmis leiddu fræðistörf hans til þess, að hann kynntist fíölmörgum þýskum fræðimönnum á germ- anska sviðinu, og var hann töluvert þekktur meðal þeirra. Fór hann marga ferðina til Þýskalands og einnig til Sviss til formlegra og óformlegra funda við þá. Var hon- um m.a. oft boðið fyafmæli ýmissa þeirra. Nutu þeir auðsjáanlega þekkingar hans og hæfíleika til að gæða hana léttleika og lífi þeirrar frásagnarlistar, sem íslenska þjóðin hefur varðveitt í fomum bókum sínum, og Olafur hafði gert sér far um að kynnast og tileinka sér. Það var einmitt í einni slíkri ferð sem hann hélt sína síðustu ræðu. Árin 1947—49 kenndi Ólafur nútímahljóðfræði við Háskóla ís- lands í forföllum dr. Björns Guð- finnssonar. Kennari við Mennta- skólann í Reykjavík varð hann árið 1951 og starfaði þartil ársins 1986, er hann varð sjötugur. Snemma árs 1951 kvæntist Ólaf- ur eftirlifandi konu sinni, Önnu Hansen. Eignuðust þau tvö böm, Guðrúnu Birnu og Ólaf Magnús. Guðrún Birna er gift Kristni H. Grétarssyni, múrarameistara, og eiga þau tvö böm. Ólafur Magnús er ókvæntur og barnlaus. Ólafur var ákaflega mikill heimil- ismaður og bjó vel að heimili sínu og fíölskyldu. Var hann sífellt að auka og efla heimilið og hafði oft bústaðaskipti í því skyni. Hann var feikilega gestrisinn maður og var við brugðið, hve lipur hann var og tók virkan þátt í heimilisstörfunum, þegar gesti bar að garði og endra- nær. Menntaskólinn í Reykjavík var okkar samstarfsvettvangur í ríflega tvo áratugi, en þar voram við sam- kennarar allt frá því, er hann hóf störf og þar til ég hætti kennslu árið 1973 eða í 22 ár. í starfi sínu var hann ákaflega samviskusamur, og kom það mér þannig fyrir sjón- ir, að hann gæti ekki til þess hugs- að, að störf hans skeikuðu í einu né neinu. Reglusamur var hann á allan hátt, og kom það fram bæði í starfí og í gjörðum öllum. Sam- starfsár okkar vora sérlega geðfelld og minnist ég allra áranna með ein- lægu þakklæti. Raunar hófust kynni okkar all löngu fyrr og voru þá þegar orðin nokkur, er fíölskyld- ur okkar tengdust með giftingu Haralds, bróður Ólafs, og systur minnar, Þóra. Af sjáifu leiddi, að leiðir okkar lágu mikið saman utan starfsins. En það vora þó fráleitt einvörðungu mágsemdimar, sem urðu þess valdandi, að við áttum saman margs konar félagsleg sam- skipti og umgengumst mikið fyrr og síðar. Hin einstaka vinsemd þeirra hjóna í minn garð náði í raun- inni langt út yfir öll fíölskyldu- tengsl. Þegar- eftir að þau Anna stofnuðu til heimilis, varð ég tíður gestur hjá þeim og átti þar fíöl- margar ánægjustundir. Á fyrstu áram hjúskapar þeirra borðaði ég hjá þeim með köflum, og höfðum við með okkur hálfgerðan sam- yrkjubúskap um tíma. Þá þegar sýndu þau hjón mér þá miklu vin- áttu, sem jafnvel átti eftir að auk- ast með áranum. Má það meðal annars marka af því, að í um það bil tvo áratugi naut ég þeirra ein- stöku velvildar að vera boðinn í mat til þeirra í hverri viku, ef að- stæður framast leyfðu. Engin orð fá í rauninni þakkað allan þennan vinskap og göfug- lyndi, þótt ég nú að leiðarlokum geri til þess veikburða tilraun. Ég vil þó ekki síður þakka þá óijúfan- legu tryggð, sem Ólafur sýndi mér eftir að kraftar mínir tóku að þverra og veikindi fóru að gera vart við sig. Þá breyttust vikuleg heimboðin til þeirra hjóna fyrst í vikulegar heimsóknir Ólafs til mín og síðar, er veikindi mín ágerðust og ég varð að fara á sjúkrahús, má heita að hann hafi heimsótt mig á hvetjum degi. Þá er mér einnig ljúft að þakka sérstaklega tryggð hans og

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.