Morgunblaðið - 19.07.1989, Qupperneq 41
41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 1989
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
iur i/WMi na hd. tnf 'U LI
Skemmdarverk
Til Velvakanda.
Vinur minn einn lagði á sig
langa ferð til að gróðursetja lítið
tré á leiði ættingja. Hann hefur
síðan farið fleiri ferðir til að fylgj-
ast með og hlúa að þessari plöntu.
Hann er nú nýlega kominn úr einni
slíkri ferð. Mikil var undrun hans,
svo ekki sé meira sagt, því ein-
hver hafði lagst svo lágt að saga
þetta litla tré í sundur niður við rót.
Stöðvum
fólks-
flóttann
Kæri Velvakandi.
Illa er nú komið fyrir þjóðinni
og er nú komið í sama farið og
fyrir rúmum áratug að fólk er tek-
ið að flýja land vegna versnandi
lífskjara hér. Flestir eru sammála
um að þessi vandi er heimatilbúinn
og stafar fyrst og fremst af slæmri
stjórn. Stjórnin sem nú situr er
líklega sú óvinsælasta um áraraðir
og er nú svo komið að fáir mæla
henni bót.
Það versta er að núverandi stjórn
virðist ekki hafa önnur ráð en að
auka lántökur erlendis. Það ætti
þó hver maður að sjá að ekki er
neinn vandi leystur með því að auka
á skuldabaggann því þessi lán verð-
ur að sjálfsögðu að greiða. Furðu-
legt er hversu mikið lánstraust þjóð-
in hefur og dettur manni stundum
í hug að það mætti vera minna.
Og það er ekki bjart framundan.
Atvinnuleysi hefur verið mikið hér
í sumar en samkvæmt
efnahagsspám má búast við að það
aukist um allan helming og verði
verulegt í haust. Stjómarherrarnir
virðast alveg ráðlausir og aðhafast
ekkert til lausnar þessum vanda og
þó það sé ljóst að stjórnin nýtur
ekki stuðnings nema lítils minni-
hluta kjósenda virðist þess engin
von að hún fari frá. Heppilegra
væri að ganga til kosninga fyrr en
seinna, því við verðum að fá stjórn
sem getur og vill takast á við vand-
ann. Það verður að stöðva fólks-
flóttann út landinu og skapa grund-
völl fyrir traustum efnahag að nýju.
Guðmundur Ólafsson
undir Ingólfsfjalli urðum við vitni
að heldur leiðinlegu háttarlagi.
Brún Mazdabifreið ók á undan
okkur og kastaði fólkið stöðugt
rusli út um gluggana. Ég hélt að
fólk væri hætt þessum óvana en
það er greinilega misskilningur.“
Slæða
Marglit slðeða tapaðist í Foss-
vogskirkjugarði eða á leið þaðan
niður á Skarphéðinsgötu.
Finnandi er vinsamlegast beðinn
að hringja í Sigríði í síma 27222.
Kettlingur
Um þriggja mánuða gamall
kettlingur, svartur og hvítur, er í
óskilum að Egilsgötu 28. Eigandi
hans er beðinn að hringja í síma
10591 sem fyrst.
Sólargleraugu
Sólargleraugu með svartri um-
gerð og í hulstri töpuðust við Litlu
kaffístofuna sl. laugardag.
Finnandi er vinsamlegast beðinn
að hringja í síma 74569 eða
82099.
Góður sjón-
varpsþáttur
Til Velvakanda.
Þátturinn Fólkið í landinu sem
sýndur var í sjónvarpinu 8. júlí var
mjög góður. Þar var spjallað við
Gísla Konráðsson, bóndasoninn sem
fór í útgerð. Væri ekki hægt að
endursýna þennan þátt? Margir
hafa eflaust misst af honum.
A.S.
Þessir hringdu . .
Er ekki þörf á eftirliti?
Guðmundur hringdi:
„Krakkar hafa gaman af að
renna fyrir físki á bryggjum og
er þetta orðið vinsælt sport hjá
yngstu kynslóðinni á bryggjunum
við Reykjavíkurhöfn, sérstaklega
við Ægirsgarð. Oft eru margir
krakkar þarna að veiða eða fylgj-
ast með veiðunum og eru þeir á
ýmsum aldri. Þama er óneitan-
lega nokkur slysahætta og tel ég
þörf á að meira eftirlit sé haft
með þessu.“
Slæm umgengni
Sigrún hringdi:
„Við vomm á leið heim í síðdeg-
is á sunnudag og er við ókum
Víkverji skrifar
Nýlega hringdi athugull borgari
í Víkveija og vakti máls á
því, að sér þætti lögreglustjórinn í
Reykjavík eða embætti hans ekki
taka það nógu föstum tökum, þegar
fyrirtæki brytu í bága við reglur
um að nöfn þeirra væru íslensk.
Taldi hann að þetta aðsgæsluleysi
og tregða til að fara eftir ábending-
um borgaranna væri til marks um
slóðaskap, sem væri orðinn alltof
áberandi í þjóðfélaginu. Fengjust
yfírvöldin ekki til þess að gegna
skyldum sínum af ótta við að þau
kynnu að lenda í tímabundnum úti-
stöðum væri töluverð hætta á ferð-
um. Um leið og tekið yrði á þessum
málum og menn áttuðu sig á því
að reglum skyldi fylgt fram myndi
ástandið verða fljótt að breytast.
Þessi borgari ræddi um fleira en
heiti á fyrirtækjum og benti
Víkveija til dæmis á það sem hann
taldi augljós brot bjórframleiðenda
á banni við auglýsingum á áfengu
öli, svo sem í ferðamannabækling-
um og jafnvel á íþróttavöllum. Af-
staða yfirvalda til brota af þessu
tagi væri svipuð og til fyrirtækja-
heitanna, þau settu kíkinn fyrir
blinda augað.
Víkveiji vill taka undir þessar
ábendingar. Ástæðulaust er fyrir
yfírvöldin að setja reglur sem þau
sjá síðan ekki um að sé framfylgt.
Kæruleysi af því tagi gerir aðeins
illt verra.
XXX
Annar borgari hringdi í Víkveija
vegna skrifa í dálki þessum
þriðjudaginn í síðustu viku, þegar
amast var við því að Tæland, Tæ-
van og Kúvæt væri ritað með þeim
hætti, sem hér er gert. Taldi hann
með öllu ástæðulaust að finna að
þessum rithætti, sem hefur sést í
erlendum fréttum Morgunblaðsins
á undanförnum mánuðum, þótt
hann hafí ekki verið samræmdur,
enn sem komið er að minnsta kosti,
meðal annars vegna þess að þeir
sem um erlend málefni skrifa í blað-
ið eru ekki á einu máli um þetta
efni. Meðal annars er sá sem ritar
Víkveija í dag á öndverðum meiði
við þann, sem ritaði um þetta þriðju-
daginn 11. júlí. Má segja að um
þetta gildi svipað og um bókstafinn
z hér á síðum blaðsins, en eins og
sjá má nota þeir hann, sem vilja
halda í gamla tímann.
í bók Árna Böðvarssonar Málfar
í fjölmiðlum segir: „Loks er þess
að geta að heiti þjóðhöfðingja sem
erfa ríki eru íslenskuð, t.d. Jóhann
Karl Spánarkonungur, Baldvin
Belgíukonungur. Sama gildir um
páfa nöfn: Jóhannes Páll páfi.“
Þessi regla gildir hér í Morgun-
blaðinu og með vísan til hennar sjá
menn hvers vegna ekki er talað um
Jóhannes F. Kennedy, fyrrum
Bandaríkjaforseta, eða Georg Bush.
Bandaríska forsetaembættið geng-
ur ekki að erfðum.
xxx
Enginn skyldi halda að það sé
auðvelt verk að reyna að sam-
ræma rithátt í blaði á stærð við
Morgunblaðið. Þannig hefur til
dæmis oftar en einu sinni verið
vakið máls á því hér á þessum stað
og að sjálfsögðu í samtölum á rit-
stjórn blaðsins og við prófarkales-
ara, að ætlunin sé að kalla Efna-
hagsbandalag Evrópu Evrópu-
bandalagið á síðum blaðsins, þar
sem það sé í samræmi við ákvörðun
bandalagsins sjálfs um heiti sitt.
Glöggir lesendur geta séð að oft
eru óskir um þetta hafðar að engu.
Með
morgunkaffinu
Það er ekki pláss fyrir
vörumerkið á nýjustu bik-
ini-sundfotununi...
617 I1 I ’ 1 ’ POLLUX
Stóla? Maður getur ekki
vænst að fá allt!
HÖGNI HREKKVÍSI