Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1989 25 Tékkóslóvakía: Dubcek segir róttækar umbætur pólitíska nauðsyn Vín. Reuter. ALEXANDER Dubcek, fyrrum leiðtogi tékkneska koininúnistaflokks- ins, hefur sent valdhöfum þar í landi bréf þar sem hann hvetur til þess að gerðar verði róttækar breytingar í umbótaátt í anda steftiu Míkhaíls S. Gorbatsjovs Sovétleiðtoga. Að öðrum kosti muni áhrif Kommúnista- flokks Tékkóslóvakíu dvína enn meir en orðið er. Alexander Dubcek eftir að hafa tekið við heiðursnafiibót háskóla á Ítalíu á síðasta ári. Reuter Bologna- Sjónarmið þessi koma fram í bréfi er Dubcek sendi miðstjórn komrpúni- staflokksins þann 23. júní og hefur nú borist í hendur brottfluttra Tékka í Vínarborg. Dubcek, sem bolað var frá völdum í kjölfar innrásar herafla Sovétmanna árið 1968, hvetur og til þess að saga Tékkóslóvakíu og þar með innrásin verði endurskoðuð og að teknar verði upp viðræður við andstæðinga kommúnista í landinu. Lausnina á vanda flokksforyst- unnar telur hann vera þá að fylgt verði fordæmi Sovétmanna og inn- leiddar breytingar í ætt við þær sem Gorbatsjov Sovétleiðtogi hefur beitt sér fyrir í nafni perestrojku og glasn- osts. Stjórnvöld í Tékkóslóvakíu hafa að undanförnu slakað örlítið á klónni á vettvangi efnahagsmála en á hinn bóginn hefur umbótum á stjórn- málasviðinu verið hafnað með öllu. „Orsök þeirrar kreppu sem gripið hefur um sig i þjóðfélagi voru og innan flokksins er pólitísk í eðli sínu og það er lausn hennar einnig," seg- ir Dubcek í bréfi sínu. í júlímánuði höfnuðu yfirvöld í Tékkóslóvakíu beiðni Dubceks um vegabréfsáritun til Spánar en þar hugðist hann sitja ráðstefnu. Síðast var honum hleypt úr landi í nóvem- ber á síðasta ári er hann hélt til ítal- íu þar sem gagnrýndi forustusveit tékknskra kommúnista harðlega. Kosovo: Yfirvöld ótt- ast þjóðern- isróstur Belgrað. Reuter. NOKKUR hundruð námumenn af albönskum uppruna efiidu til verk- falls í sjálfstjórnarhéraðinu Kosovo í Júgóslavíu í gær, annan daginn í röð. Yfirvöldum tókst þó að sjá til þess að verkfóllin ein- skorðuðust við eitt fyrirtæki í bænum Titova Mitrovica. U.þ.b. 700 manns, þar á meðal verkstjórar, lögðu niður vinnu í Trep- ca-námunni sem er um 200 km fyrir sunnan Belgrað. Þar eru mestu zink- og blýnámur Júgóslavíu. Trepca er stærsta fyrirtæki Kosovo með um 20.000 menn í vinnu. Næturvaktin sem starfa átti aðfaranótt miðviku- dags mætti heldur ekki til starfa. Fregnir herma hins vegar að tekist hafi að fá námamenn til að mæta til vinnu síðdegis í gær. Eru þetta mestu vinnudeilur í Júgóslavíu svo mánuðum skiptir eða síðan Serbíu- stjórn voru fengin yfirráð yfir Kosovo í vor. Námumenn efndu til verkfallsins vegna þess að þeir hafa enn ekki fengið greidd laun fyrir júnímánuð. Trepca á í miklum rekstrarerfiðleik- um eins og flest fyrirtæki í 'Kosovo. Verðbólgan hefur komið illa niður á fyrirtækinu en hún er nú komin yfir 600% í Júgóslavíu. Yfirvöld hafa lof- að því að kaupið verði greitt innan tíðar og vara námumenn við því að láta verkfallið breytast í þjóðernisr- óstur. Blomberq þvottavélar Úrvalsvestur- þýskar þvottavélar. 5 gerðir - hagstætt verð. Góð greiðslukjör. Einar Farestveit&Co.hff. BORQARTÚNI28, SÍM116996. LolA 4 stoppar vlA dymar Við eigum til nokkra MAZDA og LANCIA bíla árgerð 1989, sem við seljum í dag og næstu daga á sérstöku verði til að rýma til fyrir 1990 árgerðunum, sem eru væntanlegar í haust. Dæmi um verð: Fullt verð Verð nú Þú sparar MAZDA 323 3 dyra LX 1.3L 5 gíra Super sport 727.000 662.000 65.000 MAZDA 323 3 dyra GLX 1.51 sj.sk. vökvast. Super Special i 856.000 757.000 99.000 MAZDA 323 5 dyra LX 1.3L sj.sk. Super Special 801.000 718.000 83.000 MAZDA 323 4 dyra GLX 1.5L sj.sk. vökvast. Super Special 929.000 827.000 102.000 MAZDA 323 3 dyra GTi 1.6i 5 gíra m/vökvast./álfel gu m/vi ndsk. 1.049.000 927.000 122.000 MAZDA 323 4 dyra TURBO 5 gíra 150 hö. m/vökvast./álfegum/vindsk. 1.236.000 1.093.000 143.000 MAZDA 626 4 dyra GLX 2.0L m/sj.sk./vökvast. 1.198.000 1.103.000 95.000 MAZDA 626 5 dyra Station GLX 2.0L m/sj.sk./vökvast. 1.300.000 1.181.000 119.000 MAZDA 626 2 dyra Coupe GLX 2.0L 5 gíra/vökvast. 1.150.000 1.026.000 124.000 MAZDA 626 2 dyra Coupe GTi 2.0L 148 hö. m/vökvast./álfelgum/vindsk. 1.415.000 1.270.000 145.000 MAZDA 929 4 dyra GLX 2.2L m/sj.sk./vökvast. 1.550.000 1.357.000 193.000 LANCIA SKUTLA Deluxe (’88 árg.) 501.000 416.000 85.000 LANCIA SKUTLA „FILA“ (’88 árg.) 515.000 425.000 86.000 Greiðslukjör viö allra hæfi — Lánstími allt upp í 2Vi ár! Þetta eru án efa bestu bílakaup ársins. Tryggið ykkur því bíl strax, því aðeins er um tak- markað magn að ræða! BlLABORG HF FOSSHÁLSI 1, S. 68 12 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.