Morgunblaðið - 03.08.1989, Side 53

Morgunblaðið - 03.08.1989, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1989 53 SUND / EVROPUMEISTARAMOTIÐ GOLF /SJONVARP Sýnt beint f rá Ryders-bikarnum Stöð 2 hefur ákveðið að sýna beint frá Ryders-bikarnum í golfi í september. Ryders-bikarinn er stórviðburður og þar mætast bestu kylfingar frá Bandaríkjunum og Evrópu, tólf í hvoru liði. Stöð 2 mun sýna frá síðasta deginum sem er holukeppni þar sem flestir frægustu kylfíngar heims mæta til leiks. FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Leikur 2 Karlsruher - B. Uerdingen Leikur 3 Homburg - Kaiserslautern Leikur 4 Nurnberg Leverkusen Leikur 5 W. Bremen - Dusseldorf Leikur 6 Mannheim - Bochum Leikur 7 Bröndby - Brðnshöj Danm. Léikur 8 Silkeborg - Næstved Danm. Danm. Leikur 9 Herfölge - A.G.F. Leikur 10 Moss - Brann Nor. Leikur 11 Molde - Lilleström Leikur 12 Kongsvinger - Tromsð Nor~ Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og -84464 LUKKULÍNAN S. 991002 ínémR FOLK U JON Orn Guðmundsson hef- ..ur æft með úrvalsdeildarliði Þórs í körfuknattleik að undanförnu og er talið að hann gangi til liðs við félagið, en hann lék áður með ÍR. ■ ARNA Þórey Sveinbjöms- dóttir, Ægi, og Ævar Öm Jóns- son, UMFN, tóku þátt í EM ungl- inga í sundi, sem fram fór í Leeds í Englandi um helgina. Arna synti 100 m flugsund á 1.07,38 (23. sæti), 200 m flugsund á 2.28,55 (26. sæti) og 200 m fjórsund á 2.35,49 (26. sæti). Ævar hafnaði í 25. sæti í 100 m baksundi (1.05,02) og 26. sæti í 200 m bak- sundi (2.17,98). ■ HAUKUR Gunnnrssou varð í 2. sæti í 200 m hlaupi á leikum spastiskra íþróttamanna, sem fram fara í Nottingham í Englandi þessa dagana. Haukur hljóp á 27,6. Kóreumaðurinn Kang sigraði á 27,3, en Babje frá Frakklandi hafnaði í 3. sæti á 29,3. ■ ENSKA knattspyrnusam- bandið sektaði í gær skoska lands- liðsmanninn David Speedie um 1.250 dollara. Sektin kemur til vegna ósæmilegarar framkomu Speedie í vináttuleik Coventry gegn hans gamla liði Chelsea. Leik- urinn var í maí síðastliðnum og þar ■notaði Speedie tækifærið og sýndi leikmönnum og áhorfendum óæðri endann óhulinn. Knattspyrnusam- bandið ákvað að sekta kappann eftir að myndir af atburðinum höfðu birst í dagblöðum víða um landið. ■ BÚLGARSKA tugþrautar- konan, Tania Tarkalanova, hefur fengið 18 mánaða keppnisbann fyr- ir að neyta ólöglegra lyfja á búlg- arska- meistaramótinu í fijálsum íþróttum sem fram fór í síðasta mánuði. Tarkalanova hefur viður- kennt að hafa neytt lyflanna en segir að hún hafí gert það án vit- undar þjálfara síns og læknis. Yfír- völd þar í landi hafa ákveðið að taka mjög strangt á þessum málum í kjölfar þess að tveir lyftingarmenn frá Búlgaríu, gullverðlaunahafar frá Seoul, urðu uppvísir að ólög- legri lyíjatöku og þurftu að skila verðlaunum sínum. ■ ALEXANDER Borodjúk hefur gert þriggja ára samning við knattspyrnufélagið Schalke,, sem er í 2. deild í Vestur-Þýskalandi. Borodjúk, sem er 26 ára og fyrrum framheiji Dynamo Moskva og með 19 landsleiki að baki, er fyrsti Sov- étmaðurinn til að leika í vestur- þýsku knattspyrnunni. Fimm til Bonn Tveirfengu tveggja leikja bann TVEIR leikmenn voru dæmdir ítveggja leikja bann vegna brottvísunar á síðasta fundi aganefndar KSÍ. Alls voru 92 mál tekin fyrir á fundinum og eru það heldur færri mál en undanfarnar vikur. Annar leikmaðurinn, sem fær að hvíla í tvo leiki er í 2. flokki Vals, en hinn er Viktor Viktorsson, sem leikur með 3. deildar liði Aftur- eldingar. Að auki var leikmaður KR í 2. flokki dæmdur í leiks bann vegna brottvísunar sem og Ólafur Þorbergsson í 1. deildar liði Þórs. Þrír leikmenn voru dæmdir í eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda; Hörður Theódórsson í 2. deildar liði ÍR, Björn Vilhelmsson í 2. deildar liði Víðis og Stefán Hall- dórsson í 3. deildar liði Hveragerðis. Leikur 1 Gladbach - B. Miinchen faémR FOLK ■ PAUL Allen mun líklega skrifa undir samning við Milhvall á morgun. Allen, sem leikið hefur með Tottenham, kostar Milhvall dijúgan skilding eða 600.000 pund sem er met hja félaginu. Millwall lendir þó líklega í vandræðum með að borga Allen sömu laun og hann hefur hjá Tottenham eða um 70.000 pund á ári. ■ DANNY Wallace, einn af þremur bræðrum í liði Southampt- on, hefur óskað eftir að vera seldur frá félaginu. Þetta er þriðja ósk Wallace á rúmum mánuði. Man- chester United, Chelsea og West Ham hafa áhuga á honum, auk tveggja ítalskra liða. ■ PETER Reid, sem lék lengi með Everton, hefur verið gerður að fyrirliða hjá QPR. Hann tekur við fyrirliðastöðunni af David Sea- man sem hefur farið fram á að vera seldur frá félaginu. ■ ARTHUR Albiston, sem lék með Manchester United í 15 ár, hefur fengið fijálsa sölu frá WBA.Hann fer heim til Skotlands þar sem hann mun leika með Dundee. ■ TONY Galvin, sem lék lengi með Tottenham, hefur einnig feng- ið fijálsa sölu, frá Sheffield Wed- nesday. Hann fer til fyrrum félaga síns hjá Tottenham, Ossie Ardil- es, hjá Swindon. Lærlingur írisar setti telpnamet í spjótkasti Magnús Ólafsson fimmti sundmaður- inn sem tryggði sér farseðilinn á EM Fimm íslenskir sundmenn náðu settu lágmarki fyrir Evrópu- meistaramótið, sem fer fram í Bonn í Vestur-Þýskalandi og hefst um miðjan mánuðinn. Magnús Ólafsson var fimmti sundmaðurinn til að ná lágmark- inu; gerði það á sænska meistara- mótinu um helgina í 200 m skrið- sundi, er hann synti á 1.53,25, en lágmarkið er 1,54,6. Millitími Magnúsar eftir 50 m var 24,51 og eftir 100 m 53,32. Ragnheiður Runólfsdóttir (100 m og 200 m bringusundi), Ragnar Guðmundsson (400 skriðsundi), Arnþór Ragnarsson (100 m bringusundi) og Helga Sigurðar- dóttir (100 m skriðsundi) höfðu áður náð lágmarkinu og fara þau- ásamt Magnúsi til Bonn 11. ágúst. Ragnheiður Runólfsdóttir keppir í tveimur greinum í Bonn. Siguröur Jónsson skrifar frá Selfossi TVÖ íslandsmet voru sett á meistaramóti yngri aldurs- flokka, 14 ára og yngri, í frjáls- um íþróttum sem fram fór á Selfossi 22. og 23. júlí. Kepp- endur á mótinu voru alls rúm- lega 400 og skráningar um 700. Mótið fór í alla staði mjög vel fram og allar tímaáætlanir stóðust. Keppni var mjög hörð í sumum greinum og athyglisverður-ár- angur náðist. Greinilegt er að upp- gangur er í frjálsum íþróttum víða á landinu og vel að staðið hjá mörgum félögum og héraðss- amböndum. Halldóra Jónas- dóttir UMSB vakti mikla athygli með árangri sínum í spjótkasti stelpna. Hún kastaði 35,78 metra og setti íslandsmet, var 12,75 metr- um á undan næsta keppanda en Halldóra er nýbyijuð að leggja stund á fijálsar íþróttir og er mjög efnileg. Þjálfari hennar er Iris Grön- feldt, Islandsmeistari í spjótkasti. Sveit HSK setti íslandsmet í 4x100 metra boðhlaupi pilta, hljóp á 50,2 sek. Katla Sóley Skarphéðinsdóttir og Skarphéðinn Ingason, bæði úr HSÞ, vöktu athygli á mótinu. Katla sigr- aði í langstökki stelpna með 5,13 m sem er 5 sentimetrum lengra en gildandi íslandsmet en meðvindur var of mikill. Hún sigraði einnig í 60 metra hlaupi á 8,7 sek, varð önnur í spjótkasti og keppti einnig í hástökki og boðhlaupi. Skarphéð- inn sigraði i hástökki, stökk 1,55, en hann á íslandsmetið, 1,58. Hann reyndi við 1,60 en felldi naumlega. Þá sigraði hann í langstökki, stökk 5,16 sem er þremur Sentimetrum Halldóra Jónasdóttir með þjálfara lengra en íslandsmetið sem hann á sjálfur en meðvindur var of mikill. Skarphéðinn varð annar í 60 metra hlaupi, fjórði í spjótkasti og keppti auk þess í kúlu og boðhlaupi. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson sínum írisi Grönfeldt. í allri keppninni var greinilegt að unglingarnir hafa fengið góða tilsögn í tæknigreinum og að þjálf- un þeirra virðist standa traustum fótum. AGAMÁL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.