Morgunblaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 12
HVERAGERÐI OPNUNARTÍMAR MAÍ-SEPT. ALLA VIRKA DAGA KL. 13-19 ALLAR HELGAR OG FRÍDAGA KL. 12-20 MÖRGÚÍÍÖLASIÐ -Í-RIÐJDÐAGÓR^ ÁGÚST '1989 Frumflutningur á Hótel Borg: Fangakapall Nýtt leikrit eftir Valgeir Skagflörð Morgunblaöið/Júlíus Höfiindurinn og leikstjórinn Valgeir Skagflörð ásamt leikendum í Fangakapli, þeim Hönnu Maríu Karlsdóttur, Steini Ármanni Magnússyni og Viðari Eggertssyni. Nýtt íslenskt leikrit, Fanga- kapall eftir Valgeir Skagfjörð, verður frumflutt á Hótel Borg miðvikudagskvöldið 23. ágúst, klukkan 20.30. Það eru leikar- arnir Hanna María Karlsdóttir, Viðar Eggertsson og Steinn Ár- mann Magnússon sem flytja en leikstjóri er höfundurinn sjálfur. „Þetta er leikrit um móður og son og vin hennar sem hún hefur kynnst í gegnum auglýsingu í einkamáladálki í dagblaði," segir Valgeir Skagfjörð um hið nýja leik- rit sitt. „Það fjallar um einmana- leikann, sjálfsblekkinguna og lygina og hvemig þetta fólk verður sífellt að leika hlutverk — blekkja — til þess að villa á sér heimildir. Við þekkjum þetta fólk, þetta er fólk sem lent hefur út á kanti í þjóðfélaginu, er sjúkt; konan vinnur ekki heldur situr heima allan dag- inn og reykir og drekkur kaffi. Sonurinn er smákrimmi og allt þeirra líf er á skjön við hefðbundið lífsmunstur borgaranna. Spurning- in sem ég er að fást við í þessu leikriti er hvernig einmanaleikinn getur eyðilagt þessa félagsveru sem maðurinn annars er.“ Valgeir segir að viðfangsefnið sé vissulega alvarlegt, „en það eru farsakennd augnablik í verkinu, t.d. þegar konan og maðurinn hitt- ast í fyrsta sinn eftir að hann hef- ur svarað auglýsingunni". Valgeir hefur verið afkastamikill á ritvellin- um undanfarin misseri, skemmst er að minnast Bresta sem flutt var á Litla sviði Þjóðleikhússins sl. vet- ur. Þá flutti Stöð-2 einþáttung fyr- ir sjónvarp eftir hann í fyrra og á vegum Alþýðuleikhússins var flutt- ur einþáttungur eftir Valgeir árið 1987. Tvö síðasttöldu verkin hafa íjallað um einstakiinga sem orðið hafa undir í lífsbaráttunni og nýja verkið gerir það einnig, en Valgeir segir þó að það sé ekki meðvituð stefna af sinni hálfu að halda uppi merki lítilmagnans. „Það er sjálf- sögðu miklu dramatískara efni að fást við heldur en líf þeirra sem gengur allt í haginn. Ég tek enga afstöðu með eða á móti þessu fólki heldur læt áhorfandanum eftir að draga sínar ályktanir. Ég þekki aðstæðurnar sem þetta fólk er í en hef þó ekki upplifað þetta sjálf- ur; ég er ekki að skrifa um eigin reynslu. Hugmyndin að Fangakapli var í upphafi um konu og mann sem kynnast í gegnum einkamála- auglýsingu, síðan datt mér í hug að konan ætti son og þannig varð leikritið smám saman til. Eg hef verið að vinna að þessu verki í u.þ.b. eitt ár og umskrifaði það í sumar áður en æfingar hófust. Það hefur svo tekið ýmsum breytingum eftir að leikararnir k'omu til sög- unnar; strax og leikararnir bytja að vinna lifnar textinn af blaðinu og ýmislegt breytist.“ Flutningurinn á Hótel Borg verð- ur í formi leiklestrar, þ.e.a.s. ekki er leikið í leikmynd og ljósum eins- og um fullfrágengna sýningu væri að ræða, en þó skyldi enginn halda að um hreinan lestur sé að ræða. „Persónurnar eru fullunnar og þó leikararnir hafi handritið til hlið- sjónar er um leik að ræða engu síður en á venjulegri sýningu. Þetta er viðkvæmt form en hollt og gott fyrir alla að spreyta sig á. Þetta er líka mun betri og eðlilegri leið til að koma leikriti á framfæri held- ur en að leggja handritið inn á borð til leikhússtjóranna í von um að einhvem tíma verði það lesið," segir Valgeir Skagfjörð. Þess má að lokum geta að á þessari sýningu þreytir Steinn Ár- mann Magnússon frumraun sína sem atvinnuleikari en hann útskrif- aðist í vor frá Leiklistarskóla ís- lands. r TELEFAX Við bjóðum tímabundið fullkomin Nashua telefaxtæki á afar hagstæðu verði. Verö var kr. ■87.900',• er nú kr. 74.700,-(stgr.) NASHUA TELEFAX notar venjulega símalínu. NASHUA TELEFAX er einfalt í notkun. NASHUA TELEFAX er samþykkt af Pósti.og síma. NASHUA TELEFAX sparar þér tíma, vinnu og fyrirhöfn. NASHUA Ijósritunarvélar — telefax — disklingar OPTíMA ÁRMULA 8 - SÍMAR 84900, 688271 Akureyri j Electrolux CrC fð* & Seljum útlitsgallaða kæli- og frystiskápa með verulegum afslætti! m Vorumarkaðurinn Höskuldur Björasson ________Myndlist Bragi Ásgeirsson Á dögunum átti ég leið um Hveragerði og leit inn í gróðrarstöð- ina Eden, því ég vissi að í veitinga- skálanum væru til sýnis nokkrar myndir eftir Höskuld Björnsson frá Dilksnesi í Homafirði (1907- 1963). Myndir þessa listamanns hafa alltaf höfðað sérstaklega til mín fyrir þann sérstaka innileika, sem þær prýða margar hverjar og sem er frerhur fágætur í íslenskri mynd- list. Það er hinn falslausi hreinleiki og tilgerðarleysi þeirra, sem höfðar til mín, hreinleiki, sem hefur ekki yfír sér hinn minnsta vott af væmni og er því svo erfitt að höndla. Þá átti Höskuldur til sinn eigin tón í listinni, sem hann hefði mátt leggja öliu meiri rækt við, en gerði sér víst ekki nóga' grein fyrir, því að hann var jafnframt hrifnæmur á atriði í annarra myndlist, en á hvort tveggja hef ég raunar vakið athygli fyrr. Myndir hans voru því ákaflega misjafnar, en jafnvel slök mynd með hans eigin einkennum er mér meira virði en mun frambærilegri Höskuldur Björnsson mynd, þar sem áhrifa má kenna frá öðrum listamönnum. Á sýningunni í Eden munu vera nálægt þrem tugum mynda og eru sumar þeirra með greinilegu hand- bragði Höskuldar, þeim einkennum, sem ég vísaði til hér að framan. Höskuldur leitaði aldrei að hinu stórbrotna í útfærslu mynda sinna, hvað stærðir og sviptingar á mynd- fletinum snertir, en hann skynjaði hið stórbrotna i hinu smáa, sem hann hafði næst sér. Og það er líka mikill galdur. Steftiumót Mér þykir rétt að vekja athygli á nokkrum glermyndum, er hanga uppi í kaffistofu Norræna hússins út þessa viku, og eru eftir konur. Hér er um alþjóðlega samsýningu í smærra sniðinu að ræða, því að konurnar eru frá íslandi, írlandi, V-Þýskalandi Wales og Banda- ríkjunum. Myndefni sitt hafa þær flestar að því er virðist sótt til Is- lands og hughrifa frá landinu. Þetta er notaleg sýning, sem hressir upp andrúmið á staðnum og gerir það stórum myndrænna. Allar myndirnar utan ein hanga í gluggunum, þannig að náttúruljósið skín í gegnum þær, sem gerir það að verkum að þær breytast sam- kvæmt Ijósmagni veðrabrigða að utan. Fyrir sumt virka myndirnar sem eins konar tækifærismyndir frekar en hnitmiðuð og átakamikil verk, en þó eru til undantekningar eins og mynd Sigríðar Ásgeirsdóttur „Mig dreymir hafið“ (I) og hinar tvær sérkennilegu myndir Amber Hiscott frá Wales, sem hún nefnir „Reach out“ I og II. En annars eru verkin frekar smá og segja mér ekki mikið um viðkomandi listakon- ur, en eru mörg hver í senn litrík sem snotur. Þá vil ég í leiðinni einnig vekja athygli á Vestmannaeyjasýningu í anddyrinu um myndun eyjanna og þá einkum Surtseyjar svo og fugla- og plöntulífi. Sýningin er hin fróðlegasta og segir okkur heilmargt um undur sköpunarsögunnar. Eftir að hafa notið merkrar sýn- ingar Jóhanns Briem í kjallarasöl- um hússins, sem senn fer að ljúka er þannig upplagt að leggja leið sína í anddyrið og kaffistofuna og fullkomna þar með ljúft stefnumót við menninguna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.