Morgunblaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. AGUST 1989 15 Um stöðugleika rann- sóknarneftidar sjóslysa meðan allar hinar stofnanirnar komu mun betur út. í könnuninni var einnig spurt: Ef taka ætti opin- bert skattfé til að efla eina af eftir- töldum stofnunum með auknum fjárveitingum, hveija mundir þú þá helst velja? Af öllu úrtakinu valdi rúmlega helmingur grunnskólana en lítill vilji var til þess að efla aðr- ar nefndar stofnanir. Niðurstaðan er að rúmlega 50% spurðra eru reiðubúnir að láta aukna skatt- peninga til þess að efla grunnskóla landsins. Augljóst er að fólkið í landinu skilur mikilvægi grunnskól- ans og vill að þar sé vel staðið að verki. Öllum má vera ljóst að það er til lítils að bjóða upp á góða tónlist- arskóla, framhaldsskóla og háskóla ef nemendur hafa ekki fengið sóma- samlega grunnmenntun á skyldu- námsstigi því á þeirri menntun byggist framhaldið. Höfundur er skólastjóri Flataskóla í Garðabæ. eftir Arthur Bogason Mesta bull og þvaður sem ég hef séð á prenti í seinni tíð er haft eft- ir Kristjáni Guðmundssyni fram- kvæmdastjóra Rannsóknarnefndar sjóslysa og formanni hennar Har- aldi Biöndal í frétt sem birtist í Mogunblaðinu þann 27. júlí sl. und- ir fyrirsögninni: „Rannsóknarnefnd sjóslysa: Onógur stöðugleiki og van- þekking veldur fjölda smábáta- slysa.“ Ekki er annað á þeim félög- um að skilja en að öryggis- og menntunarmál á smábátaflotanum sé í þvílíkum ólestri að helst sé til ráða að skikka flotann inn til næstu hafnar, gera á honum ærlegar breytingar og rusla körlunum á' skólabekk. En bíðum nú aðeins við, verður ekki að álíta að menn, sem gegna störfum fyrir opinbera nefnd sem fjallar um jafn alvarleg málefni og sjóslys við íslandsstrendur, hafi á reiðum höndum gögn fyrir jafn þungum ásökunum og þeir félagar bera á borð í framangreindri frétt. Bið ég þá hér með að leggja þau fram á opinberum vettvangi. Undanfari hamfara þeirra félaga er vafalaust könnun sú sem Sigl- ingamálastofnun ríkisins hefur látið fara fram á þeim bátum sem stunda rækjuveiðar við Vestfirði og Húnaf- lóa. Stöðugleikaprófaðir voru 40 bátar og þegar þetta er ritað er búið að reikna út stöðugleika fyrir 26 þeirra. Af þeim 26 sem útreikn- ingar liggja fyrir á, þarf að gera breytingar á 8 bátum sem mer reiknast til að sé í kringum 30% þeirra sem prófaðir hafa verið, en ekki 70-80% eins og hinir málglöðu forsvarsmenn Rannsóknarnefndar sjóslysa láta hafa eftir sér. Þetta er þó ekki mergurinn málsins. Fé- lagarnir fullyrða að hér sé um smá- báta að ræða en þar fer heldur betur að versna í því vegna þess að aðeins tveir af þessum 40 bátum sem prófaðir voru eru smábátar og útreikningar á stöðugleika þessara 2ja báta liggja ekki fyrir — þannig Arthur Bogason að ennþá hefur enginn smábátur fengið útreiknaðan stöðugleika. Þeir félagar víkja að menntunar- málum smábátaeigenda. Lands- samband smábátaeigenda gekkst á sl. vetri fyrir könnun á menntunar- málum smábátaeigenda og kom þar fram mun betri niðurstaða heldur en nokkurn hafði órað fyrir. Þá má geta þess að nær öll þau nám- skeið sem veita réttindi til að stjórna smábát hafa verið yfirfull á undan- förnum árum og er mikill áhugi og hugur í smábátaeigendum um land alt að afla sér tilskilinna réttinda. Ekki er það síst stöðugum áróðri að þakka en Landssamband smá- bátaeigenda hefur það á stefnuskrá sinni að enginn smábátaeigandi rói til fiskjar öðruvísi en með fullgilda mannatryggingu, á húfti’yggðum báti með fullgilt haffærisskírteini og síðast en ekki sist að stjórnand- inn hafi a.m.k. 30 tonna réttindi. Málflutningur félaganna er því út í hött og eina leiðin til þess að bjarga þessari flónsku sinni er að leggja skriflegar sannanir á borð á opinberum vettvangi máli sínu til stuðnings. Það er hastarlegt að með tiltölu- lega stuttu millibili hafa forsvars- menn Rannsóknarnefndar sjóslysa gert sig seka um málflutning þar sem meira er fullyrt en sannað. Á síðasta ári létu forsvarsmenn nefnd- arinnar hafa eftir sér eftirfarandi frétt sem birtist á baksíðu Morgun- blaðsins 21. ágúst undir fyrirsögn- inni: „Óeðlilega margir bátar hafa sokkið í góðu veðri — segir formað- ur Rannsóknarnefndar sjóslysa. Óeðlilega margir bátar hafa sokkið í góðu veðri að undanförnu og við höfum áhuga á að ná þeim upp til að rannsaka hvort til dæmis galli i hönnun hefur valdið því að þeir sukku,“ sagði Haraldur Blöndal, formaður Rannsóknarnefndar sjó- slysa, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Slysavarnafélag íslands hefur áhuga á að kaupa neðansjávar- myndavél og við gæ.tum notað hana til að finna sokkna báta. Það hefur komið fyrír að menn hafi sökkt bátum en égman ekki eftirnýlegum dæmum um það (leturbreyting er gerð af undirrituðum)," sagði Har- aldur Blöndal.“ Og nú eru þeir mættir á nýjan leik og ekki annað á þeim að skilja en að fyrir liggi mjög ítarleg úttekt á stöðugleika alls smábátaflotans. Af framansögðu má sjá að umræð- an hjá þeim helst á sama planinu. Menn sem bregðast þannig við æ ofan í æ eru einfaldlega ekki starfi sínu vaxnir og ættu að bregðast við samkvæmt því. Höfundur er formaður Landssambands smábátaeigenda. V^terkurog kJ hagkvæmur | auglýsingamiðill! Varasjóður: Hvað skiptir mestu máli? Avöxtun og öryggi skipta mestu máli þegar lagt er í varasjóð. Sjóðsbréf VIB og önnur verðbréf sem VIB hefur valið til sölu sam- eina þetta tvennt. Sjóðsbréf 1,2,3 og 4 má kaupa fyrir allt frá 5.000 krónum. Að baki þeim standa skuldabréf ríkis, sveitarfélaga, banka og fyrirtækja. Sjóður 4 íjárfestir einnig í hlutabréfum. Avöxtun Sjóðsbréfa 1 er um 10- 10,5% yfir verðbólgu og ávöxtun Sjóðsbréfa 3 um 8-8,5%. TTS i - í rólegheitunum heima... Við hjá VIB höfum gefið ut 5 upplýsingabæklinga þar sem helstu spurningum nýrra viðskiptavina er svarað. Þú getur komið við í Ámuila 7 eða hringt og fengið bæklingana senda heim. Þannig geturðu kynnt þér þjónustu okkar í rólegheit- unum heima. Góð þjónusta er aðalsmerki okkar. Hjá VIB starfa nú 9 ráðgjafar. Hver og einn þeirra getur gefið þér nánari upplýsingar um alla þjón- ustu VIB og hjálpað þér að skipu- leggja sparnaðinn. Innan tíðar géfúrðu svo notið þess að eiga öruggan og vaxandi varasjóð. Verið velkomin í VIB. VERÐBREFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF Ármúla 7, 108 Reykjavik. Sími 68 15 30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.