Morgunblaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 45
MORGUNBL'AÐIJ) ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1989 45 »..... M VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS tMti Þessir hringdu . . . Slæmar aðstæður á spítala Móðir hringdi: „Vill nokkur vinna í afar ábyrgðarmiklu starfi við svo lé- legar vinnuaðstæður, að óviðun- andi er. Ég varð vitni að slíku nú á dögunum er ég fylgdi barni eftir í hálskirtlaaðgerð á Borg- arspítalanum. Þrengslin og loftleysið voru mikil. Fyrst er að taka fyrir skoð- unarherbergið, sem læknar þurfa að deila með sér og bíða eftir að komast í hver á eftir öðrum. Þarna inni gat læknirinn varla sr.úið sér við en gera þurfti skoð- un á sjúklingi með margvíslegum tækjum. Hvorki var gluggi né loftræsting í þessu litla herbergi. Ég, sem fylgdi barni mínu eftir þurfti oft að færa mig til í her- berginu, svo að ég væri ekki fyrir. Næst minnist ég herbergis, þar sem sjúklingar vakna upp eftir svæfingar. Þar sitja aðstandend- ur gjarnan hjá börnum sínum, sem vakna oft upp hrædd og gráta mikið. Þarna inni voru þvílík þrengsli, að starfsfólk þurfti að skáskjóta sér á milli rúma til að sinna sjúklingum. Aðdáunarvert var, hvernig lækn- ar og hjúkrunarfólk, héldu ró sinni og unnu verk sitt vel. Ég hef þó heyrt, að það ríki streita Ihjá starfsfólki spítalans og skyldi engan undra en það þarf að vinna daglangt við þvílíkar aðstæður. Þetta ástand hlýtur að valda miklu álagi hjá starfsfólkinu. Sjúklingurinn rómaði þó alla umönnun lækna og hjúkruna- rfólks og á fólkið alúðarþakkir skildar. Gott væri nú, ef þeir sem ráða myndu reyna að láta það hafa forgang að bæta úr þessu böli, svo að starfsfólkið, sem leggur sig allt fram um að gera sitt bezta, megi ganga glaðara til vinnu sinnar.“ Sérréttindi bænda Reykvíkingur hringdi: „Ég furðaði mig á að heyra í útvarpinu frétt frá Stéttarsam- bandi bænda þar sem krafist er búvörusamnings til aldamóta, tveimur árum áður en núverandi samningur fellur úr gildi en það var samningur sem aldrei hefði átt að gera og því síður að end- urnýja. Ef svona samningar eru gerð- ir, ættu þeir að sjálfsögðu að vera gerðir á Alþingi eitt eða tvö ár í senn og í hæsta lagi eitt kjörtímabil, þar sem um svo gífurlegar fjárskuldbindingar er að ræða. Nú þegar fyrirsjáanleg- ur er stórfelldur samdráttur í fiskafla og þar með mikil lífskjar- arýmun alls fólks í þéttbýli, leyfa forráðamenn bænda sér að koma með þvílíkar sérréttindakröfur að annað eins hefur ekki heyrzt. Hver verður hlutur sjómanna eftir tíu ár? Eiga þeir ekki rétt á sams konar kjaratryggingu? Og hvar verður þjóðfélagið þá statt, ef hver stétt heimtar slíka óraunhæfa samninga sér til handa?“ Óliðlegheit við ferðamenn Þ.Þ. hringdi: „Mér dettur í hug í tilefni af því, sem rætt hefur verið undan- farið í útvarpi og Velvakanda um ferðamenn og bændur, að leggja nokkur orð í belg. Sjálfur er ég ættaður úr sveit og ber engan kala tii landsbyggðarfólks. Hins vegar hef ég ferðast mikið um landið og stundum orðið fyrir óskemmtilegri reynslu. í sumar kom ég að Núpi í Fljótshlíð en þangað hef ég i mörg ár getað farið óáreittur til að skoða hellinn fagra, sem þar er. Nú hins vegar voru þar fyrir tvær girðingar og keðjur, þannig að hvorki ég, sem reyndar get ekki gengið og verð að fara nær allra minna ferða á bílnum, né samferðafólk mitt, komumst að. Allt öðru máli gegnir um hellinn í Reynisfjalli í Mýrdal. Þar hefur allt verið gert til að fólk geti komizt að og notið fegurðar hans. í Mórudal á Barðaströnd fékk ég ekki heldur óáreittur að sýna konunni minni fegursta staðinn þar. Ég hef aldrei kynnst öðru eins á þeim slóðum. Einnig get ég ekki stillt mig um að láta í ljósi óánægju með móttökur í Skaftafelli. Þar fékk ég, sem ekki get gengið, ekki að fara upp að Skaftafellsbænum á mínum bíl á meðan útlendingar fóru þangað upp eftir í rútu. Loks langar mig að koma á framfæri þeirri vinsamlegu ábendingu til borgarstjóra, að gera ráð fyrir fólki, sem ekki getur gengið, í uppbyggingunni í Viðey.“ Hringur og úr Hvítagullshringur með dem- anti og sömuleiðis svart Pierre- Robert úr týndist í Tunglinu laugardagskvöldið 12. ágúst. Gripirnir eru eigendum sínum afar kærir. Finnendur eru vin- samlegast beðnir um að hringja í síma 685345 eða 31474. Gleraugu Fyrir um það bil mánuði týnd- ust karlmannsgleraugu í svartri umgjörð einhvers staðar í miðbæ Reykjavíkur. Þau voru í bláu hulstri með hvítum röndum. Finnandi hafi samband við Jó- hann í síma 42653 eða 27289. Týndur köttur Bröndóttur fressköttur með hvítar loppur og hvíta bringu er týndur. Hann á heima á Urð- arstíg en hefur ekki komið heim í þijár vikur. Þeir, sem vita eitt- hvað um ferðir hans á þeim tíma, eru beðnir um að hafa samband við Bergljótu í síma 11717. Þakkir Elsa hringdi og vildi koma á framfæri þökkum til góðs fólks í Hveragerði en það fann köttinn hennar þar eftir að hún hafði lýst eftir honum hér í dálkunum. Kisi hafði greinilega farið í langt ferðalag. Víkverji skrifar . rri ækni við notkun greiðslukorta A verður sífellt meiri. í Frakkl- andi er til dæmis unnt að greiða Ívegatolla með því að rétta af- greiðslumanni kortið, hann rennir segulrönd þess í gegnum tæki sitt sem sendir frá sér kvittun. Kort- hafi þarf ekki einu sinni að rita nafn sitt til að greiðsla sé tekin gild, aðeins segulröndin er látin duga. Á hótelum fer uppgjör fram með þeim hætti, að segulrönd kortsins er rennt í gegnum rauf á peningakassa eða peningatölvu, sem síðan leggur saman eyðslu gestsins og sendir frá sér reikn- ing, sem korthafi áritar við brott- för. Þegar þessari tækni er beitt er mikilvægt að segulröndin á kort- inu sé virk, ef þannig má að orði komast. Á nýlegu ferðalagi kynnt- ist Víkveiji því að óvirk segulrönd 4 getur skapað vandræði. í upphafi ^ dugði kortið vel til greiðslu vega- tolla. Síðan liðu nokkrir dagar þar i til grípa þurfti til þess að nýju í sama skyni en þá pípti vél toll- heimtumannsins, þegar hann renndi kortinu í gegnum hana og svaraði á þá leið, að hún vildi ekki eiga viðskipti við þetta kort. Sem betur fer voru handbærir peningar _J til að greiða tollinn. Fréttir hafa verið um, að töskur og veski úr rafmagnsál frá Kína hafi gert segulrönd á greiðslukorti óvirka. Víkveiji var ekki með slíkar pyngjur utan um verðmæti sín, þannig að auðvelt var að útiloka, að þær hefðu spillt korti hans. Afgreiðslumenn töldu að sól og hiti kynnu að hafa haft þessi áhrif, þótt heldur þætti það ólíklegt. Glöggur ferðafélagi Víkveija vakti athygli hans á því, að kannski kynni veski sem hann keypti í Fríhöfninni á Keflavíkur- flugvelli á útleið að hafa spillt kortinu. Það er þannig úr. garði gert, að með segul festa menn það innan á skyrtu sína. Eftir samtal við fulltrúa kortafyrirtækisins eftir heimkomu þykist Vikveiji fullviss um að þessi litli segull í veskinu hafi gert segulröndina á kortinu óvirka. í því eru sérstök hólf fyrir kort og lá beint við að nota þau. Vill Víkveiji vara menn við því að hafa kort í þessum hólfum, ef þeim er kappsmál að segulröndin sé virk. í langflestum tilvikum reynir ekki á þessa rönd í almenn- um viðskiptum en tækninni fleygir fram og þess verður ekki langt að bíða, að vélar taki almennt af skarið um það á grundvelli segulr- andar, hvort óhætt sé að eiga við- skipti við korthafa.' xxx Athyglisvert var að kynnast því á ferðalagi um nokkur Evrópulönd, hve bensínverð er mismunandi, ekki aðeins á milli landa heldur einnig milli af- greiðslustaða í löndunum. Dýrast var bensínið í Frakklandi eða 48 kr. krónur líterinn af kraft-bensíni en hins vegar ódýrast í Lúxem- borg þar sem samskonar líter kost- ar 32 krónur. Hjá okkur kostar líterinn 54 krónur. Munurinn felst í verðmyndunarkerfinu, sem er greinilega óhagstæðast fyrir íslenska neytendur og kemur líklega fáum á óvart. Hérlendis keppa olíufyrirtæki yfirleitt um annað en að lækka verð á elds- neyti og ríkið sér til þess að inn- flutningur á því lúti úreltri mið- stýringu. Það er til marks um hve sam- stiga olíufélögin okkar eru, að ekki skuli unnt að kaupa hér elds- neyti með greiðslukortum. Heyrir það til undantekninga í veröldinni, þegar litið er til ríkja með fijálst hagkerfi, að kort séu ekki viður- kennd í slíkum viðskiptum. Sveftileysi mannsins míns er alveg að drepa mig. Ég hef ekki getað leitað í fót- unum hans dögum saman. Vertu ekki að hugsa um gullfiskana. Hringdu í vatnsveituna maður ...!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.