Morgunblaðið - 23.08.1989, Síða 23

Morgunblaðið - 23.08.1989, Síða 23
MORGUNBIiAÐIÐ MIÐVIKUÐAGUR 23í ÁGCSTS1989 / 23 Heildarlaun 96-110 milljarðar 1987: Hið opinbera greiddi 28% launa í landinu Yfirlýsing firá Áslaugu Brynj ólfsdóttur Vegna ummæla Ragnars Júlíus- sonar formanns fræðsluráðs Reykjavíkur, varðandi fundarboðun á fræðsluráðsfund 14. ágúst sl. og í framhaldi af þeim, vegna þeirra ummæla Davíðs Oddssonar borgar- stjóra, sem höfð eru eftir honum í Morgunblaðinu 19. þ.m., vil égtaka fram eftirfarandi: Á fræðsluráðsfundi 3. júlí sl. mætti Kristín Ólafsdóttir borgar- fulltrúi Alþýðubandalagsins, í for- föllum aðalmanns, Þorbjöms Broddasonar og varamanns hans, Valgerðar Eiríksdóttur. Kristín greindi frá því að hún væri mætt í forföllum varamanns, þar sem aðalmaður Þorbjörn Broddason myndi dveljast erlendis næstu mánuði, og því skyldi vara- maður boðaður. Stuttar umræður spunnust um utanför Þorbjörns m.a. um það hvað hann myndi fást við í þessari utandvöl sinni, rann- sóknir, nám og fl. Ég minnist þess sérstaklega að ég sagði að Þorbjörn hefði greint mér frá því að hann væri að fara til Bandaríkjanna og að hann yrði í burtu fram að áramótum. Ómögu- legt er því að skilja ummæli í þá veru, að fræðslustjóri hafi legið á upplýsingum um fjarveru Þor- björns. Hafi skólaskrifstofa, sem sér um fundarboðun til fræðsluráðsmanna, enga hugmynd haft um fjarveru Þorbjöms Broddasonar, verður það að teljast undarlegt að boða vara- mann Þorbjöms, en ekki Þorbjörn sjálfan, á fund í Skólamálaráði Reykjavíkur tveim vikum eftir um- ræddan fræðslufund. Þess má geta að í skólamálaráði sitja sömu pólitískt kjörnir fulltrúar og í fræðsluráði, en alþýðubanda- lagsmenn hafa ekki viðurkennt skólamálaráð og aldrei sótt fundi þar, en Þorbirni mun þó ávallt sent fundarboð. Varafulltrúinn, Valgerður, hefur skýrt á opinberum vettvangi frá því að við þau fundarboð hafi hún greint frá því, að hún sækti ekki þann fund frekar en Þorbjörn, en minnti á að boða hana á fræðslu- ráðsfundi í fjarveru Þorbjöms. Samkvæmt grunnskólalögum kveð- ur formaður til fundar í fræðsluráði. Fræðslustjóri vill taka fram að hún var í sumarleyfi síðari hluta júlímánaðar fram til 14. ágúst er margumtalaður fræðsluráðsfundur var haldinn og var því ekki við dagskrárgerð hans. Höfundur er fræðslustjóri í Reykjavík. Atvinnuvegaskýrslur Byggða- stofnunar fyrir árið 1987 telja greidd laun það ár, samkvæmt launamiðum, hafa numið 96.830 milljónum króna og 110.358 m.kr. að meðtöldum reiknuðum eiginlaunum eigenda. 27,7% af greiddum launum þetta ár var á vegum ríkis, sveitarfélaga, opin- berra stofiiana og fyrirtækja. Af tæplega 110 milljarða launa- greiðslum ársins 1987 greiddi einkareksturinn (hlutafélög, ein- staklingar og sameignarfélög) 62%, samvinnusamtök 5,1%, ríki, ríkis- stofnanir, ríkisfyrirtæki, opinberir aðilar og sveitarfélög 27,7% og fé- lagasamtök 5,2%. Inn í þessum tölum eru reiknuð eigin laun, 12,3% af heildarupphæð. Greidd laun samkvæmt launa- miðum vóru 16.860 milljónir króna árið 1982, 34.223 m.kr.- 1984, 67.035 m.kr. 1986 og 96.830 m.kr. 1987 - og höfðu þá hækkað um 44.5% frá árinu áður. Laun að meðtöldum reiknuðum eiginlaunum vóru 19.179 m.kr. 1982, 38.657 m.kr. 1983, 76.114 m.kr. 1986 og 110.358 m.kr. 1987 - hækkuðu um 45% frá árinu áður. Kennarar Kennara vantar að Alþýðuskólanum á Eiðum næsta vetur. Æskilegt að viðkomandi geti kennt stærðfræði. Upplýsingar veittar í síma 91-612342 í kvöld og næstu kvöld milli kl. 18.00 og 19.00. Skólastjóri. Kennarar Ritari Ritari óskast til starfa að Sálfræðideild skóla, Réttarholtsskóla. Kunnátta í ensku, dönsku, vélritun og notkun tölvu nauðsynleg. Upplýsingar í síma 680698. Fræðslustjórinrt í Reykjavík. 50% starf óskast Er við nám í gluggaskreytingum. Vil breyta til. Upplýsingar í síma 38076 eftir kl. 15.00. Skreiðarvinnsla Starfsfólk óskast í skreiðarvinnslu. Upplýsingar í síma 50993. Kennara vantar að Grunnskóla Vopnafjarðar næsta skólaár. Um er að ræða kennslu yngri barna. í boði eru húsnæðisfríðindi fyrir rétt- indakennara. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 97-31218, og formaður skólanefndar í síma 97-31275. Skólanefndin. Skrifstofustarf Óskum að ráða starfsfólk til vinnu við reikn- ingsútskriftir á tölvu. Námkvæmni og góð stærðfræðikunnátta nauðsynleg. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir nk. föstudagskvöld merktar: „Traust - 6381 “ „Au pair“ Óskum eftir „au pair“ 18 ára eða eldri. Starf- ið felst í að gæta fjögurra ára telpu, seinnipart- inn og á kvöldin. Við búum í New York. Nauð- synlegt að viðkomandi hafi bílpróf og reyki ekki. Upplýsingar í síma 35528 eftir kl. 18.00. HÚSNÆÐIÍBOÐI KENNSLA smá ouqlýsinqor Góð 4ra herb. íbúð j Vesturbæ Reykjavíkur er til leigu í 1-2 ár. íbúðinni fylgja gluggatjöld og ísskápur ásamt dálitlu af húsgögnum. Vinsamlegast leggið inn nafn og símanúmer á auglýsingadeild Mbl. merkt: „Góð íbúð - 6380". BÁTAR-SKIP Kvóti - kvóti Okkur vantar kvóta fyrir togarana Arnar og Örvar. Staðgreiðum hæsta gangverð. Upplýsingar í símum 95-22690, 95-22620 og 95-22761. Skagstrendingur hf., Skagaströnd. Kvóti Okkur vantar kvóta fyrir togarann Hólma drang. Greiðum besta verð. Seljendur, sem hafa áhuga, vinsamlegast hafið samband í símum 95-13209, 95-13203 og 95-13308. Hólmadrangur hf. Til sölu Skrifstofu okkar hefur verið falið að annast sölu á útgerðarfélaginu Sæfinni hf., þar með talinn frystitogari fyrirtækisins, Arinbjörn RE 54. Nánari uppl. eru veittar á skrifstofunni. Málflutningsskrifstofa Sigurðar G. Guðjónssonar hrl., Suðurlandsbraut 4A, Reykjavík, sími 689560. Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Menntamálaráðuneytið hefur falið okkur framkvæmd stöðuprófa. Kennarar skólans semja prófin og meta þau og sjá auk þess um að senda prófverkefni til þeirra skóla sem þess óska og taka við þeim aftur til mats. Prófin fara fram í Menntaskólanum við Hamrahlíð sem hér segir: Franska og spænska: 28. ágúst kl. 18.00. Þýska: 30. ágúst kl. 18.00. Enska: 31. ágúst kl. 18.00. Stærðfræði: 1. sept. kl. 18.00. . Danska, sænska og norska: 4. sept. kl. 18.00. Nemendur sem vilja þreyta stöðupróf eru beðnir að láta skrá sig til prófs á skrifstofu skólans í símum 685140 og 685155 fyrir 25. ágúst. Rektor. fÉLAGSLÍF Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almennur biblíulestur í kvöld kl. 20.30. Ræðumaður Garðar Ragnarsson. UÍJ Útivist Miðvikudagur 23. ágúst kl. 20 Kvöldganga á Kjalarnestanga. Létt ganga frá Brautarholtsborg um Nesvík, Gullkistuvík. Mess- ing og Borgarvik. Stórskemmti- leg ganga. Verð 700,- kr., frítt f. börn m. fullorðnum. Fararstj. Einar Egilsson. Brottför frá BSÍ, bensinsölu. Sjáumst! Útivist, feröafélag. SJÁLFSTÆDISFLOKKURINN F É L A G S S T A R F Aðalfundur Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Suðavikur verður haldinn fimmtudaginn 24. ágúst nk. kl. 20.30 i kaffisal Frosta hf. Dagskrá venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. FERÐAFELA6 ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Frá Ferðafélaginu: 25.-30. ágúst: Landmanna- laugar - Þórsmörk (6 dagar). Gengið á fjórum dögum frá Landmannalaugum til Þórs- merkur. Gist í sæluhusum F.i. Fararstjóri: Jóhannes I. Jónsson. 1.-3. sept. Óvissuferð. Spennand! ferð. Gist i svefn- pokaplássi. Upplýsingar og far- miðasala á skrifstofu F.i. Ferðafélag Íslands. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. iBJj Útivist Helgarferðir 25.-27. ágúst Þórsmörk - Goðaland. Góð gisting i Útivistarskálunum Bás- um. Gönguferðir viö allra hæfi. Fararstj. Egill Pétursson. Básar - Fimmvörduháls - Skógar. Gist í Básum. Gengið á laugardeginum yfir hálsinn. Far- ið i Seljavallalaug. Fararstj. Hákon J. Hákonarson. Uppl. og farm. á skrifst., Grófinni 1, simar: 14606 og 23732. Ársrit Útivistar nr. 15(1989) er komið út. Félagsmenn, vinsam- legast greiðið heimsenda giró- seðla fyrir árgjaldinu. Sjáumst! Útivist, ferðafélag. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SIMAR 11796 og 19533. Helgarferðir Ferðafélags- ins 25.-27. ágúst: Þórsmörk.. Gist í Skagfjörðs- skála/Langadal. Gönguferðir við allra hæfi um Mörkina. Landmannalaugar. Gist í sælu- húsi F.i. f Laugum. Ekið frá Laugum um Jökuldali í Eldgjá - gengið að Ófærufossi (dagsferð). Farnar gönguferðir um nágrenni Lauga. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu F.Í., Öldugötu 3. Ferðafélag Islands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.