Morgunblaðið - 23.08.1989, Qupperneq 24
24
MORGUNBLÁÐIÐ MfDVIKUMGUR '23. IÁGÚST '1989* /
St)öriiu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
Krabbinn
í dag er það umfjöllun um
hið dæmigerða fyrir Krabba-
merkið (21. júní - 22. júlí).
Tilfinningamaður
Krabbinn er tilfinningamerki.
Mat hans á' lífinu byggir á
tilfinningu, því hvort ákveðin
mál falla honum tilfinninga-
lega í geð eða ekki. Hann á
hins vegar erfitt með að ræða
það af hverju honum falli
<»þetta eða hitt. Tilfinningar
eru illútskýranlegar og því
er Krabbinn frekar þögult
merki. Hann tjáir sig með
augunum, með aðgerðum eða
í fáum og vel völdum orðum.
Ncemur
Krabbinn er frægur fyrir
næmleika sinn á fólk og and-
rúmsloft í umhverfi sínu s.s.
í húsum. Þessi næmleiki er
hins vegar staðbundnari en
t.d. næmleiki Fisksins, enda
er Krabbinn laginn við að
loka á það sem tengist honum
ekkert sérstaklega..
BakviÖ skelina
Krabbinn er iðulega hlýlegur
í viðmóti, eða öllu heldur má
finna að bakvið hlédræga
framkomu og stundum hrjúft
yfirborð slær hlýtt hjarta sem
vill vel. Þegar talað er um
hlédræga framkomu, verðum
við að hafa í huga, að slíkt
er ekki alltaf áberandi.
Stundum birtist það fyrst og
fremst í hlédrægni um sín
eigin persónulegu mál.
íhaldssamur
♦ íháldssemi er áberandi eigin-
leiki fyrir Krabba, bæði hvað
varðar ást og vináttu sem og
það að halda í hluti og eigur
sem honum hefur á annað
borð fallið j geð. Inn í þetta
spilar varkárni Krabbans og
þörf hans fyrir öryggi.
Frumkvœði
Þrátt fyrir feimni er Krabb-
inn oft duglegur að koma sér
áfram. Hann situr oft í stjórn
félaga og ér áberandi í for-
ystusætum, bæði í stjórn-
málum og viðskiptalífi. Þetta
er í sjálfu sér ekki undarlegt
því Krabbinn er hagsýnn,
séður, útsjónarsamur og
j seigur. Þó hann virðist hlé-
drægur býr hann í raun yfir
innri hörku og frumkvæði.
Ábyrgur
Ástæðan fyrir því að Krabb-
inn nær oft langt er einnig
sú að hann hefur sterka
ábyrgðarkennd og er traust-
vekjandi. Aðrir treysta hon-
um og fela ábyrgðarstörf.
Þungur
Krabbinn er oft sjálfum sér
verstur, a.m.k. að því leyti
að hann á til að velta sér
uppúr tilfinningasemi og
gömlum sárum. Hann á til
að vera þunglyndur og sjálfs-
> vorkunnsamur. Það sem
einnig háir honum er það
hversu mislyndur hann á til
að vera. Einn daginn er hann
ákveðinn og glaðbeittur, hinn
næsta þungur, önuglyndur
og falinn bakvið skelina.
Öryggi
Krabbinn er frægur fyrir að
sækjast eftir öryggi og elska
dýr, böm, gróður, fjölskyld-
una og húsið sitt. Enda eru
sterk tengsl við náttúruna og
heimilið honum mikiivæg.
Krabbi sem er í lausu lofti
hvað varðar þessa þætti er
óhamingjusamur og ófull-
nægður. Því er mikilvægt að
hann skapi sér öryggi, sé í
tengslum við tilfinningar
. sínar, gróður jarðar og ólg-
andi hafíð. íþróttaiðkun sem
hentar honum vel er sund og
einnig eiga gönguferðir vel
við hann, og þá sérstaklega
flörulabb.
GARPUR
Oeoo/MN &SSTUR Ke/VIUR T/L
HHnb/tHALÖAMNA V/£> /nUNAÐAS-
L£VSlNOTAHÆL/Br-
HETJURNAR TV/ER
SA/TIAN, ENeL/ESI-i
L EGT■■ ■
i p/fB efí
KLHR/SSH-■ ■ 1//Ð
ubnou/vi i' SJÓv-,
VARP/NU, SARPUR.1
-■UN& FÓTLUB HBTJA ... ,
L /FSPEYNO HETJA SE/H FAZÆKT-
/N HEFUK H/)£>- - ÞAÐ e&
SAGA i LAG/■■- t-t
'/30
GRETTIR
ó, FyRirz<5EFE>o, ée húlt ae> þú
/ETTIR VlE> þA SÓML) OuGGU ,
FFEhlKU SEAl VAF EEKIK) ÚR. SJÓ.
HEZ-HUM FyciR ÓMAUP5VWLEGA
HÖRKU/
BRENDA STARR
E/NA OHÐ/P)
LJÓSKA
pAO LÍOUIZ EKKI A
LÖNGU PANOAE? VL 0ÖRNIK
OKKM? TARA i’hASKOLA;
FERDINAND
SMÁFÓLK
REAL'LV? the kip luho
PLAY5 6ERONIMO 15 60ING
TO BE VERY PISAPPOINTEP..
Ég bauðst til að skrifa jólaleikritið
okkar í ár.
í fyrsta atriðinu talar Geronimo
við Maríu ...
Það var ekki Geronimo, það var
Gabríel...
Segirðu satt? Strákurinn sem á að
leika Geronimo verður mjög von-
svikinn.
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Blekkisagnir eru skemmtileg-
ar þegar þær heppnast. Raun-
sæir spilarar eru hins vegar lítið
fyrir að beita þeim, því reynslan
hefur margsannað að útgjöldin
sem þeim fylgja fara langt fram
úr tekjunum. Hetja dagsins
verður að minnsta kosti alllengi
að greiða skuldina sem hann
stofnaði til í þessu spili:
Austur gefur; NS á hættu.
Norður ♦ 9842 ♦ 832 ♦ G76 + ÁD2
Vestur Austur
♦ 6 ♦ ÁKG75
♦ KG1095 ♦ 7
♦ 953 ♦ ÁKD10842
♦ G873 ♦ -
Suður ♦ D103 ♦ ÁD64 ♦ -
♦ K109654
Vestur Norður Austur Suður — 1 lauf 2 tíglar
2 hjörtu 3 tíglar Dobl PasS Pass Pass Redobl
Útspil: spaðasexa.
Þegar austur opnaði á sterku
laufi taldi suður að nú væri rétti
tíminn til að láta andstæðinga
svitna. Og hafði svo sem heppn-
ina með sér, að norður skyldi
ekki eiga meira í tígli og stökkva
í fjóra eða fimm, því það má
sleppa 2 niður í 4 laufum.
En suður vildi ekki horfa al-
veg framhjá spaðasamningi og
redoblaði til úttektar. Norður var
ekki með á nótunum (þöngul-
haus!) og passaði önugur.
Sæluvíma austurs var svo
mikil að hann gleymdi að gefa
makker sínum stungu í spaða,
svo suður „slapp“ 7 niður. Fyrir
það greiddi hann (og makker
hans) 4.000 í stað 4.600 fyrir 8
niður.
„Það gat verið verra,“ sagði
norður og tók til við næsta spil
— löðursveittur.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á heimsbikarmótinu í Skell-
efteá í Svíþjóð, sem nú stendur
sem hæst, kom þessi staða upp í
skák Sovétmannsins Valery
Salov (2.645), sem hafði hvítt og
átti leik, og Gyula Sax, Ungverja-
landi (2.580). Svartur lék síðast
22. - Be7-f8.
23. Rh6+!I - gxh6 24. Rf6+ -
Kh8 25. Hxd7 - Dxd7 (Svartur
verður að láta drottninguna af
hendi, því ef hann víkur henni
undan kemur 26. Df5 með óverj-
andi máti) 26. Rxd7 og hvítur
vann um síðir á liðsmuninum eftir
32 leiki til Viðbótar, hann hefur
ekki farið stystu leiðina. Staðan á
mótinu eftir sjö umferðir var
þannig: 1-3. Kasparov, Ehlvest
og Salov 414 v., 3-6. Karpov, Short
og Portisch 4 v. 7-9. Andersson,
Hiibner og Nikolic 34 v. 10.
Seirawan 3 v. og biðskák, 11-14.
Sax, Nunn, Ribli og Tal 3 v. 15.
Vaganjan 2'k v. 16. Korchnoi 1'h
v. og biðskák. Kasparov, heims-
meistari, teflir mjög vel á mótinu,
en hefur hvað eftir annað gert sig
sekan um klaufaskap. í sjöundu
umferðinni lék hann gjörunninni
stöðu gegn Tal niður í jafntefli,
með því að leika af sér biskup á
mjög einfaldan hátt. Staðan var
reyndar svo unnin að Kasparov
hélt áfram að tefla til vinnings,
þrátt fyrir biskupsmissinn, en það
dugði ekki. -