Morgunblaðið - 31.08.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.08.1989, Blaðsíða 1
196. tbl. 77. árg. FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Heuter Brosmildur byltingarleiðtogi Annasamt hefiir verið í Tripoli, höfuðborg Líbýu, að undanförnu enda stendur mikið til. Á morgun eru 20 ár liðin síðan Muammar Gaddafi hrifsaði til sín völdin í landinu og breytti þvi í „paradis ájörðu“. Verður þess minnst með miklum hátíðahöldum en skreyt- ingarnar eru aðallega fólgnar í stórum myndum af landsföðurnum Ijúfa. ers, að markmiðið væri að endur- skipuleggja reksturinn áður en fyrir- tækin yrðu gjaldþrota. Sagði hann, að um væri að ræða 30% fyrirtækj- anna. Samkvæmt lögum, sem taka gildi um næstu áramót, eiga tékknesk fyrirtæki að bera sjálf ábyrgð á rekstrinum en ýmsir tékkneskir hag- fræðingar segja, að aðgerðirnar muni mistakast verði ekki jafnframt komið á umbótum í iýðræðisátt. Kunnur þjóðfélagsfræðingur, Mil- os Zeman, segir í grein, sem birtist í ágústhefti tékkneska tímaritsins Technicky, að Tékkóslóvakía, sem áður var meðal fremstu iðnríkja Evr- ópu, sé á góðri leið með að verða að vanþróaðasta ríki í álfunni og geti ekkert orðið til bjargar nema róttæk breyting á núverandi stjórn. Umrætt tímarit er lítið og næsta óþekkt utanlands en greinin er talin endurspegla verulega óánægju innan kommúnistaflokksins með stöðnun- ina í landinu. Tékkóslóvakía: Þriðjungur atvinnu- rekstrarins vonlaus Prag. Reuter. UM það bil þriðjungur tékkneskra iðnfyrirtækja er svo úr sér geng- inn og ónýtur, að ekki er um ann- að að ræða en hætta rekstrinum eða endurskipuleggja frá grunni. Jaromir Matejka, sem hefur það erfiða verkefni að hleypa nýju lífi í miðstýrt efnahagslífið án þess að ganga á svig við kommúnismann, sagði í viðtali við fréttamann Reut- Sorpeyðing: Gífurlegnr vandi fyr- ir dyrum Ottawa. Reuter. Umhverfissérfræðingar eru á einu máli um að gífurlegur vandi blasi við i sorpeyðingarmálum í Norður-Ameríku. Margar borgir þar séu hreinlega að drukkna í eigin úrgangi. í New York-borg hefur sorpi verið hrúgað í háar hæðir á Staten- eyju, sem borgarbúar kalla nú ekki annað en Soipíjallið, en embættis- menn í New York og öðrum borgum Bandaríkjanna segja, að eftir fáein ár verði allir sorphaugar yfirfullir. Árið 1986 féllu til 16 milljónir tonna af sorpi í Kanada eða 1,8 kg á hvert mannsbarn. í Bandaríkjun- um var sorpið 145 milljón tonn, 1,6 kg á mann, en í Vestur-Þýska- landi, Svíþjóð og Japan mun minna eða 1 kg á hvern íbúa. Aðeins 2% alls sorps í Kanada er endurunnið en 15% þess sem til fellur í Bandaríkjunum. Vestur- Þjóðveijar endurvinna sömuleiðis 15% sorpsins en Japanar hvorki meira né minna en 50%. Eiturlyfjasalarnir biðja um ftiðarviðræður við stjómvöld - en hóta ella að siga morðsveitum á blaðamenn og dómara 1—jL — - ^ # Reuter Utgöngubann er í Medellin og heldur herinn uppi gæslu um alla borgina. Hafa 17 sprengjur sprungið í þessari viku en í gær tókst að koma í veg fyrir, að útsendarar eitursalanna sprengdu upp eldsneytis- tank við áfengisverksmiðju í borginni. Fíkniefinastríðið 1 Kólombíu: París, Bogota. Reuter. LEIÐTOGI Medellin-eiturlyQa- hringsins í Kólombíu hefur farið fram á frið við sfjórnvöld í landinu en segist ella munu siga morðsveitum sínum á kólombíska blaðamenn og dómara. Dóms- málaráðherra Kólombíu sagði hins vegar á blaðamannafundi í Washington, að aldrei yrði sest að samningaborði með eitursöl- um. I Medellinborg ríkir nú um- sátursástand og útgöngubann eftir fjöldamörg sprengjutilræði eiturlyfjasalauna í þessari viku. Franska blaðið Liberation sagði í gær og hafði eftir kólombískum leyniþjónustumönnum, að Pablo Escobar, æðsti maður Medellin- eiturlyfjahringsins, hefði farið fram á frið við stjórnvöld í Kólombíu. Sagði hann í símtali, sem var hljóð- ritað, að eiturlyfjasalarnir ættu sér aðeins þá einu ósk „að fá að lifa í friði í eðlilegu samfélagi". Að öðrum kosti kvaðst hann mundu skipa sveitum sinum að heija allsheij- arstríð og drepa einkum blaðamenn og dómara. Virgilio Barco, forseti Kólombíu, lýsti yfir stríði á hendur eiturlyfja- kóngunum 18. ágúst sl. en þá höfðu þeir myrt frambjóðanda í væntan- legum forsetakosningum, dómara og lögreglustjóra. Síðan hafa þús- undir manna verið handteknar. Eit- ursalarnir hótuðu á móti miklu blóð- baði en virðast þó vera farnir að ugga um sinn hag. Óttast þeir eink- um framsal til Bandaríkjanna. Til marks um það er tíka opið bréf frá Fabio Ochoa Restrepo, föður þriggja eiturkónga, þar sem hann bað um friðarviðræður við stjórn- völd. í Medellin hafa sprungið 17 sprengjur í þessari viku og hefur verið sett á útgöngubann í borg- inni. Síðan stríðið hófst við eitursal- ana hafa stjórnvöld lagt hald á 346 flugvélat', 464 búgarða og aðrar byggingar, rúmlega 1.300 bifreiðar, mikið af vopnum og nokkur tonn af kókaíni. Monica de Grieff, dómsmálaráð- herra Kólombíu, sagði í gær, að því færi fjarri, að Kólombíustjórn ætl- aði að semja sátt við „sölumenn dauðans“. Kom þetta fram á blaða- mannafundi í Washington en Bandaríkjastjórn ætlar að styðja baráttuna gegn eiturlyflasölunum í Kólombíu með 65 milljónum dollara. Opinberir sjóðir að tæmast í Færeyjum Kaiipmannahöfn. Frá N. .1. Bruun, fréttaritara Morg^inblaðsins. KREPPAN í færeysku eftiahagslífi birtist meðal annai-s í því, að ýmsir opinberir sjóðir eru að tæmast eða eru þegar tómir. Á það til dærnis við um lánasjóð húsbyggjenda sem getur ekki staðið við skuldbindingar sínar. Færeyska landstjórnin hefur nú á prjónunum að afnema veröbætur á laun og skera niður barnabætur. BygginKarsjóður landstjórnar- nú með því skilyrði, að þeir geti innar, sem veitt hefur ódýr lán til íbúðarbyggjenda og -kaupenda, er tómur. I þessari og næstu viku áttu þeir, sem fengið hafa lánslof- orð, að fá í hendurnar um 48 millj- ónir ísl. kr. en af því verður ekki að sinni. Mun það valda mörgum verulegum vandræðum því að byggingarsjóðslánin, sem bera 8% vexti, fara yfirleitt til að greiða skammtímabankalán, sem eru á 13% vöxtum. Hefur sjóðsstjórnin því í hyggju að taka 400 millj. kr. lán til að greiða úr vandanum. Aðrar færeyskar lánastofnanir eru einnig illa staddar og hafa lánareglur verið hertar af þeim sökum. Lán til húsbyggjenda eru sjálfir lagt fram 2,4 millj. ísl. kr. en byggingarkostnaður einbýtis- húsa í Færeyjum er yfirleitt á bil- inu 10-12 millj. kr. Verkalýðsfélögin í Færeyjum hafa brugðist hart við fréttum um að landstjórnin ætli að afnema visi- tölutryggingu launa, og ráðgera sólarhringsverkfall ef af því verð- ur. Segja talsmenn þeirra, að sú ráðstöfun og aðrar geti rýrt tekjur hverrar §ölskyldu um 120-160.000 kr. Landstjórnin hyggst þó gera betur því að til stendur að lækka barnabætur verulega ,og greiða þær aðeins með þeim, sem eru á barnaskólaaldri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.