Morgunblaðið - 31.08.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.08.1989, Blaðsíða 12
esei T3úuÁ is íítjSAaUTiíiír-i aiOAjawuoflOM .ttjviqrgunblaðis~pimmtuda'gur' 31: ágúst Tggg............................................—............- ------------ EB hlýtur sú spurning að vakna, hvort til sé stefna ríkisstjórnarinnar varðandi íslenskan kaupskipaflota, stærð hans og flutningsgetu. Ef stefna í þessum málum er til óskast hún birt, ef svo er ekki þá verður að fara að móta slíka stefnu nú þeg- ar í samstarfi við hagsmunaaðila. Stefná stjórnar Sjómannafélags Reykjavíkur er skýr hvað þetta mál varðar. Öll skip sem eru í siglingum að og frá landinu eiga að vera mönn- uð íslendingum. Til átaka hefur kom- ið vegna þessarar stefnu milli ísl. kaupskipaútgerða og Sjómannafé- lags Reykjavíkur. A séinni árum hefur erlendum leiguskipum, mönn- uðum erl. sjómönnum fækkað þótt enn séu nokkur í siglingum að og frá landinu eins og sést hér í grein- inni að framan. En vonandi fækkar þeim skipum, þótt stjórn SR geri séj fulla grein fyrir því að á álagstímum þurfi að taka erlend skip í leiguflutninga um stundarsakir. Að lokum Ég lagði hér upp í þessari grein með undirtektir við íslenskan iðnað sem er auðvitað hluti af sjálfstæði okkar Islendinga. Sjávarútvegur og siglingar eru jú hornsteinn efnahags- legs sjálfstæðis okkar þjóðar, en við þurfum á öllum þeim atvinnutæki- færum að halda sem möguleikar gefast til, jafnt til sjós sem lands. Nú á þessum tímum sem við höfum haft næga atvinnu, verið sjálfum okkur nógir með skipakost til flutn- inga að og frá landinu þótti mér eðlilegt og rétt að minna á atburð við líðandi lok einokunar hér á landi 1913 og samtakamátt íslendinga gegn hverskonar einokun. Látum slíkt ekki yfir okkur ganga aftur, veljum íslenskt og áfram íslenska kaupskipaútgerð. Það varðar framtíð okkar, framtíð íslands og komandi kynslóða. Höfundur er formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Veljum íslenskt: íslenskt atvinnu- öryggi til sjós og lands efiir Guðmund Hallvarðsson Þessa dagana minna íslenskir iðn- rekendur í samvinnu við nokkra stór- markaði á íslenskan iðnað og hvetja fólk til að kaupa íslenskar vörur. Slíkar áminningar til almennings eru vissulega þarfar og eiga þessir aðilar þakkir skilið fyrir framgang í þessu máli og ekki síst fyrir það að minna á atvinnutækifærin sem skapast fyr- ir íslendinga ef í landinu er öflugur iðnaður. Það er hins vegar athyglis- vert hve lítinn gaum við höfum gefið að eigin atvinnuöryggi. Að fortíð skal hyggja Þegar hugsað er til atvinnuörygg- is íslendinga og þess að þeirri stefnu hefur verið fylgt að við sjálf ráðum atvinnurekstrinum, kemur upp í huga mér athyglisverð frásögn sem ég las fyrir löngu og birtist í Isafold vegna komu ms. Gullfoss 1915 en þar segir m.a.: „Það vekur sérstakan fögnuð, að áhöfn hins nýja og fríða skips skuli öll vera íslensk." Fögnuð- ur landsmanna vegna íslenskrar áhafnar á m.a. rætur að rekja til eftirfarandi fréttar sem einnig birtist í ísafold 2/9 1913: „Nú um eins árs skeið hefur verið unnið að stofnun íslensks gufuskipa- félags, sem gæti, er því vex fiskur um hrygg, tekið að sér bæði milli- landaferðirnar og strandferðirnar. Hafa undirtektir þjóðarinnar verið afbragðs góðar, enda nauðsyn brýn að bijóta á bak aftur einokunarað- stöðu Sameinaða gufuskipafélagsins danska, sem það hefur notað sér út í yztu æsar til að hækka stórlega flutnings- og fargjöld. Svolátandi símskeyti barst ráð- herra Islands í dag frá Sameinaða félaginu danska: Til þess að vama misskilningi er yðar hágöfgi hér með tilkynnt, að tilboð vort um strandferðir 1914— 1915 verður tekið aftur svo framar- lega, sem Alþingi samþykkir að styðja^ millilandaferðir Eimskipafé- lags íslands með hlutatöku eða landssjóðsstyrk. Sameinaða Fregnmiði þessi vakti fádæma at- hygli og eru menn nær orðlausir yfir óheyrðri frekju hins danska félags gagnvart Alþingi. Fjöldi manns hefur svarað „Sameinaða" í dag, með því að kaupa hlutabréf í Eimskipafélag- inu fyrir þúsundir króna.“ EB og þjóðerni skipshafna Efnahagsbandalagið og sú fijáls- ræðisstefna varðandi verslun og við- skipti sem upp verður tekiin þar á bæ 1992 hefur verið mikið í umræð- unni hér á landi að undanfömu. For- ráðamenn íslenskra tryggingafélaga hafa látið eftir sér hafa að sameining félaganna sé m.a. með tilliti til fram- tíðarinnar, þá einkum litið til 1992. Útgerðir kaupskipa innan EB munu einnig njóta fijálsræðis innan banda- lagslandanna en kaupskipum ann- arra þjóða verður gert erfitt um vik a.m.k. með flutninga innan EB- landa. Innan raða ITF (alþjóðaflutninga- verkamannasambandsins) hafa menn verulegar áhyggjur af hug- myndum EB-landanna varðandi þjóðerni áhafna kaupskipa. En þar er. gert ráð fyrir því að helmingur áhafnar sé af þjóðerni EB-landa en aðrir áhafnarmenn annarra þjóða, þ.e. að leitað verði vinnuafls þriðja heimsins. Verði sú hugmynd EB 1992 upp tekin að manna skipin með helming áhafnar frá þriðja heiminum þykir það liggja nokkuð ljóst fyrir að fyrst um sinn verði það eingöngu í stöður undirmanna. Vissulega verð- ur það ekki lengi því ódýrt vinnuafl þriðja heimsins sækir stöðugt á. íslensk kaupskipaútgerð í dag Kaupskipaflotinn sem er í eigu Islendinga eða í þeirra þjónustu sam- anstendur nú af 40 skipum sem skiptast þannig: íslensk kaupskip Skip í eigu Islendinga, með erl. þjóðf., ísl. áhöfn Skip í þurrleigu með erl. þjóðf., ísl. áhöfn Skip í eigu ísl. með erl. þjóðf., yfirm. ísl. en undirm. erl. Skip í eigu ísl. með erl. þjóðf., erl. áhöfn Skip í tímaleigu, erl. fáni, erl. og ísl. áhöfn Skip í tímaleigu með erl. fána og erl. áhöfn Af þessum 40 skipum eru 32 með íslenskar áhafnir, 3 með blandaðar Guðmundur Hallvarðsson áhafnir og 5 með erlendar áhafnir. Það er augljóst að nýtt form rekstrar íslenskrar kaupskipaútgerð- ar, þ.e. í bland íslenskir og erlendir sjómenn í áhöfn, hefur rutt sér til rúms, þá fyrst og fremst með sigling- um tveggja skipa, hafna í milli er- lendis. Með tilkomu samstarfs EB- landanna og opnun sjóflutninga inn- byrðis, jafnframt takmörkun annarra þjóða kaupskipa að fraktmarkaðnum standa íslenskar kaupskipaútgerðir frammi fyrir miklum vanda í upp- hafi EB-árs 1992. Hver er stefna ríkisstjórnarinnar varðandi atvinnuöryggi íslenskra farmanna? I allri umræðunni um Efnahags- bandalagið 1992 og samstarf ann- 24 2 6 2 2 I 3 AHs 40 skip arra þjóða þar utan og ekki síst meí tilliti tíl opins fraktmarkaðar innai Hlutabréfakaup — margfeldiskosning eftir Kristjönu Millu Thorsteinsson . Mikil umræða hefur veríð undan- farin misseri um nauðsyn þess að almenningur taki þátt í rekstri og uppbyggingu atvinnulífsins með hlutabréfakaupum og ávaxti þannig sparifé sitt. Ekki hefur þó verið rætt um hvort eða hvernig þessir væntan- legu hlutabréfaeigendur gætu haft áhrif á stjórn fyrirtækja þeirra, sem þeir leggja fé sitt í. Enginn vafi leikur á að mikil þörf er á bættri eiginfjárstöðu fyrirtækja, því að mörg þeirra hafa undanfarið verið rekin með tapi og þurft að ganga á eigið fé og safna skuldum. I sumum tilfellum hefur tapið verið vegna verðbólgu og óeðlilegra kostn- aðarhækkana og í öðrum hafa for- sendur breyst vegna utanaðkomandi atriða, svo sem breytinga á markaðs- aðstæðum. Ekki má þó gleyma því, að til skamms tíma nutu mörg fyrirtæki og einstaklingar þess að hægt var að fá niðurgreitt lánsfé, þegar vextir voru neikvæðir eða þar til verðtrygg- ing var leyfð árið 1979. Gert er ráð fyrir að á árunum frá 1960—1987 hafi innstæður bank- anna rýrnað um 81 milljarð vegna neikvæðra vaxta, miðað við hvað þær hefðu verið, hefðu þær verið verð- tryggðar. Þá var mestur hagur og gróði í að skulda sem mest og leggja út í sem mestar ijárfestinga, hversu sem arðsemi þeirra var háttað. I maí 1989 námu heildarinnlán viðskipta- bankanna 91,5 milljörðum króna svo að sjá má hversu gífurleg áhrif hinna neikvæðu vaxta hafa verið. Enn eru vextir á almennum spari- sjóðsbókum oft neikvæðir, það fer eftir verðbólgustigi á hveijum tíma. Sparifjáreigendur hafa þó lært af reynslunni og leggja nú fé sitt í aukn- um mæli á skiptikjarareikninga eða kaupa verðbréf. En sparifjáreigendur og þeir sem vilja fjárfesta hafa ekki lagt fé sitt að neinu ráði í hlutabréfakaup hjá fyrirtækjum þannig að það gæti nýst fyrirtækjunum til uppbyggingar eig- in ijár. Almenningur hefur því ekki lagt fé sitt beint í fyrirtækin og al- mennur sparnaður því ekki komið í stað lánsfjár, sem er bundið mark- aðsvöxtum, og hefur reynst mörgum fyrirtækjum þungur baggi. Ástæður þess, að almenningur kaupir ekki hlutabréf eru í fyrsta lagi þær að þau hafa ekki verið til sölu að neinu marki. í öðru lagi hef- ur lagst fullur eignarskattur á hluta- bréfaeign, að frádreginni vissri upp- hæð, og síðan eru 37,74% tekjuskatt- ur af útgreiddum arði, umfram vissa upphæð. í þriðja lagi hefur vantað verðbréfamarkað, sem skráir hluta- bréf. Mikil bót er þó að því, að mörg verðbréfafyrirtæki skrá vérð hluta- bréfa daglega og eiga einhver við- skipti með þau. Jón Sigurðsson, við- skiptaráðherra, hefur lagt fyrir ríkis- stjórnina tillögur, sem eiga að miða að því að örva almenna sparifjár- eigendur og starfsfólk fyrirtækja til kaupa á hlutabréfum m.a. með lækk- un eignarskatta á hlutabréfaeign. Nánar verður ekki farið í tillögur þessar að sinni, en þær hafa vonandi í för með sér aukna þátttöku almenn- ings í rekstri fyrirtækja og er þá fyrst og fremst átt við fyrirtæki, sem kalla má almenningshlutafélög og selja hlutabréf sín á fijálsum mark- aði. Aukin hlutabréfakaup almenn- ings munu að sjálfsögðu tryggja hluthöfum hlutdeild í arði félaganna og áhættu, en ekki að sama skapi tryggja þeim í raun neina aðild eða áhrif á hveijir skipa stjórn félaganna. Ef almenningur á að taka virkan þátt í uppbyggingu atvinnulífsins, þarf einnig að tryggja honum tæki- færi til að hafa áhrif á hvernig rekst- ur fyrirtækjanna gengur. Nú er því þannig háttað í flestum hlutafélögum, að þeir sem eiga 50% hlutafjár eða því sem næst, geta al- Kristjana Milla Thorsteinsson „Ef almenningur á að taka virkan þátt í upp- byggingu atvinnulífs- ins, þarf einnig að tryggja honum tæki- færi til að hafa áhrif á hvernig rekstur fyrir- tækjanna gengur.“ gjörlega ráðið hveijir sitja í stjórn fyrirtækjanna. í mörgum tilfellum erþað sjálfsagður hlutur, sérstaklega þar sem um er að ræða svokölluð fjölskyldufyrirtæki, þar sem einn maður hefur ásamt fjölskyldu sinni byggt upp fyrirtækið. Óðru máli gegnir um stærri fyrir- tæki, sem hafa nokkur hundruða eða þúsunda hluthafa. í þeim sitja oft í stjórnum menn sem Íítið þekkja inn á reksturinn og eiga lítilla fjárhags- legra hagsmuna að gæta. Oft er um sömu menn að ræða í mörgum stjórn- GRUNN I 5. sept. kl. 9-T6 Fyrir byrjendur ítöivunotkun. Fjallað verður um Victor PC-tölvuna, MS-DOS stýrikerfið kynnt ásamt ýmsum jaðartækjum, t.d. prentara, mús, módemi o.fl. Allar nánari upplýsingár og bókanir hjá Ásrúnu Matthíasdóttur Einari J. Skúlasyni hf. Grensásvegi 10, sími 686933 ATH: VR og fleiri stéttarfélög styrkja félaga sina til þátttöku. Tölvuskóli Einars J. Skúlasonar hf. um, sem þekkja einhveija áhrifa- menn í viðkomandi stjórnum. I slíkum tilfellum er fárra kosta völ hjá hinum almenna hluthafa vilji hann hafa áhrif á gang mála. I hlutafélagalögunum frá 12. maí 1978 er að vísu ákvæði um svo- nefnda margfeldiskosningu. Hún fel- ur í sér að hluthafi má leggja öll atkvæði sín á einn mann, þannig að meiri líkur eru á að hann komist inn. Sá galli er þó á því ákvæði að til þess að margfeldiskosning verði viðhöfð við stjórnarkosningu þarf 25% hluthafa að óska eftir henni. Líkur eru þó á, að sá sem réði yfir 25%, eða einum fjórða atkvæða þyrfti ekki á margfeldiskosningu að halda. En skyldi einhver hinna smærri hluthafa vilja safna saman undirskriftum þessara 25% yrði það eflaust tafsamt verk. í tillögum um breytingar á hluta- fjárlögunum, sem lagðar voru fram fyrir 111. þing Alþingis 1988, en hafa ekki enn verið afgreiddar, er lagt til að þetta breytist í % hiuta hlutafjár, eða 20%. Má segja að af því yrði nokkur bót, en samt yrði um of háar upphæð- ir að ræða til þess að smáum hluthöf- um yrði kleift að ráða við þær og sæmilegs réttlætis við alla hluthafa væri gætt. Til þess að svo yrði, þyrfti þessi tala að lækka niður í 10% eða einn tíunda hluta. Er þá enn átt við stór hlutafélög, sem hafa um og yfir 500 hluthafa. Vafasamt getur talist að hvetja almenning og starfsfólk fyrirtækja til að leggja fram fé sitt í rekstur fyrirtækja þó að um einhveija ávöxt- un geti verið að ræða, án þess að geta um ieið haft möguleika til að hafa áhrif á kosningu í stjórn. Eins og málin horfa nú i mörgum fyrirtækjum virðist vera að myndast hópur manna, sem sækist eftir setu í sem flestum fyrirtækjum, án sýni- legra tengsla við markmið eða rekst- ur þeirra. Væntanlega verða breytingartil- lögurnar frá 1988 á hlutafélagalög- unum teknar til afgreiðslu á næsta þingi. Er það von mín að þá verði sú breyting gerð að hægt verði að óska eftir margfeldiskosningu við stjórnarkjör, ef tíundi hluti hluthafa óskar þess. Höfimdur er viðskiptafi-æðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.