Morgunblaðið - 31.08.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.08.1989, Blaðsíða 13
1 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1989 ; ■ i... . i • i . > i i i •' i i r : i í . 13 Broadway kveður með dægurlagahátíð 50 ára tónlistarferill Jóns Sigurðssonar bankamanns Morgunblaðið/BAR Frá æfingu á dægurlagahátíðinni í vikunni, frá vinstri: Ingimar Eydal, Þuríður Sigurðardóttir, Ellý Vilhjálms, Jón Sigurðsson og Ragnar Bjarnason. Veitingastaðurinn Broadway hættir í lok október n.k. þegar staðurinn verður afhentur nýj- um eiganda, Reykjavíkurborg. Olafur Laufdal hefur rekið stað- inn frá upphafí. Þar hafa verið settar upp stórsýningar og margir heimsþekktir skemmti- kraftar komið fram. Á laugar- dagskvöld verður frumsýnd þar ný dagskrá um 50 ára tónlistar- feril Jóns Sigurðssonar banka- manns. í fréttatilkynningu frá veiting astaðnum í tilefni tímamótanna segir m.a: Veitingastaðurinn Broadway á sér merkilega sögu í íslensku skemmtanalífí. Þar hafa margir af fremstu skemmtikröftum heimsins komið fram s.s. Ray Charles, Fats Domino, The Platters, Jerry Lee Lewis, Rod Stewart, The Hollies, The Tremeloes, The Shadows, Dáve Brubeck, Herbie Hancook og margir fleiri. Á þessum veitingastað varð líka til ný hefð í íslensku skemmtana- lífi, stórsýningarnar svokölluðu sem byijuðu með Rokkhátíðinni 1983. Síðan hafa verið færðar upp margar frægar sýningar þar, eins og t.d. Bítlaveislan, Söngbók Gunn- ars Þórðarsonar, sýning í tilefni af tuttugu og fimm ára ferli Óm- ars Ragnarssonar, Ríó tríóið, Allt vitlaust og svo mætti lengi telja. Þar sem alþýðutónlist undanfar- inna áratuga hafa verið gerð ræki- leg skil í Broadway, undanfarin ár, hefur verið ákveðið að kveðja húsið með viðeigandi tónlistarsýningu sem hefur hlotið heitið „Dægur- lagahátíðin Komdu í kvöld“. Þessi sýning er jafnframt til heiðurs Jóni Sigurðssyni banka- manni, sem staðið hefur í sviðsljós- inu í fimmtíu ár, en lög hans og textar hafa hljómað meðal þjóðar- innar svo að áratugum skiptir. Má þar nefna lög og texta eins og „Komdu í kvöld“, „Ég vil fara upp í sveit", „Einsi kaldi úr Eyjunum", „Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig“, „Nína og Geiri“ og „Vertu ekki að plata mig“, svo og aðeins örfá séu nefnd. Margt úrvalskrafta hefur verið kallað til leiks í þessa sýningu, þ. á m. söngvararnir Ragnar Bjarnason, Ellý Vilhjálms, Þorvald- ur Halldórsson, Þuríður Sigurðar- dóttir, Hjördís Geirsdóttir og Trausti Jónsson, en sá síðastnefndi er sonur tónskáldsins. Ingimar Eydal er tónlistarstjóri en hljóðfæraleikarar eru þeir Karl Möller og Hjörtur Howser á hljóm- borð, Edwin Kaaber á gítar, Berg- ur H. Birgisson á bassa, Trausti Jónsson á trommur og Þorleifur Gíslason á saxofón. Sjálfur leikur Jón á harmonikku og stjómar hljómsveitinni, Þorsteinn Eggerts- son, kollegi Jóns í mörg ár, hefur skrifað handrit að sýningunni og haft hönd í bagga með uppsetningu hennar. Dægurlagahátíðin verður frum- sýnd laugardaginn 2. september nk. síðan verður takmarkaður fjöldi sýninga, einungis á laugardögum, þar til eigendaskipti fara fram á húsinu. Haustskór Verðkr. 3.790,- Stærðir: 39-46 Litir: Svart - nubuk Ath.: Slitsterkurgöngusóli, sem hæfirvel í skólann. KRINGWN KWMeNM S. 689212 TOPP gPfc—'SKORIHN VELTUSUNDI 1 21212 5% staðgreiðsluafsláttur. Póstsendum samdægurs Visa og Euro símgreiðslur. o irj Blaðið sem þú vaknar við!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.