Morgunblaðið - 31.08.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.08.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1989 15 Guðmundur H. Garðarsson „Kjarni málsins er: Nú- verandi ríkisstjórn svífst einskis. Ríkis- stjórnin þyngir skatta og ræðst á eigur fólks.“ Alþingi kemur saman í október nk. Hér er um heimildarlausa ákvörðun að ræða, sem á sér enga stoð í lögum. Óæskilegir milliliðir Magnús L. Sveinsson, formaður VR segir í blaðaviðtali í Tímanum (stjórnarblaði) að það séu forkastan- leg vinnubrögð að Húsnæðisstofnun skuli safna sjóði í Seðlabanka íslands á meðan biðtími eftir láni hjá stofn- uninni er 2 til 3 ár. Tekið skal undir þessa skoðun. Hann segir ennfremur að þörf sé endurskoðunar á samning- um lífeyrissjóðanna við Húsnæðis- stofnun í ljósi þessara vanefnda gagnvart íbúðarkaupendum og hús- byggjendum. Það er fullkomlega tímabært að verkalýðshreyfingin endurskoði af- stöðu sína til núverandi fyrirkomu- lags í húsnæðismálakerfinu og losi sig við afskipti stjórnmálamanna í þessum efnum. Aðilar vinnumarkað- arins, fólkið sjálft, eigendur lífeyris- sjóðanna, leggja raunverulega fram allt það fjármagn sem núverandi | húsnæðismálakerfi hvílir á. Þessir til skrifa af minni hálfu um þetta leiðindamál, svo að síður Morgun- blaðsins megi nýtast undir aðrar ritdeilur og skemmtilegri. Jafn- framt væri óskandi að Guðjón Friðriksson léti afa minn eftirleiðis í friði og tæki aftur til við það þarfaverk að rekja sögu gamalla húsa og efla með því áhuga á varðveislu þeirra. Það mun honum farast vel úr hendi ef hann gætir sín betur á hæpnum heimildar- mönnum en á ísafjarðarárum hans, þegar hann sat við fótskör gamalla baráttujaxla og lét heill- ast af frásagnarhæfileikum þeirra. | ---------------------------------- Höfundur er arkitekt á Akureyri. aðilar geta ljallað um þessi mál án afskipta stjórnmálamanna. Stjórn- málamenn eru óþárfa og hættulegur milliliður milli húsbyggjenda og þeirra, sem tryggja fjármagnið. Nú- verandi ríksstjórn hefur sannað þetta I verki. Biðraðir lengjast Lífeyrissjóðirnir hafa staðið við samninga og kaupa skuldabréf af Húsnæðisstofnun fyrir 55% af árlegu ráðstöfunarfé sjóðanna. Það er gert í góðri tru um að féð verði endur- lánað til íbúðabygginga. í stað þess eru fleiri milljarðar lagðir til hliðar. Fólkið fær ekki lánin og biðraðir lengjast. Vandræði húsbyggjenda eru ekki leyst. Erfiðleikarnir aukast. Þetta eru svik. Á sama tíma kemur formaður fjár- veitinganefndar Alþingis, Sighvatur Björgvinsson, fram á sviðið og segir að þessar 2.000 milljónir skuli fara í kaupleiguíbúðir. Þar með staðfestir hann að umrætt fé sé fyrir hendi á biðreikningi. Hættulegir stjórnendur Þá kemur fram sú hugmynd úr fjármálaráðuneytinu, ráðuneyti Ólafs Ragnars Grímssonar, að þarna sé fundið fé til að fjármagna hluta af halla ríkissjóðs í ár þ.e. 2.000 milljón- ir króna upp í 5.000 milljón króna halla. Enn önnur svik við gerða samn- inga. Nú að frumkvæði Alþýðu- bandalagsins. Kjarni málsins er: Núverandi ríkis- stjórn svífst einskis. Ríkisstjórnin þyngir skatta og ræðst á eigur fólks. Ríkisstjórnin setur lög um nýtt hús- næðismálakerfi og svíkur síðan for- sendur laganna. Ríkisstjórnin undir- býr atlögu að söfnunasjóðum lífeyri- skerfisins og ætlar sér að hirða sem mest af ráðstöfunarfé þeirra í eyðsluhít og óráðsíu, sem fylgir þess- ari stjórn. Þetta eru hættulegir stjórnendur sem eru á góðri leið með að kippa stoðunum undan íslenzku efnahags- og atvinnulífi. I stað þess að standa við gerða samninga og fullnægja lögum um framkvæmd húsnæðismála, ætla valdhafarnir að misnota aðstöðu sína og beina fjármagninu til allt annarra þarfa en um var samið. í stað þess að flýta afgreiðslu lána torveldar ríkisstjórnin eðlilegar lán- veitingar. í stað þess að hefja umfjöllun á Alþingi um samræmt lífeyristrygg- ingarkerfi, sem tryggði öllum sama rétt til lífeyris, og það mannsæmandi lífeyris, hugsa forráðamenn ríkis- stjórnarinnar fyrst og fremst um það, hvernig þeir geti komist yfir lífeyrissjóði landsmanna og þjóðnýtt ráðstöfunarfé þeirra. Verðugra er að fjalla um það hvernig á að tryggja og efla lífeyris- og örorkutryggingar, á sama tíma og lífeyrissjóðirnir tækju aukinn þátt I eflingu atvinnulífsins. Blómlegt, öflugt atvinnulíf er forsenda öruggra lífeyristrygginga um ókomna framtíð. Höfúndur er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn og formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Skrifstofutæknir Athyglisvert námsTkeið! Nú er tækifærið til að mennta sig fyrir allt er lýtur að skrifstofustörfum. Sérstök áhersla er lögð á notkum PC-tölva. Námið tekur þrjá mánuði. Námskeið þessi hafa reynst mjög gagnleg fyrir skrifstofufólk og þá er hyggja á skrifstofuvinnu. í náminu eru kenndar m.a. eftirfarandi greinar: Almenn tölvufræði, stýrikerfi, tölvusamskipti, ritvinnsla, gagna- grunnur, töflureiknar og áætlunargerð, tölvubókhald, toll- og verðútreikningar, almenn skrifstofutækni, grunnatriði við stjórnun, útfylling eyðublaða, verslunarreikningur, víxlar og verðbréf, íslenska og viðskiptaenska. Nemendur útskrifast sem SKRIFSTOFUTÆKNAR og geta að námi loknu tekið að sér rekstur tölva við minni fyrirtæki. Innritun og nánari upplýsingar veittar í símum 687590 og 686790 TÖLVUFRÆÐSLAN Borgartúni 28. Hvað scgja þau um námskeiðið. Sólveig Krístjánsdóttir: Siðastliöinn vetur var ég vió nám hjá Tölvufræðslunni. Þessi timí er ógleymanlegur bæði vegna þeirrar þekkingar, sem ég hlaut og kemur mér mjög til góða þar sem ég starfa nú, svo og vegna andans sem þama rikti. Þetta borgaði sig. Sigríður Þórísdóttir: Mér hefur nýst námiö vel. Ég er öruggari i starf i og m.a. feng- ið stööuhækkun. Viðtæk kynn- ing á tölvum og tölvuvinnslu í þessu námi hefur reynst mér mjög vel. Maður kynnist þeim fjölmörgu notkunarmöguleikum sem tölvan hefur upp á aö bjóða. Þetta nám hvetur mann einnig til að kanna þessa möguleika ogfærasérþáínyt. Jóhann B. Óiafsson: Ég var verkamaður áður en ég fór i skrifstofutækninámið hjá Tölvufræðslunni. Ég bjóst ekki við að læra mikiö á svo skömm- um tíma, en annaðhvort var það að ég er svona gáfaöur, eða þá að kennslan var svona góð (sem ég tel nú að frekar hafi verið), að nu er ég allavega orðinn að- stoöarframkvæmdarstjóri hjá íslenskum tækjum. Ég vinn svo til eingöngu á tölvur, en tölvur vom hlutir sem ég þekkti ekkert inná áður en ég fór í námið. A skrifstofu Tölvufræðslunnar er hægt að fá bæklinga um námið, bæklingurinn er ennfremur sendur í pósti til þeirra sem þess óska I I Þ.ÞORCRÍMSSON &C0 WpARMA PLAST ÁRMÚLA 16 OG 29, S. 38640 Vétrartíska í sumarsól Þaö er kannski dálítiö skrýtiö aö vera í stuttbuxum meö sólgleraugu að kaupa sér föt fyrir veturinn. En svona er það nú í Amsterdam. Þeir eru að taka fram nýju vetrartískuna. Og sumarið er enn á fullu. ARNARFLUG Lágmúla 7, sími 91-84477 Austurstræti 22, sími 91-623060 Flugstöð Leifs Eiríkssonar, sími 92-50300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.