Morgunblaðið - 31.08.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.08.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. AGUST 1989 Trimmlands- keppni fatlaðra NORRÆN trimmlandskeppni fyrir fatlaða verður haldin á öllum Norð- urlöndunum dagana 1.—30. september nk. Keppni þessi, sem haldin er annað hvert ár, fer nú fram í fímmta sinn. Megintilgangur hennar er að hvetía alla fatlaða einstaklingavtil að stunda íþróttir og útivist sér til hressingar og heilsubótar. Þátttökulönd í keppninni eru Dan- mörk, Finnland, Færeyjar, ísland, Noregurog Svíþjóð. Rétt til þátttöku eiga allir félagar í íþróttafélögum fatlaðra svo og allir ófélagsbundriir fatlaðir. Einnig eiga aldraðir rétt tii þátttöku í keppninni. Keppnisgreinar eru ganga, hlaup, sund, hjólastólaakstur, siglingar, hjólreiðar og hestamennska. Hvert trimm verður að standa yfir í a.m.k. 30 mínútur og fyrir það fæst eitt stig. Aðeins er unnt að fá eitt stig á dag. Þátttakendur fá þátttökuskír- teini og við hvert trimm skrá þeir dagsetningu og íþróttagrein í það. Norræna trimmlandskeppnin verður þríþætt. í fyrsta lagi verður keppni milli Norðurlandanna og sigr- ar það land sem sýnir mesta aukn- ingu á þátttöku milli keppna. í verð- laun hlýtur landið „trimmhornið" sem gefið var af Flugleiðum hf. í öðru lagi er innanlandskeppni. Það héraðssamband sem hlýtur flest stig miðað við íbúafjölda vinnur „Morg- unblaðsbikarinn" sem gefinn er af Morgunblaðinu. í þriðja lagi er ein- staklingskeppni og hljóta 10 ein- staklingar sérstök verðlaun. Nöfn þeirra verða dregin út úr hópi þeirra sem trimma oftar en 20 sinnum meðan á keppninni stendur. Að keppni lokinni fá þátttakendur árituð viðurkenningarskjöl til minningar um þátttöku. í tilefni af keppninni stendur íþróttafélagið Ösp fyrir göngu á hveiju kvöldi allan mánuðinn. Lagt er af stað frá Öskjuhlíðarskóla kl. 19.30. Þá gengst Iþróttafélag fatl- aðra í Reykjavík fyrir gönguferðum frá aðalleikvanginum í Laugardal kl. 18 mánudaga og fimmtudaga og kl. 14 laugardaga og sunnudaga. Öllum er heimil þátttaka í þessum göngum. Reykjalundarhlaupið verður hlaupið nk. laugardag og hefst það kl. 11.00. Hlaupnar verða fjórar vegalengdir; 14 km hlaup, 6 km hlaup/ganga, 3 km hlaup/ganga og 2 km hjólastólaakstur eða ganga með hjálpartæki. Öllum er heimil þátttaka í Reykjalundarhlaupinu, fötluðum sem ófötluðum. Æft fyrir landskeppnina sem hefst á morgun. Morgunblaðið/RAX Rúst undir Hellisbjargi eftir uppgröft. Hellisbjarg er hæsti staður í Papey. Rannsóknir Kristjáns Eldjárns í Papey: Engar sannanir fyrir veru papa í eynni SKÝRSLA um rannsóknir Kristjáns Eldjárns í Papey, tekin saman af Guðrúnu Sveinbjarnardóttur, er komin út í árbók Hins íslenska fornleifafélags. Krisfján hóf rannsóknir í eynni „til að ganga úr skugga um, hvort sanna mætti sögn Ara af pöpum á íslandi", eins og hann orðaði það sjálfúr í vinnuskýrslum. Við rannsóknirnar í Papey fannst ekkert sem sannar veru papa þar. Kristján Eldjárn fór sína fyrstu ferð út í Papey árið 1964 og hóf rannsóknir þar árið 1967 en vegna embættisanna lauk hann þeim ekki fyrr en hann lét af embætti forseta árið 1981. Hann var búinn að leggja allmikil drög að riti um rannsókn- irnarþegar hann lést haustið 1982. Landsvirkjun veitti styrk til minningar um Kristján árið 1985 til að hefja úrvinnslu og var Guðrún Sveinbjarnardóttir fengin til verks- ins. Styrkur fékkst úr Vísindasjóði 1987 til að Ijúka verkinu. í formála skýrslunnar segir að Kristján hafi ekki fundið neinar sannanir fyrir því að papar hafi verið í Papey og að hann hafi verið farinn að efast um_ að þeir hafi nokkurn tíma verið á íslandi. í eynni fundust hins vegar merkar minjar um forna byggð, sem virðast sýna, að menn hafi sest þar að þegar á fyrstu öld byggðar í landinu. Guðrún fór út í Papey sumarið 1987 til að kynnast aðstæðum, skoða nánar ýmsar byggðaleifar og gera minjaskráningu sem birt er í viðauka með skýrslunni. Drögum Kristjáns var fylgt og það sem hann var búinn að skrifa látið standa óbreytt að mestu. Guðrún sam- ræmdi texta, gekk frá tilvitnunum, fundaskrám, valdi myndefni og endurskrifaði hluta texta í ljósi nýrra rannsókna. Enskur útdráttur og heimildaskrá fylgja skýrslunni. Skýrsla Hins íslenska fornleifafé- lags fæst á skrifstofu Þjóðminja- safnsins og þar er hægt að gerast félagi í fornleifafélaginu. Tillögur um hækkun skatta af fjármagnstekjum: 1-1,5 milljarða tekjuauki ríkissjóðs Skattar af vaxtatekjum verði staðgreiddir BREYTTAR reglur um skattlagningu Qármagnstekna eiga að skila ríkissjóði einum og hálfúm milljarði króna í auknum tekjum, sam- kvæmt tillögum íjármagnsskattanefndar, en á móti því kemur að minni tekjur kunna að verða af eignasköttum og skattlagningu hlut- afjáreigna. Már Guðmundsson efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar kveðst búast við að breytingamar skili ríkissjóði, þegar upp er stað- ið, innan við milljarði í auknum tekjum. Ólafúr Ragnar Grímsson fjármálaráðherra kynnti ríkisstjóminni siðastliðinn þriðjudag áfanga- skýrslu fjármagnsskattanefndar, sem unnið hefúr að tillögum um skattlagningu fjármagnstekna. Helstu breytingamar sem nefiidin leggur til, em að vaxtatekjur verði skattlagðar á sama hátt og launa- tekjur, eignaskattar verði lækkaðir og arðgreiðslur íyrirtælya verði skattftjálsar, hins vegar greiði einstaklingar skatt af arði sem þeir fá af hlutafjáreign. Að sögn Más Guðmundssonar er eftir að vinna að frekari útfærslu tillagnanna í sambandi við gerð frumvarps, sem byggt verður á niðurstöðum áfangaskýrslunnar og ætlunin er að flutt verði á næsta þingi. „Fjármagnstekjur eru vextir, þar með talin afföll, arður af hlutafjár- eign, leigutekjur, og hagnaður sem haldið er eftir í fyrirtækjum. I dag er allt af þessu skattlagt nema vaxtatekjumar,“ segir Már Guð- mundsson. „A vissan hátt eru vaxtatekjur af sumum skuldabréf- um skatflagðar óbeint í gegn um eignaskatta. Hér er í rauninni ekki verið að leggja til að nú eigi að fara að skattleggja fjármagnstekj- ur, þær hafa alla tíð verið skattlagð- ar, heldur að breyta fyrirkomulag- inu á því með ýmsum hætti.“ Lagt er til að raunvaxtatekjur einstaklinga verði skattlagðar, eins og aðrar fjármagnstekjur, segir Már, „... og þær verði skattlagðar innan ramma laganna um tekju- og eignaskatt. Það er að raun- vaxtatekjur verði hluti af telqu- skattstofni en ekki sérstakur skatt- stofn.“ Már segir hugmyndina að baki þessu vera, að raunverulegar tekjur verði skattlagðar með sama hætti, hver sem uppruni þeirra er. „Það er sem sagt ekki verið að gera greinarmun á því hvort tekjurnar eru launatekjur, vaxtatekjur, leigu- tekjur, arðstekjur og svo framvegis, af því að það er okkar mat að ef skattkerfið fer að mismuna mikið þar á milli, þá fer fólk að taka ákvarðanir á grundvelli skattalegs hagræðis, sem oft eru ekki þær ákvarðanir sem hagkvæmastar eru fyrir þjóðarbúið í heild. Þama er verið að leggja til hlutlausari skatt- iagningu heldur en verið hefur og minni mismunun." Skattstofninn, samkvæmt tillög- unum, á að vera greiddir vextir en ekki áfallnir. Til að finna hvað eru raunvextir og hvað verðbætur er lagt til að raunvextir reiknist beint af verðtryggðum skuldbindingum, en svokölluð hlutdeildaraðferð verði notuð á óverðtryggðar skuldbind- ingar. Hlutdeild raunvaxta í heild- arvöxtum (nafnvöxtum) verði sveigjanleg og gæti verið breytileg frá ári til árs. „Hlutdeild þessi ræðst af verðbólgunni annars vegar og raunvaxtastiginu í landinu hins vegar,“ segir Már. Hann segir að ekki sé búið að taka afstöðu til þess, hvaða mælikvarði verði notað- ur á verðbólguna. Gert er ráð fyrir að vextir af bankareikningum, sem eru undir tiltekinni raunávöxtun, verði eftir sem áður skattfrjálsir. „Það innifel- ur allar almennar sparisjóðsbækur og skylda reikninga og kannski eitt- hvað fleira,“ segir Már. Nefndin leggur til að þessir skattar verði innheimtir jafnóðum. „Það þýðir að bankar og aðrir aðil- ar sem greiða vexti innheimti stað- greiðsluskatt. Við teljum að í því felist mikill sparnaður fyrir þjóðar- búið, af því að þá er hvort sem er verið að vinna þessar færslur og skatturinn tekinn í leiðinni, svipað og þegar verið er að greiða launin og skatturinn tekinn af þeim, í stað þess að vera með mikið kerfi inni í skattkerfinu til þess að gera þetta eftir á.“ Þá em lagðar til breytingar á skattlagningu arðs af hlutafé. í dag er greiddur arður, upp að 10%, frá- dráttarbær hjá fyrirtækjum. Sami arður er síðan skattfijáls hjá ein- staklingum allt að 90 þúsund krón- um á ári. „Við leggjum til að þetta verði með svipuðum hætti og vext- irnir, að greiddur arður verði að fullu frádráttarbær hjá fyrirtækj- um, án þaks, en einskattaður hjá einstaklingum, eins og aðrar tekjur, og það án þaks líka,“ segir Már. „Þetta þýðir að öll tvísköttun sem núna er við lýði, umfram 10% hjá fyrirtækjum og 90 þúsund hjá ein- staklingum, hverfur úr myndinni." Til að greiða fyrir viðskiptum með hlutabréf leggur nefndin til að beitt verði beinni skattalegri hvatn- ingu með frádrætti þegar hlutabréf eru keypt, fremur en mismunandi skattlagningu arðs og vaxta. „Þeg- ar þú kaupir hlutabréf færðu skatt- afslátt, en þegar þú færð tekjurnar af því, þá eru þær skattlagðar eins og aðrar tekjur." Eignaskattar eiga að lækka, samkvæmt tillögunum, samhliða álagningu skatts á vaxtatekjur. Már segir nefndina ekki hafa tekið af- stöðu til þess hve mikið eignaskatt- ar eigi að lækka, það verði að skoð- ast við fjárlagagerð. Þá segir hann ekki vera forsvaranlegt að eigna- skattar áf fasteignum verði lagðir niður, þar sem reiknaðar leigutekjur í eigin húsnæði séu ekki skattlagð-, ar. Hins vegar sé hugsanlegt að eignaskattar af ijármunaeignum lækki meira en af fasteignum. Hann segir nefndina ekki setja fram beina tillögu um skattprósentu af fjármagnstekjunum, heldur bendir hún á þijá möguleika. í fyrsta lagi að fjármagnstekjurnar myndi bæði tekjuskatts- og útsvars- stofn með samsvarandi aukningu skatttekna sveitarfélaganna, í öðru lagi að þær myndi tekjuskatts- og útsvarsstofn, en útsvarsstofni verði breytt þannig að skatttekjur sveit- arfélaganna aukist ekki, þriðji val- kosturinn er að íjármagnstekjurnar verði einungis tekjuskattskyldar, sem þýddi að fj ármagnstekjur yrðu skattlagðar með lægra skatthlut- falli en launatekjur. Persónuafslátt- ur á síðan að nýtast til frádráttar þessum sköttum eins og öðrum tekjusköttum, þannig að hafi ein- hver einungis fjármagnstekjur, en engar launatekjur, fullnýtir hann persónuafsláttinn séu fjármagns- tekjurnar nægilega miklar til þess. Formaður fjármagnsskatta- nefndar er Már Guðmundsson, aðr- ir nefndarmenn eru Birgir Árnason aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, Bjarni Bragi Jónsson aðstoðar- bankastjóri í Seðlabankanum, Garðar Valdimarsson ríkisskatt- stjóri, Indriði Þorláksson hagsýslu- stjóri og Jón Sveinsson aðstoðar- maður forsætisráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.