Morgunblaðið - 31.08.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.08.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. AGUST 1989 17 Krabbameinsfélag íslands: Merkjasala um allt land um næstu helgí KRABB AMEIN SFÉLAG ís- lands efiiir til merkjasölu um allt land um næstu helgi. Merkin, sem eru hnappnælur, verða seld á 200 krónur og rennur helmingur andvirðis- ins til krabbameinsfélagsins í hverju byggðarlagi en hinn helmingurinn rennur til starf- semi Krabbameinsfélags ís- lands. I fréttatilkynningu frá Krabba- meinsfélagi íslands segir, að þessi helgi sé ekki valin af handahófi, því um nokkurra ára skeið hafi félagið staðið fyrir fjársöfnun með mérkjasölu fyrstu helgina í sept- ember. Þessu hafi verið hætt en þráðurinn verði nú tekinn upp að nýj.u. I fréttatilkynningunni kemur einnig fram, að fyrirkomulag merkjasölunnar um helgina verði með þeim hætti, að hvert merki verði selt á 200 krónur. Hin 29 aðildarfélög Krabbameinsfélags íslands muni sjá um söluna og helmingurinn af andvirði hvers- selds merkis að renna til þeirra, en heimingurinn til starfsemi Krabbameinsfélagsins sjálfs, til dæmis leitarstarfs og rannsókna. I Reykjavík verði sölunni hagað þannig að stuðningshópar sjúkl- inga standi fyrir sölunni en utan Reykjavíkur muni krabbameins- félögin á hverjum stað sjá um söluna. Stefnt sé að því að sjálf- boðaliðar selji merkin. Lionsmenn aðstoða á Akureyri Halldóra Bjarnadóttir hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis segir að félagið muni seija merki á Dalvik, Grenivík, Fnjóskadal, Svalbarðseyri og Ól- afsfirði. Þar muni félagsmenn í Krabbameinsfélaginu selja merk- in og jafnvel verði gengið í hús. Á Akureyri verði sá háttur hins vegar hafður á, að sölufólk verði í miðbænum, fyrir utan stórmark- aði, svo sem Hrísalund og Hag- kaup og verslun_ ÁTVR síðdegis á föstudaginn. Á laugardag og sunnudag verði sölufólk í Vín og hugsanlega víðar. Hún segir að síðasta vetur hafi heill Lionsklúb- bur gengið í Krabbameinsfélagið. Hús Krabbameinsfélags íslands við Skógarhlíð í Reykjavík. t Verjumst vkrabbameini!/ Þeir hafi sérstaklega verið beðnir um aðstoð við söluna og hafi þeir tekið því vel. Halldóra segir, að starf Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis beinist einkum að fræðslu og forvörnum, meðal ann- ars sjái það um reykingavarna- fræðslu í öilum skólum við Eyja- fjörð og standi fyrir fyrirlestrum um krabbamein. Salan á Austflörðum Aðaibjörg Magnúsdóttir hjá Krabbameinsfélagi Austfjarða segir að gengið verði með merkin í hús á þéttbýlisstöðum á Aust- fjörðum. Það geri félagsmenn í Krabbameinsfélaginu, en það séu einkum konur. Salan muni hefjast síðdegis á föstudaginn og standi hún yfir alla helgina. Aðalbjörg segir að Krabba- meinsfélag Austfjarða taki þátt í þeirri krabbameinsfræðslu, sem fari fram í skólum á starfsvæði þess, auk þess styrki það sjúkl- inga, sem þurfi að fara til Reykjavíkur í eftirlit, leggi fram fjármagn til starfs Krabbameins- félags Islands og hafi að auki í gegnum árin staðið fyrir tækja- kaupum fyrir heilsugæslustöðvar á svæðinu. Meðal annars hafi fé- lagið aflað fjár til þessa með merkjasölu á síðustu tveimpr árum. Stómasamtökin Einn þeirra stuðningshópa krabbameinssjúklinga, sem tekur þátt í merkjasölunni um helgina, eru Stómasamtökin. Þar er um að ræða stuðningshóp þeirra sjúklinga, sem fengið hafa stómu eða opnun í gegnum kviðarholið. Að sögn Arnar Agnarssonar, formanns samtakanna, er hlut- verk þeirra fyrst og fremst að styðja við bakið á þessum sjúkl- ingum, bæði fyrir og eftir aðgerð. Samtökin muni nota það fé, sem þeim áskotnist með söfnuninni .til að standa straum af starfsemi sinni, svo sem útgáfu fréttabréfs. Almenn tölvubraut Tölvunámskeiö fyrir fólk á öllum aldri í fremsta Macintoshtölvuskóla landsins. Einstakt tækifæri til aö fá á 10 vikna námskeiöi þjálfun í öllum grunnatriöum tölvunotkunar í starfi og leik. Flest fyrirtæki gera þær kröfur til starfsmanna sinna að þeir hafi almenna þekkingu á tölvum og tölvunotkun. Oftar en ekki hefur fólk ekki tækifæri til aö nálgast þá þekkingu sem þarf til aö nota tölvur. Til aö koma til móts kröfur þeirra höfum viö komið á fót námskeiöi sem sniöiö er aö endurmenntunarþörfum þeirra. Dagskrá: Ritvinnsla og vélritun «. Umbrot og skýrslugerö Almenn tölvufræöi og umgengni viö tölvur Tölvuteiknun og myndgerö Gagnagrunnar og töflureiknar Tölvusamskipti og gagnabankar Tölvubókhald % Viö bjóðum upp á 90 kennslustunda hagnýtt nám meö úrvalskennurum. I hverjum hóp eru 10 nemendur. Hægt er að velja um hóp mánudaga og miðvikudaga k). 19.30-22.30, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 19.30-22.30 og laugardaga kl. 9-16. Námsgögn og hressing á námskeiöi innifalin t sanngjörnu námskeiösverði. Kennt er á Macintosh tölvur. Námskeiö byrja um miöjan september. Tölvu- og verkfræðiþjánustan Tölvuskóli Halldórs Kristjánssonar Skráning og allar frekari upplýsingar I síma 688090 eöa á Grensásvegi 16 Kreditkortaþjónusta Hagstæö greiöslukjör • « á laugardag handaþér, ef þúhittír á réttu tölumar. Láttu þínar tölur ekki vanta í þetta sinn! Sími 685111. Upplýsingasímsvari i iutxí ltm>i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.