Morgunblaðið - 31.08.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.08.1989, Blaðsíða 27
Þorgeirs Ljósvetningagoða minnst: Þorgeirskirlga reist að Ljósavatni í tileftii kristnitökuafinælisins ÞORGEIRS Ljósvetningag-oða verður minnst á þúsund ára afmæli kristnitöku á Islandi, með því að reisa nýja kirkju í Iandi Ljósavatns sem bera á heitið Þorgeirskirkja. Að Ljósavatni var þingstaður um langt skeið og þar reisti Þorgeir fyrstu kirkju staðarins, en sem kunn- ugt er var það Þorgeir Ljósvetningagoði sem fleygði goðum sinum í Goðafoss og kvað uppúr með að á Islandi skyldi þaðan í fi-á ríkja einn siður. Á héraðsfundi Þingeyjarprófasts- dæmis sem haldinn var á Skútustöð- um haustið 1987 var kosin fimm manna afmælisnefnd sem veg og vanda skyldi hafa að undirbúningi hátíðarhalda norðanlands vegna kristnitökuafmælisins. Formaður nefndarinnar er séra Bolli Gústafs- son sóknarprestur á Laufási og aðrir í nefndinni eru Árni Jónsson á Frem- stafelli, Margrét Bóasdóttir, Grenjað- arstað, Atli Sigurðsson á Ingjalds- stöðum og Þorsteinn Jónsson á Húsavík. Séra Bolli sagði að afmælisnefndin hefði einkum starfað á þessu ári og væru menn búnir að fara á vettvang og skoða aðstæður með staðsetningu hinnar nýju kirkju í huga. Nefndin hefði mælt með því að kirkjan yrði reist á hól norðan heimreiðarinnar að Ljósavatni, en þaðan sæist hún vel frá þjóðveginum. Það er svo safn- aðarfundar Ljósavatnssóknar að ákveða staðsetninguna endanlega og munu menn koma saman fljótlega eftir mánaðamót og ræða hana. „Það er okkur mikið metnaðarmál að Þorgeirskirkja rísi. Það sem fyrir okkur vakir er að byggð verði kirkja sem þjóni söfnuðinum, en einnig að þar geti ferðamenn staldrað við og skoðað bygginguna og íhugað um leið upphaf kristni á Islandi," sagði séra Bolli. Hann sagði að ekki væri í bígerð að reisa stórt hús, en menn vildu fyrir alla muni að það yrði list- rænt og fallegt þannig að það vekti athygfi. Hrafnkell Thorlacius arkitekt í Reykjavík hefur boðist til að teikna húsið endurgjaldslaust, en hann á ættir sínar að rekja í sóknina. Hvað fjármögnun vegna kirkjubyggingar- innar varðar sagði Bolli að til væri fé svo hefjast mætti handa við verk- ið. Þorgeirskirkjusjóður hefði verið stofnaður fyrir alilöngu síðan, en það voru systkinin- Friðrika Jónsdóttir ljósmóðir og Kristján Jónsson á Fremstafelli og kona hans Rósa Guð- laugsdóttir sem stofnuðu þann sjóð. Þá sagði Bolli að leitað yrði til Jöfn- unarsjóðs kirkna, Kirkjubygginga- sjóðs og ríkissjóð varðandi fjármögn- un og þegar hefði komið fram vilji meðal Eyfirðinga um að styðja kirkjubygginguna. Að auki yrði leit- að fijálsra framlaga um land allt. „Það er stórt atriði að sýslurnar hér norðanlands sameinist um að reisa kirkjuna og ég vona að vel verði tekið í málaleitan okkar, þann- ig að við getum haldið þar veglega hátíð þegar afmælisins verður minnst,“ sagði séra Bolli. Morgunblaðiö/Bolli Gústafsson Kirkja sú sem nú er við Ljósavatn var byggð árið 1892, en nú er fyrirhugað að reisa nýja kirkju, Þorgeirskirkju, til minningar um Þorgeir Ljósvetningagoða í tilefni af þúsund ára afinæli kristnitöku á íslandi. Morgunblaðið/Rúnar Þór Fallbyssuskot Þó nokkur Qöldi manna safnaðist saman á flötinni neðan Minja- safhsins á Akureyri í gær, en þá hleypti Halldór Baldursson af púðurskoti úr fallbyssu í tilefni 127 ára afinælis Akureyrar- bæjar sem var í fyrradag, 29. ágúst. Fallbyssan hefiir lengst af þjónað sem bryggjupolli á Torfiinefsbryggju, en hefiir verið gerð upp. Fyrst var skotið af byssunni á þjóðhátíðardaginn, 17. júní síðastliðinn. opið tóugatdaS® Makita verkfærín eru á góðu verði hjá EUingsen Þrautreynd verkfæri með tvöfaldri einangrun \ Makita höggborvél M 802. Snúningur 1 báðar áttir, stlg- laus rofi, W patróna, 430w, kr. 9.980,- Maldta snúrulaus rafhlöðuborvél 6012 HDW. Snúnlngur f báðar áttlr, stlglaus rofl, átaksstlllir f. skrúfur, lOmm patróna, kr. 14.345,- Slíplrokkur 9005 B með 125mm skffu, I020w, 10900 snúnlngar/mín., kr. 12.322,- Makita höggborvél HP20I0, fyrir iðnaðarmenn, snún. í báðar áttir, stiglaus rofi, V*" patróna, 750w, kr. 17.900,- Maldta sög 5801 B með 185mm blaði, 960w og 4500 snúningar/mfn. kr. 13.140,- Maklta fræsari 3608 B með %” tönnum, 500w, 23000 snúningar/mfn., kr. 12.665,- Makita pússari 4510BO fyrir heimlllð og léttan iðnað, 180w, kr. 7.700,- Makita stingsög 4301 BV fyrir atvinnumenn, stiglaus rofi, 390w, stlllanlegur skurður, kr. 19.265,- Maklta skrúfuvél DP4700, með 13mm patrónu, snúning- ur í báðar áttir, stiglaus rofi, kr. 12.450,- Maklta sifpirokkur 9607 B með 180mm skífu, 2000w, 8000 snúningar/mfn. kr. 18.800,- Þú færð að auki 10% tilboðsafslátt af öllum þessum verkfærum og öllum öðrum USAG og MAKITA verkfærum út vikuna, eða til 2. september nk. Notaðu tækifærið. SENDUM UM ALLT LAND Grandagarði 2, Reykjavík, sími 28855

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.