Morgunblaðið - 31.08.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.08.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. AGUST 1989 31 Minning Hörður Tuliníus framkvæmdastjóri Mánudaginn 21. ágúst lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri Hörður Tuliníus framkvæmdastjóri og byggingaverktaki. Hörður fæddist 12. apríl 1936. Hann lærði húsgagnasmíði og starfaði árum saman við þá iðn- grein. En mikilvirkastur var hann á sviði húsbygginga. Hann stofnaði ásamt svila sínum Gísla Braga Hjartarsyni og mági sínum Páli Alfreðssyni byggingafyrirtækið Híbýli sf. Það var árið 1970. Þeir félagarnir gerðust á skömmum tíma umsvifamiklir í byggingaiðnaðinum á Akureyri og áttu drjúgan þátt í þeirri miklu uppbyggingu, sem varð hér í bæ á áttunda áratuginum. Þeir komu fyrirtæki sínu í gegn um þá erfiðleika, sem steðjuðu að bygg- ingaiðnaðinum á árunum eftir 1980. Híbýli er í dag eitt af styrk- ustu fyrirtækjum í byggingaiðnaði á Akureyri. Kynni okkar Harðar urðu fyrst sakir ijölskyldutengsla, en á síðari árum einkum í félagsstarfi. Hann var mikill sjálfstæðismaður og gegndi margvíslegum trúnaðar- störfum fyrir flokkinn. Ég leitaði oft álits hans á ýmsum málum, sem ég starfaði að á vegum flokksins. Hann kunni vel að hlusta, hafði skýrar skoðanir á öilum málum og sagði þær umbúðalaust, án tiilits til þess hvort þær komu við einhver kaun eða ekki. Þannig vildi hann einníg að við hann væri mælt, vafn- ingalaust og af fyllstu hreinskilni. Hann var maður athafna fremur en orða en þegar hann kvaddi sér hljóðs var hann skorinorður, hitti naglann á höfuðið og sló gjarnan fast. Hann hafði mikið skap, og eins og títt er um slíka menn, tók hann mjög nærri sér allt sem miður 0DEXION léttir ykkur störfin APTON-smíðakerfið leysir vandann • Svörtstálrör • Grá stálrör • Krómuð stálrör • Álrör - falleg áferð • Allargerðirtengja Við sníðum niður eftir máli LANDSSMIÐJAN HF. Verslun: Sölvhólsgötu 13 Sími (91)20680 fór, bæði í flokksstarfi og atvinn- ulífi, en var jafnframt manna fús- astur til að leggja hönd á plóginn og missti aldrei trúna á framtíðina, hversu dökkt sem framundan var. Hörður Tuliníus varð 53 ára. Á tiltölulega stuttri ævi fór hann ekki varhluta af erfiðleikdm. Hann varð, sem framkvæmdamaður, að þola miklar sveiflur í byggingaiðnaðin- um, sem nánast hrúndi á Akureyri um og eftir 1980. Hann ofbauð heilsu sinni með vinnusemi og ósér- hlífni og hirti lítt um heilsubrest. Hann átti, í hálfan annan áratug, í baráttu við þau mein, sem að lok- Þrátt fyrir þessar þungu byrðar átti Hörður góða ævi, í orðsins fyllstu merkingu. Hann var alinn upp í traustri og samheldinni fjöl- skyldu. Hann eignaðist í eiginkonu sinni, Ernu Alfreðsdóttur Tuliníus, jafnoka í heiðarleika, dugnaði og myndarskap og þau eiga börn, sem sverja sig í ættina. Hann starfaði með mönnum, í verktakafyrirtæki þeirra félaganna, sem voru honum líkir að atorkusemi og kjarki. Hann var í sjúkdómsstríði sínu öðrum mönnum fordæmi um bjartsýni og karlmennsku. Það er skarð fyrir skildi, þar sem Hörður Tuliníus stóð. Eiginkonu hans, ættingjum og aðstandendum öllum votta ég djúpa samúð og jafn- framt þakklæti fyrir að hafa kynnst og notið góðs af störfum þessa sómamanns. Tómas Ingi Olrich um leiddu hann til dauða. í þeirri baráttu sýndi Hörður óbilandi kjark og viljastyrk. Skrifstofutækninám Betra verð - einn um tölvu Tölvuskóli íslands S: 67 14 66 það er Andi Hússins SEM FULJ-KOMNAR ATLÆTIÐI FjÖRUNNI Fjaran er athvarf fyrír athafnamenn. Ljúfur andi þessa gamla húss hrífurþig strax í aðra veröld, óralangt frá erli dagsins. Þú lætur þreytuna líða úrþér og nýtur veitinganna til fullnustu meðan lipurt þjónustufólkið leggur metnað sinn í vellíðan þína. VEITINGAHÚSIÐ FJARAN. ATHVARF FRÁ ERLI DAGSINS. FTARAN VEITINGAHUS STRANDGÖTU 55 HAFNARFIRÐI SlMI 65 18 90 BORÐAPANTANIR SÍMI 65 12 13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.