Morgunblaðið - 31.08.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 31.08.1989, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1989 —i——!—t-—+2-H—j j. 1' ' ’■ rl-.-i—1U í; 1 H—‘r 35 GunnarB. Þóraríns- son - Kveðjuorð Fæddur 20. ágúst 1914 Dáinn 18. ágúst 1989 Kveðja frá afabörnum Afi Gunnar eða afi á Laugavegi og síðast- afi á Hrafnistu, þannig auðkenndum við elsku afa okkar. Við söknum hans nú er yið heim- sækjum ömmu. Afi þurfti að hætta störfum vegna veikinda fyrir mörgum árum, svo að hann var alltaf til staðar hjá ömmu. Afi hafði verið hörkukarl, skip- stjóri á togurum í gamla daga og sigldi til útlanda. Hann hefur afrek- að margar erfiðar siglingar á stríðsárunum og kunni frá mörgu að segja. Annars vildi hann sem minnst um sjálfan sig tala. Við áttum athygli hans alla er við komum í heimsókn, það var eins og konungar væru á ferð. Hann tók okkur alltaf glaður og hlæjandi. Honum fannst amma aldrei nógu fljót að bera fram kræsingar handa okkur. Hann var undurblíður, kailaði okkur elsku vinan hans afa eða elsku kallinn hans afa. Hann þakk- aði okkur svo innilega fyrir komuna í hvert sinn. Þrjú afabörnin hafa sérstöðu: Gunnar næstelsta barnabarnið og nafninn fékk að kynnast starfi afa og vera með honum áður en afi veiktist. Þeir voru góðir vinir. Bobbý sem býr í Ameríku var hér þegar hann var lítill í eitt ár, hefur síðan komið tvisvar til Islands í heimsókn. Afi talaði oft um hann af hrifningu. Svo er það Lilja, nafna hennar ömmu: Afi passaði hana fyrstu 5 árin hennar og minnist Lilja þeirra með þakklæti. Þeirra samband var sérstætt. Þrátt fyrir sársaukann og sökn- uðinn við fráfall afa, þá vitum við, flest okkar, að hann var orðinn þreyttur og sáttur við að sofna svefninum langa. Og hvað er að hætta að draga andann ann- að en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og óptraður ieitað á fund Guðs síns? (Úr Spámanninum) Þökk sé elsku afa okkar fyrir allt og allt. Horfinn er vinur hjartans svíða undir hann sem að okkur veitti forsjá hér. Ötull í starfi allar lífsins stundir ást hans og blíðu guði þakka ber. (Sigurrós Guðmundsdóttir frá Sauðeyjum.) Fjörðurinn speglast í ljósaskipt- unum, kynjamyndar af húsum og fjöllum birtast, eftirvænting ríkir, hann Gunni frændi er á leiðinni með skipið sitt. og ætlar að heim- sækja fólkið sitt á Patreksfírði. Um kvöldið er allt húsið undir- lagt af hlýjum straumum og gleði sem þessi stóri háværi og hlýi frændi færir með sér. Við höfðum reynt að leggja mömmu hjálpar- hönd þótt ekki værum við háar í loftinu, allt skyldi vera fágað og prýtt þegar Gunni bróðir kæmi með skipsfélagana. Móðurbróðir okkar Gunnar Breiðijörð Þórarinsson skipstjóri lést í Landspítalanum 18. ágúst tæplega 75 ára að aldri. Hann fæddist 20. ágúst 1914 í Reykjavík, sonur hjónanna Guðmundínu Sigur- rósar Guðmundsdóttur frá Sauðeyj- um og Þórarins Kr. Ólafssonar frá Múla í Gufudalssveit. Gunni fluttist tveggja ára að aldri með foreldrum sínum og systur að Rauðstöðum í Arnarfirði og taldi sig því alltaf Arnfirðing. Frá Rauðstöðum var róið tii fiskjar. Tíu ára gamall var Gunni frændi' farinn að gera að aflanum, líkaði það vel enda stóð hugurinn í þá átt. Sjómannsferill frænda okkar stóð óslitið í 44 ár að undanskyldu því eina ári sem það tók hann að ljúka Stýrimanna- Bí, bí og blaka! Börn erum við. Eigum við að vaka og veita guði lið? Eigum við að kvaka um kærleik og frið? (Jóh. úr Kötlum) Elsku Lára frænka er dáin. Minningarnar um allar samveru- stundirnar hrannast upp. Lára föð- ursystir hefur alltaf verið uppáhalds frænka okkar, enda hafði hún ein- stakt lag á að gleðja okkur á sinn sérstaka hátt. Lífsgleði hennar smitaði út frá sér og var hún ætíð hrókur alls fagnaðar. Hún var alltaf til í glens og grín og gat brugðið sér í ýmis geivi, hvort sem um var að ræða jólasveina eða aðrar furðu- verur. Þegar við vorum yngri bjuggu Lára, Valur og Gísli í Hörðalandi og eru þær ófáar stundirnar sem við áttum saman þar. Það þótti ekki mikið mál á þeim bænum að skólanum. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar á þeim ámm sem liðin eru, hvað varðar útbúnað skipa og aðbúnað áhafnar. Gunni frændi var togaraskipstjóri á þeim tímum þar sem dugnaður og kjarkur voru ekki síst nauðsynlegir eiginleikar ef vel átti að ganga. „Karlinn“ var höfuðið og eftir því dönsuðu limirn- ir. Þú átt bara að hugsa um það sem þér ber að gera voru einkunn- arorð hans gegnum skipstjóraferil- inn, ráðlegging sem reyndur skip- stjóri gaf honum er hann fór í sína fyrstu sjóferð sem skipstjóri og fannst ábyrgðin mikil. Amma okkar var prýðilega hag- mælt og sendi syni sínum stundum góðar óskir. Lífsins guð sem lánar hveijum sitt leiði þig um heimsins ólgusjó og gefi þú fáir hafsins auðinn hitt er hagsæld veiti gæfu frið og ró. Gunni frændi var mikill gæfu- maður í sínu einkalífi, hann giftist 23. janúar 1937 Lilju Kristdórs- dóttur frá Sævarlandi í Þistilfirði, mannkosta konu sem hann virti mikið. Búskap sinn byrjuðu þau á Patreksfirði en fluttu til Reykjavík- ur árið 1948 og áttu þar heimili síðan. Þeim varð fimm barna auðið: Sigurþór Breiðfjörð sem lést árið 1986. Hann var kvæntur Guðrúnu Karlsdóttur og eiga þau þrjú börn. Rósamunda Breiðfjörð, gift Robert Lee Talor, þau eiga einn son, Már Breiðfjörð, kvæntur Guðrúnu Ein- arsdóttur, þau eiga þtjár dætur, Indíana Breiðfjörð, gift Pétri Krist- inssyni þau eiga þijú börn, Stefán Breiðfjörð, kvæntur Elsu Trausta- dóttur, þau eiga þrjú börn. Einnig eignaðist Gunni frændi son, Ólaf Þorra, kvæntur Sigrúnu Þórarins- dóttur og eiga þau einn son. I sjóði minninganna eru margar ógleymanlegar myndir frá þeim tíma er við systur nýkomnar til Reykjavíkur áttum ávallt athvarf hjá þeim Lilju og Gunna frænda, fyrst í Barmahlíð 28 en síðan á Laugaivegi 65. Það var aldrei logn- molla kringum frænda hvort heldur hann sagði sögur eða spilaði brids við vini sína. Gamlárskvöldin heima hjá foreldrum okkar eftir að þau fluttu suður gleymast seint. Amrna var þá á lífi og eftir miðnætti voru dregin upp spil og spilað fram und- ir morgun, glasi lyft, sungið og sagðar sögur. Það var frænda þungur baggi að missa heilsuna langt urn aldur fram, hann var þó sjálfum sér líkur, hress og kátur og naut þess að fá fólk í heimsókn, þar sama gilti um Lilju, allt það besta var tínt fram, frændi sat fyrir borðsendanum, gefandi álit á héimsmálunum. Síðastliðin fimm ár dvöldu þau hjón á Hrafnistu í Hafnarfirði. Elsku Lilja, börn, tengdabörn og barnabörn, megi minningin um elsku hans lifa í hjörtum okkar. Þuiý og Þrúða Benjamín Ólafs- son — Kveðjuorð bjóða fjórum systrum í mat og gist- ingu,‘ ef svo bar undir. Var þá oft glatt á hjalla og mikið hlegið. Ógleymanleg eru þrettándaboðin hjá Láru sem hún lagði mikla vinnu í. Bjó hún þá til piparkökuhús, heil- an her af jólasveinum og fleira skemmtilegt, sem var í augum okk- ar barnanna sem heill ævintýra- heimur. Lára frænka var alltaf tíður gest- ur á heimili okkar í Kópavoginum og tók virkan þátt í ljölskyldulífinu. Eftir að við systurnar stofnuðum okkar eigin heimili, hefur Lára ver- ið þar kærkominn gestur og verið börnum okkar sem besta amma. Valur, fyrri eiginmaður Láru, lést fyrir 10 árum. Nokkrum árum síðar giftist hún eftirlifandi eigin- manni sínum, Guðlaugi Jónssyni, og bjuggu þau á Sunnuveginum. Síðustu árin hefur Lára átt við erf- ið veikindi að stríða, en þó kom andlát hennar nokkuð óvænt. Við systurnar og foreldrar okkar þökkum fyrir allar samverustund- irnar sem við áttum með Láru og vottum Gísla og Guðlaugi okkar innilegustu samúð. „Fegursta blóm jarðarinnar er brosið." (H. Wergeland) Olga, Hrönn, Lilja og Lára. Fæddur 13. janúar 1934 Dáinn 13. ágúst 1989 Þegar Borgaraflokkurinn varð til á nokkrum dögum rétt fyrir kosningarnar vorið 1987, hrifust þúsundir karla og kvenna af þeim hugsjónaeldi, sem var undirstaða stefnuskrár þessarar nýju stjórn- málahreyfingar. Virðing fyrir ein- staklingnum og dugnaði hans, rétti hans til athafna, en ekki síður umhyggja fyrir þeim, sem eiga bágt og mega sín Iítils, er kjarni stjórnmálastefnu Borgaraflokks- ins. Barátta gegn spilltu hags- munakerfi gömlu flokkanna og það óréttlæti, sem hefur viðgeng- ist í þjóðfélaginu um langt skeið sameinaði það fólk, sem gekk til liðs við Borgaraflokkinn. Fólk, sem var reiðubúið að fórna miklu, jafnvel atvinnunni og fjárhagsleg- um hagsmunum, með því að segja gömlu flokkunum stríð á hendur. Þær hugsjónir, sem stefnuskrá Borgaraflokksins byggir á, voru Benjamín heitnum að skapi. Hann bauð fram liðsinni sitt, þegar í kosningabaráttunni, og starfaði ötullega fyrir flokkinn á kosninga- skrifstofunni í Kópavogi. Benj- amín var góður og tryggur fé- lagi. Hann fagnaði góðum sigri með okkur eftir kosningarnar 1987 og tók virkan þátt í störfum okkar í Reykjaneskjördæmi. Benj- amín var tíður gestur á flokks- skrifstofu okkar í Hafnarfirði. Þar hittast félagar og ræða málin yfir kaffibolla og góðum veitingum. Þar er alltaf glatt á hjalla. Benj- amín átti mikinn þátt í því hversu félagsstarfið í Reykjaneskjördæmi var ánægjulegt og skemmtiiegt. Hann tók oft frumkvæði að um- ræðum um málefni líðandi stundar og hafði m.a. mikinn áhuga á öllu, sem snerti samgöngumál og ferðamál. Margar góðar hug- myndir, sem hafa komið okkur þingmönnum Borgaraflokksins vel, eigum við honum að þakka. Við söknum sárt góðs vinar og félaga og er nú skarð fyrir skildi í röðum okkar. En sárastur er þó söknuðurinn hjá ástvinum og fjöl- skyldu lians. Fyrir hönd okkar borgaraflokksmanna á Reykjanesi votta ég fjölskyldu Benjamíns, konu hans Svölu og börnum þeirra, innilega samúð okkar allra. Megi góður guð veita þeim styrk í sorg þeirra. Júlíus Sólnes t Sonur okkar og bróðir, ÞÓRÐUR JÓHANN GUNNARSSON, íþróttakennari, andaðist á heimili sínu í Kaupmannahöfn 30. ágúst. Helga ÞÓrðardóttir, Gunnar Jónsson, og systkyni hins látna. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og langafi, MAGNÚS JOCHUMSSON, rennismiður, Klettahlíð 12, Hveragerði, andaðist á heimili sínu mánudaginn 21. ágúst sl. Jarðarförin fer fram í Fossvogskirkju föstudaginn 1. september kl. 13.30. Júlía Jónsdóttir, börn, tengdabörn barnabörn og barnabarnabörn. t Systir okkar og mágkona, MARTA Þ. GEIRSDÓTTIR, Háteigsvegi 26, Reykjavík, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju föstudaginn 1. september kl. 15.00. Tómas Geirsson, Geir í. Geirsson, Dagný Ingimundardóttir, Bryndis Jónsdóttir. t Alúðar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ÁSDÍSAR SVEINSDÓTTUR frá Vestmannaeyjum. Svava Alexandersdóttir, Tryggvi Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t -V'? 1 Þökkum af alhug auðsýnda samúð við andlát og útfðr ástkærs sonar okkar, föður, bróður og ástvinar, ÁSGEIRS S. BJÖRNSSONAR lektors, frá Ytra-Hóli. H > .. ? Björg Björnsdóttir, Sigríður Björnsdóttir, Björg Sigriður Björnsdóttir, Jón Bjarki Ásgeirsson, Björn Jónsson, Sigrún Björnsdóttir, Björn Þormóður Björnsson, Rannveig A. Jóhannsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.